Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 23
Í byrjun október 2006 kynntiríkisstjórnin aðgerðir tillækkunar á matvælaverði ogýmsum öðrum
þjónustuliðum. Að-
gerðirnar fólu í sér að
lækka og samræma
virðisaukaskatt, af-
nema vörugjald á til-
teknum vöruflokkum
og lækka tolla á kjöt-
vörum. Gert var ráð
fyrir að matvælaverð
gæti lækkað um 14-
16% og vísitala
neysluverðs um 2,3%,
sjá nánar á heimasíðu
forsætisráðuneyt-
isins. Með aðgerð-
unum átti matvæla-
verð á Íslandi að leiða
til sambærilegs með-
alverðs á matvælum á
hinum Norðurlönd-
unum og auka kaup-
mátt þjóðarinnar. Af
þessu tilefni gerði við-
skiptaráðuneytið
þjónustusamning við
ASÍ um eftirlit með
matvælaverði frá des-
ember 2006 fram á
sumar 2007 (við-
skiptaráðuneytið
gerði jafnframt samn-
ing við Neytendastof-
una um eftirlit á veitingum og hót-
elgistingum). Enn fremur ákváðu
Neytendasamtökin að birta nið-
urstöður á heimasíðu sinni um áhrif
verðlækkana hjá birgjum og í sölu-
turnum og Hagstofa Íslands hóf
þann 1. mars 2007 að mæla fast-
skattavísitölu samhliða vísitölu
neysluverðs sem sýnir áhrif skatta-
breytinga á verðlag. Viðskiptaráðu-
neytið hefur nú gert úttekt á
skýrslum og mælingum í tengslum
við aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
ASÍ fylgdi eftir verðþróun í mat-
vöruverslunum samkvæmt samningi
við viðskiptaráðuneytið og skilaði
inn niðurstöðum í byrjun árs 2008.
ASÍ hafði eftirlit með um 90 mat-
vöruverslunum á öllu landinu í viku-
tíma í senn í desember 2006 og í jan-
úar, febrúar, mars og maí 2007.
Reiknuð var út vegin breyting á
verði vörukörfu í hverri verslun/
verslunarkeðju. Samkvæmt nið-
urstöðum ASÍ skiluðu aðgerðir rík-
isstjórnarinnar um lækkun mat-
vælaverðs sér ekki í verðlagi til
neytenda. Lækkunin hefði að með-
altali verið um 6%-8% á fyrstu mán-
uðunum en síðan gengið að hluta til
baka. Neytendasamtökin tóku að
sér að fylgja eftir verðþróun hjá
birgjum og söluturnum. Á heima-
síðu samtakanna eru birtar niður-
stöður úr verðmælingunum sem
sýna m.a. að 43 (helstu) birgjar á
matvælamarkaðnum hækkuðu verð
á innfluttum matvælum og sætind-
um að meðaltali um 4,5% í lok árs
2006 og í byrjun árs 2007 (Krydd og
pasta hækkaði mest um 10% hjá ein-
um heildsala). Nokkrir af þessum
birgjum lækkuðu síðan verð í lok
febrúar og byrjun mars. Mælingar
Hagstofunnar sýndu að frá febrúar
til mars 2007 lækkaði verð á mat- og
drykkjarvörum um 7,5%. Þessi nið-
urstaða var í takt við fyrri spár
hennar um raunhæfar lækkanir
vegna aðgerðar ríkisstjórnarinnar.
Afnám vörugjalda virtist hins vegar
ekki koma fram þar sem vísitalan
sýndi 7% lækkun í maí en Hagstofan
hafði spáð lækkun um tæplega 9%
þegar niðurfellingin hefði skilað sér
út í þjóðfélagið. Til samanburðar
hefði fastskattavísitalan á mat- og
drykkjarvörum sýnt sem dæmi 0,5%
hækkun frá febrúar til maí ef ekki
hefði komið til skattabreytinga.
Viðskiptaráðuneytið aflaði gagna
hjá Hagstofunni við úttekt á mat-
vælaverði í tengslum við aðgerð rík-
isstjórnarinnar. Niðurstöður úttekt-
arinnar sýna að heildarlækkun á
mat- og drykkjarvörum í mars var
um 7,5%. Í apríl/maí 2007 lækkuðu
þessar vörur aftur um 0,5-1% sem
skýrist af niðurfellingu vörugjalda. Í
maí hækkuðu þær að meðaltali um
1,3% frá fyrra mánuði og fyrir lok
árs 2007 höfðu þær lækkað um rúm-
lega 2% en um 4% miðað við tólf
mánaða mælingu. Ljóst er því, eins
og oft hefur komið
fram, að upphaflegt
markmið um heildar-
áhrif sem næmi yfir
14-16% lækkun gengu
ekki eftir. Vísitala
neysluverðs lækkaði
um 0,34% í mars frá
fyrra mánuði en sveifl-
aðist síðan upp og nið-
ur en endaði í 6%
hækkun síðustu tólf
mánuði. Hækkun vísi-
tölunnar má þó helst
rekja til hækkunar á
bensíni og húsnæði.
