Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                                                 ! "##$         !"#$ %& !"#$ '("#$ ) !"#$ *( (+ ("#$ ,#$(-(!#.*/0*  12 * ( !"#$ 3 !4( / "#$ ) + (0* "#$  *"#$ 56  - 7 89 :9#$+$"#$ ;-("#$ < "#$       =>"#$ *# 2"#$ * (2( ; * (25  * -5? ( ( */ !"#$ @ ;  12 * (2 !"#$ A" :("#$ (!("#$ ;//( /-(8&8( "#$ B( * &8( "#$      ! C  ;* -( - , ("#$ ,-!(8: "#$ "  # $ % &                                                             B(8(!( /(  (*+ 8D*  /E 3 !* 7 F$>G$>H FH$>>$>>G II$>$HF I$IG$>F$GG= =$$IGH I>$>$G FIG$>=$HH =$H$>G I$GH=$ I$G$G= =HI$FG$= >H$>FI $=>$=II 7 ==$>>$  I$H= 7 7 $IG$FF =>$= 7 II$H>$>I> 7 7 =$FI$ 7 7 GJ=F IJ> J>I >J>> GJ I=J IJ FI=J IHJ> HJ J= IJ= J=H HJ J=> >J>G IIGJ =HJ =>>J JGI IJ 7 7 GJ 7 7 GJ 7 7 GJ =J JG >JG GJ I=J IJI FIJ IHJF HJI J=H IJ=F J HJI J=F >JG I>J J =GJ JG= J JF IJH FJ 7 7 J IJ >J :&* ( %(8(! 7  > > H = = GH = = G IG I  7  7 I 7 7 G  7  7 7 I 7 7 /  ( / %(8$% 8 $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF $$IF G$$IF $$IF $=$IF F$I$IF $$IF >$I$IG II$F$IG $$IF I$$IF G$=$IF LÝÐUR Guð- mundsson, stjórn- arformaður Ex- ista, tók sæti í stjórn Sampo Gro- up á aðalfundi fé- lagsins í Finnlandi í gær. Á aðalfund- inum var sam- þykkt að greiða hluthöfum arð sem nemur um 694 milljónum evra, jafnvirði um 82,3 milljarða króna, fyrir árið 2007. Exista er stærsti eigandi Sampo, með um 20% hlut, og fær því um 139 milljónir evra í sinn hlut, jafn- virði um 16,5 milljarða króna. Í til- kynningu Exista segir að þetta sé hæsta einstaka arðgreiðsla sem greidd hafi verið íslenskum aðila til þessa. Markaðsvirði Sampo Group er nú um 1.250 milljarðar króna. Lýður Guðmundsson Exista fær um 16,5 milljarða Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is HÖFUM við efni á því að hafa krónu, höfum við efni á að hafa eigin gjald- miðil fyrir 300 þúsund manns? Þetta er dýrt og setur okkur í hættulega stöðu gagnvart spákaupmönnum er- lendis. Viljum við gera það? Höfum við efni á því,“ spurði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss Fjárfestingar- banka, í samtali við Morgunblaðið eft- ir aðalfund bankans sem fram fór í gær. Björgólfi Thor varð í ræðu sinni á fundinum tíðrætt um gjaldeyrismálin og aðspurður segir hann mikilvægt að hér verði á einn eða annan hátt tekinn upp einhver stöðugur gjaldmiðill. „Ég er ekki að mæla með evru umfram aðra. Ég er að benda á að það sé hægt að skoða aðra möguleika, hvort sem það er franki eða aðrar tengingar eða fara í fastgengisstefnu þar sem mælt er á móti evru. Þetta eru allt mögu- leikar, ég er að skora á menn að hugsa um eitthvað nýtt,“ segir Björgólfur Thor. Ennfremur kom hann í ræðu sinni inn á skráningu hlutabréfa bankans í evru og sagði það nauðsynlegt fyrir framtíð bankans. Slíkt færði rekstr- inum stöðugleika og væri mikilvægt til þess að laða að erlenda fjárfesta, sem væru bankanum mikilvægir. Seðlabankinn hefði hikað við að veita leyfi til slíks vegna skrifræðis og póli- tískra ástæðna en auðveldlega mætti færa rök fyrir því að hefðu bréfin ver- ið skráð í evrum hefði það komið í veg fyrir að verðmæti eignar hluthafa bankans hafði rýrnað um 20% þegar krónan féll. „Því er mjög erfitt að kyngja,“ sagði Björgólfur Thor í ræðu sinni en aðspurður segir hann að með tíð og tíma komi sá möguleiki að skrá bréf bankans erlendis til greina. Í ræðu sinni fjallaði Björgólfur Thor um þær breytingar sem orðið hafa á Straumi á undanförnum árum og sagði að miðað við þær hremm- ingar sem íslensk fjárfestingarfélög, líkt og Straumur var, hafa gengið í gegnum væri ljóst að rekstur bank- ans væri mun erfiðari ef ekki hefði verið ráðist í þessar breytingar. „Höfum við efni á því að hafa krónu?