Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 2
EIGENDUR sumarbústaðar í landi Fitja í Skorradal fengu þyrlu til að koma nuddpotti fyrir við bústaðinn um helgina og slógu þar með tvær flug- ur í einu höggi. Fengu 400 kg pottinn og þurftu ekki að raska náttúrunni á nokkurn hátt. „Það var besta lausnin að leigja þyrlu frá Þyrluþjónustunni,“ segir Gautur Hansen og bætir við að kranabíll komist ekki að húsinu nema með því að fella tré við göngustíginn, sem liggur að því. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fékk þyrlu til að koma nuddpottinum fyrir Sumarbústaðaeigandi leysti vandann 2 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurð- ardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is MARÍA Karen Sigurðardóttir, safn- stjóri Ljósmyndasafns Íslands, segir að góð samskipti sveitarfélaga og íbúasamtaka byggist fyrst og fremst á trausti og því að geta sett sig í spor annarra. Fólk verði aldrei sammála um allt, en ríki traust manna á milli séu skoðanaskipti greið og málefni ekki óhreinkuð með persónulegum deilum séu meiri líkur en minni á að niðurstaðan verði til hagsbóta fyrir bæjarfélagið. Þetta kemur fram í meistara- prófsritgerð Maríu Karenar þar sem hún spyr hvaða lærdóm sveitarfélög og íbúasamtök geti dregið af ágrein- ingi bæjaryfirvalda Mosfellsbæjar og Varmársamtakanna um tengi- braut um Álafosskvos. María Karen tók viðtöl við bæj- aryfirvöld, með- limi Varmársam- takanna og stjórn þeirra í þeim til- gangi að komast að reynslu þeirra og upplifun af samskiptunum, áhrifum deiln- anna og hvaða lærdóm mætti draga af þeim. Hún komst að þeirri niðurstöðu að ástæð- ur ágreiningsins væru margþættar. Kurteisi mikilvæg „Þegar fólk leggur mikla áherslu á eigin skoðanir blossa upp miklar deilur,“ segir María Karen og bætir við að það sama eigi við þegar fólk sé ekki tilbúið að horfa á málefni út frá fleiri sjónarhornum en sínu eigin og líti á andstæð sjónarmið sem ógn. Haldi deiluaðilar ekki fagmennsk- unni og sýni ekki kurteisi í skoð- anaskiptum megi búast við niðurríf- andi ágreiningi og persónulegum, þar sem meðal annars bloggið hafi áhrif. Þegar tveir andstæðir hópar tak- ist á sé erfitt að finna sameiginlegan flöt. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og Varmársamtökin hafi haft sama markmið, en sjónarhornin hafi verið mjög ólík og erfitt að samræma þau. Báðir aðilar hafi verið mjög stífir og ósveigjanlegir og umfjöllun fjölmiðla hafi breikkað gjána, því sé báðum sjónarmiðum ekki komið á framfæri og heiftinni haldið frá virki aðkoma fjölmiðils truflandi. María Karen bendir á að þegar bæjaryfirvöld og íbúasamtök deili megi velta því fyrir sér hvort bærinn eigi ekki að hafa frumkvæði að því að höggva á hnútinn og fá jafnvel þriðja aðila til að brúa bilið. „Þetta er spurning um samvinnu og sam- skipti og traust,“ segir hún. Lærdómur Að sögn Maríu Karenar hafa við- komandi lært af deilunum í Mos- fellsbæ. Bæjaryfirvöld hafi gert sér grein fyrir mikilvægi þess að kynna öll svona mál vel fyrir bæjarbúum og leggja öll spil á borðið, ganga jafnvel lengra en lög segi til um. Nýlega hafi verið skipulagsfundur í bænum vegna kynningar á annarri braut í Leirvogstunguhverfi og þar hafi kynningin verið mjög góð. Eins hafi birst mjög góð ályktun frá Varmár- samtökunum í sambandi við nátt- úruverndarmál í bænum. „Þegar fólk leggur mikla áherslu á eigin skoðanir blossa upp miklar deilur“ María Karen Sigurðardóttir Í HNOTSKURN » Lærdómur af ágreiningibæjaryfirvalda Mosfells- bæjar og Varmársamtakanna í meistaraprófsritgerð Maríu Kar- enar Sigurðardóttur. » María Karen segir að bæj-aryfirvöld virðist ekki hafa sýnt nógu mikla lipurð, sam- anber fund sem átti að vera lok- aður öðrum en íbúum Álafoss- svæðisins. » Í ritgerðinni kemur fram aðekki sé víst að Varmársam- tökin hafi einbeitt sér nógu vel að því að kynna viðhorf sín fyrir íbúum Mosfellsbæjar og því feng- ið á sig áru sérhagsmuna- samtaka. