Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMTÖK iðnaðarins standa fyrir ráð- stefnunni „Áhætta í verktöku - hver er sinnar gæfu smiður!“ í tengslum við sýn- inguna Verk og vit 2008 í Íþótta- og sýn- ingarhöllinni í Laugardal, á morgun, fimmtudag kl. 13.00-16.00. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Á ráð- stefnunni verður m.a. fjallað um áhættu í verktöku í mannvirkjagerð þar sem helstu áhættuþættir eru greindir og flokkaðir eftir eðli og uppruna með tilliti til þess hvort það sé hlutverk verktakans eða verkkaupans að bera ábyrgð á einstökum áhættuþáttum. Þá verða gefin dæmi um hvernig einstakir áhættuþættir eru metnir til fjár. Að ráðstefnunni lokinni er gestum boðið á opnun sýningarinnar Verk og vit. Hver er sinnar gæfu smiður Á MORGUN, fimmtudag, standa Alþjóða- málastofnun Háskóla Íslands og Samtök iðnaðarins fyrir morgunverðarfundi um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Fundurinn verður í stofunni Odda 101 í Háskóla Íslands frá kl. 8.30 til 9.30. Diana Wallis, þingmaður og varaforseti Evrópuþingsins, mun halda fyrirlestur á fundinum um tengsl Íslands og Evrópu- sambandsins. Þar mun hún ræða hvaða áhrif það hefur á Ísland að standa utan ESB í ljósi nýgerðs sáttmála sambandsins og stefnu þess á sviði Norðurskautsmála. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opin. Fyrirlestur um Ísland og ESB ÁRSFUNDUR Ráðgjaf- arstofu um fjármál heimilanna verður hald- inn á morgun, fimmtu- dag, á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík og stendur frá kl. 8.30 til 10.00. Fundurinn hefst á ávarpi Jóhönnu Sigurð- ardóttur, félags- og tryggingamálaáðherra. Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráð- gjafarstofu, gerir grein fyrir ársskýrslu hennar, Breki Karlsson, sérfræðingur hjá Icebank, fjallar um niðurstöður rannsókna sinna á fjármálalæsi framhaldsskólanema og Ólafur Ísleifsson, lektor við við- skiptadeild Háskólans í Reykjavík, fjallar um fjárhag heimilanna. Ársfundur Ráðgjafarstofu Jóhanna Sigurðardóttir SÍÐASTI fundur í fundaröð verk- fræðideildar HÍ verður haldinn í Háskóla Íslands Hjarðarhaga 2, stofu 157, á morg- un, fimmtudag kl 16. Fyrirlestra flytja; Trausti Valsson, pró- fessor í verkfræðideild sem fjallar um áhrif hlýnunar jarðar, Gísli Viggósson, for- stöðumaður Siglingastofnunar, sem fjallar um öldurannsóknir sem varða olíuvinnslu í sjó og Óli G. B. Sveinsson, deildarstjóri hjá Landsvirkjun Power, sem fjallar um áhrif hlýnunar á orkumálin. Í lokin taka frum- mælendur þátt í pallborðsumræðum. Áhrif hlýnunar á verkfræðina HRAFNAÞING, fræðsluerindi Nátt- úrufræðistofnunar Íslands, verður flutt í Möguleikhúsinu við Hlemm í dag, mið- vikudag, og hefst klukkan 12.15. Gróa Valgerður Ingimundardóttir, líf- fræðingur á Nátt- úrufræðistofnun Ís- lands, flytur erindi um vorblóm á Íslandi. Í fyrirlestrinum verð- ur sagt frá mismunandi tegundum vor- blóma í flóru Íslands og aðferðum við að greina þær. Nánari umfjöllun um erindið er á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. Hádegiserindi um vorblóm Grímsey | Gylfi Gunnarsson skip- stjóri og hans áhöfn á Þorleifi EA 88 taka fyrstir á grímseyskum bát þátt í „netaralli“ Hafró. Þrír rannsóknarmenn, þau Inga Fann- ey Egilsdóttir, Reykjavík, Tryggvi Sveinsson, Akureyri, og Örn Guðnason, Reykjavík, verða með í ferðinni sem mun spanna 15 daga. Þetta er líka í fyrsta skipti sem svæðið í kringum Grímsey er tekið með í ralli. Annars mun Þorleifur taka fyr- ir allt svæðið frá Hornströndum til Þistilfjarðar. Netarallið er vor- fyrirbæri, sjö svæði eru tekin fyr- ir og þannig hefur verið unnið í meira en tíu ár. Rannsóknar- mennirnir þrír koma sér upp nokkurs konar vinnuskúr um borð í Þorleifi því tækin eru viðkvæm fyrir veðrum og vindum. Lögð eru 12 net í trossu með mismunandi möskvastærð. Fiskur er svo tek- inn úr hverju neti, mældur, kvarnaður, kynþroskagreindur og aldursgreindur. 