Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ er fróðlegt að fylgjast með umræðu um vaxtaákvarðanir banka- stjórnar Seðlabanka Íslands. Skoð- anir eru greinilega skiptar. Það er því ekki úr vegi að líta á hvern- ig ákvarðanir eru tekn- ar og hvað liggur þeim til grundvallar. Starfsreglur um ákvarðanir Ákvarðanir banka- stjórnar Seðlabanka Íslands um stýrivexti, þ.e. vexti á veðlánum sem Seðlabankinn veit- ir innlánsstofnunum, eru teknar í samræmi við starfsreglur á grunni laga um bankann frá 2001. Í ársbyrjun 2002 setti bankastjórn „Starfsreglur um undirbúning, rök- stuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum“, í febrúar 2006 stað- festi bankaráð Seðlabankans endur- skoðaðar starfsreglur og í sept- ember 2006 staðfesti ráðið reglurnar að nýju með óverulegum breyt- ingum. Þessar starfsreglur hafa ver- ið aðgengilegar á vef bankans, en í þeim segir meðal annars: „Að bestu faglegu vinnubrögð séu viðhöfð við ákvarðanir í peningamálum og að þær séu vel grundaðar. Að tryggt sé eftir föngum að upplýsingar sem máli skipta og þekking starfsmanna nýtist við ákvarðanir í peninga- málum.“ Í samræmi við lög um bankann frá 2001 fer bankastjórn með ákvörðunarvald í peningamálum. Meg- inmarkmið Seðlabanka Íslands er samkvæmt lögunum að stuðla að stöðugu verðlagi. Í yf- irlýsingu ríkisstjórnar og Seðlabankans frá 27. mars 2001 var bankanum sett tölulegt markmið um að halda verðbólgu að jafnaði sem næst 2,5%, miðað við hækkun vísitölu neysluverðs á tólf mán- uðum. Í starfsregl- unum er vinnuferli við ákvarðanir í peningamálum lýst. Þar er m.a. fjallað um verðbólguspár, um að- komu sérfræðinga og fleira sem not- að er til að undirbyggja ákvörðun um vexti með faglega viðurkenndum hætti. Fjölskipað stjórnvald Þriggja manna bankastjórn ber ábyrgð á rekstri bankans og fer með ákvörðunarvald í öllum málum hans sem ekki eru öðrum falin, þ.m.t. ákvarðanir sem lúta að framkvæmd peningastefnunnar, s.s. um stýri- vexti. Bankastjórnin er svokallað fjölskipað stjórnvald, þ.e. minnst tvo þarf til að taka ákvarðanir eins og um stýrivexti, nema atkvæði falli jöfn, þá ræður atkvæði formanns, eins og segir í lögunum. Menntun bankastjóranna er í hagfræði, við- skiptafræði og lögfræði. Starfs- reynsla þeirra á sviði banka- starfsemi er víðtæk, bæði hérlendis og á erlendum vettvangi, auk ann- arrar starfsreynslu sem kemur að góðu haldi. Bankastjórar eru Davíð Oddsson, formaður, Eiríkur Guðna- son og Ingimundur Friðriksson. Gera þarf skýran greinarmun á bankastjórn og bankaráði. Banka- ráðið er skipað sjö fulltrúum og er kosið af Alþingi eftir hverjar þing- kosningar. Ráðið staðfestir vissar starfsreglur og hefur eftirlit með starfsemi og rekstri bankans. Það kemur saman að jafnaði einu sinni í mánuði. Formaður er Halldór Blön- dal en aðrir í ráðinu eru Jón Sigurðs- son, Erna Gísladóttir, Ragnar Arn- alds, Hannes H. Gissurarson, Jónas Hallgrímsson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Fagleg vinnubrögð Seðlabankinn á í fjölbreytilegu samstarfi og viðskiptum við ýmsar alþjóðlegar stofnanir og fyrirtæki. Sumar þessara stofnana gera reglu- lega úttekt á efnahagsaðstæðum hér á landi, þar með talið á pen- ingastefnunni, og eiga því í sam- starfi við sérfræðinga Seðlabankans og annarra stofnana. Af þessum ástæðum eru stjórnendur Seðla- banka Íslands sem og aðrir lands- menn sér vel meðvitandi um álit við- urkenndra alþjóðlegra stofnana á efnahagsástandi hér á landi. Stund- um er blæbrigðamunur á mati þess- ara alþjóðlegu stofnana, en