Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand EN FALLEGT AF ÞÉR AÐ KOMA TIL MÍN Í MAT Í KVÖLD TAKK FYRIR AÐ BJÓÐA MÉR, GREIFI EKKERT MÁL... VILTU RÉTTA MÉR HÁLSINN ÞINN HVAÐ ÁTTU VIÐ? NÚNA BYRJAR GAMANIÐ ÉG GET EKKI BORÐAÐ FLEIRI SNJÓKORN. ÉG ER SÖDD HVAÐ ERTU EIGINLEGA AÐ GERA? ÉG ÆTLA AÐ TAKA AFGANGINN HEIM HANDA HUNDINUM GEIMFARINN, SPIFF, ER Á FLÓTTA UNDAN HÆTTULEGUM GEIMVERUM ÞÆR ERU AÐ NÁ HONUM! ÞAÐ ER BARA EIN LEIÐ TIL AÐ KOMAST UNDAN... HANN VERÐUR AÐ SLEPPA REYKSPRENGJU AFTAN ÚR GEIMFLAUGINNI SINNI HÆ... ÉG ER BARA AÐ SLÁ SAMAN PÚÐUNUM *HÓST* ÞÚ AFTUR? ANSANS! KLUKKAN ER EKKI EINU SINNI ORÐIN TÍU... ÉG ER BÚINN AÐ HÖGGVA NÓGU MIKINN ELDIVIÐ TIL AÐ ENDAST OKKUR ÚT VETURINN FRÁBÆRT! EN ÉG ER MEÐ EINA SPURNINGU... AF HVERJU FÖRUM VIÐ EKKI BARA SUÐUR Á VETURNA? STALLONE KEMUR OG SIGRAR STRÍÐIÐ EINN SÍNS LIÐS. MYNDIN HEITIR... „EINN Í ÍRAK“ RAJIV, FINNST ÞÉR VIÐ VINNA OF MIKIÐ? ÞAÐ VELTUR Á ÝMSU... ÞEGAR ÉG SKOÐA ÞAÐ HVAÐ VIÐ EYÐUM MIKLUM TÍMA HÉRNA ÞÁ FINNST MÉR VIÐ VINNA MEIRA EN FLESTIR... EN EF ÉG SKOÐA ÞAÐ HVAÐ VIÐ GRÆÐUM Á ÞVÍ... VIÐ ÆTTUM AÐ VINNA MEIRA JONAH JAMESON OG DR. OCTOPUS ERU BÁÐIR HÉR Í L.A. ÞETTA ER NÚ MEIRA VESENIÐ OG JAMESON GÆTI VERIÐ AÐ GERA HVAÐ SEM ER HANN HEFUR EKKI HREYFT SIG EKKI SÍÐAN MARÍA LOPEZ KYSSTI HANN DR. OCTOPUS ER ÖRUGGLEGA AÐ REYNA AÐ FINNA NÝJAR LEIÐIR TIL AÐ DREPA MIG... dagbók|velvakandi Týnd læða DALÍ er 10 mánaða svört og hvít læða. Hún hvarf af heimili sínu á Gunn- arsbraut í Norð- urmýrinni, 105 Reykjavík að morgni mánu- dagsins 7. apríl. Hún er ekki með hálsól. Sá sem hefur upplýsingar um hana er vin- samlegast beðinn að hafa samband við Sunnu í síma 691-8524. Pelli týndur HEIMILISKÖTTURINN okkar hann Pelli slapp út fimmtudaginn 10. apríl. Hann er inniköttur með lítið hjarta og kann ekkert á heiminn. Pelli er eyrnamerktur en er búinn að ná af sér hálsólinni og hann á heima í Sóleyjarrima svo líklega er hann þar í grenndinni. Ef einhver hefur orðið hans var þá er hann beðinn að hafa samband í síma 557-3699 eða 693-3581. Myndavél glataðist SILFURLITUÐ og blá CANON Powershot A4 30-myndavél týndist á lóð Vesturbæjarskóla annan í páskum. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 899- 6803. Takið eftir NÚ tökum við okkur saman og verslum í ódýrustu matvörubúð- unum og aðeins góð tilboð í þeim dýru. Verðmunur milli verslana er ótrúlega mikill, eins og flestir vita, því finnst mér að við ættum að taka höndum saman og versla í ódýrari búðunum til að mótmæla þeim dýrari. Það munar um hverja krónu. Hulda. Týndur gulur gári VEGFARANDI að nafni Hólm- fríður Pálsdóttir sá eitthvað skær- gult sem sveif hátt fyrir ofan bílinn hennar á móts við Staldrið. Þegar hún stöðv- aði bílinn og athugaði hvað þetta var kom í ljós afar gæfur gulur gári. Hann er nú gestur á heimili hennar í Hafnarfirði þar sem eig- andinn getur haft uppi á honum í síma 555-4567. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is TÍMINN fyrir boðhlaup, stórfiskaleik, reipitog, eina krónu og fleiri útileiki er runninn upp. Hér eru kátir krakkar í brennó sem hefur verið stundað af hverfiskrökkum víðsvegar í fjölda ára og er alltaf jafn vinsælt. Morgunblaðið/Frikki Brennibolti FRÉTTIR STEINGRÍMUR Ólafsson iðn- rekstrarfræðingur, sem stjórnað hefur eigin fyrirtæki í Síberíu um nokkurra ára skeið, verður gestur hjá félaginu MÍR, Menningar- tengslum Íslands og Rússlands, í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, fimmtudaginn 17. apríl kl. 20. Fyrirtæki Steingríms stundar endurvinnslu á gúmmíafurðum sem til falla frá hjólbörðum í stórum flota gríðarstórra vörubíla í námavinnslu á Kúzbass-svæðinu sem er stutt frá landamærunum að Mongólíu og Kína. Mun Steingrím- ur segja frá rekstri sínum, þjóðlífi, náttúrufari og almennu ástandi. Hann ræðir samskipti sín við stjórnvöld á svæðinu og héraðs- búa; einnig snertir hann framtíð- arhorfur og svarar fyrirspurnum úr sal. Aðgangur er öllum heimill, kaffi á könnunni. Spjall um Síberíu AÐALFUNDUR Félags eldri borgara í Hafnarfirði var haldinn fimmtudaginn 10. apríl síðastliðinn. Var fundurinn mjög fjölmennur og öflugur í baráttu- og hagsmuna- málum eldri borgara. Ný stjórn var kjörin og var Jón Kr. Óskarsson kjörinn formaður, Hjördís Guðbjörnsdóttir varafor- maður, ritari Erna Friða Berg og gjaldkeri Gunnar Hólmsteinsson. Meðstjórnendur eru Almar Grímsson, Martha Ingimarsdóttir og Kristinn Guðnason. Varamenn í stjórn eru Sveinn Guðbjartsson og Margrét Guð- mundsdóttir. Innan félagsins eru starfandi samtals níu nefndir þannig að margir koma að starfi félagsins sem mun kappkosta að vera með öflugt starf í félags- og baráttumálum eldri borgara, segir í fréttatilkynn- ingu. Ný stjórn Félags eldri borgara í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.