Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MYNDASAGAN Exit Wounds er
fyrsta saga ísraelska höfundarins
Rutu Modan í fullri lengd og jafn-
framt fyrsta verk hennar sem út-
gáfufyrirtækið Drawn and Quart-
erly gefur út. Það
hefur á sínum
snærum marga af
fremstu mynda-
söguhöfundum
samtímans og
það er ákveðinn
gæðastimpill á
nýjan höfund að
komast í þann
hóp. Modan sýnir
það með þessari frumraun að hún á
þar vel heima.
Í Exit Wounds er fylgst með ung-
um manni, Koby Franco, sem starf-
ar sem leigubílstjóri í Tel Aviv.
Hann fær vísbendingar um að faðir
hans hafi látist í sjálfsmorðsspreng-
ingu og hefur leit að honum með að-
stoð jafnöldru sinnar, hermanns í
ísraelska hernum, sem átti í ást-
arsambandi við föðurinn. Bókin er á
yfirborðinu um kynni aðalpersón-
anna og hvernig maðurinn sem þau
eru að leita að hefur svikið þau bæði.
En hún fjallar líka öðrum þræði um
þau málefni sem fyrst koma upp í
hugann þegar minnst er á Ísrael,
hernað, hryðjuverk og trúmál og
gerir það mjög frumlega og lip-
urlega.
Modan forðast allar klisjur og
kemur lesandanum sífellt á óvart,
ekki síst með því hversu hófstillt frá-
sögnin er. Ísrael birtist manni yf-
irleitt í æsilegum fréttaskotum en
hér er það venjulegt fólk sem er að
reyna að gera upp sársaukafulla for-
tíð, koma reglu á óreiðuna í kringum
sig og finna leið fram á veginn.
Frábær
frumraun
Exit Wounds eftir Rutu Modan. Drawn
and Quarterly gefur út. 163 bls. innb.
Gunnhildur Finnsdóttir
ERLENDAR BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. Unaccustomed Earth
– Jhumpa Lahiri
2. Small Favor – Jim Butcher
3. Compulsion
– Jonathan Kellerman
4. The Appeal – John Grisham
5. Belong To Me –
Marisa de los Santos
6. Change of Heart – Jodi Picoult
7. Remember Me?
– Sophie Kinsella
8. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
9. 7th Heaven – James Patterson
& Maxine Paetro
10. Winter Study – Nevada Barr
New York Times
1. The Post-birthday World
– Lionel Shriver
2. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
3. The Gathering – Anne Enright
4. On Chesil Beach – Ian McEwan
5. Engleby – Sebastian Faulks
6. Nineteen Minutes – Jodi Picoult
7. Revelation – C.J. Sansom
8. The Book Thief – Markus Zusak
9. Slam – Nick Hornby
10. Thanks for the Memories
– Cecelia Ahern
Waterstone’s
1. Exit Music – Ian Rankin
2. Stalins Ghost –
Martin Cruz Smith
3. Borderlands – Brian
McGilloway
4. Daring to Dream –
Nora Roberts
5. Witch of Portobello –
Paulo Coelho
6. Absolute Scandal –
Penny Vincenzi
7. Skin Privilege –
Karin Slaughter
8. Dexter in the Dark –
Jeff Lindsay
9. Blood of Flowers –
Anita Amirrezvani
10. Bad Luck and Trouble –
Lee Child
Eymundsson
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
„GLUGGAR herbergjanna á efri hæðinni snúa út á vatn-
ið sem glæða herbergin bæði náttúrulegu ljósi og fersk-
um andblæ en viljirðu spara nokkra dali er einnig hægt
að panta fábrotin herbergi á neðri hæðinni. Gistiheimilið
býður upp á einhverja fallegustu verönd borgarinnar og
þar er draumi líkast að sitja með drykk í hönd og fylgjast
með undurfögru sólarlaginu speglast á vatninu.“
Svo hljómar lýsing Lonely Planet á gistiheimilinu
Fljótandi eyjan (Floating Island) sem er staðsett við
Boeng Kak-vatnið í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu.
Við hjónin stóðumst að sjálfsögðu ekki þessa lýsingu
þegar við undirbjuggum ferðina til höfuðborgarinnar og
hugsuðum til þess með tilhlökkun að geta upplifað aust-
urlenskt sólarlag með svalandi drykk í hönd. Ég held ég
fari ekki ofan í það hversu ólík lífsreynsla okkar af þessu
gistiheimili reyndist að lokum en segja má að fleira hafi
verið „fábrotið“ en herbergin á neðri hæðinni.
