Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ gerir í endurskoð- aðri þjóðhagsspá aðeins ráð fyrir nýjum stóriðju- framkvæmdum í Helguvík þar sem Norðurál er að undirbúa að byggja nýtt álver. Margvíslegar stóriðjuframkvæmdir aðrar eru hins vegar til skoðunar og auk Helguvíkurálvers- ins er fjallað um hugsanlegt álver á Bakka við Húsavík, stækkun álversins í Straumsvík og tvær hreinkísilverksmiðjur í Þorlákshöfn. Í fráviksspá ráðuneytisins er fjallað um hugs- anleg áhrif þess að áðurnefndar framkvæmdir kæmu til á spátímanum, en það myndi óhjákvæmi- lega breyta forsendum spárinnar. Segir í skýrslu fjármálaráðuneytisins, að verði allar þessar framkvæmdir að veruleika myndi það auka umsvif í efnahagslífinu umtalsvert sem gæti reynt á þanþol þess. Hafa beri þó í huga, að um sé að ræða langan framkvæmdatíma og að spáð sé frekar litlum hagvexti og auknu atvinnuleysi á komandi árum. Sú staða ætti að öðru jöfnu að gera það auðveldara viðfangs að takast á við slík verk- efni en ella. Þá muni áhrifin dreifast á nokkur at- vinnusvæði og jafnframt sé viðbúið að hluti er- lends kostnaðar vegna framkvæmdanna verði umtalsverður. Stuðla að styrkingu krónunnar Gert er ráð fyrir að Seðlabankinn myndi mæta fyrirhuguðum framkvæmdum með hærri stýri- vöxtum til þess að draga úr auknum þrýstingi á verðlag og lækkun stýrivaxtarferilsins yrði því ekki eins mikil eins og gert er ráð fyrir í grunn- spánni. Einnig er viðbúið að framkvæmdirnar myndu stuðla að styrkingu krónunnar. Í fráviks- spánni er gert ráð fyrir því að gengisvísitalan verði um 120 stig að jafnaði út framkvæmdatím- ann. Á næstu átta árum myndu framkvæmdirnar hafa í för með sér hóflega hagvaxtaraukningu, um 0,5-1,5 prósentustig á ári. Á fyrri hluta tímabilsins myndi aukin atvinnuvegafjárfesting drífa hag- vöxtinn, en á seinni hluta tímabilsins kæmi til mik- ill vöxtur í útflutningi þegar samdráttur yrði í fjár- festingu eftir að mesti þungi framkvæmdanna verði um garð genginn. Fjármálaráðuneytið segir, að ekki sé á þessu stigi ljóst hvort heimildir Íslands til losunar gróð- urhúsalofttegunda muni rúma þau áform um aukna álframleiðslu sem eru á teikniborðinu. Tak- markanir, sem leiða af Kyoto-bókuninni, gildi fyr- ir tímabilið 2008-2012 að meðaltali og áformin rúmist innan þeirra. Hins vegar sé á þessu stigi ekki ljóst hvað tekur við eftir 2012. Þó verði að reikna með því að alþjóðasamfélagið komist að niðurstöðu um að draga enn frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda en gert var með Kyoto-bókuninni. Segir ráðuneytið að verði af því að svo kölluð geiranálgun verði að raunveruleika, eins og rætt hafi verið um, gæti það gert íslensk- um fyrirtækjum mögulegt að auka framleiðslu, með samvinnuverkefnum við fyrirtæki í sama geira, sem nota framleiðslutækni sem fylgir meiri losun gróðurhúsalofttegunda en hér yrði notuð. Þá sé ekki útilokað að hagkvæmt gæti reynst að reka álver á Íslandi, þótt kaupa þyrfti til þess los- unarheimildir á markaði. Ný og stærri iðjuver gætu reynt á þanþol efnahagslífsins Framkvæmdirnar hefðu í för með sér hóflega hag- vaxtaraukningu á 8 árum TEKJUR vegna auglýsinga í kring- um barnaefni á RÚV eru hverfandi og skipta RÚV litlu máli í tekjulegu tilliti. Þetta segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Aðspurður segir hann tekjur vegna slíkra auglýsinga langt innan við 5% af heildar- auglýsinga- tekjum RÚV. Spurður hvort til greina komi að taka fyrir auglýs- ingar í kringum barnaefni hjá RÚV segir Páll það ekki óhugs- andi, en bendir á að forsvarsmenn RÚV muni ekki sjálfir hafa frumkvæði að slíku. Ekki einhliða ákvörðun „Við færum ekki einhliða að taka ákvörðun um það að hætta með þessar auglýsingar, enda myndi slíkt vera afar tvíbent. Hins vegar tökum við glaðir þátt í því að und- irgangast einhverjar reglur sem að þessu lytu eða semja um það að menn hætti þessu,“ segir Páll. Vísar hann þar til þess að hefði t.d. um- boðsmaður barna frumkvæði að því að fá fulltrúa allra sjónvarpsstöðv- anna að samningaborðinu til þess að semja um fyrirkomulag eða bann við auglýsingum í tengslum við barnaefni þá myndi RÚV taka þátt í því, enda slíkt bann RÚV að meina- lausu, að sögn Páls. „Kannski væri hreinlegast ef þetta yrði bara bann- að. Þá verða menn reyndar að svara þeirri spurningu hvort þeir vilji í leiðinni banna að verið sé að halda hollustu að börnum. Ef einhver sæi sér hag í því að auglýsa gagnvart börnum holla hreyfingu og hollt mataræði, á þá að banna það allt í leiðinni?“ spyr Páll. Ekki tekjur sem skipta miklu máli Páll Magnússon „VIÐ VORUM að ræða málin og langaði að gera eitthvað í sumar,“ segir Bjartmar Sigurðsson, spurð- ur hvernig frækinn hópur Vest- mannaeyinga fékk þá hugmynd að fara hringinn kringum landið á tveimur flatbotna gúmmíbátum. „Okkur langaði að gera svo margt og sjá svo marga staði að á end- anum vorum við komin hringinn kringum landið í huganum.“ Fyrr en varði voru félagarnir farnir að undirbúa siglingu kring- um landið. Þeir ákváðu að láta um leið gott af sér leiða, en ferðin verður nýtt til að vekja athygli út um allt land á Krafti, stuðnings- félagi ungs fólks með krabbamein. Úr höfn á þjóðhátíðardaginn Lagt verður af stað frá Reykja- vík 17. júní og lýkur hringferðinni á goslokahátíð í Vestmannaeyjum 4. júlí þar sem ferðalangarnir fá ef- laust konunglegar móttökur. Bjartmar reiknar með að hring- ferðin verði mikil þrekraun. „Við áætlum að sigla frá 4 til 10 tíma á dag, eftir veðri. Þó er erfitt að segja vel til um framvindu ferð- arinnar, enda geta aðstæður breyst á augabragði,“ segir Bjartmar, en aðstoðarfólk mun fylgja hópnum eftir í landi á bíl. Gúmmíbátarnir sem notaðir verða eru stórir og búnir öllum nauðsynlegum siglinga- og örygg- istækjum, og hefur ferðin verið skipulögð í góðu samstarfi við björgunarsveitir hringinn í kring- um landið. Þess má geta að þetta er ekki fyrsta hringferðin af þessu tagi, en Bjartmar segir hóp galvaskra Eyjapeyja hafa siglt sömu leið árið 1972. Heimasíða ferðalanganna er krafturkringumiceland.com og er þar hægt að styrkja framtakið. Umhverfis landið á slöngubát Morgunblaðið/Golli Hópur Vestmannaeyinga leggur í svaðilför til styrktar Krafti Kempur Daníel Reynisson, formaður Krafts, Friðrik Stefánsson, Bjartmar Sigurðsson og Hilmar Kristjánsson. ALCAN á Íslandi, sem rekur ál- verið í Straumsvík, hefur und- irritað samning við Nesskip hf. og móðurfélag þess, Wilson Euro Carriers, um sjóflutninga fyrir Alcan á Íslandi. Samningurinn