300 þorskar alls úr hverri trossu eru rannsakaðir. Hann var bjartur hópurinn um borð í Þorleifi EA 88 þegar lagt var af stað í netarallið. Aflinn misjafn Í gær hafði áhöfnin á Þorleifi farið yfir svæðið frá Grímsey og vestur um á Strandir. „Það hefur í trossu. Gylfi segir reyndar líka að sá fiskur sem þeir séu að fá upp við landið sé algjör bolta- fiskur. Þorleifur er um það bil hálfn- aður í netarallinu enda er svæðið stórt. Allt frá Ströndum í vestur og austur að Langanesi. grímsfirði og Trékyllisvík. Það hafi hins vegar verið mikið af smásíld í Steingrímsfirðinum og inni í Miðfirði og einnig í Skaga- firðinum. Hins vegar væri mjög lítið af fiski á þeim slóðum. Besta þorskveiðin hefði verið við Gríms- eyna en þar voru upp í 400 fiskar verið allur gangur á veiðinni hjá okkur, allt frá því að vera gott og niður í skítlélegt. Þetta er mjög mismunandi eftir stöðum,“ sagði Gylfi Gunnarsson skipstjóri í gær. Þeir voru þá inni á Skagafirði. Gylfi segir að veiðin hafi verið léleg við Strandirnar, inni í Stein- Grímseyjarskip tekur í fyrsta sinn þátt í netaralli Morgunblaðið/Helga Mattína Hafrannsóknir Fulltrúar Hafró um borð í Þorleifi, Inga Fanney Egilsdóttir, Reykjavík, Tryggvi Sveinsson, Akureyri, og Örn Guðnason, Reykjavík. Gylfi Gunnarsson skipstjóri er í brúarglugganum. ÚR VERINU SALA á frystum sjávarafurðum fer nú vaxandi á ný. Síðustu miss- erin hefur salan staðið í stað eða dregizt saman á kostnað sölu ferskra afurða. Fyrstu mánuði þessa árs jókst sala frystra afurða um 11,1% í Bretlandi. Frystur fiskur í raspi selst nú 10.1% meira en á sama tíma í fyrra, sala á rækju í raspi hefur aukizt um 5%. Síðustu misserin hefur frysti fiskurinn verið mun ódýrari en sá ferski og verðhækkanir á frystum afurðum hafa verið minni en á þeim fersku. Þess vegna leita þeir sem minna hafa á milli handanna, eða vilja spara, í frysta fiskinn. Önnur skýring á aukinni neyzlu liggur í mikilli vöruþróun og markaðssetningu. Aukin sam- keppni stærstu framleiðendanna leiðir einnig til aukinnar neyzlu. Það er ekki bara boðið upp á fiski- fingur lengur. Freðfiskur selst betur Í lauslegri sam- antekt Lands- sambands smá- bátaeigenda um síðustu helgi er ljóst að búið er að salta grásleppu- hrogn í rúmar 2.000 tunnur. Þegar litið er til þrálátrar norð- anáttar sem verið hefur nánast frá upphafi vertíðar með tilheyr- andi brælum er veiðin víðast hvar viðunandi. Rúmur helmingur þessara 2.000 tunna er á norð- austurhorninu – Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafirði og Vopna- firði. Á Húsavík hefur veiði verið góð en á Siglufirði hefur vertíðin gengið afleitlega. Bæði er þar veðri um að kenna og einnig að minna er af grásleppu á slóðinni en í meðalári. Gert er ráð fyrir að veiðin í ár skili um 8.000 tunnum. Misjafnt á grásleppu SEIGLA sjósetti nýverið bát af gerðinni Seigur 1100 T. Hann hefur verið seldur til Noregs. T stendur fyrir breidd bátsins sem er 3,9 metrar og ný gerð af bátum frá Seiglu sem byggðir eru á Seig 1160. Hægt er að afgreiða bátana frá 10-12,7 metra langa þannig að þeir falla í hin ýmsu fiskveiðikerfi hér og landanna í kringum okkur. Mikil eftirspurn hefur verið eftir bátum frá Seiglu í Noregi og ekki er það síst vegna fellikjal- arins sem er staðalbúnaður í öllum stærri fiskibát- um frá Seiglu. Báturinn, sem sjósettur var síðastlið- inn laugardag, heitir Seien og var hann byggður fyrir útgerð í Noregi í eigu Henry Benum og var hann hér á landi til að taka á móti honum og reynslusigla. Báturinn sem gengur 28 sjómílur er búinn 650 hestafla Volvo penta-vél. Hann er með stærra stýrishúsi en þekkist hér á landi þar sem frændur okkar Norðmenn gera meiri kröfur um að- búnað vistarvera um borð en minni um pláss á dekki. Morgunblaðið/Þorgeir Seigla selur bát til Noregs GEFIN hefur verið út reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum ár- ið 2008. Á árinu 2008 er íslenskum skipum heimilt að veiða alls 220.262 tonn af síld. Samhliða hefur verið gefin út reglugerð um heimildir norskra, færeyskra og rússneskra skipa til veiða á norsk-íslenskri síld innan íslenskrar lögsögu á grundvelli tví- hliðasamninga þar um. Þannig er skulu ekki fleiri en 20 íslensk skip hafa leyfi til síldveiða á hverjum tíma. Eingöngu er heimilt að veiða norðan 62°N og utan 12 sjómílna frá grunnlínum. Á meðal veiðiríkjanna er í gildi samkomulag um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum en staða stofnsins er sterk og var, á grunni veiðiráðgjafar Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins (ICES), heildar- afli í ár ákveðinn 1.518.000 tonn. norskum skipum heimilt að veiða 106.732 tonn af síld í íslenskri lög- sögu og Rússum heimilt að veiða 6.539 tonn. Veiðarnar eru jafn- framt háðar öðrum takmörkunum. Samkomulag er um gagnkvæmar veiðiheimildir íslenskra og fær- eyskra skipa í lögsögum landanna tveggja. Þá er íslenskum skipum heimilt að veiða 40.986 lestir af norsk-íslenskri síld innan lögsögu Noregs. Í efnahagslögsögu Noregs Heimilt að veiða 220.262 tonn af síld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.