Spegilmyndir
Þetta er rifjað upp í ljósi frétta sem bárust utan úr
heimi á dögunum þess efnis að Thomas Kohnstamm, 32
ára, frá Seattle í Bandaríkjunum, hefði skáldað á annan
tug bókarkafla fyrir Lonely Planet-bókaröðina. Ko-
hnstamm skrifaði kafla um Brasilíu, Venesúela og Chile
án þess þó að hafa kynnt sér löndin sérstaklega og þegar
það kom að því að skrifa inngang að ferðabók um Kól-
umbíu ráðfærði hann sig við kærustu sína sem var í
starfsnámi hjá kólumbíska konsúlnum í San Francisco.
Sama hvað fólki finnst um þessi svik Kohnstamms er
ekki annað hægt en að dást að óskammfeilninni. Nú þeg-
ar hafa tugir þúsunda ferðamanna ferðast um Suður-
Ameríku með bókarkafla Kohnstamms, tekið mið af
skrifum hans um vínhéruð Chile, „favellur“ Rio de Ja-
neiro og þjóðvegi Kólumbíu. Saklausir ferðamenn voru
teymdir um ímyndaðan heim Kohnstamms og líkaði
kannski bara vel. Ósjálfrátt vakna hugrenningatengsl
við sögur Jose Luis Borges. Sögur fullar af ímynduðum
verum í veröld sem á sér fyrirmynd en þó ekki. Það
mætti ef til vill lesa þær sögur samtímis bókarköflum
Lonely Planet og finna sambærilega heima – speg-
ilmyndir.
Hvað um það. Kohnstamm var ekki á meðal þeirra
höfunda sem ég studdist við í Kambódíu en ég hef svo
sem enga tryggingu fyrir því að sá sem skrifaði um gisti-
heimilið Fljótandi eyjuna hafi stigið þar inn fæti. Örugg-
lega ekki. Trúlega hefur höfundurinn setið á útikaffihúsi
í Prag – með svalandi drykk í hönd – og ímyndað sér
rauðsprengda sólina speglast á vatnsfleti Boeng Kak.
Nafn gistiheimilisins hefur hann svo tekið upp úr skáld-
sögu eftir Borges sem hann var að enda við að lesa.
Forvitnilegar bækur: Ímyndaður heimur Lonely Planet
Fljótandi eyjan
Reuters
Phnom Penh Kambódískir drengir stinga sér til sunds.
SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI
l
ATH:
Á UNDAN MYNDINNI
VERÐUR FRUMSÝNT
FRÁBÆRT MYNDSKEIÐ
(TRAILER)
ÚR ICE AGE 3!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
eeeee
-S.M.E., Mannlíf
eeee
- S.S. , X-ið FM 9.77
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Háskólabíói
Þú færð 5 %
endurgreitt
í SmárabíóSími 564 0000Sími 462 3500
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
J E S S I C A A L B A
Vantage point kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Shutter kl. 10:30 B.i. 16 ára
Horton m/ísl. tali kl. 4 - 6
- L.I.B.
TOPP5.is/FBL.
eee
21 kl. 5:20 - 8 - 10:35 B.i. 12 ára
21 kl. 5:20 - 8 - 10:35 LÚXUS
Superhero movie kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára
Definately maby kl. 8
SÝND Í BORGARBÍÓI
SÝND Í BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
- Empire
eeeeeeee
- E.E, D.V.- ÓHT, Rás 2
eee
- L.I.B.
Topp5.is/FBL
eeee
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
MÖGNUÐ MYND BYGGÐ
Á SÖNNUM ATBURÐUM
UM HÓP NEMENDA SEM
SÉRHÆFÐU SIG Í AÐ
LÆRA OG TELJA Í SPILIÐ
21 MEÐ ÞAÐ MARKMIÐ
AÐ HREINSA SPILAVÍTIN
Í VEGAS!
Superhero Movie kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára
Vantage Point kl. 8 B.i. 16 ára
The Orphanage kl. 6 B.i. 16 ára
The Eye kl. 10 B.i. 16 ára
21 kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
Superhero movie kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára
Doomsday kl. 10:30 B.i. 16 ára
The other Boleyn girl kl. 5:30 B.i. 10 ára
The Kite Runner kl. 10 B.i. 12 ára
Brúðguminn kl. 6 - 8 B.i. 7 ára
eee
- S.V., MBL
- S.V., MBL
eee
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!