Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 26
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku langafi, þú sem
varst svo góður við okkur,
við eigum eftir að sakna
þín en við vitum að þér líður
miklu betur núna.
Skilaðu kveðju til lang-
ömmu.
Kristjana Ýr, Margrét
Lea, Ari Freyr, Ernir
Þór og Egill.
HINSTA KVEÐJA
26 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jón Egilssonfæddist í Hafn-
arfirði 13. mars
1921. Hann lést á St.
Jósefsspítala 6. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar Jóns voru Eg-
ill Jónsson sjómað-
ur, f. í Hafnarfirði
20.9. 1889, fórst með
enska togaranum
Robertsson á Hala-
miðum 8.2. 1925, og
kona hans Þjóðbjörg
Þórðardóttir, f. á
Stóru Borg í Gríms-
nesi 18.11. 1891, d. 27.1. 1984. Þau
áttu saman auk Jóns: Helgu, f.
1916, d. 2006, Stefán, f. 1918, Að-
alstein, f. 1919, d. 1994, Guðnýju, f.
1922, d. 2007, og Egil, f. 1925. Síð-
ari maður Þjóðbjargar var Jón
Jónsson, f. 1900, d. 1973. Þau áttu
saman synina Guðjón, f. 1930, d.
1994, og Jóhann Gunnar, f. 1933, d.
1982.
Jón kvæntist 25. desember 1946
Guðfinnu Leu Pétursdóttur, hús-
freyju, f. 7.7. 1925, d. 3.11. 1985.
Foreldrar hennar voru Pétur Pét-
ursson, verkstjóri, f. 10.3. 1895, d.
14.7. 1986, og Guðrún Þorbjarn-
ardóttir, húsfreyja, f. 17.9. 1903, d.
22.5. 1931. Synir Jóns og Guðfinnu
eru 1) Egill, múrari í Hafnarfirði, f.
5.3. 1947, kvæntur Kristjönu Magn-
úsdóttur, f. 20.9. 1948, þau búa í
af miklum dugnaði í fjölmörgum
félögum og þá aðallega í íþrótta-
hreyfingunni. Var hann í hand-
knattleiksliði Hauka þegar þeir
unnu sinn fyrsta Íslandsmeist-
aratitil árið 1943. Jón var gjaldkeri
Hauka í 32 ár eða frá 1940-1972.
Árið 1956 var hann kjörinn heið-
ursfélagi Hauka fyrir störf sín í
þágu félagsins. Einnig var Jón for-
maður Íþróttabandalags Hafn-
arfjarðar frá 1953-1955 og var auk
þess í stjórn félagsins 1960-1975. Á
60. þingi Íþróttasambands Íslands
1990 var hann útnefndur heið-
ursfélagi ÍSÍ.
Auk þess að sinna störfum í þágu
íþróttamála í Hafnarfirði var hann
kjörinn í stjórn Verslunarmanna-
félags Hafnarfjarðar árið 1943 og
aftur árið 1950 og átti sæti í vara-
stjórn og trúnaðarmannaráði VH á
árunum 1957-60. Sat síðan í stjórn
1961-62 og 1974-1992. Jón var
kjörinn fyrsti heiðursfélagi VH ár-
ið 1993. Jón var einnig meðlimur í
Félagi frímerkjasafnara í Reykja-
vík og sat bæði þar í stjórn ásamt
því að sitja í stjórn Landsambands
íslenskra frímerkjasafnara um ára-
bil. Jón vann til margra viðurkenn-
inga fyrir frímerkjasafn sitt, bæði
hérlendis og erlendis. Einnig sat
hann í stjórn Viðeyingarfélagsins
sem ritari í mörg ár. Síðustu fjögur
árin hefur Jón búið að Hraunvangi
3, Hafnarfirði.
Útför Jóns verður gerð frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Hafnarfirði. Börn
þeirra eru a) Helga
Lea, f. 25.3. 1971, gift
Kristni Arasyni, járn-
iðnaðarmanni f. 17.6.
1971, börn þeirra;
Kristjana Ýr, f. 29.12.
1999, Margrét Lea, f.
21.9. 2002, og Ari
Freyr, f. 21.9. 2006. b)
Jón Freyr, efnaverk-
fræðingur, f. 16.5.
1973, sambýliskona
Elísabet Finn-
bogadóttir, lífefna-
fræðingur, f. 27.4.
1978, og eiga þau saman soninn
Egil, f. 25.8. 2007. Fyrir á Elísabet,
Erni Þór Valsson, f. 20.9. 1998. 2)
Ásbjörn, matvælafræðingur, f.