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ALLT í einu klifrar strákur í bleikum bol yfir girðinguna um- hverfis reyksvæðið og stígur á öxl- ina á mér, notar mig til að styðja við sig, þegar hann hoppar niður. Ég geri ekkert úr þessu en þeg- ar hann ýtir við vinkonu minni öskrar hún á hann: „Róaðu þig niður!“ og þá setur hann vísi- fingurinn á var- irnar og sussar á hana. Hann gengur inn, lendir í slagsmálum og skömmu síðar er hann leiddur í burtu af lögreglu – grunaður um að hafa stungið annað strák til bana á kránni.“ Þannig lýsir Þorri Jensson, leik- listarnemi í London, atburða- rásinni, þegar 18 ára piltur, sem hafði nýlokið við að leika lítið hlut- verk í væntanlegri kvikmynd um Harry Potter, the Half Blood Prince, var stunginn til bana í átökum sem brutust út á krá í Lundúnum síðastliðið föstudags- kvöld. Þorri segir að nokkrir Íslend- ingar hafi verið á kránni. Hann ásamt vinum sínum hafi verið að fara af svæðinu þegar slagsmál hafi brotist út og menn byrjað að berja hver annan með barstólum. Hann hafi snúið við til að athuga hvað gengi á og þá komist að því að búið væri að stinga tvo stráka, annan í höndina og hinn í magann. Sá þriðji hafi legið með stungusár á hálsi og fjórir lögregluþjónar reynt að stöðva blæðinguna. „Þetta gerðist bókstaflega fyrir ut- an heima hjá mér,“ segir Þorri. Hann segir þetta hafa verið mikið áfall og ljóst að hættulegt sé að vera þarna um helgar. Þorri Jens- son segir að styrjaldarástand hafi ríkt á staðnum og óhugnanlegt sé að hugsa til þess að svona gerist nánast við hliðina á sér. Meira en 300 manns hafi verið á kránni og enginn ráðið við neitt. „Mér líður ekki vel eftir að hafa séð þetta,“ segir hann. Mikið áfall og hættuástand Nokkrir Íslendingar á krá í London þar sem ungum manni var ráðinn bani FAÐIR piltsins, sem stunginn var til bana í London fyrir helgi, las upp yfirlýsingu fyrir fjölmiðla í gær. Á fréttavef BBC kemur fram að hann hafi sagt að þegar hnífar væru annars vegar kæmi enginn óskaddaður frá vettvangi. Hann ráðlagði fólki, sem bæri á sér hnífa, að hugsa um afleiðingarnar áður en það færi á stjá og sagði að fráfall sonar síns hefði ekki verið til einsk- is ef fjölmiðlar áréttuðu mikilvægi þess fyrir fólk að skilja hnífana eft- ir heima. Ósk um að bera ekki hnífa á sér FRUMVARP sem heimilar töku er- lends láns til að styrkja gjaldeyris- varasjóð Seðlabankans verður lagt fram á Alþingi í vikunni, hugsanlega strax í kvöld. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra í Silfri Eg- ils í gær, en í þættinum voru for- menn allra stjórnmálaflokkanna. Sagði Geir að afla þyrfti lagaheim- ildar fyrir slíkri lántöku og hefði ver- ið rætt við stjórnarandstöðuna um að greiða fyrir afgreiðslu frumvarps- ins. Ekki kom fram um hversu há láns- upphæðin yrði. Heimildar Alþingis leitað fyrir lántöku Þorri Jensson RÚNAR Svavarsson, deildarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að eftirleiðis muni þeir sem líma veggspjöld á rafmagnskassa Orku- veitunnar fá að greiða kostnaðinn við að þrífa kassana. „Alltaf er verið að þrífa þessa kassa, annaðhvort er krotað á þá eða menn nota kassana til að líma á auglýsingaplaköt,“ segir Rúnar. „Við viljum hafa kassana hreina og fallega og bæði er þreytandi og dýrt að þurfa sífellt að vera að hreinsa af þeim.“ Rúnar segir að skipuleggjendur allskyns viðburða fái oft verktaka til að hengja upp veggspjöld í bænum. „Ef veggspjöldin verða hengd á rafmagnskassa OR mun- um við hér eftir gæta þess að reikningurinn fyrir þrifin verði sendur þeim sem auglýsingin kem- ur frá,“ segir hann og bætir við að kostnaður við að hreinsa hvern kassa hlaupi á nokkrum þúsund- um. Engin ákvörðun um listina Rúnar segir að enn hafi engin ákvörðun verið tekin um hver ber kostnaðinn sem til féll vegna hreinsunar veggspjalda sem límd voru upp í tengslum við Listahátíð í Reykjavík og sýndu hvítan sauð ýta svörtum í burtu. Veggspjöldin voru hluti af innsetningu sviss- nesks listamanns og voru ádeila á útlendinga- og kynþáttahatur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sóðaskapur Það getur reynst dýr auglýsing að hengja veggspjald á rafmagnskassa. Þeir sem eiga vegg- spjöldin fá reikninginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.