Morgunblaðið - 13.04.2008, Side 36

Morgunblaðið - 13.04.2008, Side 36
arkitektúr 36 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is H úsagerðarlist franska arkitektsins Jean Nouvel er stöðug til- raunastarfsemi þar sem virkjun sköp- unarkraftsins er í fyrirrúmi. Nú hef- ur hann fengið Pritzker-verðlaunin fyrir störf sín. Meiri viðurkenningu getur arkitekt ekki fengið. Í viðtali í tímaritinu Newsweek var Nouvel spurður í tilefni af verðlaun- unum hver heimspekin á bak við hönnun hans væri: „Þegar ég byrjaði að læra arkitektúr á sjöunda ára- tugnum var ég í losti yfir því hve margar byggingar um allan heim voru eins, í alþjóðlega stílnum [mód- ernisma]. Þær tengdust ekki hinum ýmsu borgum eða ólíku loftslagi. Ég hafði því snemma ákveðnar hug- myndir um sambandið milli arkitekt- úrs og stöðu arkitektúrsins. Samfara þróuninni í heiminum á undanförnum 40 árum held ég að staðan hafi versn- að. Þegar maður ferðast um heiminn eru allar borgirnar eins. Ég vinn því alltaf úr frá spurningunni um eðli og að tengja arkitektúrinn menning- arlegu eðli borgarinnar, loftslaginu, gróðrinum ásamt hinu ljóðræna og sögulega. Af þessum sökum eru byggingar mínar aldrei reistar á sama orðaforðanum, sömu litunum, sama efninu. En auðvitað hef ég ákveðin föst gildi, svo sem anda okk- ar tíma. Arkitektúr er steingerving augnabliks í menningunni. Það er mín skilgreining á arkitektúr.“ Nouvel fæddist í suðvesturhluta Frakklands og þar fékk hann ástríðu fyrir rúbbíi, mat og samræðum. Hann útskrifaðist frá Beaux-arts- skólanum í París árið 1972 og vakti heimsathygli þegar hann fékk það verkefni að teikna Arabaheimsstofn- unina í París árið 1981. Sú bygging var hluti af áætlun Francois Mitterr- ands, þáverandi forseta, um að reisa fjölda nýrra, stórbrotinna bygginga til að breyta svip Parísar. Lokið var við að reisa bygginguna árið 1987 og þykir einstakt hvernig hann notar ljós í henni. Stillanlegar málmlinsur eru greyptar í útveggina og stjórna þær því hvernig ljósið berst í inn í bygginguna. Megnið af byggingum Nouvels er að finna í Frakklandi. Þar má nefna Quai Branly-safnið, sem var opnað 2006, og hefur að geyma þjóðflokkal- ist frá Asíu, Ameríkunum, Eyjaálfu og Afríku. Þar síast ljósið meðal ann- ars í gegnum blágrænt steint gler á einn útvegginn. Nouvel er einnig þekktur fyrir Cartier nútímalistastofnunina, sem var opnuð árið 1994, Agbar-turninn í Barcelona og óperuhúsið í Lyon. Um þessar mundir er verið að reisa tón- listarhús eftir hann í Kaupmanna- höfn og fór langt í ferlinu um það hver ætti að hanna tónlistarhúsið í Reykjavík, þótt ekki færi hann alla leið. Eins og fram kemur hér fyrir ofan tekur Nouvel mið af umhverfi bygg- inga sinna og forðast hann að end- urtaka sig. „Verk mín snúast um það sem er að gerast núna, okkar tækni og efnivið og það sem við getum gert í dag,“ segir Nouvel. Andóf gegn einsleitni Franski arkitektinn Jean Nouvel er þekkt- ur fyrir að fara sínar leiðir. Nouvel forðast að endurtaka sig og fyrir vikið er sagt að hann hafi ekki sér- stakan stíl, en hann for- dæmir einsleitni húsa- gerðarlistar á okkar tímum og segir að sama sé hvert litið er; allar borgir séu eins. Reuters Í svörtu Jean Nouvel situr fyrir, svartklæddur að venju við vígslu Agbar- turnsins í Barselónu 2005. Hann lætur hús sín kallast á við umhverfið. Sveipaðar ævintýraljóma Félagslegu íbúðirnar Nemausus 1 í Nimes í Frakklandi setja svip á umhverfið. Turn Sigurhönnun Nouvels á turni í Verre. Flæðandi línur Fílharmónían í París eftir Nouvel. Á paradísareyju Innviðir Louvre-safnsins, sem verið er að reisa í Abu Dhabi. Safnið er á eyju þar sem verið er að reisa Guggenheim-safn eftir Frank Gehry auk þess sem þar er að finna hús eftir Zaha Hadid og Tadao Ando. Upplýsing Agbar-turninn í Barselónu upplýstur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.