Þegar mat- og
drykkjarvörum var
skipt upp í annars veg-
ar flokk innfluttra
vara og hins vegar
flokk innlendra vara
kom í ljós að í byrjun
árs 2007 hækkuðu
báðir flokkarnir sem
má að einhverju leyti
skýrast af hækkun
hráefnisverðs og
launaskriðs. Í mars
lækkuðu báðir flokk-
arnir að meðaltali um
7%. Í maí hækkuðu
aftur innfluttar vörur
um 2% en innlendar vörur um hálft
prósent. Á þessum tíma hafði gengi
krónunnar styrkst verulega, verð á
hrávörum á heimsmarkaði var í
hægu hækkunarferli að undan-
skildum sykri sem var að lækka og
launakostnaður hafði lítið breyst frá
því snemma á árinu. Þótt hækkun
hrávöruverðs hafi að nokkru leyti
vegið upp gengisáhrifin er ósvarað
hvers vegna matvörur lækkuðu ekki
meira í mars og hvers vegna margar
þeirra hækkuðu í maímánuði. Þegar
skoðuð voru áhrif lækkunar virð-
isaukaskatts eftir vörutegundum
kom í ljós að þau voru mismikil og
virtist samkeppnisstaða þeirra
skipta máli. Þær vörur sem lækkuðu
hvað mest í mars voru gosdrykkir
(18%) og sætindi (11%) en þessar
vörur báru áður 24,5% virð-
isaukaskatt. Minnst lækkaði verð á
kjöti (4-5%) sem bar áður 14% virð-
isaukaskatt sem þýðir líka að tolla-
lækkunin á kjöti var engan veginn
að skila sér. Meðallækkun á öðrum
vörum var um 6%. Mest hækkuðu
ávextir og fiskur eða um 8% á tíma-
bilinu frá mars til október 2007 og
næstmest kjötvörur um 4%. Gos,
kaffi og sætindi hækkuðu líka en
mun minna eða á bilinu 1-2,5% sem
var í takt við almenna verðþróun en
á móti var verð á sykri lágt á heims-
markaði. Verð á mjólkurvörum stóð
hins vegar nánast í stað. Þannig má
sjá að t.d. gos og sætindi sem búa við
sterkt samkeppnisumhverfi og bera
samanlagt um 14% af útgjöldum
dæmigerðs neytanda lækkuðu í
samræmi við lækkun skattsins.
Þessar vöru, auk kaffivara, héldu
aftur af vísitölunni og hækkuðu líka
lítið á tímabilinu. Aðrar verðlækk-
anir frá því í mars eins og á kjöti og
fiski hafa gengið að mestu til baka.
Greinin er birt í fullri lengd á heima-
síðu viðskiptaráðuneytisins http://
www.vidskiptaraduneyti.is/
Enn á ný er mikil umræða um
verðlagsmál, vegna lækkunar geng-
is og hækkana á hrávöruverði er-
lendis. Í síðustu viku átti við-
skiptaráðherra fundi með forystu
verslunarinnar og hagsmuna-
samtökum launþega og neytenda.
Unnið er að tillögum um aðgerðir til
að fylgjast grannt með verðlags-
þróun hér á landi og mæta þannig
áskorunum fulltrúa samtakanna.
Þegar hefur verið ákveðið að fela
hagdeild ASÍ að fylgjast sérstaklega
með þróun verðlags matvöru að
minnsta kosti næstu þrjá mánuði.
Úttekt á
matvælaverði
Eftir Margréti
Sæmundsdóttur
Margrét
Sæmundsdóttir
»Unnið er að
tillögum um
aðgerðir til að
fylgjast grannt
með verðlags-
þróun hér á
landi og mæta
þannig áskor-
unum fulltrúa
Neytenda-
samtakanna.
Höfundur er hagfræðingur
viðskiptaráðuneytisins.
Hegerl. European Health Forum –
Gastein er árleg ráðstefna um 500
stefnumótandi aðila í heilbrigð-
ismálum innan Evrópusambands-
ins.
„Við erum mjög ánægð og stolt
af þessum verðlaunum og þeirri
viðurkenningu sem baráttan gegn
þunglyndi fær með þeim,“ segir
Hegerl.
