Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 15
MENNING
HILARY Finch, tónlistargagnrýn-
andi breska dagblaðsins The Times,
fer fögrum orðum um flutning
skosku kammersveitarinnar á selló-
konsert Hafliða Hallgrímssonar, op.
30, sem fluttur var í Queen’s Hall í
Edinborg á fimmtudaginn í síðustu
viku.
Á tónleikunum voru einnig flutt
verk eftir skoska tónskáldið Stuart
MacRae og Richard Strauss, og fá
tónleikarnir í heild sinni fjórar
stjörnur af fimm mögulegum í dómi
Finch.
Í dómnum segir meðal annars að
verk Hafliða sé líkt og „vögguljóð
lífs sem fylgir myrkrinu líkt og í
draumi“. Verkið sé undir áhrifum
frá vögguvísu eftir Grieg sem tón-
skáldið spilaði á sellóið sem barn á
Íslandi, og það fari allt frá því að
vera lýrískt og hjartnæmt yfir í að
minna á dauðahryglur og undar-
legan dans. Þá segir að stjórnandinn
John Storgards hafi stjórnað verk-
inu af fyllstu einurð.
Fjórar
stjörnur
Hafliði Hallgrímsson
lofaður í The Times
Tónskáldið Hafliði Hallgrímsson.
ÞAÐ verður bandaríski arkítektinn
Frank Gehry sem mun hanna árleg-
an garðskála, Serpentine Pavilion, í
Serpentine-galleríinu í Lundúnum í
sumar. Hann mun því fylgja í kjöl-
farið á þeim Ólafi Elíassyni og Kjetil
Thorsen sem voru valdir til þess að
hanna skálann á síðasta ári.
Gehry er einn þekktasti arkítekt
heims, en á meðal þekktustu verka
hans eru Guggenheim-safnið í
Bilbao á Spáni og Disneyhöllin í Los
Angeles. Skálinn í Serpentine verð-
ur fyrsta byggingin sem hann hann-
ar í Bretlandi.
Þetta mun vera níunda árið í röð
sem listamenn hanna garðskála við
galleríið, en á meðal þeirra sem það
hafa gert eru Rem Koolhaas og Ce-
cil Balmond, Alvaro Siza og Edu-
ardo Souto de Moura, Oscar Nie-
meyer, Toyo Ito, Daniel Liebeskind
og Zaha Hadid.
Gehry
hannar
garðskála
Arkítektinn Frank Gehry.
NEÐANSJÁVAR ljósmynda-
samkeppni verður haldin á
Grundarfirði helgina 16.-17.
maí. Verðlaun verða veitt í
fjórum flokkum: fyrir bestu
neðansjávarmyndina, bestu
neðansjávarnærmyndina (má
vera macro), bestu myndina af
þátttakendum (neðansjávar
eða ofansjávar) og bestu land-
myndina. Myndirnar verða að
vera teknar umrædda helgi og á keppnisstað.
Tímaramminn er frá 17 á föstudegi til 17 á laug-
ardegi og skil á myndum klukkustund síðar. Þetta
er að líkindum fyrsta neðansjávarljósmynda-
samkeppni á Íslandi. Nánari upplýsingar á
www.nsljosmyndasamkeppni.blog.is.
Myndlist
Ljósmyndakeppni
í djúpunum
Frá Grundarfirði
ELVA Lind Þorsteinsdóttir
flautuleikari og Guðný Þóra
Guðmundsdóttir víóluleikari
halda tónleika í Sölvhóli (Sölv-
hólsgötu 13, gengið inn frá
Klapparstíg), tónleikasal
Listaháskóla Íslands, í dag. Á
tónleikunum flytja þær verk
eftir Stamitz, Max Reger,
Bach, Hyden og Casterede.
Þetta eru fyrstu vortónleikar
nemenda Listaháskólans á
þessu vori. Tónleikarnir hefjast klukkan 18. Að-
gangur að þeim er ókeypis og allir eru velkomnir
á meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar um
útskriftartónleika tónlistardeildar Listaháskólans
má finna á heimasíðunni www.lhi.is.
Tónlist
Fyrstu vortónleikar
nemenda LHÍ
Elva Lind og
Guðný Þóra
„FRÁ Leiðarljósi til L’elisir –
fjölbreytt flóra sjónvarpsþýð-
inga“ er yfirskrift hádeg-
isspjalls Bandalags þýðenda og
túlka og Þýðingaseturs Há-
skóla Íslands sem fer fram í
stofu 311 í Árnagarði í dag frá
kl. 12.15 til 13. Þar flytur Ellert
Sigurbjörnsson, yfirþýðandi
hjá Ríkisútvarpinu, erindi sitt
„Sérstaða sjónvarpsþýðand-
ans“, Nanna Gunnarsdóttir
sjónvarpsþýðandi flytur erindið „Snertifletir þýð-
ingafræði og sjónvarpsþýðinga – eiga kenningar
við um þýðingu Leiðarljóss?“ og Anna Hinriks-
dóttir þýðandi flytur sitt erindi, „Frá Leiðarljósi
til L’elisir – Fjölbreytt flóra sjónvarpsþýðinga“.
