Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 44
Hrunamannahreppur | ,,Þetta eru hörkukindur,“ sagði
Magnús Helgi Loftsson, bóndi í Haukholtum, þegar
fréttaritari fór til hans að líta á þrjár ær sem voru að
heimtast. Hann, ásamt bróður sínum, Þorsteini, sem
jafnframt er byggingarmeistari, rekur myndarlegt
fjárbú á jörðinni. ,,Það voru bræðurnir Jón og Svanur
Einarssynir í Tungufelli sem komu auga á ærnar þegar
þeir voru að leita að tófuförum á vélsleðum sínum. Þær
hafa þraukað veturinn í skógi austan við Gullfoss, enda
eru þær skógdregnar en rýrar,“ sagði Magnús enn-
fremur. Kindurnar heimtust allar í haust, voru tví-
lembdar og voru fimm gimbrar settar á undan þeim.
Eftir að lömbin höfðu verið tekin undan var þeim
sleppt aftur á útjörð. Fullorðið fé hefur yfirleitt heimst
vel á haustin hjá þeim bræðrum en þeir söknuðu þess-
ara og þriggja annarra. Höfðu þeir bræður leitað
þeirra mikið. Ekki er óalgengt að sauðfé lifi af veturinn
á útigangi, en þar sem mikill jafnfallinn snjór var hér
svo vikum skipti þykir það sérstakt að þessar kindur
skyldu lifa veturinn af. Af 630 lömbum sem fæddust sl.
vor á bænum vantaði 15 í haust. Á nokkrum bæjum hér
í Hrunamannahreppi vantaði á milli 10 og 20 lömb á
heimtur sl. haust. Gruna bændur refinn um að eiga
stóran hlut að máli.
Þraukuðu veturinn í skógi
Þrjár útigangsær fundust í Hreppum
Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson
MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 107. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Kannast ekki við mafíu
Pólverjar sem hér starfa kannast
ekki við að hér sé pólsk mafía sem
níðist á samlöndum sínum. Þetta er
reynsla Pólverjans Stanislaws Bu-
kowskis, sem hefur búið hér í sjö ár.
Sú staða sé að koma upp að enginn
vilji ráða Pólverja í vinnu þar sem
þeir séu orðnir „glæpaþjóð“. »9
Lágmarka áhættu
Kjartan Magnússon, stjórnar-
formaður Orkuveitu Reykjavíkur
(OR), segist ekki sjá fyrir sér að
Reykjavík Energy Invest (REI) fái
fjármagn frá OR í framtíðinni og
muni fyrirtækið lágmarka áhættu í
verkefnum sem eru hafin. »Forsíða
Skoði aðra möguleika
Björgólfur Thor Björgólfsson,
stjórnarformaður Straums – Burð-
aráss, hvetur menn til að skoða
möguleika á að taka upp annan stöð-
ugan gjaldmiðil. »13
Gagnrýnir hallarekstur
Rekstur ríkisstofnana hefur batn-
að frá árinu 2003, þótt uppsafnaður
halli þeirra hafi numið 974 millj-
ónum króna í árslok 2006, en um 847
milljónum króna í árslok 2007. Þetta
kemur fram í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar um framkvæmd fjárlaga
árið 2007 og ársáætlanir þeirra 2008.
Af stofnunum sem eru gagnrýndar
sérstaklega í skýrslunni má nefna
framhaldsskóla og heilsugæslu-
stöðvar. »4
SKOÐANIR»
Staksteinar: Samráð eða tilviljun?
Forystugreinar: Fjármálakreppan
breiðist út | Sigur Berlusconis
Ljósvaki: Þarf hvorki kút né kork
UMRÆÐAN»
Alþjóðlegur dagur leiklistar
Svar við ummælum
Starfshættir Seðlabanka Íslands
Ennþá rúinn trausti
3 3 3 3 3
3
3 4 "5' .!+
!"
6 !
!! #1 3 3 3
3 3 3
-7&1 '
3
3
3 3
3 3
89::;<=
'>?<:=@6'AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@'77<D@;
@9<'77<D@;
'E@'77<D@;
'2=''@#F<;@7=
G;A;@'7>G?@
'8<
?2<;
6?@6='2+'=>;:;
Heitast 8°C | Kaldast 2°C
Sunnan- og suð-
austan 5-13 m/s. Skýj-
að með köflum og að
mestu þurrt sunnan-
lands. Annars bjart. » 10
Fyrsta sólóplata
Sverris Bergmanns
er loksins komin út,
en platan sem heitir
Bergmann var kost-
uð af Eiði Smára. »36
TÓNLIST»
Fyrsta
sólóplatan
KVIKMYNDIR»
Scorsese og Stones virka
vel saman. »39
Anna Jóa er á því að
ekki eigi að notast
við stjörnugjöf þeg-
ar kemur að því að
dæma myndlist í
fjölmiðlum. »41
MYNDLIST»
Stjörnur eða
ekki stjörnur?