er gerður að undangengnu útboði en Eimskip hefur verið með þessa flutninga til þessa. Gildistími samningsins er frá 1. júlí næst- komandi til 30. júní árið 2011, með möguleika á framlengingu eftir þann tíma. Tvö systurskip frá Wilson verða eingöngu í þess- um flutningum fyrir Alcan og munu sigla milli Straumsvíkur og Rotterdam. Hefur langa reynslu Að sögn Sigurðar Þórs Ásgeirs- sonar, framkvæmdastjóra fjár- mála og flutninga hjá Alcan á Ís- landi, er umtalsverður ávinningur að þessum samningi. Útboðið fór fram í desember sl. og reyndust Nesskip og Wilson Euro Carriers vera með hagkvæmasta tilboðið. Verða skipin eingöngu í þjónustu fyrir Alcan og segir Sigurður á vef Alcan að með þeim hætti standist tímaáætlanir betur og af- hendingaröryggi muni aukast. Nesskip eru að stærstum hluta í eigu Wilson Euro Carriers í Noregi, sem rekur 117 skip. Að sögn Garðars Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Nesskipa, er Wilson með 16 ný flutningaskip í smíðum sem koma munu inn í reksturinn á árunum 2009 til 2012. Bendir Garðar á að Nesskip og Wilson hafi langa reynslu af flutningum fyrir stóriðju og ál- ver. Nesskip flytja fyrir Alcan Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is „GETA foreldrar komið og borðað hádegismat með börnum sínum í grunnskólanum og leikskólanum?“ Þetta var ein þeirra spurninga sem varpað var fram á Lýðræðisdegi Ak- ureyringa, sem bæjaryfirvöld stóðu fyrir um síðustu helgi og bæjarstjór- anum líst vel á. Meðal þess sem bar á góma í mál- stofu um fjölskylduvænt samfélag var tíminn sem fjölskyldan er saman. Skortur á þeim tíma, öllu heldur. „Það er ótrúlegt, en samvera barna og foreldra vill gleymast í lífs- gæðakapphlaupinu,“ sagði Jan Eric Jessen menntaskólanemi sem hafði framsögu í málstofunni. Hann benti á að 40% þeirra barna á Akureyri sem eru á leikskóla dvelja þar 8 klukku- stundir á dag eða lengur. Þegar málið var rætt varpaði einn gesta málstofunnar, Jón Már Héð- insson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, fram spurningunni sem nefnd var í upphafi. Hann sagði fólk oft þreytt þegar heim er komið að loknum vinnudegi, bæði fullorðna og börn, og því gæti það verið dýrmætur möguleiki að borða saman í hádeg- inu. „Þetta er mjög flott hugmynd og ætti ekki að þurfa að vera erfið í út- færslu,“ sagði Sigrún Björk Jakobs- dóttir, bæjarstjóri á Akureyri, við Morgunblaðið. Hún segir marga kaupa sér máltíð í hádeginu hvort sem er, á vinnustað eða veitingahúsi. „Það er kannski helst að það þætti erfitt vegna samkeppni við veit- ingastaði, en ef þetta er hugsað á þessum nótum finnst mér sjálfsagt að skoða hugmyndina.“ Hún nefndi að í bæjarkerfinu hefði einmitt verið kastað fram ámóta hugmynd varð- andi nýjan Naustaskóla, hvort þar væri t.d. ekki hægt að taka á móti for- eldrum og fólki af elliheimilinu í mat. Pabbi og mamma í hádegismat?  Möguleg leið til þess að auka samveru foreldra og barna er að þau borði sam- an hádegismat í skólanum  Flott hugmynd, segir bæjarstjórinn á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gestir í mat Börnunum í Hrafna- gilsskóla fannst gaman að borða með Dorritt Moussaieff í vetur.  Íþróttafélögin | 16 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.