Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 18
|miðvikudagur|16. 4. 2008| mbl.is daglegtlíf andi. Í fyrrakvöld tók Snæfell úr Stykk- ishólmi sig til og sendi Grindavík í sumarfrí. Sú viðureign fór 3-1, en í tveimur leikjanna köstuðu Grindvíkingar frá sér sigri og misstu niður forskot. Í leikn- um á mánudag höfðu þeir 19 stiga forskot í upphafi fjórða og síð- asta leikhluta. Snæfelli tókst með ótrúlegri þrautseigju að saxa jafnt og þétt á for- skotið og knýja fram framlengingu þar sem þeir síðan höfðu betur. Hlutur Sigurðar Þorvaldssonar í sigri Snæfells var drjúgur og virtist sama með hvaða hætti hann lét skotið ríða af ef hann var utan þriggja stiga línunnar, öll rötuðu þau ofan í körfuna. Snæfell var neð- ar en Grindavík í töflunni eftir venjulega leiktímabilið þannig að úrslitin í viðureign liðanna sýna að oft er lítið að marka árangurinn fram að úrslitakeppninni. Þegar á hólminn er komið sýna lið hvað í þeim býr. x x x Þetta á ekki síður við um ÍR-inga,sem lentu í sjöunda sæti á venjulega leiktímabilinu. Þeir byrj- uðu á að slá KR-inga út með sann- færandi hætti og komust í 2-0 gegn Keflavík, sem kom inn í úr- slitakeppnina með besta árangur allra liða. Í næstu tveimur leikjum tóku Keflvíkingar sig saman í and- litinu og tókst að hemja hraðlest ÍR-inga. Nú er staðan jöfn í einvíg- inu og í kvöld ræðst það suður með sjó hvort liðið kemst áfram, þraut- reyndir Keflvíkingar, eða ban- hungraðir ÍR-ingar, sem hafa ekki unnið Íslandsmeistaratitil frá 1977. Úrslitakeppnin íkörfuboltanum hefur verið með ólík- indum, bæði hjá körl- um og konum. Úrslita- viðureign Keflvíkinga og KR-inga í kvenna- flokki var mun jafnari en úrslitin gáfu til kynna. Keflavík vann 3-0, en tveir leikjanna unnust með aðeins eins stigs mun. Árang- ur KR-liðsins undir stjórn Jóhannesar Árnasonar er ekki síst eftirtektarverður fyrir þær sakir að í fyrra unnu stúlkurnar sig upp úr 1. deild. x x x Í úrslitakeppninni hjá körlunumhefur margt komið á óvart og margar viðureignir verið æsispenn-         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Á Iðunnarfundi í byrjun mánaðarvar ort um egg. Jón Ingvar Jónsson byrjaði: Ef opnar þú kælinn og eggin þú sérð og ætlar að framreiða hátíðarverð þá gættu að þessu samt góður: að sjóða þau vinur minn ekki þú átt og alls ekki hræra né spæla þau mátt, þú manst að þau eiga sér móður. Þá Steindór Andersen: Forðum daga átti egg ástarfund með sæði. Nú er það með skalla og skegg og skoðar gömul kvæði. Sigurður Björnsson trésmiður á Seyðisfirði orti á sínum tíma: Brúðurin brjóstið reytti. barnarúmið skreytti fínni fiðursæng. Egg svo í það lagði ofur hýr í bragði hlúði hlýjum væng. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af eggjum í heiminum Þ að hefur löngum verið vitnað til orð- taks Grikkja – heilbrigð sál í heil- brigðum líkama. Allt sem stuðlar að meiri hreyfingu og áhuga á líkams- rækt er því vafalaust af hinu góða. Skólahreysti er keppni sem unglingar hafa tekið þátt í undanfarin ár og nýtur sú keppni mikilla vinsælda enda hart barist um að komast í liðin sem svo keppa til úrslita eftir undankeppnir í skólum víða um land. Íslandsmeistari í armbeygjum í keppninni