22.10. 1960, kvæntur Unni S. Ein-
arsdóttur, fatahönnuði, f. 27.6.
1957, þau búa í Kópavogi. Saman
eiga þau dótturina Arndísi Leu, f.
19.11. 1996. Fyrir á Unnur soninn
Árna Einar f. 5.2. 1975. 3) Viðar,
verkefnastjóri, f. 18.4. 1964, og býr
í Hafnarfirði.
Jón gekk í Barnaskóla Hafn-
arfjarðar. Hann byrjaði að vinna í
Gíslabúð sumarið 1937, þá 16 ára
gamall. Jón hóf störf hjá KRON ár-
ið 1943 og síðar Kaupfélagi Hafn-
firðinga þar sem hann starfaði nær
óslitið fram til ársins 1992. Sam-
hliða daglegum störfum var Jón
ákaflega félagsrækinn og starfaði
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Synir og tengdadætur.
Elsku afi, í dag er komið að
kveðjustund og það er sárt til þess
að hugsa að eiga ekki fleiri stundir
með þér en það er þó huggun að
vita af þér og ömmu aftur saman
og yljar sú hugsun okkur um
hjartarætur. Það fyrsta sem kemur
upp í hugann þegar við hugsum til
baka er þakklæti, þakklæti fyrir að
hafa átt þig sem afa því að þú varst
okkur systkinunum ákaflega góður
og vildir allt fyrir okkur gera. Það
var heldur ekki að ósekju að við
sóttumst mikið eftir því að fara í
heimsókn til þín og ömmu á Öldu-
slóðina og fengum við þá oft að
gista. Garðurinn þinn á Ölduslóð-
inni var þitt stolt og eyddir þú
miklum tíma í að gera hann fal-
legan. Fyrir okkur systkinunum
var garðurinn hreinn ævintýra-
heimur, þar settir þú oft upp ind-
íánatjald fyrir okkur og á góðviðr-
isdögum fengum við að hlaupa á
brókinni í gegnum úðarann.
Íþróttir voru stór hluti af lífi
þínu, ungur að árum gekkstu til
liðs við Knattspyrnufélagið Hauka
og fylgdir þeim alla þína ævi, fyrst
sem keppnismaður í íþróttum og
síðar tók við löng stjórnarseta þar
sem þú gegndir trúnaðarstörfum
fyrir félagið. Þér tókst heldur betur
að smita okkur systkinin af þessum
íþróttaáhuga og varst þú okkur
mikil fyrirmynd og studdir ávallt
dyggilega við bakið á okkur á okk-
ar íþróttaferli sem var okkur ómet-
anlegt. Það var tilfinningaþrungin
stund síðasta föstudagskvöld fyrir
okkur, fjölskyldu þína, að horfa á
Haukana tryggja sér Íslandsmeist-
aratitilinn í handknattleik, en þar
færðu Haukarnir, félagið sem þú
hefur verið tengdur órjúfanlegum
böndum nánast alla þína ævi, þér
hlýja kveðju og þakkir fyrir þitt
framlag til þeirra.
Þú varst einstakur og yndislegur
maður, fámáll en traustur og góður
við alla í kringum þig og lýsti það
sér vel í því hvernig þú hugsaðir
um ömmu alla ykkar ævi saman.
Það var gaman að fylgjast með þér
síðastliðið haust þegar Egill litli
var skírður, hvað þú varst stoltur
og ánægður með nafnið. Þú hefur
reynst langafabörnunum þínum vel,
stelpurnar Kristjana Ýr og Mar-
grét Lea komu iðulega til þín til að
sýna þér afrakstur æfinganna með
verðlaunapeningana um hálsinn en
þá kom nú ekki svo sjaldan fyrir að
þú sjálfur lumaðir á verðlaunapen-
ingum fyrir púttmót enda var ávallt
stutt í keppnisskapið hjá þér.
Við viljum þakka þér, elsku afi,
fyrir þá leiðsögn og þann stuðning
sem við höfum fengið frá þér og
hefur það haft mikil áhrif á okkar
líf. Það er erfitt og sárt að þurfa að
kveðja þig en minningin um þig
mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Guð
blessi þig, afi.
Að endingu viljum við færa
starfsfólki St. Jósefsspítala okkar
bestu þakkir fyrir alúð og hlýju við
umönnun afa okkar hans síðustu
lífdaga.
Helga Lea og Jón Freyr.