Þýðingar
Fjölbreytt flóra
sjónvarpsþýðinga
Anna Hinriksdóttir
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
AFMÆLISDAGUR Vigdísar Finn-
bogadóttur í gær var tilefni útgáfu
nýs fræðirits. Það heitir Mál mál-
anna, um nám og kennslu erlendra
tungumála, og þar er fjallað um nýj-
ar rannsóknir á tileinkun og
kennslu annars máls og erlendra
tungumála. Ritstjórar bókarinnar
eru Auður Hauksdóttir, dósent í
dönsku við Háskóla Íslands, og
Birna Arnbjörnsdóttir, dósent í
rannsóknum og kennslufræði er-
lendra tungumála við Háskóla Ís-
lands. Það er Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum tungu-
málum sem gefur ritið út í sam-
vinnu við Háskólaútgáfuna, og segir
Auður að ánægjulegt hafi verið að
afhenda Vigdísi fyrsta eintak bók-
arinnar, ekki síst þar sem lítið hafi
verið ritað á íslensku um efnið, sem
sé henni hugleikið. Þær Birna segja
mikla grósku hafa verið í rann-
sóknum innan hagnýtra málvísinda.
Þar hafi rannsóknir á tungumála-
kennslu, tileinkun erlendra tungu-
mála og fjöltyngi skipt sífellt meira
máli enda varpi þær ljósi á eðli mál-
töku, málbeitingar og starfsemi
mannsheilans. Sú þekking sem til
hafi orðið með rannsóknunum setji
nú svip sinn á umræðuna á fræða-
sviðinu.
Tileinkun og tungumálanám
„Bókin er fræðirit um annars-
máls fræði og kennslu erlendrra
tungumála,“ segir Auður og er óðar
beðin að útskýra hugtakið annars-
máls fræði. „Annars-máls fræðin
lúta til dæmis að því að læra ís-
lensku eða ensku sem annað tungu-
mál,“ segir Auður. Hún notar líka
hugtakið „tileinkun“ ásamt orð-
unum að læra mál, og forvitni blaða-
manns er enn vakin. Hver er mun-
urinn? „Ef maður lærir tungumálið
í viðkomandi málsamfélagi er oft
talað um tileinkun, en um nám og
kennslu þegar við lærum til dæmis
ensku eða dönsku í íslenskum
skóla,“ segir Auður. Oft gengur til-
einkun greiðlega þegar dvalið er í
málsamfélaginu og því skiptir máli
fyrir skilvirkni í tungumálakennslu
að átta sig á, hvaða þættir í um-
hverfinu stuðli að færni í málinu.
Annars-máls fræði
Annars-máls fræði og kennsla er-
lendra tungumála eru svipuð fræða-
svið að sögn Auðar. „Munurinn er
þó sá að þegar um annars-máls
fræði er að ræða, þá er átt við mál-
tileinkun sem á sér stað í viðkom-
andi málsamfélagi. Taka má dæmi
af útlendingi sem lærir íslensku í
okkar málumhverfi, eða íslenskum
krakka sem flyst til Frakklands og
lærir þar frönsku. Hins vegar fer
kennsla erlendra tungumála yf-
irleitt fram í skólum og við form-
legar aðstæður.“
Það sem blaðamanni finnst ekki
síst forvitnilegt í því sem Auður lýs-
ir er að hér virðist fræðigrein sem
þegar hefur verið stunduð lengi
vera að fá íslenskt svipmót og ís-
lensk hugtök. Ílag og frálag er það
sem á öðrum málum kallast „input“
og „output“, og á við um það sem
nemandinn meðtekur annars vegar,
og hins vegar það sem hann er fær
um að koma frá sér á erlenda mál-
inu. „Með því að finna góð íslensk
orð yfir hugtök stuðlum við að um-
ræðu um þetta fræðasvið á íslensku
og jafnframt eflum við það með því
að greina frá nýjum íslenskum og
erlendum rannsóknum og kenn-
ingum. Það hefur sáralítið verið
skrifað um þær rannsóknir sem
hafa verið gerðar, meðal annars
vegna þess, að þeir sem eru sér-
fræðingar hafa oft numið erlendis.
Þeir eru þá allt eins í fræðilegri um-
ræðu á alþjóðavettvangi.“ Auður
segir fræðilegu umræðuna hér fyrst
og fremst hafa snúið að nám-
skrárgerð og gerð kennsluefnis.