Skólahreysti í fyrra varð Fríða Rún Ein- arsdóttir. Hún er 15 ára og hefur stundað fim- leika frá því hún var fimm ára. „Ég er búin að vera í þessu í tæp ellefu ár,“ segir Fríða Rún sem nú tekur þátt í keppninni Skólahreysti fyrir Lindaskóla enn á ný. En gerir hún sér vonir um að vinna til verð- launa núna? „Við ætlum alla vega að gera okkar besta. Við erum fjögur, tvær stelpur og tveir strákar, og keppum í öllum greinum. Ég keppi í armbeygj- um og hreystigreip, einn strákur í dýfum og upp- hífum og svo keppa stelpa og strákur saman tvö í hraðaþrautinni. Þetta er mjög skemmtilegt.“ Mikill stuðningur í salnum Manstu eftir einhverju skemmtilegu sem gerðist í síðasta ári? „Mér fannst allt mjög skemmtilegt, planið gott og mikið fjör og mjög mikill stuðningur í saln- um.“ Komu margir frá Lindaskóla? „Já það komu mjög margir. Það komu líklega flestir í unglingaárganginum.“ Ertu þá ekki orðin fræg í skólanum? „Nei, ekkert fræg en ég finn samt að krakk- arnir hafa áhuga á þessu og spyrja út í keppnina. Þeim finnst þetta allt mjög spennandi. Mömmu og pabba finnst þetta flott og gaman að ég skuli taka þátt í þessu fyrir skólann. Þau eru ánægð með keppnina.“ Er mikið félagslíf í kringum keppnina? „Já, það eru undirbúin fagnaðarlæti og við krakkarnir sem keppum hittumst líka oft og höf- um farið saman út að borða.“ Er þetta erfið keppni? „Já, þetta er miklu erfiðara en fólk grunar. Ég er oft mjög þreytt í höndunum eftir æfingar. En stuðningur úr salnum, og það að vera ákveðin og ætla að gera vel fyrir skólann sinn, hjálpar manni að gera sitt besta,“ segir þessi hrausta stúlka. Ætlar hún kannski að halda áfram fimleika- æfingum og stefna að því keppa í útlöndum? „Ég er þegar búin að keppa mjög oft í fim- leikum í útlöndum, s.s. öllum Norðurlöndunum, Mónakó, Serbíu, Grikklandi og Þýskalandi meðal annars og vann Norðurlandamót í apríl á síðasta ári. En núna hef ég ekki verið að und- anförnu af því að ég þurfti að fara í aðgerð á fæti og er að láta mér batna eftir meiðslin sem ég varð fyrir í fimleikaæfingum.“ Eru það mest stelpur sem æfa fimleika? „Meirihlutinn sem æfir fimleika eru stelpur, strákarnir eru líklega meira í fótbolta en þar eru líka margar stelpur. Ég hef bara æft fim- leika hingað til og svo æfingarnar fyrir Skóla- hreysti.“ Hreystival í Lindaskóla María Guðnadóttir er íþróttakennari í Linda- skóla. Hvernig líst henni á Skólahreystikeppn- ina? „Mér finnst þetta mjög gott framtak og mjög hvetjandi fyrir krakkana. Þetta er líka góð for- vörn. Það eru skýrar reglur hjá okkur í skól- anum um að þeir krakkar sem hafa fiktað við áfengi eða tóbak fái ekki að vera í liðinu.“ Er mikið áhugamál krakkanna að komast í þetta lið? „Já, það er mjög mikill áhugi. Við vorum með undankeppni og til að komast í liðið þurfti að vinna þá keppni. Stefnan hjá okkur er að bjóða næsta vetur upp á svokallað Hreystival, sem væri undirbúningur undir Skólahreysti og reyndar æft miklu meira en það. Þrír þessara krakka sem eru í keppninni frá okkur núna eru að æfa fimleika hjá Gerplu og einn er í bardaga- íþróttum og klifri.