Morgunblaðið - 13.04.2008, Side 60
60 SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
MÖRG þúsund
mót-mælendur trufluðu
hlaupið með
ólympíu-kyndilinn í San
Fran-cisco á
miðviku-dags-kvöld. Fólkið
vildi lýsa andúð sinni á
mann-réttinda-brotum
Kín-verja í Tíbet. Einnig voru á
svæðinu mörg þúsund
Kín-verjar sem lýstu yfir
stuðn-ingi við stjórn Kína.
Miklar öryggis-ráð-stafanir
voru í borg-inni við
hlaupa-leiðina. Fór svo að
leið-inni var breytt til að
mót-mæl-endurnir gætu ekki
truflað hlaupið meira. Hefð er
fyrir því að hlaupið sé með
kyndilinn frá Grikk-landi
þangað sem
Ólympíu-leikarnir eru haldnir
hverju sinni. Hann er þó
fluttur lengstu kafla
leiðar-innar með flug-vél.
Leikarnir verða í Beijing í
ágúst í sumar. Mikil
mót-mæli voru þegar hlaupið
var með kyndil-inn um
London og París.
Mót-mæli vegna Ólympíu-leika
Reuters
Nei! Mótmælandi við kínverskan fána þegar hlaupið var með kyndilinn um San Francisco.
Tvær kisur lentu í vanda í
vikunni. Önnur var lokuð ein
inni í íbúð í marga daga.
Eigendurnir voru fluttir í
burtu. Lög-reglan náði í
kisuna en hún var mjög veik
og það varð að lóga henni.
Saga hinnar kisunnar
endaði mun betur. Hún
fannst í bíl við BSÍ. Hún var
ein og orðin mjög skítug.
Kisunni var bjargað úr bílnum
og flutt í Katt-holt þar sem
allar kisur eru velkomnar.
Hún fékk svo nýja eigendur
og líður vel.
Verð á íbúðum lækkar
Seðla-bankinn hækkaði
stýri-vexti sína á
fimmtu-daginn. Vextirnir eru
núna 15,5%. Verð á íbúðum
er byrjað að lækka.
Seðla-bankinn spáir að
verðið muni lækka meira –
kannski um 30% á næstu
mánuðum.
Mótmæla áfram
Vöru-bílstjórar eru búnir að
mót-mæla mikið í vikunni.
Þeir stoppuðu til dæmis alla
umferð í mið-bænum.
Bíl-stjórarnir vilja að verð á
elds-neyti verði lækkað. Þeir
vilja líka breyta reglum um
hvíldar-tíma.
Kisur í
vanda
Hóp-ur af sér-legum
aðdá-endum banda-ríska
tónlistar-mannsins Bobs
Dylans er væntan-legur til
Íslands, en hóp-urinn ætlar
að vera við-staddur
tón-leika hans í Egils-höll
hinn 26. maí
næst-komandi. Sumir
með-lima hópsins hafa séð
Dylan á tón-leikum allt að
500 sinnum, en um 20
manns eru í hópnum. Einn
Íslendingur er í hópnum,
Hilmar Thors
framkvæmda-stjóri. „Ég er
algjör byrjandi, ég sá Dylan
ekki á sviði fyrr en 2003,“
segir Hilmar sem hefur þó
séð Dylan leika um það bil
30 sinnum. Dylan á langan
feril að baki og er ekki
síður þekktur fyrir texta en
tónlist.
Mik-lir að-
dá-endur
Bob Dylan Hilmar Thors
AND-STÆÐINGAR
stjórnar-innar í Sim-babve eru
ósáttir við að leið-togar
annarra Afríku-landa skuli
ekki gagn-rýna meira Robert
Mu-gabe, for-seta Sim-babve.
Ekki hafa enn verið birtar
niður-stöður
forseta-kosninga í Sim-babve
en þær voru haldnar 29.
mars. Stjórnar-andstaðan
óttast að Mu-gabe láti tefja
birt-inguna til að ögra
and-stæðingum sínum. Voni
Mugabe að til átaka komi og
þá muni hann beita her-valdi
gegn and-stöðunni.
Mu-gabe hefur verið
for-seti Sim-babve í 28 ár.
Hann hefur oft verið sak-aður
um að falsa niður-stöður
kosn-inga til að geta haldið
völdum. Efna-hagur lands-ins
er í rúst.
Ósáttir við
leið-togana
TVÖ bana-slys urðu í
um-ferðinni í vikunni. Það
fyrra varð á Eyrar-bakka-vegi
rétt við Selfoss á
þriðju-daginn. Slysið varð
þegar jeppi ók í veg fyrir
vöru-bifreið. Maðurinn í
jeppanum lést en hann var
71 árs gamall.
Á föstudag lést annar
karl-maður í hörðum árekstri
á Suður-lands-vegi.
Áreksturinn varð þannig að
pall-bíll ók yfir á öfugan
vegar-helming í veg fyrir
vöru-bifreið. Vöru-bifreiðin
kastaðist út fyrir veginn.
Öku-maður hennar var fluttur
á Land-spítalann með þyrlu
þar sem hann lést. Hann var
sextugur.
Á þessu ári hafa sex menn
látið lífið í umferðinni á
Íslandi.
Tvö önnur bana-slys urðu í
vikunni. Í báðum slysunum
urðu menn undir bílum sem
þeir voru að gera við.
Tjakkar, sem eru notaðir til
að halda bílum uppi, biluðu
og bílarnir lentu ofan á
mönnunum.
Fyrra slysið varð í
Hafnar-firði síðasta
sunnu-dag og maðurinn sem
lést var 61 árs.
Síðara slysið varð á
Reykja-víkur-flugvelli á
þriðjudag. Maðurinn sem lést
í því slysi var 21 árs gamall.
Fjögur banaslys í vikunni
Morgunblaðið/Júlíus
Sex látnir á árinu Banaslys varð við Selfoss á þriðjudag.
ERLA Dögg Haraldsdóttir,
Íþróttabandalagi
Reykjanesbæjar, var
sigursæl á Meistaramóti
Íslands í sundi sem fram fór í
Laugardal um sl. helgi. Erla
sigraði sexfalt á mótinu og
setti fjögur Íslandsmet sem
eru þó ekki hápunktarnir hjá
henni. Erla náði lágmarki fyrir
Ólympíuleikana í Peking í
tveimur greinum, 200 metra
fjórsundi og 100 metra
bringusundi. Góð
tímasetning hjá Erlu því
tækifærunum til þess að
vinna sig inn á leikana fer nú
fækkandi.
„Ég stefndi að því að toppa
á þessu móti til þess að
reyna við ólympíulágmörk og
þetta gekk bara vel. Ég
einbeitti mér mest að
lágmarkinu í fjórsundinu og
því kom það mér nokkuð á
óvart að ná lágmarkinu í
bringusundinu daginn áður.
Þar sló ég einnig 17 ára
gamalt Íslandsmet
Ragnheiðar Runólfsdóttur.
Það kom mér rosalega á
óvart að ég skyldi ná þessu
meti núna,“ sagði Erla Dögg.
Ekki er útilokað að kærasti
Erlu verði með henni á
Ólympíuleikunum en það er
sundmaðurinn, Árni Már
Árnason úr ÍRB. Hann komst
nærri lágmarkinu í 50 metra
skriðsundi og gæti náð því
áður en fresturinn rennur út
22. júní.
Erla Dögg á leið til Peking
Morgunblaðið/hag
Erla Dögg Haraldsdóttir. Netfang: auefni@mbl.is