Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT REPÚBLIKANINN John McCain nýtti tækifærið í gær og fór yfir helstu áherslur sínar í efnahagsmálum, á sama tíma og forsetaframbjóðendur demókrata skiptust á skotum í aðdraganda forkosninganna í Pennsylvaníu á þriðjudag. Vísbendingar eru um að staða efnahagsmála verði efst á baugi í kosningabaráttunni í haust og boðar McCain að hann muni gera skatta- lækkanir George W. Bush forseta á síðustu árum varanlegar, að hann muni lækka skatta á fyrirtæki og beita sér fyrir því að efnafólk greiði hærri fram- lög til heilsutrygginga, svo eitthvað sé nefnt. Þá boðar forsetaframbjóðandinn að skorið verði niður í ríkisútgjöldum um sem nemur hundrað milljörðum Bandaríkjadala, um 7.500 milljörðum króna, niðurskurður sem gerði kleift að lækka álögur á fyrirtæki og stuðla að frekari vexti hag- kerfisins. Himinhátt eldsneytisverð hefur brunnið á bandarískum almenningi og skoraði McCain á þingið að fella niður 18,4 senta álögur á gallonið (3,78 lítrar) af eldsneyti í sumar, í því skyni að slá á ráðgerð áhrif olíuverðsins á almennt verðlag. Segja skattalækkanirnar mun dýrari Eins og við var að búast gagnrýndu demókratar tillögurnar og samkvæmt fréttaskýringu The New York Times hefur hin frjálslynda hugveita Center for American Progress Action Fund áætlað að skattalækkanir McCains muni í raun kosta þrefalt meira, eða ígildi um 22.500 milljarða króna. Sama eigi við um sparnaðinn við niðurfellingu ýmissa opinberra verkefna, sem óvíst sé að muni spara jafnvirði 7.500 milljarða króna á ári. McCain gagnrýndi hins vegar frambjóðendur demókrata fyrir að leggja til að hluti skattalækk- ana Bush forseta verði dreginn til baka. „Þau ætla að hækka skattana þína um þúsundir dollara á ári,“ sagði McCain, sem skaut föstum skotum að demókrötunum Barack Obama og Hillary Clinton fyrir meinta einangrunarhyggju þeirra í efnahagsmálum. Bill Burton, talsmaður Obama, gaf lítið fyrir til- lögurnar og sagði þær líklega hafa verið samdar af hagsmunavörðum stórfyrirtækja í Washington. Neera Tanden, einn helsti ráðgjafi Clinton, tók í sama streng og sagði bandarískan almenning ekki mundu hafa efni á tillögunum. Efnahagsmálin verða einnig í brennidepli í for- kosningum demókrata í Pennsylvaníu á þriðjudag og bendir ný könnun Quinnipiac-háskóla til að Clin- ton hafi nú 6% forskot á Obama á meðal líklegra kjósenda, sem er óbreytt frá vikunni áður. Bendir þetta til að Obama hafi beðið óverulegan skaða af umdeildum ummælum sínum um hvernig íbúar smábæja Pennsylvaníu hefðu hneigst að byssum og trúnni í vonleysi efnahagsþrenginga síðustu ára. Boðar skattalækkanir og tiltekt í ríkisfjármálunum Demókratar gagnrýna efnahagsstefnu forsetaframbjóðandans Johns McCains John McCain ÓLYMPÍULEIKARNIR hefjast í Peking 8. ágúst nk. og líklega hafa mikil mótmæli og vandræðagangurinn með kyndilinn ekki farið framhjá neinum. Kínversk yf- irvöld hafa ekki minni áhyggjur af menguninni í borg- inni enda hafa margir haft á orði, að hættulegt geti verið íþróttamönnum, ekki síst langhlaupurum, að anda að sér óloftinu. Á stóra skjánum utan á bygging- unni er Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, að tala til þegnanna en áður en leikarnir hefjast á að stöðva allan byggingariðnað í borginni og allan þungaiðnað og draga úr umferð í von um, að þessum móðuharðindum af mannavöldum létti um stund. AP Ólympíuborg í mengunarmekki Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is VIÐBRÖGÐ við sigri Silvio Berlusconis og bandalags hans í þingkosningunum á Ítalíu hafa verið með ýmsu móti í Evrópu. Sumir hægri- sinnaðir fjölmiðlar fagna þeim en aðrir og raunar fleiri furða sig á því, að ítalskir kjósendur skuli í þriðja sinn hafa kosið yfir sig „drýldinn uppskafning“ og velja honum önnur háðu- leg orð. Um það eru þó allir sammála, að kosningarnar hafi markað tímamót að því leyti, að í þeim varð til eins konar tveggja flokka kerfi. Átta af tíu kjósendum kusu stóru fylkingarnar tvær og eru þingflokkarnir nú aðeins fimm. „Að þessu sinni hafa borg- araflokkarnir enga fjarvist- arsönnun og þeir vita það,“ sagði í ítalska dagblaðinu Corriere della Sera. „Nú stendur upp á þá að réttlæta eigin sigur með róttækum og sársaukafullum aðgerð- um.“ Í La Repubblica sagði, að Berlusconi hefði tekist að beina sviðsljósinu að sér með því að virkja allt sitt fjölmiðlaveldi í því skyni, m.a. þrjár sjónvarpsstöðvar, sem ná til alls landsins, en eftir sem áður væri hann maður, sem liti á stjórnmálin sem „tækifæri en ekki ábyrgð“. „Harmleikur, þriðji þáttur“ Með fáum undantekn- ingum fara evrópskir fjöl- miðlar utan Ítalíu fremur hörðum orðum um end- urkomu Berlsuconis. „Harmleikur, þriðji þátt- ur“ var fyrirsögnin í Fin- ancial Times Deutschland og þar sagði, að þeir einu, sem myndu hagnast á sigri hans, væru „Berlusconi sjálfur og klíka hans“. Í Süddeutsche Zeitung sagði, að Ítalir hefðu alltaf verið hrifnir af guðfeðrum og trúðum. Ber- lusconi væri hvort tveggja. Í frönskum fjölmiðlunum kvað við líkan tón en þeir fögnuðu hins vegar upp- stokkuninni, sem orðið hefði í ítölskum stjórnmálum. Le Figaro sagði, að sigur Ber- lusconis væri í sjálfum sér til marks um þá lömun, sem einkenndi ítölsk stjórnmál. „Ítalir eru svartsýnir á framtíðina og þess vegna var það létt verk fyrir Berlus- coni númer þrjú að fá fólk til að gleyma Berlusconi númer tvö, sem stýrði landinu frá 2002 til 2006 með öruggan meirihluta og hamaðist við að gera ekki neitt,“ sagði portúgalska blaðið Publico. Berlusconi sagði í fyrra- dag, að erfiðir tímar væru í vændum og víst er, að hann þarf að bretta upp ermarnar ætli hann sér að standa við stóru orðin. Efnahagsmálin eru í ólestri, hagvöxtur í landinu er ekki nema um 0,6%, þjóð- arskuldin meiri en verg landsframleiðsla og mikill fjárlagahalli. Helmingur landsmanna segir, að hagur sinn hafi versnað. Stjórnmálaskýrandinn James Walston við Banda- ríska háskólann í Róm sagði, að Berlusconi þyrfti tvennt til að koma í gegn umbótum. „Annars vegar öruggan meirihluta og hann hefur hann fengið. Hins vegar vilj- ann og getuna. Flest bendir til, að hann skorti það hvort tveggja.