Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 11
FRÉTTIR
-hágæðaheimilistæki
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is
AFSLÁTTUR
Með því að kaupa Miele
þvottavél eða þurrkara
leggur þú grunn að
langtímasparnaði
Sparaðu með Miele
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur
Hreinn sparnaður
Dæmi fRá miele:
Þvottavél og þurrkari með þétti kr. 239.990/10.000
vinnustundir = kr. 24,00 hver vinnustund.
Dæmi fRá SAmkeppniSAðilA:
Þvottavél og þurrkari kr. 189.000/6.000 vinnustundir
= kr. 32,50 hver vinnusund.
MIELE ÞVOTTAVÉL
- fjárfesting sem borgar sig
Miele - líklega endingarbesta
og ódýrasta parið
Í upphafi skal endinn skoða!
Miele tilboð nr. 1
Þvottavél W1514 kr. 124.995
Þurrkari T7634 kr. 104.995
parið kr. 229.990
Vinnustund kr. 23.00
Miele tilboð nr. 2
Þvottavél W1514 kr. 124.995
Þurrkari T7644C* kr. 114.995
parið kr. 239.990
Vinnustund kr. 24.00
Miele tilboð nr. 3
Þvottavél W1714 kr. 139.995
Þurrkari T7634 kr. 104.995
parið kr. 244.990
Vinnustund kr. 24.50
Miele tilboð nr. 4
Þvottavél W1714 kr. 139.995
Þurrkari T7644C* kr. 114.995
parið kr. 254.990
Vinnustund kr. 25.50
*Þurrkari m. þétti
2.000
Neytenda-
stofnanir
Aðrir framleið-
endur
Miele
0
4.000
6.000
8.000
10.000
klst.
3.800
klst.
4.500
klst.
6.000
klst.
10.000
klst.
A B
20 ára líftími = 10.000 klst.
miele þvottavélar eru prófaðar
til að endast í 10.000 klst.
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
HLUTI af Höfða við Mývatn ásamt
sumarhúsi verða boðin til sölu á upp-
boði í næsta mánuði. Uppboðið verð-
ur haldið af sýslumanninum á Húsa-
vík kl. 15 hinn 12. júní. Uppboðið fer
fram á eigninni sjálfri. Það er haldið
til slita á sameign núverandi eigenda
jarðarinnar, afkomenda Héðins
Valdimarssonar og Guðrúnar Páls-
dóttur en þau eignuðust allan Höfða
árið 1930.
Svæðið sem um ræðir er nálægt
tveimur hekturum að stærð og er yst
á tanganum en Skútustaðahreppur á
Höfða að öðru leyti.
Sérstakar hraunmyndanir
Höfði í Mývatnssveit er einn af
fjölsóttustu ferðamannastöðum
Norðurlands og er víðfrægur vegna
undurfagurs landslags, gróðurfars
og hins einstæða fuglalífs við Mý-
vatn. Höfðinn sem upphaflega hét
Hafurshöfði er klettatangi, sem
gengur út í Mývatn að austanverðu.
Hann er skógi vaxinn og tengist landi
skammt frá þjóðveginum. Nú er þar
friðað svæði sem er að stærstum
hluta í eigu sveitarfélagsins, sem
fólkvangur. Í Kálfastrandarvogi er
einstæð náttúruperla, Kálfastrand-
arstrípar, sem eru sérstakar hraun-
myndanir í vatninu, oft einnig nefnd-
ir Klasar.
Jörðin Höfði var áður hluti jarð-
arinnar Kálfastrandar. Árið 1913
seldu þáverandi eigendur Kálfa-
strandar Bárði Sigurðssyni litla land-
spildu vestan í höfðanum og var
stærð hennar tilgreind átta dagslátt-
ur. Byggði hann sér þar býli. Bárður
var orðlagður hagleiksmaður og enn
standa veggbrot þessa bæjar og þyk-
ir hleðslan sérstaklega vel gerð.