oftast er það áþekkt þeim niðurstöðum sem sérfræðingar hér á landi komast að. Í skýrslu um Ísland sem OECD gaf út í febrúar sl. er farið lofsamlegum orðum um framkvæmd pen- ingastefnu hér á landi og hvatt til þess að hún verði enn um sinn að- haldssöm og að m.a. verði brugðist við falli gengis krónunnar með hækkun vaxta. Sérfræðingar bank- ans hafa miðlað af þekkingu sinni er- lendis og starfað fyrir alþjóðlegar efnahagsstofnanir. Með vinnubrögð- um og samstarfi af þessu tagi er m.a. reynt að tryggja að stuðst sé við bestu fáanlegu þekkingu hverju sinni þegar ákvarðanir eru teknar í peningamálum. Fyrir kemur að ákvarðanir um stýrivexti eru gagnrýndar, og það af ýmsum ástæðum. Vaxtahækkanir koma við pyngju þeirra sem skulda, eðli málsins samkvæmt. Það er hins vegar athyglisvert að góður stuðn- ingur, eða í það minnsta góður skiln- ingur meðal fagaðila og ýmissa hags- munaaðila, hefur verið við síðustu ákvarðanir bankastjórnar. Við búum við þær aðstæður að verðbólga er mikil og verðbólguvæntingar tals- verðar. Verðbólguþróun síðustu ára á sér ákveðnar skýringar, m.a. í miklum framkvæmdum, auknum kaupmætti, auknum útlánum og al- mennri þenslu. Seðlabankanum er ætlað að vinna gegn of mikilli verð- bólgu og þegar kraftarnir eru miklir sem þrýsta verðlagi upp duga engin vettlingatök. Það er ástæðan fyrir háum stýrivöxtum í dag. Það er viðbúið að þessir háu vextir koma sér illa fyrir einhverja, en ef Seðla- bankinn beitti sér ekki með þessum hætti væri hann ekki aðeins að snið- ganga bestu fræðilegu þekkingu um stjórn peningamála heldur einnig að fara á svig við þau lög sem samþykkt voru samhljóða á Alþingi. Starfshættir Seðlabanka Íslands Stefán Jóhann Stefánsson útskýrir starfshætti Seðlabankans » Í skýrslu OECD um Ísland í febr- úar sl. er farið lofsam- legum orðum um framkvæmd pen- ingastefnu hér á landi Stefán Jóhann Stefánsson Höfundur er hagfræðingur og stjórnmálafræðingur og starfar í Seðlabanka Íslands NÆSTU helgi verður Íslands- mót iðngreina haldið í Laugardals- höllinni. Markmiðið með mótinu er m.a. að vekja athygli á og auka sýnileika iðnnáms og fá ungt fólk til að keppa og sýna færni sína í hin- um ýmsu verklegu greinum. Það hefur verið ánægjuleg þróun á þessu sviði á und- anförnum árum. Áður hefur verið keppt í ýmsum greinum í gegnum árin, eins og matreiðslu, hár- snyrtigreinum, málm- suðu o.fl. Íslandsmót iðngreina í núverandi mynd má rekja aftur til ársins 2002, þegar Iðnmennt ses. hóf að skipuleggja keppni meðal nemenda og skóla. Þetta hófst með málmsuðukeppni sem fram fór í Borgarholtsskóla árið 2002. Ári síðar var bætt við keppni í trésmíði og var sú keppni haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri 2003. Þriðja keppnin var síðan haldin í mínum skóla, Iðnskól- anum í Hafnarfirði, 2004 og var þá bætt við keppni í pípulögnum og rafvirkjun. Það var mjög skemmti- legt fyrir mig að fyrsta keppni í rafmagni skyldi fara fram hér í Hafnarfirði á 100 ára afmæli fyrstu rafmagnsveitu á Íslandi en hún var gangsett hér í Hamars- kotslæk hinn 12. desember 1904. Reyndar höfðu pípulagningamenn haldið keppni í skólanum árið áður til að velja keppanda á Norð- urlandamót í pípulögnum sem þeir hafa tekið þátt í annað hvert ár frá árinu 2001 er þeir sendu fyrsta keppandann, Vigfús Heimi Bald- vinsson, á Norðurlandamót sem haldið var í Bella Center í Kaup- mannahöfn. Vigfús stóð sig þar með miklum ágætum og varð í öðru sæti. Annars hefur árangur íslenskra keppenda á Norð- urlandamóti í pípulögnum verið mjög góður og á síðasta ári varð Árni Már Heimisson, sem verið hefur nemandi hér í skólanum, Norðurlandameistari. Víða erlendis er keppt í verk- legri færni sem er undanfari al- þjóðlegrar keppni, World Skills, sem á uppruna sinn á Spáni 1950 og hefur verið haldin annað hvert ár síðan víðsvegar um heiminn og svipar mjög til Ól- ympíuleika í íþrótt- um. