Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SIGURÐUR Björns- son, bóndi og fræði- maður á Kvískerjum í Öræfum, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands 10. apríl á 91. aldursári. Sigurður fæddist 24. apríl 1917 á Kvískerj- um, sonur hjónanna Björns Pálssonar bónda og Þrúðar Ara- dóttur húsfreyju. Sigurður stundaði barnaskólanám í far- skóla 1929-31 og var síðan bóndi á Kvískerjum til æviloka. Samhliða bústörfum vann Sigurður við jarðýtustjórn frá 1951. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir sýslunga sína, var m.a. fulltrúi á bændafundum A-Skaftfellinga, sat í náttúruverndarnefnd og einnig sýslunefnd A-Skaftafellssýslu. Þá var hann um tíma formaður Búnað- arfélags Hofshrepps og í sóknar- nefnd Hofssóknar. Sig- urður ritaði margar greinar um sögu og náttúru sveitar sinnar í bækur og tímarit. M.a. í Byggðasögu A- Skaftafellssýslu, í Ár- bók Ferðafélagsins 1979 og tímaritin Skaftfelling og Glett- ing. Í haust kom út bók eftir Sigurð, Sótt fram, þar sem hann segir m.a. frá framfaramál- um í sýslunni. Sigurður lenti 19 ára í snjóflóði í Breiðamerkurfjalli og hrapaði niður fjallshlíðina. Flóðið bar hann 28 metra inn undir jökul- inn. Þar lá hann fastur í snjónum en með meðvitund. Sigurður söng sér til hita og hugarhægðar og eins ef leit- armenn kynnu að rata á hljóðið. Dag- inn eftir heyrðist ómur af sálminum „Lofið vorn Drottin“ undan jöklinum og var Sigurði þá bjargað ómeiddum. Andlát Sigurður Björnsson EFTIRFARANDI athugasemd barst í gær frá framkvæmdastjórn Olíuverzlunar Íslands hf.: „Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) mótmælir harðlega dylgjum og að- dróttunum um samráð, sem fram koma í frétt Morgunblaðsins í dag á bls. 2, undir fyrirsögninni „Óskaði eftir tilboðum og fékk sama afslátt hjá öllum“. Lýsir félagið undrun sinni á, að Morgunblaðið birti á besta stað í blaðinu, með stórri fyrirsögn og vörumerkjum fyrirtækja, aðdróttun- arfrétt byggða á óstaðfestum full- yrðingum, sem í þokkabót eru hafðar eftir ónafngreindum aðila. Til að bæta gráu ofan á svart kemur fram, að hinn ónafngreindi heimildarmað- ur vitnar að helmingi til samtala milli tveggja ótilgreindra aðila. Fréttin byggist auk þess á þeim grundvall- armisskilningi að álagning á elds- neyti sé prósentuálagning, en hér sem annars staðar í heiminum er álagning reiknuð í krónum á lítra.“ Athugasemd frá Olís Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „HEILSAN er ágæt og hefur verið það í ellinni,“ sagði Indriði Indr- iðason ættfræðingur sem verður 100 ára á morgun. Hann sagði að dags daglega væri hann líkamlega hress og liði vel þrátt fyrir háan aldur. Á yngri árum leið Indriði af „almenn- um aumingjaskap“, eins og hann orðaði það. „Ég var heilsulítill frá barnæsku, pasturslítill og ekki mik- ill fyrir mér á einn hátt eða annan. En þetta batnaði með aldrinum.“ Indriði býr nú á Hvammi, heimili aldraðra, á Húsavík og ræddi við blaðamann í síma. Hann fæddist á Fjalli í Aðaldal 17. apríl 1908 og var áttundi í röð tíu systkina. Indriði hleypti heimdraganum ungur. „Ég fór til Ameríku og reyndi eitt og annað. Vann þar við múrverk sem ég lærði og trésmíði en kom heim eftir fjögur ár,“ segir Indriði. Hann kom heim árið 1930 og kvænt- ist árið eftir Sólveigu Jónsdóttur (f. 1909, d. 1991). „Sólveig var dóttir Jóns nokkurs Jónatanssonar búnaðarráðunautar og alþingismanns. Hún var árinu yngri en ég. Við kynntumst í Reykja- vík og eignuðumst þrjú börn, Indr- iða, Ljótunni og Sólveigu. Þau eru öll gift og eiga börn.