Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 36
■ Á morgun kl. 19.30 Söngfuglar hvíta tjaldsins Söngleikjadívan Kim Criswell flettir söngbókum helstu lagahöfunda Bandaríkjanna frá gullöld söngvamyndanna og fetar í fótspor sönggyðja á borð við Judy Garland, Marilyn Monroe og Doris Day. Hljómsveitarstjóri: John Wilson Einsöngvari: Kim Criswell ■ Lau. 19. apríl kl. 14.00 Bíófjör - Tónsprotatónleikar Öll fjölskyldan skemmtir sér konunglega á þessum tónleikum þar sem tónlist úr kvikmyndum á borð við Stjörnustríð, Harry Potter, Mary Poppins og Simpsons hljómar. Trúðurinn Barbara kynnir tónlistina á sinn einstaka hátt. ■ Fim 9. maí kl. 19.30 PPP áttræður Íslenskt tónlistarlíf og ekki síst Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur í þakkarskuld við Pál Pampichler Pálsson og heiðrar hann áttræðan með þessum tónleikum þar sem flutt verður fimmta sinfónía Mahlers, sellókonsert Schumanns auk verks eftir afmælisbarnið. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Við innganginn stóð kofi einn en þó ekki í honum jólasveinn … 40 » reykjavíkreykjavík BJÖRK Guðmundsdóttir hóf á föstudaginn tónleikaferðalag sitt um Bretland þar sem hún spilar á alls tíu tónleikum. Tvennir þeirra eru að baki og hafa breskir fjöl- miðlamenn keppst við að hlaða á hana lofi fyrir frammistöðuna. „Hún er stjarna í orðsins fyllstu merkingu, ófyrirsjáanleg, dularfull og dáleiddi áhorfendur gjörsamlega,“ sagði gagnrýnandi Manchester Evening News eftir tónleika Bjarkar þar á föstudags- kvöldið. „Það eru fjögur ár síðan hún túraði síðast um Bretland og það var tekið á móti henni í Man- chester eins og týndri dóttur.“ Björk hefur eins og kunnugt er vakið athygli á tónleikaferðalagi sínu fyrir að hvetja Grænlend- inga, Færeyinga og nú síðast Tíb- eta til þess að lýsa yfir sjálfstæði. Það mátti greina nokkur von- brigði hjá gagnrýnanda This is London vegna þess að hún hvatti ekki íbúa Hammersmith- hverfisins til þess að lýsa yfir sjálfstæði og lyfta fána á tónleik- unum þar í fyrrakvöld. „Lítil þjóð sem stærsta poppstjarna Íslands drottnar yfir virðist mjög freist- andi hugmynd,“ sagði hann. Hann varð þó ekki fyrir nein- um vonbrigðum með tónleikana sjálfa og sagði að þó að hann hefði alltaf haft það á tilfinning- unni að Björk væri ekki alveg af þessum heimi, þá hefði hún end- anlega staðfest það þarna að hún væri göldrótt. Árni Matthíasson blaðamaður Morgunblaðsins var meðal áheyr- enda í Hammersmith og var ekki síður hrifinn af tónleikunum. „Það seldist upp á augabragði og mikil stemning í kringum þá. Þetta voru alveg ofboðslega vel heppnaðir tónleikar.“ Týnda dóttirin snýr heim Reuters Göldrótt Björk á tónleikum.  Ekkert er nýtt undir sólinni, stendur einhvers staðar skrifað, og margt er til í því. Glöggur blaða- maður Monitors vekur athygli á því að margt sé líkt með myndbandi Mercedes Club við lagið „Meira frelsi“ og nýjasta myndbandi Íslandsvinarins Bass- hunter við lagið „Now You’re Gone“. Söguþráður myndbandanna snýst í báðum tilvikum um strák og stelpu sem eiga í upphafi samskipti með sms-skilaboðum en enda síðar á skemmtistað þar sem þau ná loks saman á dansgólfinu. Myndböndin enda svo bæði á ástríðufullum kossi á miðju dansgólfinu. Samkvæmt Monitor mun Basshunter- myndbandið vera nokkru eldra, eða frá því í nóvember sl., og því verður að teljast líklegt að þeir sem gerðu myndbandið fyrir Mercedes Club hafi vitað af hinu. Hugmyndin að mynd- bandi MC stolin?  