Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is LÝÐRÆÐISDAGUR Akureyr- inga þótti að mörgu leyti takast vel. Bæjaryfirvöld blésu til sam- komunnar á laugardaginn var og ýmis atriði voru þar rædd fram og til baka í málstofum. Hátt í 200 manns mættu og margt áhuga- vert bar á góma. Töluvert var rætt um forvarnir í víðum skilningi; íþrótta- og æsku- lýðsmál, samverustundir foreldra og barna þeirra, einnig um meng- un, umferð, lýðheilsu, íbúalýðræði og ýmislegt fleira. Framsögumenn voru í átta mál- stofum, sem hver var haldin tvisv- ar þannig að hver og einn gat tekið þátt í a.m.k. tveimur – jafnvel flakkað á milli fleiri. Í málstofu þar sem göngu- og hjólreiðastígar voru til umræðu var það t.d. nefnt að strætisvagnar, gangandi fólk og hjólreiðamenn hefðu forgang, en reynt að draga úr notkun einkabílsins. Einn orðaði það svo að hætta þyrfti að hugsa um hjóla- og göngustíga sem þjón- ustu fyrir útivistarfólk heldur ætti að líta á þá sem samgönguleiðir. Nefnd var nauðsyn þess að fjölga hjólreiða- og göngustígum í bænum, út á flugvöll og jafnvel út fyrir bæinn; inn á Hrafnagil og út á Þelamörk. Þetta tengist umræðu um meng- un og umferð, þar sem töluvert var rætt um svifrykið sem hrellt hefur bæjarbúa undanfarin misseri. Þeim skoðunum var lýst að sópa þyrfti göturnar betur, auka mæl- ingar á svifrykinu og tilkynna þeg- ar hættuástand skapaðist og einnig kom fram það álit að setja þyrfti sterkara slitlag til þess að minnka líkur á svifryki. Sitt sýndist hverjum, sem sagt. Í fyrri málstofunni sem ofanrit- aður hlýddi á, þar sem rætt var um Akureyri sem fjölskylduvænt sam- félag, var þeirri skoðun m.a. lýst að íþróttafélögin legðu allt of mikla áherslu á keppni og afrek. Nefnd var sú hugmynd að bæjaryfirvöld ættu að styrkja íþrótta- og æsku- lýðsstarf mun meira fjárhagslega en gert væri í dag, en á móti að gera meiri kröfur til starfseminn- ar. Meðal annars þannig að boðið yrði upp á eitthvað við allra hæfi, en ekki bara hugsað um þá sem vilja keppa. Að með þeim hætti mætti koma í veg fyrir að krakka dagaði uppi á þessum vettvangi og það væri mikilvægt, því íþróttaiðk- un væri mjög góð forvörn. Ein hugmynd sem nefnd var, í því skyni að krakkar gætu kynnst öllum íþróttum, var sú að fram að 12 ára aldri yrði íþróttastarfsemin alfarið í umsjá grunnskólanna sjálfra. Að börnin yrðu t.d. í „íþróttafélagi Brekkuskóla“ fram að þeim tíma, gætu þá kynnst öll- um mögulegum íþróttum og í þessu „félagi“ yrði ekki lögð áhersla á keppni. Einnig var því varpað fram að þróunin yrði í hina áttina; að íþrótta- og æskulýðsfélög bæjarins kæmu inni í skólana og sæju t.d. al- veg um frístundina; starfsemina eftir að hefðundnum skóladegi lýk- ur. Nefnt var í þessari sömu mál- stofu að nýta mætti húsnæði grunnskólanna miklu betur en gert er í dag; dæmi væru um það er- lendis að skólarnir væru notaðir sem nokkurs konar félagsmið- stöðvar fyrir hverfið – og þá ekki bara fyrir börnin. „Við renndum blint í sjóinn með þátttökuna, en allt í allt voru um 200 manns sem tóku þátt í málstof- unum, sem mér finnst frábært,“ sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri við Morgunblaðið. Margt áhugavert bar á góma á Lýðræðisdegi Íþróttafélögin í skólana eða skólarnir verði íþróttafélög? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman Skemmtilegar umræður urðu í málstofunum á Lýðræðisdaginn. Í HNOTSKURN »Fyrsti Lýðræðisdagur Ak-ureyringa þótti takast vel. Hátt í 200 manns tóku þátt í málstofunum. »Stefnt er að því að Lýðræð-isdagurinn verði haldinn strax á næsta ári aftur og reglulega héðan í frá. »Hugmyndir, sem fólk varmeð en kom ekki til skila í málstofunum, var hægt að skrifa á blað og skila í kassa. „Þar var að finna ótrúlegustu hugmyndir,“ sagði Sigrún Björk bæjarstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. NÝ jafnréttislög verða til umfjöllunar á Jafnréttis- og félagsvísindatorgi Jafnrétt- isstofu og félagsvísinda- og lagadeildar HA í dag. Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, og Ingi- björg Elíasdóttir, lögfræðingur stofunnar, fjalla þar um lögin og spyrja: Hvar erum við stödd? Samkoman hefst kl. 12.00 og verður í stofu L201 á Sólborg. Fjallað um ný jafnréttislög SEX börn, sem eiga lögheimili í nágranna- sveitarfélögum, eru nú í leikskóla á Ak- ureyri en skólanefnd bæjarins hefur sam- þykkt að dvalarsamningur þeirra verði ekki framlengdur eftir sumarleyfi, svo hægt sé að bjóða fleiri börnum á Akureyri pláss. Í dag er á leikskólum á Akureyri 241 barn sem fætt er 2002 og hætta því vegna aldurs í vor. Á umsóknarlistanum eru nú 257 börn sem fædd eru á árunum 2003 til 2006, sem þýðir að fjölga þarf plássum um 16 til þess að allir komist inn af biðlist- anum, til viðbótar við þá fjölgun sem varð í byrjun ársins en þá voru tekin inn 15 börn. Þessi fjölgun kemur m.a. til vegna þess að börnum á leikskólaaldri er að fjölga í bænum eða um 31 barn. Þau börn sem eru fædd árið 2006 og eru að koma inn í leikskóla eru 254, en nú eru alls 243 sex ára börn í bænum. Utanbæjarbörn ekki á leikskólum ÞRÍR umsækjendur eru um stöðu skóla- stjóra Brekkuskóla, sem nýlega var aug- lýst. Það eru Bergþóra Þórhallsdóttir, að- stoðarskólastjóri Brekkuskóla, Hildur Bettý Kristjánsdóttir, grunnskólakennari í Lundarskóla, og Jóhanna María Agnars- dóttir, skólastjóri Grunnskólans í Hrísey. Þrjár vilja stýra Brekkuskóla VEFRÆNAR verkmöppur eru nýtt form á verkefnaskilum sem verið er að taka upp í Ölduselsskóla. Kennarar Ölduselsskóla hafa undanfarið verið á námskeiði hjá Ívari Sigur- bergssyni upplýsingatækni- og tónmennta- kennara í Lindaskóla þar sem þeim er m.a. kennt hvernig nemendur geta skilað verk- efnum sínum inn á bloggsíður. Anna Josefin Jack, grunnskólakennari í Ölduselsskóla, sagði að skólinn hafi verið þekktur fyrir svonefndar verkmöppur þar sem nemendur kynna verk sín. „Okkur lang- aði að víkka þetta út og fara í vefrænar verk- möppur,“ sagði Anna. Á bloggsíðu hennar (annajack.blog.is) má lesa fyrirmæli til nem- endanna sem þeir fara eftir. Hún sagði að lítil reynsla væri komin á verkefnaskil af þessu tagi en að stefnt sé að því að þróa vefræn verkefnaskil enn frekar í Ölduselsskóla. Í leiðbeiningunum eru m.a. fyrirmæli um upp- byggingu verkefnisins, hvernig eigi að vista það á vefnum og tengja glærusýninguna. Nemendur Ölduselsskóla hafa opnað bloggsíður á Morgunblaðsblogginu (www.blog.is) og þykir viðmót þess þægilegt. „Nemendurnir höfðu orð á því að þeim þætti aðgengilegra að blogga á Morgunblaðinu en annars staðar því vefurinn væri svo aðgengi- legur og skemmtilegur,“ sagði Anna. Öllum nemendum 7. bekkjar Ölduselsskóla, sem eru um 60 talsins, verður kennt að opna eigin bloggsíður og vista þar verkefni sín. Þau bjuggu m.a. til verkefni um sálmaskáldið séra Hallgrím Pétursson. Eftir heimildaöflun útbjó hver nemandi glærusýningu um Hall- grím í forritinu Power Point. Á síðunum er hægt að birta texta, ljósmyndir, teikningar, kvikmyndir og hljóðritanir. Glærusýning- arnar eru vistaðar hjá slideshare.net. Næsta verkefni sem nemendur í 7. bekk Ölduselsskóla eiga að skila með vefrænum hætti er um Evrópu. Nú hafa þau lært að nota kvikmyndaforritið MovieMaker svo búast má við enn líflegri framsetningu. Í vor er síðan stefnt að því að nemendur fái foreldra sína í heimsókn í skólann og sýni þeim vefrænu verkmöppurnar sem þau hafa unnið í vetur. Framtíðin undirbúin Ívar Sigurbergsson er að ljúka kenn- aranámi með áherslu á upplýsingatækni í Kennaraháskólanum. Hann telur að rafræn verkefnaskil með þeim hætti sem verið er að reyna í Ölduselsskóla séu ekki orðin mjög al- geng í grunnskólum. Salvör Gissurardóttir hafi kennt þetta í Kennaraháskólanum og þetta sé þekkt erlendis. „Hugsunin er sú að verkefnaskilin fari um vefsíðuna og verkefnin liggi á netinu. Hugs- unin með að nota bloggið er að nemendur átti sig á tilgangi verkefnisins og tjái sig. Þeir vista verkefnin með ýmsum hætti á fríum vef- svæðum og kennarinn getur skoðað þau þar.“ Ívar segir að með þessu sé verið að undirbúa nemendur fyrir framhaldið en nám snúist æ meir um stafræn skil og miðlalæsi. Því sé mikilvægt að þjálfa þau í tölvunotkun og hag- nýta tæknina við námið. Ennig er þetta til að auka á fjölbreytnina í náminu. „Ég hugsa að þetta eigi eftir að aukast mikið. Háskólar eru komnir með mikið fjar- nám og nemendur þurfa að vera undir það búnir að lesa alls konar miðla og nýta tæknina í þágu námsins,“ sagði Ívar. Nemendur í 7. bekk Ölduselsskóla eru farnir að skila skólaverkefnum inn á bloggsíður Vefrænar verkmöppur Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.