“ Björgólfur Thor segir skráningu erlendis koma til greina Morgunblaðið/Golli Straumur Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður (t.v.) og William Fall, forstjóri Straums, á aðalfundi bankans í gær. Í HNOTSKURN » Straumur er eini íslenskibankinn sem ekki hefur þurft að horfa upp á alþjóðlega mats- fyrirtækið Fitch Ratings lækka lánshæfiseinkunn sína á und- anförnum mánuðum. » Straumur er með starfsemi ífimm löndum og hjá bank- anum starfa nærri fimm hundruð manns. GANGI þjóðhagsspá fjármálaráðu- neytisins eftir mun fasteignaverð lækka að raungildi um 15% til ársins 2010, sem er umtalsvert minni lækk- un en Seðlabankinn spáði í nýjustu útgáfu Peningamála. Þar er gert ráð fyrir 30% raunvirðislækkun fast- eignaverðs til ársins 2010. Er í spánni gert ráð fyrir að hag- vöxtur á þessu ári verði 0,5%, 0,7% samdráttur verði árið 2009 en 0,8% hagvöxtur árið 2010. Þá er gert ráð fyrir því að verðbólga minnki á tíma- bilinu, verði 8,3% í ár, 3,9% árið 2009 og 2,5% árið 2010 og nái þar með verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Aftur á móti er gert ráð fyrir auknu atvinnuleysi næstu árin, að það verði 2% í ár, nái hámarki árið 2009 í 3,9% og verði 3,5% árið 2010. Í hagvaxtarspánni er gert ráð fyr- ir því að einkaneysla minnki til muna og er því til stuðnings bent á að breytingar á einkaneyslu haldast gjarnan í hendur við breytingar á fasteignaverði. Þegar fasteignaverð lækkar, eins og gert er ráð fyrir í spánni, megi því ætla að einkaneysla minnki sömuleiðis. Viðskiptahalli fari minnkandi Eins og áður segir spáir ráðuneyt- ið því að hagvöxtur verði 0,5% á þessu ári, m.a. vegna tæplega 70% aukningar á útflutningi áls og minnkandi innflutnings. Árið 2009 muni áðurnefndur samdráttur einkaneyslu auk samdráttar í bygg- ingariðnaði valda því að verg lands- framleiðsla muni dragast saman. Ár- ið 2010 er hins vegar gert ráð fyrir því að einkaneysla taki við sér á ný og muni, auk vaxandi fjármuna- myndunar og bata í utanríkisvið- skiptum, knýja 0,8% hagvöxt það ár. Hvað varðar viðskiptahalla á spá- tímabilinu er gert ráð fyrir að hann verði um 13,2% af landsframleiðslu í ár, en hann mældist 15,5% árið 2007. Spáð er að hann muni minnka hratt á næsta ári og mælast þá 7,7% og að hann verði 6,6% árið 2010. Í fram- reikningum fyrir árin 2011-2013 er reiknað með 0,7% hagvexti að með- altali, að verðbólga verði nálægt verðbólgumarkmiði og að viðskipta- hallinn nálgist 2,5% árið 2013. Gert ráð fyrir 8,3% verðbólgu í ár Breytingar á einkaneyslu haldast í hendur við breytingar á fasteignaverði KHF KHH K K KI K= K K K> KG       = I   L ' # &(   % &  & )**+,-../ ,* #*** /+ ;( / , (-(* E :9-9*98 ;(8 SAMRUNI bandarísku flugfélag- anna Delta Air Lines og Northwest Airlines er talinn geta komið af stað fleiri sameiningum flugfélaga eða frekari hagræðingu þeirra í rekstri. Í frétt Wall Street Journal kemur fram að bandarísk flugfélög þurfi að bregðast hart við hækkandi elds- neytisverði og veikari stöðu efna- hagsmála. Þannig er talið að samein- ing geti átt sér stað milli United Airlines og Continental Airlines. Með samruna Delta og North- west, sem reyndar er háður sam- þykki samkeppnisyfirvalda og flug- manna félaganna, verður til stærsta flugfélag heims miðað við fjölda far- þega. Delta kaupir alla hluti North- west fyrir andvirði fimm milljarða dollara en greitt er með hlutabréfum í Delta. Samanlögð