Fallinn er nú frá einn af þessum
gömlu góðu Hafnfirðingum, sem
alla þekkti og allir þekktu. Jón Eg-
ilsson var áberandi í hafnfirsku
mannlífi, þar sem hann starfaði
lengi í Kaupfélagi Hafnfirðinga, en
ekki var hann síður þekktur fyrir
starf sitt hjá Knattspyrnufélaginu
Haukum. Þá var hann alla tíð mikill
stuðningsmaður Alþýðuflokksins
hér í bæ og fór aldrei dult með
skoðanir sínar í pólitíkinni frekar
en öðrum efnum. Kynni okkar og
Jóns voru hins vegar fyrst og síð-
ast á sviði íþróttanna þar sem við
vorum í forsvari fyrir Fimleika-
félag Hafnarfjarðar og Jón að sjálf-
sögðu fyrir Haukana. Vissulega
vorum við ekki alltaf sammála um
hlutina, en þá bara ræddum við þá
til hlítar og skildum alltaf samir og
bárum virðingu fyrir skoðunum
hver annars.
Jón var sögunnar maður og vildi
hafa hlutina skipulagða og oft leit-
uðum við til hans um upplýsingar
um keppni fyrri ára og sömuleiðis
hann til okkar. Þannig má segja að
þessi samvinna hafi skilað drjúgri
vinnu og upplýsingum í sögu félag-
anna beggja. Þá var Jón mikill
safnari og áttum við á því sviði
samvinnu langt út fyrir íþróttirnar.
Það er einkennileg tilviljun að tveir
af kunnustu forystumönnum FH og
Hauka, þeir jafnaldrarnir Jón og
Árni Ágústsson, skuli hafa fallið frá
á sama deginum, menn sem um
áratugaskeið stóðu í fremstu fylk-
ingu sinna félaga og tókust oft á ut-
an vallar sem innan. Við sendum
félögum okkar í Haukum og ástvin-
um Jóns öllum innilegar samúðar-
kveðjur um leið og við þökkum Jóni
vegferðina og hans framlag til
íþróttanna í Hafnarfirði.
Ingvar Viktorsson,
Bergþór Jónsson.
Horfinn er til feðra sinna heið-
ursmaðurinn Jón Egilsson, 87 ára
gamall. Jón gekk ungur til liðs við
Hauka og vann þar til afreka, bæði
í knattspyrnu og handknattleik.
Hann var m.a. í liði Hauka sem
varð Íslandsmeistari í handknatt-
leik 1943. Þó ber líklega hæst það
afrek að vera gjaldkeri félagsins í
32 ár, frá 1942 til 1974, sem er trú-
lega einsdæmi í sögu íþróttahreyf-
ingarinnar hérlendis og verður
seint slegið. Jón gætti þess ávallt
að hafa borð fyrir báru í fjármálum
félagsins og hefur hann sagt frá því
að á erfiðu tímabili um miðja síð-
ustu öld gátu Haukamenn látið út-
svarið sitt ganga til félagsins með
samþykki bæjaryfirvalda.
Í huga Jóns var Knattspyrnu-
félagið Haukar nánast heilög stofn-
un sem hann setti ofar öllu sem
sést m.a. í samviskusemi og heið-
arleika í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur fyrir félagið og glöggt má
sjá í efnismiklu gagnasafni sem
hann hefur ánafnað félaginu. Jón
var gerður að heiðursfélaga Hauka
1956 og hefur hann fengið fyrir
störf sín ótal viðurkenningar
íþróttahreyfingarinnar.
Um leið og félagið þakkar Jóni
samfylgdina um langan tíma sendir
félagið sonum hans, Agli, Viðari og
Ásbirni og fjölskyldum þeirra inni-
legustu samúðarkveðjur.
Aðalstjórn Hauka.
Í dag verður borinn til grafar
Jón Egilsson, mikilsmetinn félagi í
samtökum frímerkjasafnara. Mik-
ilsmetinn er þó ekki nógu sterkt
orð til að lýsa því hversu mik-
ilvægur hann var fyrir Félag frí-
merkjasafnara og Landssamband
íslenskra frímerkjasafnara. Í fé-
lögum sem þessum er þörf á ein-
staklingum sem eru hugmyndaríkir
og drífandi en ekki síður þeim sem
geta komið hugmyndum í fram-
kvæmd. Þannig maður var Jón,
hann var úrræðagóður og nákvæm-
ur og ef hann tók eitthvað að sér
þá var hægt að treysta því að málið
var klárað. Jóni, sem var innfædd-
ur Hafnfirðingur, var annt um
heimabæ sinn og setti hann upp frí-
merkjasafn sem fjallaði um póst-
sögu Hafnarfjarðar. Fékk hann
verðskulduð verðlaun fyrir safnið.