“ Indriði og Sólveig hófu búskap í Aðaldal, m.a. á nýbýlinu Aðalbóli II. „Ég var bóndi í nokkur ár og ætlaði að vera það, blessaður vertu – rækta jörðina og byggja nýbýli eins og var í tísku – en ég ofgerði mér á þessu, missti heilsuna og varð að hætta við það,“ sagði Indriði. Þau Sólveig fluttust til Reykjavíkur og áttu þar heima upp frá því. Indriði kvaðst hafa verið framsóknarmaður og m.a. fengist við blaðamennsku á dagblaðinu Tímanum og öðrum blöðum tengdum Framsókn- arflokknum. Hann fór að vinna á Skattstofu Reykjavíkur 1944 og vann þar til 1972. Þá helgaði hann sig ritstörfum og hefur mikið afrek- að á því sviði. „Ég hef gefið út fimmtán bindi af Ættum Þingeyinga. Það er mikið verk og mundi mörgum hafa þótt. Ég hef þurft að skrifa mörgum, tala við marga og spyrja margs til þess að koma þessum bindum heim og saman,“ sagði Indriði. Best komnir ófullir Á tímabili starfaði hann einnig mikið að bindindismálum og var m.a. stórtemplar um tíma. „Ég leit svo á að menn væru lang- best komnir með því að vera ófullir,“ sagði Indriði. – En hefur hann alltaf verið bindindismaður? „Ó, ekki segi ég það, en ég var enginn óhófsmaður á áfengi. Ég smakkaði það framan af árum eins og flestir gerðu. Ég komst að því að ég væri betur kominn án þess – og sér í lagi að aðrir væru betur komnir án þess!“ Indriði hefur starfað við ritstörf fram undir þetta en kveðst ekki geta farið mikið út í þá sálma. „Hausinn á mér er orðinn tómur núna þannig að ég get ekki gert almennilega grein fyrir því. Það er alvara en ekki gam- an. Ég meina það. Ég á orðið erfitt með að hugsa samfellt og rökrétt og vildi endilega ekki lenda í þrætum við þig eða nokkurn mann, ég finn mig ekki mann til þess. En ég var al- veg óhræddur við það hér á ár- unum,“ segir Indriði og hlær við. „Það er orðið svoleiðis fyrir mér núna að það getur dottið botninn úr hugsuninni og það er ekki vel gott. Ef botninn dettur úr henni þá veit enginn hvað hún getur dottið langt niður í myrkur fáfræðinnar. Þá er ekkert að byggja á því sem maður segir.“ En hverju þakkar Indriði háan aldur og góða heilsu? „Ég veit það ekki – vissri reglu- semi? Það er ekkert meira áríðandi fyrir menn heldur en að hafa reglu á hlutunum, hvort sem þeir eru óreglumenn eða ekki. Vita alltaf hvert maður er að fara og hvar staddur. Það skalt þú hafa í hyggju. Reyndu að hafa alltaf reiður á því hvað þú ert að gera og hvernig öllu er hagað hjá þér. Þá farnast þér best og tekst að ráða úr því sem alltaf getur komið fyrir: Að maður lendi í einhverju sem verður að ráða skjótt, vel og skynsamlega úr.“ Heilsan batnaði með aldrinum Afmæli Indriði Indriðason ættfræð- ingur verður 100 ára á morgun. Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Skútuvogi 13, S. 517 1500 www.teknos.com Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is UM fjórðungur fjárlagaliða var með halla í árslok 2007. Heildarumfang hallans, að svonefndum framlagslið- um slepptum, var 5,8 milljarðar króna og jókst um 2,4 milljarða króna frá árinu 2006. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga árið 2007 og ár- sáætlanir 2008. Þá segir þar að af þrettán stofnunum sem gagnrýndar voru sérstaklega fyrir framúrkeyrslu á árinu 2006 hafi tólf enn verið með halla umfram fjögurra prósenta við- mið í árslok 2007. Ekki hafi verið tek- ið á rekstrarvanda. Þetta sé algjör- lega ólíðandi. Tekið er fram að 80 ríkisstofnanir hafi verið reknar með halla árið 2007, þar af 46 umfram 4% halla og 26 um- fram 10%. Í heild hafi uppsafnaður halli þeirra verið 974 milljónir króna í árslok 2006, en um 847 miljónir í árs- lok 2007. Fram kemur í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að skil ríkisstofnana á ár- sáætlunum um rekstur þeirra hafi batnað frá árinu 2003. Í lok febrúar 2008 hafi 97% stofnana verið