23. desember árið 1930 seldi Bárð-
ur Héðni Valdimarssyni býlið á
Höfða ásamt eignarlóð. Jafnframt
fékk Héðinn erfðafesturétt á öllum
höfðanum hjá Kálfastrandarbænd-
um. Héðinn Valdimarsson var lands-
þekktur alþingismaður, verkalýðs-
leiðtogi og forstjóri Olíuverslunar
Íslands. Héðinn og Guðrún Pálsdótt-
ir, kona hans, reistu sumarbústað yst
á höfðanum. Þar hófu þau mikla
gróðursetningu og settu niður tré og
skrautjurtir. Sagt hefur verið að um
það leyti sem þau eignuðust Höfða
hafi ekki verið þar ein hrísla. Gróð-
ursett var í Höfða í meira en 30 ár og
plantað þar um 50.000 plöntum,
mest ösp, greni, birki, lerki og furu.
Döfnuðu þær vel og eru mörg
trjánna nú yfir tíu metrar á hæð. Þar
vaxa nú 66 tegundir villtra jurta.
Létu sér annt um að
fegra og prýða jörð sína
Gils Guðmundsson rithöfundur
skrifaði um Héðin í ritið Þeir settu
svip á öldina – Íslenskir stjórnmála-
menn. Þar segir Gils að eftir að Héð-
inn hafði með öllu dregið sig í hlé úr
hinni hörðu stjórnmálabaráttu hafi
aðalstarf hans verið forstaða Olíu-
verslunar Íslands. ,,En sá starfi full-
nægði honum ekki. Keypti hann þá
litla jörð norður í Mývatnssveit,
Höfða, einn fegursta blettinn við Mý-
vatn. Þar reisti hann sér sumarhús
og dvaldi þar löngum á sumrum
ásamt konu sinni Guðrúnu Pálsdótt-
ur.
Þau hjón létu sér mjög annt um að
fegra og prýða jörð sína. Sparaði
Héðinn hvorki til þess fé né fyrir-
höfn. Kappið var hið sama og áður.
Þarna var gróðursettur mikill fjöldi
trjáplantna á hverju ári. Eitt af
skáldum sveitarinnar, Þura í Garði,
vann mikið verk að gróðursetningu
trjánna. Jafnframt var kostað kapps
um að hinn villti gróður fengi að njóta
sín. Svo segir kunnugur maður að un-
un hafi verið að koma á þennan frið-
sæla, ræktaða blett, sem Höfðinn var
í höndum þeirra hjóna.
Héðinn Valdimarsson varð ekki
gamall maður. Hann andaðist í
Reykjavík 12. september 1948, 56 ára
að aldri.“
Gaf Skútustaðahreppi
stærstan hluta höfðans 1970
Árið 1970 gaf Guðrún Pálsdóttur,
ekkja Héðins, Skútustaðahreppi
bæði eignarlandið og erfðafestuland-
ið, að undanskildum 1 til 2 hekturum
af eignarlandinu til minningar um
eiginmann sinn og einnig til minning-
ar um Þuru frá Garði og Hörð Jóns-
son frá Gafli en þau unnu mikið við
fegrun og uppgræðslu svæðisins eins
og áður segir. Hluti eignarlandsins
ásamt húsakosti sem var undanskil-
inn var áfram í eigu Guðrúnar og hét
áfram Höfði.
Guðrún andaðist 11. ágúst árið
2000 og kom eignarhlutinn í Höfða í
hlut barnabarna hennar við skipti á
dánarbúinu. Það er þessi hluti Höfða
sem verður boðinn upp í næsta mán-
uði.
Helstu heimildir: Morgunblaðið. Þeir settu svip á
öldina – Íslenskir stjórnmálamenn, Iðunn 1983. Mý-
vatnssveit á vefsíðunni www.randburg.com/is/myvatn
Einstæð náttúru-
perla við Mývatn
Sumarhús Héðinn Valdimarsson og Guðrún Pálsdóttir kona hans reistu þetta hús á höfðanum.
Hluti af Höfða í Mývatnssveit verður seldur á uppboði til
slita á sameign Svæðið er um tveir hektarar á stærð
Hlaðið Hleðslur Bárðar Halldórssonar þykja vel gerðar. Bárður varð fyrstur til búsetu í Höfða.
Snyrtisetrið ehf.
Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík
S. 533 3100 (Heilsuverndarstöðin)
Okkar frábæra tækni
eykur starfsemi kollagens
- og færir árin til baka