Jón valdist snemma í stjórn Félags
frímerkjasafnara, var formaður,
meðstjórnandi og lengst af ritari.
Ritarastarfið var einmitt það starf
þar sem hæfileikar hans nutu sín
best. Eftir að hann hætti í stjórn
félagsins hélt hann áfram að skrá
hjá sér ýmsar upplýsingar þegar
hann mætti á félagsfundi í félags-
heimilinu í Síðumúla 17. Þetta kom
sér oft vel, eins og til dæmis þegar
taka átti fyrir sömu lagabreyt-
inguna á aðalfundi annað árið í röð.
Á 50 ára afmæli félagsins á síðasta
ári var honum veitt sérstök við-
urkenning fyrir frábær störf í þágu
frímerkjasafnara. Því miður gat
hann ekki veitt viðurkenningunni
viðtöku en bað fyrir kveðju og til-
kynnti að hann vildi gefa félaginu
mikið safn blaðaúrklippa um frí-
merki og póstsögu sem hann hafði
safnað til fjölda ára.
Jón var í mörg ár fulltrúi félags-
ins á landsþingum Landssambands
íslenskra frímerkjasafnara. Leysti
hann það starf með sóma og var
kosinn í stjórn landssambandsins,
þar sem hann sat í nokkur ár. Eftir
að heilsan fór að gefa sig tók Jón
minni þátt í félagsstörfum frí-
merkjasafnara en fylgdist þó ávallt
vel með starfinu og spurði frétta,
enda tekið þátt í að koma frí-
merkjasöfnurum upp góðri fé-
lagsaðstöðu og byggja upp öflugt
félagsstarf sem yngri félagar njóta
góðs af. Ófáar vinnustundir lagði
hann á sig þegar innlendar og nor-
rænar frímerkjasýningar voru sett-
ar upp hér á landi.
Að leiðarlokum viljum við þakka
samfylgdina og votta fjölskyldu
Jóns, sem hann var alltaf mjög
stoltur af, okkar innilegustu samúð
við fráfall hans.
Félag frímerkjasafnara
og Landssamband íslenskra
frímerkjasafnara.
Árið 1907 urðu mikil kaflaskipti í
atvinnusögu þjóðarinnar og sögu
Viðeyjar. Athafnamennirnir Pét-
ur J. Thorsteinsson og Thor Jen-
sen, ásamt dönskum áhrifamönn-
um, stofnuðu útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækið P.J.Thor-
steinsson og Co, hið svonefnda
Milljónafélag, og völdu aðalstöðv-
um þess aðsetur í Viðey.
Byggður var hafnarbakki og
fyrstu hafskipabryggjurnar við
Faxaflóa. Reykjavík var þá hafn-
laus og Viðeyjarstöð varð á svip-
stundu miðstöð samgangna við um-
heiminn. Gufuskipafélagið
DFDS gerði Viðey að sinni upp-
og útskipunarhöfn og hið sama
gerði olíufélagið DDPA. Þaðan
voru farmar félaganna selfluttir til
Reykjavíkur og út um landið. Þessi
mikla og skjóta uppbygging kallaði
á vinnufúsar hendur. Í eynni risu
upp mörg íbúðarhús og ein stærsta
og glæsilegasta verbúð landsins.
Fólk flykktist til eyjarinnar; barna-
fjölskyldur sem óbundnir einstak-
lingar. Sumir þeirra kynntust þar
verðandi lífsförunaut, bundust,
stofnuðu heimili og bættu brátt
nýjum einstaklingum í ört stækk-
andi barnahóp eyjarinnar sem iðaði
af mannlífi. Þegar mest var um að
vera var
Viðeyjarþorp, þegar aðkomu-
verkafólk var talið með, eitt það
mannflesta á landinu. Barnaskóli
var starfræktur í eynni frá 1912.