TÓNLIST»
Smekkleysa lokar við
Laugaveg. »39
FÓLK»
Carey kemst í gamlar
gallabuxur. »37
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Stúlkan ætlar ekki að kæra
2. „Kynlífsmyndband“ með Monroe
3. Flutningabifreið föst undir … brú
4. Sat fastur í ruslalúgu systur sinnar
Íslenska krónan styrktist um 0,4%
„MÁL MÁLANNA er fræðirit um
annars-máls-fræði og kennslu er-
lendra tungumála,“ segir Auður
Hauksdóttir, dósent í dönsku við
Háskóla Íslands, um nýtt fræðirit
sem hún og Birna Arnbjörnsdóttir,
dósent í rannsóknum og kennslu-
fræði erlendra tungumála við Há-
skóla Íslands, ritstýra. Það hefur
að geyma greinar um fræðigrein-
ina, sem þær segja að lítið hafi ver-
ið skrifað um á íslensku til þessa.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum gefur ritið
út í samvinnu við Háskólaútgáfuna.
Þjál orð og hugtök
Mikil vinna hefur að sögn Auðar
farið í að finna gagnsæ og þjál ís-
lensk orð og hugtök sem geta lýst
fræðunum, en ekki síður í það stóra
verkefni að samræma hugtaka-
notkun í þeim hluta bókarinnar
sem hefur að geyma greinar eftir
þekkta erlenda fræðimenn í grein-
inni.
„Greinarnar eru þýddar úr
dönsku, ensku og sænsku og þýð-
endurnir eru því nokkrir. Það fór
gríðarleg vinna í að halda utan um
rétta og samræmda notkun hug-
taka.“| 15
Mál mál-
anna um
erlend mál
Morgunblaðið/Valdís Thor
Fræðirit Vigdís Finnbogadóttir
fékk fyrsta eintakið afhent í gær.
VOPNAÐ rán var framið í sölu-
turni á Grettisgötu um klukkan
hálftólf í gærkvöldi. Ungur maður
sem huldi andlit sitt með klút gekk
þá inn í söluturninn og ógnaði
starfsmanni með hnífi. Ekki kom til
líkamlegra átaka, en ræninginn
komst undan með nokkra fjármuni
og sígarettur. Að sögn varðstjóra
hjá lögreglunni í Reykjavík var
ræningjans enn leitað um mið-
nættið og vissi lögreglan ekki nán-
ari deili á honum.
Vopnað rán á
Grettisgötu
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ÍBÚAR við Sæbraut á Seltjarnar-
nesi fengu ekki póstinn sinn um
vikutíma, frá 26. febrúar til 3. mars
síðastliðinn. Að viku liðinni barst
póstur fyrir heila viku, þá blautur og
rifinn, að því er virðist eftir veru úti
undir berum himni.
Konu einni, sem býr við Sæbraut
og hafði samband við Morgunblaðið í
gær, segist svo frá að sonur hennar
hafi búist við kreditkorti og PIN-
númeri í pósti frá Europay í þeirri
viku. Áður en pósturinn skilaði sér
var hins vegar farið að taka út af
kortinu í hraðbanka í miðbæ Reykja-
víkur, alls 50.000 krónur, áður en
tókst að loka því. Konan, sem ekki
vill láta nafns síns getið þar sem lög-
reglumál hafi orðið vegna þessa, tek-
ur fram að bréfberinn í hverfinu hafi
lengi borið þar út og ætíð sinnt sínu
starfi vel en verið veikur þessa viku.
Ekki sé, að hennar mati, hægt að
ráða annað af ástandi póstsins og út-
tektunum af kortinu en að pósturinn
hafi einhvers staðar legið utandyra
án eftirlits.
Láti vita af töskum á víðavangi
Morgunblaðinu barst í gær yfir-
lýsing frá Íslandspósti, í tilefni af
fréttum svipaðs efnis undanfarna
daga. Í yfirlýsingunni segir að vinnu-
reglur kveði skýrt á um að bréfbera-
töskur eigi aldrei að vera án eftirlits
á víðavangi. Misbrestur hafi orðið
þar á og hafi tafarlaust verið tekið á
því með áminningum til viðkomandi
bréfbera. „Vinnureglur Íslandspósts
eru skýrar hvað þetta varðar og hef-
ur sérstaklega verið hnykkt á þeim
innan fyrirtækisins í kjölfar þessara
ábendinga. Örugg meðferð pósts er
grundvallaratriði í þjónustu Íslands-
pósts og liggur skýrt fyrir, að end-
urtekið brot á verklagsreglum hvað
það varðar leiðir til uppsagnar.
Sjái fólk bréfberatöskur á víða-
vangi og engan bréfbera í augsýn
hvetjum við eindregið til þess að láta
vita í þjónustusíma Íslandspósts,
580-1200. Rétt er þó að hafa í huga
að kerrur og töskur bréfbera geta
sést fyrir utan hús á meðan póstur er
borinn þar út, en þær eiga þá að vera
í augsýn bréfberans,“ segir í yfirlýs-
ingunni.
Kortið hvarf úr pósti
Korti og PIN-númeri stolið úr bréfberapoka á Seltjarnar-
nesi í lok febrúar Íslandspóstur bregst við fréttum
♦♦♦