Uppselt var á danssýningu Ernu Ómarsdóttur og Jóhanns Jó- hannssonar sem nefnist Mysteries of Love og var sýnd í BOZAR- listamiðstöðinni í Brussel í síðasta mánuði. Salurinn tekur 400 manns í sæti og því verður árangurinn að teljast nokkuð merkilegur. Þá sagði Erna að lokinni sýningu að frábær viðbrögð áhorfenda hefðu komið sér dálítið á óvart, enda Brussel talin Mekka nútímadans- ins. Sýningin var hluti af Iceland on the Edge-hátíðinni, stærsta landkynningar- og menningar- verkefni ársins, og því ljóst að hún var enn ein rósin í hnappagat ísl- enskrar menningar á erlendri grundu. Dansað í „Mekka“ Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „NEI, þú getur ekki ímyndað þér hversu glaður ég var þegar ég hélt loksins á fullkláruðum grip í höndunum,“ tjáir Sverrir blaðamanni vígreifur. „Nú er maður líka kominn yfir ákveðinn þrösk- uld og það var allt önnur tilfinning að setjast nið- ur með gítarinn þegar ferlið var loks að baki. Nú fara loksins að tínast inn lög á næstu plötu.“ Lokahnykkurinn var er S. Husky Hoskulds, Ís- lendingurinn knái sem getið hefur sér gott orð sem upptökumaður vestur í Bandaríkjunum, kom til landsins til að klára hljóðblöndun í upp- hafi árs. Hann, Sverrir og aðrir þeir sem hafa unnið með honum að plötunni settust þá saman í einn hnapp og bundu endahnútinn á lögin. Útlönd Ýmsir aðilar tóku þátt í plötuvinnslunni, og koma þeir víða að. Auk Husky sá Bretinn James Hallawell um upptökustjórn og píanóleik auk þess að taka þátt í lagasamningu. Magnús Þór Sigmundsson á þá eitt lag og Franz Gunnarsson gítarleikari (Dr. Spock, Ensími) á tvö lög. Þrjú laganna samdi Sverrir þá með Ludwig Böss, fyrrverandi leiðtoga sænsku skrýtipoppsveit- arinnar Ray Wonder. Sverrir gefur plötuna út sjálfur en Sena sér um að dreifa hérlendis. Metnaðurinn er auðheyr- anlegur þegar plötunni er rúllað í gegn og efnið þesslegt að það væri hreinlega bjánalegt að gægjast ekki út fyrir landsteina með gripinn. Það stendur og til. „Ætlunin er nú að pota þessu eitthvað áfram, jú jú,“ segir Sverrir, auðheyranlega með báða fætur á jörðinni. „Husky ætlar að kynna þetta fyrir fólki sem hann þekkir þarna úti og svo er James með sín sambönd. Ludwig er úti í Berlín og svo veit ég að Eiður Smári, sem sá um kostun, hefur áhuga á að vinna plötunni brautargengi. Þannig að það eru þræðir út um allt, það vantar ekki.“ Vantar hljómborðsleikara Sverrir leggur samt áherslu á að fyrst sé nú að kynna plötuna rækilega fyrir landanum. Það þýði ekkert að ana til útlanda strax; heimamark- aðurinn gangi fyrir. Útgáfutónleikar verða haldnir í maí og Sverrir vonast til að komast í hringtúr um landið í sumar með sveit sína. Allt er þetta þó á teikniborðinu en þó er alveg hægt að staðfesta að það er mikill hugur í Sverri og co. „Það er frábært að vera búinn að koma þessu út loksins og ég hlakka til að kynna þetta fyrir landsmönnum,“ segir hann. „Þeir sem skipa sveitina eru þeir sömu og áður, þ.e. Franz, Jónsi sem var með mér í Daysleeper en hann spilar á bassa og svo leikur Halli úr Lights on the Highway á trommur. Við erum að leita okkur að hljómborðsleikara, það ætlar að verða dálítið snúið einhverra hluta vegna. En svo eru það bara tónleikar og aftur tónleikar.“ Þremur árum síðar …  Sverrir Bergmann er klár með fyrstu sólóplötu sína en útgáfudagur er föstu- dagurinn 25. apríl  „Þungu fargi loksins af mér létt,“ segir hann blaðamanni Bergmann „Það er frábært að vera búinn að koma þessu út loksins og ég hlakka til að kynna þetta fyrir landsmönnum,“ segir Sverrir Bergmann sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, Bergmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.