Viðey tilheyrði þá Seltjarnarnes-
hreppi og Viðeyjarskóli heyrði und-
ir Mýrarhúsaskóla, var eins konar
útibú frá honum. Byggðin óx og
fólkinu fjölgaði. Það segir sína sögu
að skólaárið 1917-́18 voru 17 börn í
„útibúinu“, Viðeyjarskóla, en 25 á
„höfuðbólinu“,
Mýrarhúsaskóla. Árið 1931 lagð-
ist útgerð og fiskvinnsla niður í
Viðey og flestir fluttu þá burt. Við-
eyjarskóli starfaði til ársins 1941
og tvær síðustu fjölskyldurnar
fluttu úr eynni 1943. Þá var æv-
intýrinu endanlega lokið. Kennarar
í Viðey voru lengst af Ásmundur G.
Þórðarson og kona hans Guðlaug
Bergþórsdóttir.
Þeim varð ekki barna auðið en
ólu upp stúlku, Guðfinnu Leu Pét-
ursdóttur, náfrænku Guðlaugar.
Guðfinna hafði misst móður sína
strax í bernsku og þau Ásmundur
og Guðlaug gengu henni í foreldra-
stað. Þau hjónin hættu kennslu
1939 fyrir aldurs sakir og fluttu til
Hafnarfjarðar. Þar í bæ kynntist
og giftist Dista, ensvo var Guðfinna
Lea ætíð kölluð, Jóni Egilssyni,
verslunarmanni.
Böndin milli Viðeyinga trosnuðu
næstu áratugina en um miðjan átt-
unda áratuginn ráku menn af sér
slyðruorðið og stofnuðu
Viðeyingafélagið. Þau hjón tóku
af alhug þátt í störfum félagsins
ogJón var ritari þess til margra
ára. Hann gegndi þeim störfum
með stakri prýði, safnaði öllu sem
kom út á prenti um Viðey og límdi í
sérstakar bækur. Vandvirkni Jóns
kom engum á óvart sem til þekktu.
Hann var einstakt snyrtimenni og
fagurkeri. Garður þeirra hjóna
fékk t.d. í tvígang viðurkenningu
fyrir að vera sá fegursti í Hafn-
arfirði. Það lýsir vel hug Viðeyinga
til Jóns, að á sjötugsafmæli hans
komst einn þeirra svo að orði að
Jón væri tengdasonur Viðeyjar og
fyrir það mætti færa forsjóninni
sérstakar þakkir. Ég endurtek
þakkir Viðeyinga og færi afkom-
endum þeirra hjóna samúðarkveðj-
ur.
Örlygur Hálfdánarson.
Jón Egilsson var einn af hinum
fræknu Haukastrákum sem voru í
fararbroddi hvort heldur innan sem
utan vallar. Hann var sannur
íþróttamaður eins og þeir Egils-
bræður allir. Háttvís og drengur
góður en keppnismaður mikill.
Hann hafði mikinn metnað fyrir
hönd síns félags, Haukahjartað var
svo sannarlega á sínum stað.
Jón var ekki aðeins frækinn leik-
maður í handknattleik og knatt-
spyrnu heldur var hann líka einn af
forystumönnum Hauka um ára-
tugaskeið. Hann hélt utan um fjár-
mál félagsins í yfir þrjá áratugi og
óhætt að segja að það var ekki síst
fyrir aðgæslu og árverkni Jóns að
félagið komst klakklaust í gegnum
ýmis erfið ár þegar pyngjan var
nánast tóm. Það var því sönn gleði í
huga Jóns og hans félaga frá gömlu
gullaldarárunum að fá að taka þátt
í þeirri miklu uppbyggingu og sókn
á öllum sviðum sem hefur orðið hjá
gamla góða félaginu á síðustu ár-
um. Hann var virkur þátttakandi í
öldungaráði og fylgdist með öllum
kappleikjum meðan heilsan leyfði.
Ég átti því láni að fagna að eiga
gott samstarf við Jón og njóta fjöl-
breytilegs fróðleiks og þekkingar
hans þegar ég tók að mér það verk-
efni að skrá 60 ára afmælissögu
Hauka. Í framhaldi af því verkefni
unnum við Jón að öðru stóru verki
sem var skráning á verslunarsögu
Hafnarfjarðar en Jón sem var í for-
ystusveit Verslunarmannafélagsins
tók virkan þátt í þeirri vinnu sem
fulltrúi í ritnefnd. Þar var Jón líka
svo sannarlega á heimavelli, þekkti
vel til þróunar og sögu verslunar í
bænum sínum, enda víða komið við
á löngum starfsferli.
Fyrir þessi ánægjulegu kynni,
allan fróðleikinn og samstarfið í
gegnum árin vil ég fá að þakka af
heilum hug, um leið og ég færi fjöl-
skyldu Jóns og aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur.
Lúðvík Geirsson.
Jón Egilsson