búin að skila ársáætlunum og ráðuneytin tek- ið afstöðu til 83% þeirra. Enn sé þó misbrestur á að þeim sé skilað á rétt- um tíma og ólíðandi að rúmlega ein af hverjum sex stofnunum hafi starfað án samþykktrar rekstraráætlunar fyrstu mánuði þessa árs. „… einstaka stofnanir telja sig ekki geta lagt fram áætlanir sem rúmast innan fjárheim- ilda auk þess sem enn eru dæmi um hreinan trassaskap forstöðumanna stofnana,“ segir í skýrslunni. Almennt talað í jafnvægi Haukur Ingibergsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir ríkisstofnanir aðeins um 200 af þeim tæplega 500 fjárlagaliðum sem skýrslan fjallar um. Ekki sé því hægt að setja samasemmerki á milli fjár- lagaliða og ríkisstofnana. „Tæp 80% stofnana sýna annaðhvort rekstraraf- gang eða rekstrarhalla innan við 4%, sem tæplega getur talist umtalsverð- ur halli. Á það verður að líta að á síð- asta ári var mikil eftirspurn eftir vinnuafli og spenna ríkti í rekstrar- umhverfinu. Auk þess sem, eins og alltaf, er endalaust verið að kalla eftir aukinni þjónustu flestra stofnana. Al- mennt talað hefur verið ágætt jafn- vægi á rekstri ríkisstofnana á síðasta ári,“ segir Haukur. Hins vegar séu það vonbrigði að ekki hafi verið tekið á málefnum tólf stofnana af þrettán, sem sérstaklega var getið um í skýrslunni fyrir 2006. Enginn stjórnandi ríkisstofnunar líti öðruvísi á en að fjárlögum skuli fylgja eins og öðrum lögum, þeir séu lög- hlýðnir. „Enginn fer umfram fjárveit- ingar að gamni sínu. Venjulega liggja til þess einhverjar málefnalegar ástæður. En þar er ekki einvörðungu við stofnanirnar að sakast því fjár- veitingar eru niðurstaða samspils við- komandi ráðuneytis, stofnunar, fjár- málaráðuneytisins, fjárlaganefndar og Alþingis,“ segir Haukur. Af stofnunum sem gagnrýndar eru sérstaklega í skýrslunni má nefna framhaldsskóla, heilsugæslustöðvar og Landhelgisgæslu Íslands (LHG). LHG var með 164 milljóna króna upp- safnaðan halla 2005, 355 milljónir 2006 og 136 milljón- ir 2007. Inntur eftir ástæðunni fyrir þessari framúr- keyrslu segir Georg Lárusson hana vegna breytinga á varðskipum sem ráðist var í á árunum 2005-2006. Ákvarðanir um þær breytingar hafi verið teknar af stjórnvöldum árið 2004, en þá ekki gert ráð fyrir kostn- aðinum við þær. Ekki hafi komið fjár- framlög á móti, fyrr en nú í lok síðasta árs. Rekstur LHG hafi því verið í eðli- legum farvegi og innan heimilda á undanförnum árum, að frátöldum fyrrnefndum kostnaði Ekki hægt að horfa upp á sömu athugasemdirnar ár eftir ár Gunnar Svavarsson, formaður fjár- laganefndar, tekur undir gagnrýni Ríkisendurskoðunar. Fjárlaganefnd vilji skoða áætlanaramma ríkisstofn- ana og aðgæta hvort rekstrar- og stjórnunarvandamál séu þar landlæg. „Allir þurfa að vera meðvitaðir um framkvæmd fjárlaga. Ef upplýsinga- streymi til ráðuneytanna er ábóta- vant þarf að kippa því í liðinn, en ekki síður að upplýsingastreymi til Alþing- is sé með réttum hætti.“ Gunnar tek- ur einnig undir að áminningar til for- stöðumanna stofnana geti reynst nauðsynlegar til að bæta framkvæmd fjárlaga. „Það er ekki hægt að horfa upp á sömu athugasemdirnar frá Rík- isendurskoðun ár eftir ár.“ Algjörlega ólíðandi að taka ekki á vandanum Framkvæmd fjárlaga 2007 gagnrýnd af Ríkisendurskoðun Morgunblaðið/Sverrir Opinber rekstur Margar ríkisstofnanir eru til húsa í Höfðaborginni. Í HNOTSKURN »Ríkisstofnanir eru um 200 afþeim 500 fjárlagaliðum sem skoðaðir voru við gerð skýrsl- unnar. »80 ríkisstofnanir voru reknarmeð halla árið 2007, þar af 46 með halla umfram 4% og 26 með halla umfram 10%. Haukur Ingibergsson Georg Lárusson Gunnar Svavarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.