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera á World Skills í Hels- inki vorið 2005. Þessi keppni hófst á svip- aðan hátt og Ólymp- íuleikar með setning- arathöfn í risastórri íþróttahöll þar sem um 800 keppendur frá 40 þjóðum gengu undir þjóð- fánum sínum inn á sviðið. Morg- uninn eftir hófst síðan keppnin og var keppt í öllu frá gullsmíði til trukkaaksturs og var mjög skemmtilegt að fylgjast með hin- um ýmsu greinum eins og skrúð- garðyrkju, trésmíði, rafvirkjun, málun, ýmsum bílgreinum, hár- snyrtingu, matreiðslu, blóma- skreytingum og ótal mörgu fleiru fyrir utan alla tölvu- og stýri- tæknina í stórum og smáum tölvu- stýrðum framleiðsluvélum. Til þessarar keppni sendu Finnar sitt unga fólk og komu heilu járn- brautarlestirnar með þúsundir nemenda víðs vegar að úr Finn- landi til að fylgjast með keppn- inni. Næsta World Skills-mót fór fram í Japan sl. haust og voru Ís- lendingar að frumkvæði Iðn- menntar ses. þá orðnir formlegir aðilar að þessum samtökum. Fór Árni Már Heimisson þangað fyrstur Íslendinga til keppni með dyggum stuðningi sinnar atvinnu- greinar og birgja í greininni og stóð sig með miklum ágætum þótt ekki hafi hann unnið til verðlauna. Honum fylgdu m.a. þrír starfs- menn Iðnskólans í Hafnarfirði og komu þeir til baka með mikla reynslu sem hægt er að byggja á í framtíðinni og vonast ég til að við getum sent fleiri keppendur á World Skills sem haldið verður í Kanada á næsta ári. Nú hafa einnig verið stofnuð ný samtök, Euro Skills, og verður fyrsta keppnin á þeirra vegum haldin í Rotterdam í haust. Íslendingar í nafni Iðnmenntar eru einnig orðn- ir aðilar að þessum samtökum og gaman væri ef möguleiki væri á að senda einhverja keppendur sem koma til með að bera sigur úr býtum á komandi Íslandsmóti iðngreina til keppni þar. Það sem helst stendur í vegi fyrir þátttöku í svona keppni er kostnaðurinn en hann ætti að vera yfirstíganlegur ef aðilar vinnumarkaðarins, þ.e. launþegar og atvinnurekendur í hverri grein, standa á bak við keppendur sína eins og raunin er erlendis. Undirritaður hefur komið að menntun iðnaðarmanna í yfir 40 ár og hefur ávallt barist hart fyrir eflingu iðn- og starfsnáms á Ís- landi og aukinni virðingu fyrir því. Ég vil eindregið hvetja alla sem áhuga hafa á að sjá skemmtilega keppni til að koma í Laugardals- höllina 18. og 19. apríl og þá sér- staklega ungt fólk sem er að velta fyrir sér framtíðinni. Það eru miklir framtíðarmöguleikar í iðn- og starfsnámi. Okkar keppni er e.t.v. ekki alveg eins glæsileg og þessar alþjóðlegu keppnir sem ég hef nefnt en ef við fáum góða að- sókn er það okkur hvatning til að gera enn betur næst. Stefnt er að því að við höldum Íslandsmót iðn- greina annað hvert ár í framtíð- inni. Miklir framtíðarmögu- leikar í iðn- og starfsnámi Jóhannes Einarsson segir frá Íslandsmóti iðngreina sem verður haldið í Laugardalshöll- inni næstu helgi »Ég vil eindregið hvetja alla sem áhuga hafa á að sjá skemmtilega keppni til að koma í Laugardals- höllina 18. og 19. apríl. Jóhannes Einarsson Höfundur er skólameistari Iðnskól- ans í Hafnarfirði og varaformaður stjórnar Iðnmenntar. SIGURÐUR Magnússon bæj- arstjóri gaf sér tíma frá daglegum