“ Margir evrópskir fjölmiðlar fara háðulegum orðum um Berlusconi, væntanlegan forsætisráðherra Ítalíu Lítil trú á nauðsynlegum aðgerðum Reuters Sigurvegarinn Berlusconi með loforðalista, sem hann lagði fram fyrir kosningar, á Rás 5, einni sjónvarpsstöðva sinna. STJÓRNVÖLD í Kína hyggjast ekki afnema dauðarefsingu, aðstæður leyfa það ekki ennþá og þjóðin „myndi ekki sætta sig við“ slíka breytingu, að sögn talsmanns utan- ríkisráðuneytisins í Beijing í gær. Hann sagði hins vegar að refsing- unni yrði beitt „af varfærni“. Mannréttindasamtökin Amnesty birtu í gær skýrslu um dauðarefs- ingar árið 2007. Þar segir að staðfest sé að 470 manns hafi verið teknir af lífi í Kína í fyrra en samtökin telja að raunverulega talan, sem er ríkis- leyndarmál, sé mun hærri. Alls er talið að minnst 1.252 hafi verið líflátnir í heiminum öllum en vitað er að mikið er um leynilegar af- tökur í Kína, Mongólíu og Víetnam. Alls bíða nú um 27.500 örlaga sinna á dauðadeildum. Fram kemur að aftökum fjölgar mjög í þeim ríkj- um sem beita henni mest sé miðað við höfðatölu. 143 voru líflátnir í Sádi-Arabíu í fyrra en aðeins 39 árið 2006, 317 í Íran en 177 árið á undan. Fleiri aftök- ur í Íran og Sádi-Arabíu Kínverjar lofa að beita refsingunni „af varfærni“ MUN meira af karlhormóninu test- ósteróni greinist í verðbréfamiðlur- um þegar þeir græða meira en venjulega í kauphöllinni og fyllast ofdirfsku, segir á vefsíðu BBC. Kom þetta fram í rannsóknum vís- indamanna við Cambridge-háskóla. En aukning streituhormónsins cort- isol getur hins vegar haft þau áhrif að auka áhættufælni sem aftur ýkir stundum áhrif af niðursveiflu. Þá verða sumir alveg ráðþrota, lamast. Kannað var magn testósteróns í völdum hópi karla úr röðum miðlara í London, mælt bæði klukkan 11 f.h. og 4 e.h. Síðan voru niðurstöðurnar bornar saman við árangur þeirra í viðskiptum. Magnið reyndist mun meira á dögum þar sem allt lék í lyndi og mennirnir græddu vel. Þegar miðlurunum gengur vel í nokkra daga í röð eykst þeim sjálfs- traust að hluta vegna testósteróns- ins sem styrkir þessa kennd á kostnað heilbrigðrar skynsemi og varfærni. Þeir geta jafnvel orðið áhættufíklar, líklegir til að spenna bogann að lokum of hátt og nið- urstaðan orðið „hörð lending“. Einkum er hætta á slíkri hegðun þegar mikill uppgangur einkennir efnahagslífið. „Hormón geta ráðið miklu um frammistöðu sérhvers verðbréfa- miðlara í streitunni og samkeppn- inni sem einkennir markaðina,“ seg- ir prófessor Joe Herbert, einn vísindamannanna. Hormón efnahags- vandi? Aukið testósterón mælist í fífldjörfum miðlurum KÓRALLAR þrífast á ný í gígnum sem myndaðist á eynni Bikini í Kyrrahafi 1954 þegar Bandaríkin sprengdu þar vetnissprengju árið 1954. Vísindamenn könnuðu nýlega gíginn sem er 73 metrar að dýpt. „Við sáum lífríki sem minnti á öll venjuleg kóralrif, þarna var fullt af fiski og kóröllum og mikið að ger- ast,“ sagði einn vísindamannanna. Um var að ræða stærstu kjarn- orkusprengju sem Bandaríkin hafa sprengt, hún var á við 15 milljónir tonna af TNT-sprengiefni eða þús- und sinnum stærri en sú sem grand- aði Hiroshima 1945. Sovétríkin sprengdu hins vegar mun stærri vetnisprengju á sjöunda áratugnum. Kórallar vaxa á Bikini ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.