“ Er þetta gott innlegg í íþróttakennslu? „Ég myndi segja að þær greinar sem keppt sé í séu vissulega gott innlegg og krakkar sem ekki eru í skipulagðri þjálfun muni vonandi velja hreystival til þess að æfa næsta vetur. Það eru mjög margir sem vilja komast í liðið. Hins vegar keppa bara fjórir frá hverjum skóla. Með því að bjóða upp á hreystival verður keppnin innan skólans fjölmennari og eftirsóttari – fleiri fá því að taka þátt í henni þótt þeir komist ekki í endanlega liðið.“ Frítt inn á lokakeppnina Skipuleggjandi keppninnar Skólahreysti er Andrés Guðmundsson. „Við konan mín, Lára Helgadóttir, byrjuðum með þessa keppni árið 2005. Sjálfur er ég gam- all kraftakall, ef svo má segja, og okkur datt í hug að koma þessari keppni á fyrir skólabörn vegna þess að við vorum höfum verið með samskonar keppni fyrir fullorðna undanfarin ár. Sú keppni heitir Íslandsmót Icefitness. Hugmyndin með Skólahreysti var að finna aðferð til að gera hreyfingu skemmtilegan og spennandi valkost fyrir börn og unglinga og endurvekja hinn gamla og góða „Tarsanleik“ sem allir höfðu gaman af.“ Eru margir sem keppa í Skólahreysti núna? „Það eru 424 keppendur frá 106 skólum víðs vegar að af landinu. Við héldum tíu forkeppnir út um allt land og þessi lið sem keppa núna eru sigurvegarar þessara riðla. Það er kannski gaman að geta þess að áhorfendur skipta æ meira máli í keppninni Skólahreysti og það hefur verið húsfyllir á hverjum stað sem við höfum verið. Áhorf- endur eru með trommur og skilti og búnir að mála sig þannig að það er gríðarleg stemning í kringum þetta.“ Eru krakkarnir sem vinna yfirleitt íþrótta- fólk að jafnaði? „Flestir krakkarnir sem vinna eru í íþrótt- um en furðumargir eru þó úr hópi sem aldrei hefur stundað íþróttir fyrr og það er mjög gaman að sjá hvað þeir skora vel í keppninni.“ Er þetta dýr keppni? „Já, hún er mjög umfangsmikil. Það kostar mikið að fara á alla þessa staði og svo endum við með því að hafa lokakeppni í Laugardals- höll, sem er núna á fimmtudaginn. Við bjóðum frítt inn og það eru engin keppnisgjöld. Þetta getum við gert vegna mjög góðs stuðnings Mjólkursamsölunnar, sem hefur stutt þetta skemmtilega verkefni frá byrjun. Það sem er einkum gaman við þetta er að krakkarnir hafa verið í aðalhlutverki í vetur og við viljum þakka íþróttakennurum skólanna sem senda keppendur fyrir frábært samstarf.“ Þess ber að geta að allar þessir keppnir hafa verið sýndar á Skjá einum og verður sjón- varpað frá úrslitakeppninni á Skjá einum ann- að kvöld. Það er ekki að efa að unglingar landsins jafnt sem þeir fullorðnu, sem hafa áhuga á íþróttakeppnum, munu fylgjast af áhuga með þessari skemmtilegu skólakeppni – Skóla- hreysti. Gamli góði Tarsanleikurinn endurvakinn Stuðningsfólk Mikilvægt er fyrir keppendur að fá góðan stuðning úr salnum. Keppandi Mikill áhugi er meðal skólanema á að komast í liðin sem keppa í Skólahreysti. Annað kvöld sýnir Skjár einn beint frá lokakeppni Skóla- hreysti. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Fríðu Rún Ein- arsdóttur keppanda, Maríu Guðnadóttur íþróttakennara og Andrés Guðmundsson, skipuleggjanda Skólahreysti. Armbeygjur Fríða Rún Einarsdóttir sigraði í armbeygjum í Skólahreysti í fyrra. gudrung@mbl.is smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.