velta félaganna er 35 milljarðar dollara, starfsmenn um 75 þúsund og flugvélar um 800. Fleiri flugsam- runar í loftinu? Saman Delta og Northwest eru að renna saman í stærsta félag heims. ● ALFESCA hefur tilkynnt til kaup- hallar að viðræðum um fyrirhuguð kaup á breska matvælafyrirtækinu Oscar Mayer hafi verið slitið. Fyr- irtækið framleiðir tilbúna rétti fyrir verslanakeðjur. Í tilkynningu Alfesca segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar verulegra hækkana á hráefn- isverði undanfarna mánuði. Þær hafi haft áhrif á rekstur Oscar Mayer og leitt til þess að rekstrarumhverfið á markaði fyrir tilbúna rétti í Bretlandi hafi breyst til hins verra. Alfesca hættir við kaup á Oscar Mayer ● GLITNIR Total Capital og JSSS A/S hafa selt Rahbekfisk í Fre- dricia til fyrirtækisins Espersen og fjárfestingafélagsins Greystone Capital samkvæmt fréttatilkynningu frá Glitni. Þar kemur fram að fyr- irtækjaráðgjöf Glitnis á Íslandi og í Danmörku veitti ráðgjöf til selj- enda. Ennfremur segir í tilkynningunni að við söluna innleysir Glitnir Total Capital hagnað af fjárfestingu sinni auk þess sem bankinn fær þókn- unartekjur vegna ráðgjafar við selj- endur við sölu. Glitnir var einnig ráðgjafi þegar fyrirtækið var keypt 2005. Glitnir og JSSS selja Rahbekfisk ● GUNNAR Smári Egilsson er hætt- ur störfum fyrir Dagsbrún Media, hlutdeildarfélag Baugs, sem kom- ið hefur að útgáfu fríblaða í Dan- mörku og Banda- ríkjunum. Gunnar Smári staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið, en hann fór í fæðing- arorlof um síðustu áramót. Hann hefur ákveðið að snúa ekki til baka og aðspurður hvað tæki við sagði Gunnar Smári ekkert ákveðið með það. Hann ætti inni gott frí og hefði nóg að gera í barneignarfríinu. Snýr ekki til baka til Dagsbrúnar Media Gunnar Smári Egilsson ● ÚRVALSVÍSITALAN heldur áfram að lækka en í gær lækkaði hún um 0,22% og var við lokun kauphall- arinnar 5.182 stig. Mest hækkun varð á bréfum Atlantic Petroleum, 0,36%, en mest lækkun varð á bréf- um Eimskipafélagsins, 4,12%. Heildarvelta í kauphöllinni nam 25,9 milljörðum króna en þar af var velta með hlutabréf fyrir um fimm milljarða. Gengi krónunnar hækkaði um 0,4% í gær og er gengisvísitalan 150,87 stig. Enn lækka hlutabréf VELTA með greiðslukort nam rúm- um 55 milljörðum króna í marsmán- uði, samkvæmt tölum Seðlabank- ans. Þar af nam velta með kreditkort 24,7 milljörðum króna og debetkortavelta nam rúmum 30 milljörðum króna. Lækkaði korta- veltan um 3,6% frá því í febrúar en miðað við sama tíma í fyrra jókst veltan um 2,2%. Í Morgunkorni Glitnis er bent á að raunvöxtur kortanotkunar í mars hafi verið 1% á milli ára og hafi ekki verið hægari undanfarið ár. Þetta gefi vísbend- ingar um minnkandi einkaneyslu landsmanna. Lakari efnahags- horfur, óvissa á fjármálamörkuðum og aukin svartsýni hafi hvatt heim- ilin til aukins aðhalds. Minnkandi kortavelta ÞETTA HELST... ÞRJÁR helstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna, Dow Jones- iðnaðarvísitalan, samsetta Nasdaq- vísitalan og S&P 500, hækkuðu all- ar um 0,5% í gær. Að sögn Bloom- berg-fréttaveitunnar voru það fjár- mála- og orkufyrirtæki sem drógu vagninn. Regions Financials og M&T Bank birtu uppgjör í gær sem voru yfir væntingum og virðist það hafa sleg- ið, a.m.k. tímabundið, á áhyggjur fjárfesta vegna uppgjöra Citigroup og Merrill Lynch sem birtast í lok vikunnar en gengi olíufyrirtækja á borð við Exxon hækkaði einnig vegna hækkandi olíuverðs. Hækkanir vestanhafs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.