„Verkefnið hefur vaxið gífurlega
en það var fyrst reynt í Nürnberg í
Þýskalandi og teygði svo anga sína
út til 40 héraða. Á síðustu tveimur
árum hefur það svo breiðst út til
annarra landa og er nú starfrækt í
17 löndum af samtökum sem hafa
sett sig í samband við EAAD að
eigin frumkvæði og viljað nota að-
ferðafræði okkar,“ segir Hegerl.
Hann segir mikilvægan þátt í
verkefninu að það sé ekki eitthvað
sem sé fyrirskipað af yfirvöldum
hvers lands heldur sé það víða
framkvæmt af borgurum sem vilja
sinna þessum málstað.
Árlegir fundir skila miklu
Hegerl segir einstaklega gott and-
rúmsloft ríkja meðal samstarfs-
landanna og að árlegir fundir skili
ætíð miklu. Þar hittist fólk og miðli
af reynslu sinni í heimalandinu.
„Þrátt fyrir ólíka menningarheima
hefur ekki komið til árekstra, það
ríkir mikill skilningur og sameig-
inlegur málstaður sameinar okk-
ur,“ segir Hegerl.
upphafsmenn verkefnisins. Upp úr
því þróuðust Evrópusamtökin, EA-
AD. Landlæknisembættið hefur
notað aðferðir þess við mótun verk-
efnisins Þjóð gegn þunglyndi sem
sett var af stað fyrir um fimm ár-
um.
„Evrópuráðið hefur styrkt verk-
efnið frá árinu 2004 og árið 2007
var það fyrsta verkefnið til að
hljóta European Health Forum
Award – Gastein-verðlaunin,“ segir
fs
kerfi og
vígstíðni
issulega
di eftir
er ekki
st að
áðst,“
utan
liðs við
nglyndi í Evrópu
Morgunblaðið/Valdís Thor
ðlæknarnir Ulrich Hegerl og Högni Óskarsson
ttökulanda EAAD-verkefnisins.
„VERKEFNI geðdeildar LM-
háskólans í München, sem seinna
þróaðist yfir í EAAD, varð fyrir
valinu því það var svo vel útfært.
Við fengum mikið af fræðsluefni
frá þeim og gátum lagað að ís-
lenskum aðstæðum,“ segir Sal-
björg Bjarnadóttir geðhjúkr-
unarfræðingur, sem ásamt Högna
Óskarssyni geðlækni stýrir verk-
efninu Þjóð gegn þunglyndi á veg-
um Landlæknisembættisins.
„Við höfum nú farið um allt
land með námskeiðin okkar og
brugðum á það ráð að hafa fé-
lagsþjónustu, presta, lögreglu og
heilbrigðisþjónustu saman,“ segir
Salbjörg. „Aðstandendur EAAD
voru mjög ánægðir að sjá hvernig
við bættum skólakerfinu og prest-
um inn í þeirra snið og hyggjast
nú bæta því inn í sitt verkefni,“
segir Salbjörg.
Nú stendur til að taka fyrir
áhættuþætti þunglyndis, sem
koma fram á barns- og unglings-
árum, og verður vefsíða opnuð um
næstu mánaðamót, þar sem að-
gengi foreldra, barna og fagaðila
að upplýsingum verður auðveld-
að, auk þess að bjóða upp á þjálf-
un fyrir fagfólk.
Nýtist vel á
Íslandi
sögu Argentínu, ríkti óðaverðbólga og verð-
mæti eigna almennings, þar á meðal lífeyrir,
rýrnaði þannig að nánast ekkert var eftir.
Þetta var ekki í fyrsta skipti sem þessi staða
kom upp og það er hægara sagt en gert að
byggja upp trúverðugleika við slíkar að-
stæður. Hagfræðilíkönin sýna okkur hversu
hraður vöxturinn hefði orðið hefði landið bú-
ið við fullt traust fjárfesta og sú staðreynd
að vöxturinn var mun hægari, vegna skorts
á fjármunum, sýnir okkur greinilega að trú-
verðugleika og traust skorti.“
Fyrirsjáanleg skattlagning
Í upphafi nefndi Kydland Írland sem
dæmi um ríki sem hefur beitt góðri efna-
hagsstefnu eins og hann kallar það. Hann
segir landið hafa gert margt betur en Arg-
entína og nefnir nokkra þætti en tekur fram
að vissulega stuðli fleiri þættir að efnahags-
uppgangi.