önnum sínum til að svara grein minni og fyrir það ber að þakka. Sigurður fellur þó að mínu mati í þá gryfju sem svo margir stjórn- málamenn gera, að segjast svara en svarið má hvergi finna í grein hans. Þess í stað kýs hann að eyða stórum hluta greinarinnar (svarsins) í að bera nú- verandi vinnubrögð meirihlutans varðandi miðbæjarskipulagið saman við vinnubrögð fyrri meirihluta í þá- verandi miðbæj- arskipulagi. Sigurður, málið snýst ekki um hvort þinn meirihluti eða fyrrverandi meiri- hluti gerði betur í vinnu við miðbæj- arskipulagið. Málið snýst um það skipulag sem meirihlutinn í dag vinnur áfram að þrátt fyrir mótmæli um helmings atkvæð- isbærra íbúa Álftaness. Málið snýst um að við teljum að núverandi skipulag þjóni ekki hagsmunum okkar og geti hreinlega lagt börn okkar í hættu. Málið snýst um að þau vinnubrögð sem núverandi meirihluti hefur sýnt varðandi mið- bæjarskipulagið þjónar ekki hags- munum íbúa. Sigurður, mér er nokk sama hvort þinn meirihluti eða sá sem var áður hafi vandað sig betur eins og þú ræðir í grein þinni. Málið snýst um að mér eins og eflaust mörgum Álftnesingum er ekki sama um hvernig breyta á okkar bæj- arfélagi. Vissulega hefur skipulag- inu verið breytt að einhverjum hluta frá fyrstu tillögu og er það vel en það er ekki nóg gert. Eitt stærsta málið er að í dag er ekinn vegur sem liggur að skólanum, leik- skólanum og íþróttahúsinu og þeim leiksvæðum sem þar eru. Í nýju skipulagi er ekið meðfram leik- svæðum, leikskóla, íþróttahúsi sem allir nema meirihlutinn sér að skap- ar eðlilega meiri hættu en núver- andi lausn. Sigurður, málið snýst því ekki um missagnir og misskilning eins og þú segir í grein þinni. Málið snýst um að vinnubrögð meirihlutans varð- andi miðbæjarskipulagið eru ekki og hafa ekki verið nógu góð. Málið snýst um að meirihlut- inn starfar í umboði íbúa og um helmingur atkvæðisbærra þeirra skrifaði undir at- hugasemdir við skipu- lagið sem voru hunds- aðar að miklu leyti. Bæjarstjórn Álftaness ber að taka mark á og tillit til þessara at- hugasemda í miklu meira mæli en nú þeg- ar hefur verið gert. Málið snýst ekki um að minnihlutinn standi í því að ota fólki gegn meirihlutanum heldur telja þessir íbúar að meirihlutinn sé á rangri leið með það miðbæjarskipulag sem unnið er eftir. Íbúar Álftaness hafa nóg annað að gera en standa í mótmælum með því að skrifa und- ir lista og mæta á bæj- arstjórnarfundi. En íbúum Álftaness finnst á sér brotið og því hefja þeir upp raust sína eins og vera ber og mótmæla þeim vinnu- brögðum sem hér eru stunduð. Meirihlutinn, eins og aðrir stjórn- málamenn, verður að átta sig á því að hann starfar í umboði íbúa síns bæjarfélags, hann er kjörinn til að þjóna hagsmunum íbúanna. Þegar um helmingur atkvæðabærra íbúa skilar inn athugasemdum er það skylda bæjarstjórnar að staldra við og sjá hvað gera þurfi betur. Þetta sjá allir nema því miður meirihluti bæjarstjórnar Álftaness. Það er því ekki misskilningur að meirihlutinn sé rúinn trausti því fyrir mér er hann það og með „svari“ þínu styrkir þú enn frekar þá skoðun mína að meirihlutinn gengur ekki í takt við íbúa Álfta- ness og ætti því að skila umboði sínu til þeirra sem treysta sér til þess. Ennþá rúinn trausti Jónas Guðmundsson skrifar um bæjarstjórnarmál á Álftanesi Jónas Guðmundsson » Sigurður fellur þó að mínu mati í þá gryfju sem svo margir stjórn- málamenn gera, að segjast svara en svarið má hvergi finna í grein hans. Höfundur er íbúi á Álftanesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.