Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008 9 FRÉTTIR Eftir Björn Björnsson SÍÐARI dagur heimsóknar for- setahjónanna, frú Dorritar Mo- ussaieff og Ólafs Ragnars Gríms- sonar, til Skagafjarðar var bjartur og sólríkur, líkur þeim fyrri, og hófst með heimsókn í Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra, en nem- endur og starfsfólk kynntu skól- ann og það starf sem þar er unnið. Síðan lá leiðin til Varmahlíðar í Upplýsingamiðstöð ferðamála, þar sem kynntir voru afþreying- armöguleikar í Skagafirði og skoðað skagfirskt handverk og minjagripir tengdir svæðinu, en því næst var haldið í Varmahlíð- arskóla, þar sem nemendur fögn- uðu forseta sínum og kynntu skólastarfið. Brá sér í mjaltirnar Næsti áningarstaður var Flugu- mýri, en þar voru skoðaðir gæð- ingar en síðan farið í fjós þar sem mjaltir stóðu yfir og forsetafrúin, sem reyndi sig við handflökun fisks í fyrradag, brá sér nú í mjaltirnar og virtist í þessu sem öðru vera vel liðtæk. Frá Flugumýri var haldið til Hóla, en þar flutti forsetinn setn- ingarávarp á málþinginu Sjálfbær þróun: íslensk náttúra, menning og þekking í alþjóðasamhengi. Eftir að hafa snætt hádegisverð með nemendum Háskólans á Hól- um var farið í leikskólann og grunnskóla staðarins, en síðan haldið sem leið lá að Listasetrinu að Bæ á Höfðaströnd sem skoðað var undir leiðsögn Steinunnar Jónsdóttur. Grunnskólinn á Hofsósi var næsti viðkomustaður, en þar tóku nemendur þess skóla og grunn- skólans að Sólgörðum ásamt kenn- urum á móti forsetahjónunum. Eftir spjall við nemendur þar sem forsetinn leysti úr ótal spurn- ingum þeirra var haldið að vænt- anlegu byggingarsvæði nýrrar sundlaugar við Suðurbraut, en sundlaugin er gjöf þeirra Lilju Pálmadóttur að Hofi og Stein- unnar Jónsdóttur í Bæ og nú tóku þær ásamt forsetahjónunum fyrstu skóflustunguna að þessu glæsilega mannvirki við dynjandi húrrahróp fjölmargra íbúa sem viðstaddir voru. Að aflokinni skóflustungunni til- kynnti Gunnar Bragi Sveinsson, formaður Byggðaráðs, að fyrr í gær hefðu verið opnuð tilboð í jarðvinnu vegna byggingarinnar, þannig að nú væri einbúið að hefj- ast handa. Eftir kaffisamsæti í Félagsheim- ilinu Höfðaborg var haldið sem leið lá að Ljósheimum, þar sem Félag eldri borgara á Sauðárkróki tók vel á móti forseta og fylgd- arliði. Með þessari móttöku lauk form- legri, opinberri heimsókn forseta- hjónanna til Skagafjarðar, sem að sögn Gunnars Braga Sveinssonar, formanns byggðaráðs, tókst í alla staði frábærlega vel og var hin ánægjulegasta. Skoðuðu skagfirskt handverk og minjagripi Forsetaheimsókn í Skagafjörð á björtustu dögum vorsins Gleðst með börnunum Dorrit Moussaieff gerði sér lítið fyrir og skellti sér á hestbak ásamt þremur kátum stúlkum. Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon Morgunblaðið/Pálína Ósk Hraundal Heim að Hólum Forsetinn flutti setningarávarp á málþinginu Sjálfbær þróun: íslensk náttúra, menning og þekking í alþjóðasamhengi. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is MÁLEFNI meintra afbrotamanna frá Póllandi eru mjög til umræðu meðal samlanda þeirra hér á landi og valda töluverðum áhyggjum hjá öll- um þeim fjölda Pólverja sem kæra sig ekkert um afbrot eða þá sem tengjast þeim, segir Pól- verjinn Stanislaw Bukowski, sem búið hefur hér- lendis og starfað undanfarin sjö ár. Hann segir umræðuna um sam- félag Pólverja á köflum afar undar- lega og til að mynda geti hann engan veginn fengið botn í sögusagnir um „verndartolla“ sem skyndilega urðu á hvers manns vörum eftir árásina í Keilufelli þar sem Pólverjar komu við sögu. „Ég fer mikið á milli staða vegna vinnu minnar í byggingargeir- anum og er alltaf að spyrja samlanda mína um þetta en heyri aldrei neitt,“ segir hann. „Þetta er einhver mis- skilningur. Hvorki ég né þeir sem ég tala við kannast við að hér sé pólsk mafía sem níðist á samlöndum sínum. Það er óhugsandi að mínu mati og ég verð ekki var við slíkt þótt ég sé alltaf að spyrja aðra Pólverja,“ segir hann „Nú fara í hönd þeir tímar sem enginn vill ráða Pólverja í vinnu af því að þeir eru allt í einu orðnir „glæpa- þjóð“.“ Stanislaw bendir á Pólverjar hafi sjálfir haft vissar ranghugmyndir um Ísland og það hafi ekki byggt upp mjög jákvæða ímynd þeirra hérlend- is. „Í uppsveiflunni undanfarin þrjú ár hafa Pólverjar komið hingað til að vinna og þar var fólk sem talaði engin tungumál utan móðurmálsins og reyndi ekki einu sinni að læra önnur mál,“ bendir hann á. „Þeir hafa hugsað sem svo að hér væri nóga vinnu að hafa og þá þyrfti maður ekkert að leggja sig fram um að læra tungumálið. Þess vegna finnst mér pólska samfélagið hafa lokast dálítið. Fólk heldur sig í hópum út af fyrir sig eða bara heima hjá sér og tekur ekki mikinn þátt í hinu ís- lenska samfélagi.“ Stanislaw getur ekki dæmt um sekt eða sakleysi grunaðra samlanda sinna hérlendis „en við kærum okkur alls ekki um einstaklinga sem skaða ímynd Pólverja“, segir hann. „Það verður að hafa í huga að Pólverjar á Íslandi eru 15-20 þúsund talsins, álíka og helmingurinn af íbúafjölda Kópa- vogs.“ Stanislaw segir vissulega geta ver- ið svarta sauði í hverri hjörð og þeir spilli fyrir heildinni. „Pólska samfélagið hefur lokast dálítið“ Stanislaw Bukowski Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Silki sparifatnaður Sendum í póstkröfu Hinir frábæru Care þægindabrjóstahaldara, bæði smelltir og heilir Tilboð í Sjúkravörum ehf. í bláu húsi v. Faxafen, sími 553 6511 Opið 11-18 virka daga Nýkomin sending af þýskum sjúkraskóm frá Schurr M bl .9 35 07 4 10% afsláttur 15% afsláttur Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Barcelona 17. eða 24. apríl frá aðeins kr. 19.990 Helgarferðir - allra síðustu sæti! Heimsferðir bjóða ótrulegt tilboð á allra síðustu flugsætunum í helgarferðir til Barcelona 17. og 24. apríl. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Borgin býður frábært mannlíf og óendanlega fjölbreytni í menningu, afþreyingu og úrvali fjölbreyttra veitingastaða og verslana. Gríptu þetta frábæra tækifæri - takmarkaður fjöldi sæta í boði! Mb l 9 94 98 2 Verð kr. 19.990 Netverð á mann, flugsæti báðar leiðir með sköttum, sértilboð, 17. eða 24. apríl. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.