„Á 7. áratugnum var ákveðið á Írlandi að
framhaldsskólamenntun skyldi vera gjald-
frjáls og um 1990 bjó vinnuafl í landinu yfir
mikilli hæfni. Þeir höfðu því safnað upp tölu-
verðum mannauði. Til þess að geta nýtt
mannauðinn þarf hins vegar fjármuni og Ír-
ar höfðu lækkað skatta, og það sem enn mik-
ilvægara er, þeir höfðu skapað hvata fyrir
erlend fyrirtæki til þess að reisa verksmiðj-
ur og fjárfesta í öðrum fjármunum. Hægt er
að spyrja hvers vegna Írland hafði nægan
trúverðugleika til þess að draga að fjárfesta
og það er góð spurning. Ef Argentína hefði
reynt að laða að fjárfesta hefði enginn trúað
því en Írar höfðu trúverðugleikann. Ef til vill
áttu fjárfestar ekki slæmar minningar frá
Írlandi á sama hátt og frá Argentínu. Síðan
má velta vöngum yfir því hvort munur á
stjórnskipan ríkjanna hafi eitthvað að
segja.“
Oft hefur verið talað um að upptaka evr-
unnar eigi stóran þátt í uppganginum í írsku
efnahagslífi en Kydland segist telja að þótt
eflaust hafi evran haft einhver áhrif til hins
betra hafi hún ekki haft úrslitaáhrif. Mik-
ilvægara sé í hans huga að skattlagning
framtíðarinnar var fyrirsjáanleg. Þannig
hafi verið hægt að laða að fjármuni og fjár-
magn.
Að lokum er Kydland spurður hvernig
hægt sé að byggja upp trúverðugleika eftir
að honum hefur verið glatað.
„Þetta er stór spurning og ég hef ekki
svarið en ég hef stundum sagt að takist ein-
hverjum ungum og snjöllum hagfræðingi að
finna svarið við þessari spurningu gæti hann
fengið að taka við verðlaunum úr hendi
sænska konungsins, eða drottningarinnar,
eftir aldarfjórðung.“
ógerlegt. Hefði verið fylgst með skuldasöfn-
un héraðanna hefði sennilega verið hægt að
viðhalda fastgengisstefnunni og um leið
byggja upp trúverðugleika hagkerfisins. En
það var ekki gert og því fór sem fór. Fjár-
festar gerðu rétt í að vantreysta hagkerfinu.
Ég tel að Argentína hafi þjáðst af sjúkdóm-
inum sem mótsagnakennd efnahagsstefna
yfir lengri tíma er,“ segir hann.
Sjálfstæði seðlabanka
Ein ástæða þess að trúverðugleiki argent-
ínska seðlabankans er ekki eins og best
verður á kosið er að sögn Kydlands sú að þar
í landi beitir hið opinbera seðlabankann
stöðugum þrýstingi. Ríki óánægja með
seðlabankastjórann er honum umsvifalaust
skipt út og það hefur jafnvel gerst margoft á
ári.
„Mjög erfitt er að viðhalda trúverðugleika
við slíkar kringumstæður. Allar rannsóknir
benda til þess að peningastefna með verð-
bólgumarkmiði sé mun árangursríkari búi
seðlabankar við sjálfstæði frá öðrum þáttum
hins opinbera,“ segir hann en eins og áður
segir er skertur trúverðugleiki seðlabank-
ans aðeins hluti af trúverðugleikavanda
landsins.
„Minni fólks er gott. Á 9. áratugnum, sem
hefur verið kallaður „tapaði áratugurinn“ í
hafa hindrað það. „Þetta er hins
alveg einfalt. Þegar Carlos Me-
til valda í Argentínu upp úr 1990
n að auka efnahagslegan trúverð-
dsins með því að festa gengi pe-
Bandaríkjadal á genginu einn á
. Dollaraforði landsins var auk-
að gera aðgerðina trúverðuga en
það sýnir hagfræðilíkanið – þrátt
gentínska hagkerfið hafi virst
– að vöxturinn hefði þurft að vera
við aukninguna í framleiðni.“
Kydlands má segja að trúverð-
entínska seðlabankans hafi verið
það var þó alls ekki eina ástæða
r í upphafi aldarinnar. „Peninga-
kisfjármálin tengjast vegna þess
eggja eru innan sömu útgjalda-
t stjórnvöldum í Argentínu hafi
ysa eitt vandamál var annað sem
að leysa og það tengist annars
jármálum og hins vegar fjármál-
landsins. Héruðin gátu tekið lán
au gátu ekki staðið í skilum leit-
ríkissjóðs sem einhverra hluta
kuldbundinn til þess að taka yfir
þannig að erfiðara varð að við-
ri efnahagsstefnu sem mörkuð
og fastgenginu við dollarinn.
það hefði það þó ekki átt að vera
stefna mikilvæg
Morgunblaðið/Golli
land segir Írland dæmi um ríki með góða efnahagsstefnu en Argentínu ekki.