„Við viljum gera fólki kleift að eiga
umræðu um þessi fræði á íslenskri
tungu.“
Mikil vinna hefur að sögn Auðar
farið í að finna gagnsæ og þjál ís-
lensk orð og hugtök sem geta lýst
fræðunum, en ekki síður í það stóra
verkefni að samræma hugtak-
anotkun í þeim hluta bókarinnar
sem hefur að geyma greinar eftir
þekkta erlenda fæðimenn í grein-
inni. „Greinarnar eru þýddar úr
dönsku, ensku og sænsku og þýð-
endurnir eru því nokkrir. Auk þess
hefur bókin að geyma frumsamdar
greinar eftir ristjórana og þær Auði
Torfadóttur, Hafdísi Ingvarsdóttur
og Oddnýju G. Sverrisdóttur. Það
fór gríðarleg vinna í að halda utan
um rétta og samræmda notkun hug-
taka. Samstarfsmaður okkar í þeim
hluta verksins var Margrét Lúð-
víksdóttir, en vinna hennar var
ómæld og ómetanleg.“
Íslendingar eru vel ílagðir
Auður segir það alvitað hér að
tungumál verði ekki numin án ílags
og máláreitis. Það rími vel við hefð-
ina, að Íslendingar séu færir um að
lesa á erlendum tungumálum.
Margir heyri erlend mál í fjöl-
miðlum. „Það má ekki gleyma því
að frálagið skiptir miklu máli. Eitt
er að skilja og geta meðtekið mál,
annað að geta tjáð sig í ræðu og riti.
Þá koma kenningar um frálagið til
sögunnar; hvers vegna það er mik-
ilvægt; hvernig það tengist ílaginu
og það sem gerist ef aðeins er
áhersla á annan þáttinn. Í kennslu-
stofunni þarf að skapa þær að-
stæður að ílag og frálag séu í jafn-
vægi.“
Málafræði fá íslenskan svip
Nýtt fræðirit um annars-máls fræði og kennslu erlendra tungumála kemur út
Morgunblaðið/Valdís Thor
Í HNOTSKURN
» Í fræðiritinu Mál málannaer fjallað um nýjar rann-
sóknir á tileinkun og kennslu
annars máls og erlendra tungu-
mála. Mjög lítið hefur verið rit-
að á íslensku um þetta efni. Hér
er því reynt að bæta úr brýnni
þörf með því að koma á fram-
færi nýrri þekkingu í því skyni
að styrkja fræðasviðið og efla
umræðu um þessi mál á ís-
lensku. Mál málanna inniheldur
ellefu kafla eftir erlenda og inn-
lenda höfunda. Nokkrir kafl-
anna eru frumsamdir fyrir bók-
ina en aðrir hafa birst áður í
erlendum tímaritum. Í sumum
tilvikum er þar um að ræða lyk-
ilgreinar á fræðasviðinu.
Málið Auður Hauksdóttir afhendir Vigdísi fyrsta eintak ritsins.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
FALLEGAR, töfrandi, ómótstæðilega hrífandi;
drottningar söngvamyndanna verða í sviðsljósinu
á Sinfóníutónleikum annað kvöld. Það er góður
gestur sem oft hefur sótt okkur heim, bandaríska
söngleikjadívan Kim Criswell, sem syngur með
hljómsveitinni og rifjar upp lögin indælu sem þær
gerðu fræg, Doris Day, Judy Garland, Jane Po-
well, Marilyn Monroe, Julie Andrews og fleiri.
„Það er ofboðslega gaman að geta boðið upp á
tónleika af þessu tagi, maður kemst inn í allt ann-
an heim,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, tón-
leikastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, og
bætir því við að líklega séu komin fimmtán ár
frá því að Kim Chriswell kom hingað fyrst.
„Hún er mjög skemmtileg og lifandi í flutn-
ingi.“
Kvikmyndatónlist krefst jafnan stórra
hljómsveita, og að sögn Örnu Kristínar verð-
ur engin undantekning þar á annað kvöld, og
ekki heldur á tónleikum hljómsveitarinnar á
laugardaginn kl. 14, þar sem kvikmynda-
tónlist verður aftur á dagskrá með Kim Cris-
well í nokkrum atriðum.
„Þetta verða risavaxnir tónleikar. Sviðið
verður gjörsamlega pakkað af hljóðfæraleik-
urum. Við ætluðum aldrei
að geta komið þeim öllum
fyrir. Tónlistin er líka mjög
skemmtileg og mikil stemn-
ing í kringum hana,“ segir
Arna Kristín.
Tónleikarnir annað kvöld
hefjast að vanda kl. 19.30,
en þeir á laugardaginn, þar
sem meiri hljóðfæratónlist
verður á efnisskránni, með-
al annars úr Harry Potter,
Mary Poppins, Sjörnustr-
íðsmyndunum og Simpsons-
þáttunum, hefjast kl. 14.
Stjórnandi á þeim hvorum
tveggja er John Wilson.
Risavaxin hljómsveit
Kim Criswell syngur lög af hvíta tjaldinu
Kim Criswell