Morgunblaðið - 26.05.2008, Qupperneq 26
26 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þorgrímur Júl-íus Halldórsson
fæddist í Hafn-
arfirði 1. júlí 1927.
Hann andaðist á
Landspítalanum við
Hringbraut laug-
ardaginn 17. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Halldór Teitsson frá
Hólmfastskoti, f.
1886, d. 1967 og
Ingibjörg Jónsdóttir
frá Vindási á Rang-
árvöllum, f. 1891, d.
1954. Systkini Þorgríms eru Jón, f.
1918, d. 1997, Vilborg, f. 1920, Elí-
as, f. 1922, d. 1990, Guðrún Sigríð-
ur, f. 1923 og Þorbjörg, f. 1926, d.
1985.
Þorgrímur kvæntist 14. júlí
1956 Þuríði Þórarinsdóttir, f.
1932, dóttur Þórarins Magn-
ússonar skósmiðs, f. 1895, d. 1982
og Ingibjargar Guðmundsdóttir, f.
1900, d. 1989. Systkini Þuríðar eru
Magnús, f. 1924, d. 1996, Guð-
mundur, f. 1926, d. 1996, Helga
Áslaug, f. 1927 og Guðbjörg Ólína,
ingunni og var einn af stofnendum
frjálsa lífeyrissjóðsins FISK. Auk
þess sem hann m.a. tók þátt í störf-
um Landsmálafélagsins Fram og
var áhugamaður um útivist og tók
m.a. leiðsögumannaréttindi og var
ötull við landkynningar á náttúru
og sögu landsins í mörg ár. Eftir
að Þorgrímur hætti að vinna eyddi
hann meiri tíma í sumarbústað
þeirra hjóna í Þrastarskógi og
lagði mikinn metnað í bæði frá-
gang húss og lóðar. Best þótti hon-
um að hafa börn og barnabörnin
með í bústaðnum og því fleiri því
betra og þó húsið hafi ekki verið
stórt var alltaf pláss fyrir alla. Eft-
ir 40 ára búskap í einbýlishúsi
þeirra við Svöluhraun fluttu þau
hjónin á Lækjargötu 26 í nýtt fjöl-
býli en þar blómstraði áhugi Þor-
gríms fyrir fuglalífinu á Hamar-
kotslæknum og fékk fjölskyldan
oft nákvæma skýrslu um hátterni
gæsapara og álftanna á tjörninni.
Útför Þorgríms fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Bálför mun fara fram síðar.
f. 1929. Þorgrímur
og Þuríður eignuðust
tvö börn, þau eru: a)
Ingi Þór, f. 1957,
kvæntur Margréti
Jónu Jónsdóttur, f.
1957, börn þeirra eru
Helgi Marteinn, f.
1982, sambýliskona
Hlín Pálsdóttir, f.
1979, sonur þeirra er
Húnbogi Bjartur, f.
2008, Guðlaugur, f.
1983, Jóhann Óli, f.
1988, Elísabet María,
f. 1992 og Katrín
Þórey, f. 1994. b) Sigrún Björg, f.
1960.
Þorgrímur lærði rafvirkjun
1946 og síðan til loftskeytamanns
og vann sem slíkur til sjós á sínum
yngri árum en fór síðan til Banda-
ríkjanna til náms í raffræði og
vann hjá Fjarskiptastöð Varn-
arliðsins frá 1953 til 1996 þegar
hann lét af störfum vegna heils-
unnar. Þorgrímur var alla ævi
virkur í félagsmálum, starfaði
m.a. í tugi ára með Bandalagi ís-
lenskra Farfugla, í Kiwanishreyf-
Elsku pabbi minn.
Hinn 17. maí sl. var höggvið stórt
gat í tilveru mína þegar þú kvaddir
þennan heim. Ég veit að ég á marg-
ar og ljúfar minningar til að stoppa í
gatið en örið verður til staðar og lífið
aldrei eins og áður. Á togast tilfinn-
ingar, léttir og gleði, yfir að þú losn-
ir undan þeim þjáningum sem líf þitt
var orðið undir lokin og sjálfelska
mín að vilja hafa þig lengur hjá okk-
ur.
Með þessum orðum mínum vil ég
þakka fyrir það lán mitt að hafa
eignast þig ekki bara sem frábært
foreldri heldur sem einlægan vin í
gegnum líf mitt. Ég var pabbastelpa
sem krakki og strax sem unglingur
náðum við mjög vel saman og gátum
rætt ótrúlegustu mál þótt við vær-
um langt frá því að vera alltaf sam-
mála.
Það sem þó stendur upp úr er ást-
in og lífsgleðin í kringum ykkur
mömmu, alltaf var manni fagnað
hvort sem við kíktum við eða bara
slógum á þráðinn og þú áttir auðvelt
með að tjá ástvinum þínum hversu
vænt þér þótti um þá – það eru perl-
ur sem við eigum okkur til huggunar
á þessum erfiða tíma. Ég er svo lán-
söm að hafa dagleg samskipti við
foreldra mína og okkar fjölskyldu
oft líkt við ítalska stórfjölskyldu þar
sem okkur líður best öllum saman
hvert ofan í öðru.
Þú varst mikill og góður eigin-
maður, pabbi, afi og síðast mjög
stoltur langafi en áttir samt alltaf af-
gangs handa öðrum ættingjum og
óskyldum, ekki síst börnum, sem
löðuðust mjög að Dodda afa. Sam-
band ykkar mömmu var sérstaklega
náið og gott og missir hennar mikill
eftir rúmlega 50 ára hjónaband.
Lífsgildin sem þú kenndir okkur;
virðing fyrir öðrum, ábyrgð og hóg-
værð auk kærleiks og ekki síst lífs-
gleði og æðruleysi, lifa vonandi
áfram í okkur systkinunum og
næstu kynslóðum þér til heiðurs.
Líf þitt var ekki alltaf auðvelt,
sjúkraskráin ótrúleg lesning, en þú
tæklaðir lífið með bros á vör og
kvartaðir aldrei, varst alltaf eld-
hress og tilbúinn á ball eins og þú
orðaðir það, og erum við sannfærð
um að þetta viðhorf gaf þér auka-
tíma hér með okkur.
Ég vil þakka þeim fjölmörgu heil-
brigðisstarfsmönnum sem komu að
umönnun þinni og ekki síst einstöku
starfsfólki á 12G Landspítalanum
við Hringbraut sem fylgdi þér síð-
asta spölinn.
Hvíl í friði elsku pabbi minn, þín
Sigrún Björg.
Elsku afi, ég man alltaf þegar við
vorum lítil ég og Katrín og við fórum
oft með þér og ömmu að gefa gæs-
unum brauð og fórum svo kannski
inn í bílskúr með þér að smíða og
laga hluti. Mig langaði alltaf að vera
eins klár og þú að smíða og laga
hluti, en núna ertu bara farinn til
himna og situr þar og fylgist með
okkur sem vorum nánust þér og
vakir yfir okkur. Þótt þú sért farinn
þá munum við alltaf sjá hluta af þér í
börnum þínum, barnabörnum og
barnabarnabörnum, minning þín
mun alltaf lifa með þeim sem áttu
þann heiður að kynnast svona kát-
um og góðum manni eins og þér.
Ég á alltaf eftir að sakna þín.
Elísabet María Ingadóttir.
Doddi frændi er allur. Það er með
söknuði að við kveðjum þig Þor-
grímur Halldórsson, þó viss léttir,
eftir erfið veikindi hjá þér. Þú varst
með eindæmum góður maður sem
ekkert aumt máttir sjá, og varst allt-
af tilbúinn að hjálpa öðrum. Það var
gott að sækja þig heim, varst alltaf
tilbúinn að hlusta, hvort heldur mál-
in voru stór eða smá, þannig að
sjálfgefið var að þykja vænt um þig.
Þú varst var mikill fjölskyldumaður.
Börn hændust að þér og þú eign-
aðist mörg afabörn þó skyldleiki
væri ekki alltaf til staðar.
Við minnumst heimsókna til ykk-
ar Þuru á Svöluhraunið, þar sem
setið var í eldhúskróknum, spilað,
spjallað og slegið á létta strengi. Við
þökkum þér samfylgdina og hugul-
semi í okkar garð gegnum tíðina.
Við sendum Þuru og Sigrúnu, Inga
Þór og Möggu, Helga Martein, Hlín
og Húnboga Bjarti, Gulla, Jóhann
Óla, Elísabetu og Katrínu okkar
innilegustu samúðarkveðjur og megi
guð styrkja þau í sorg sinni og missi.
Minningin um góðan dreng lifir að
eilífu.
Guðni, Valgerður, Elías
Már, Atli og Árni Freyr.
Elsku afi.
Þú ert búinn að vera besti afi sem
nokkur hefur getað eignast. Ég er
svo heppin að þú varst afi minn.
Stundirnar sem þú varst með mér
voru bestu stundirnar mínar. Þú
varst alltaf að hjálpa okkur og
kenna okkur hvað væri rétt og
rangt. Uppi í sumarbústað var alltaf
skemmtilegast. Við fórum alltaf að
spila á spil og þú varst allaf bestur í
rommíi. Þú kenndir mér margföldun
og deilingu og margt, margt fleira.
Þessi næstu ár eiga eftir að vera
mikið öðruvísi án þín og erfitt að
fara í gegnum þau án afa míns, ég á
eftir að saknað þín svo mikið. Þú
varst svo góður við okkur ég vil bara
þakka þér fyrir öll árin sem ég og
systkini mín höfum verið með þér.
Og ég hlakka til að sjá þig aftur þeg-
ar ég fer frá þessum heimi og kem
til þín.
Kv. Litla prinsessan þín,
Katrín Þórey.
Við frétt um fráfall góðs vinar
stöðvast tíminn eitt andartak í æp-
andi þögn. Tómarúm myndast og
hluti af okkur hverfur með. En tóm-
ið fyllist aftur með lifandi minning-
arbrotum, sem mynda eina heild og
hinn látni lifir með okkur í huga og
hjarta ekki síður en í lifanda lífi.
Þorgrímur Halldórsson, hann
Doddi, á þennan sess í lífi okkar. Án
hans verður lífið ekki það sama, en
minningarnar ylja og hann verður
með okkur alla tíð í anda.
Ekki grunaði okkur, þegar við
réðum Sigrúnu dóttur hans sem
barnfóstru fyrir eldri son okkar,
þegar við fluttumst til Hafnarfjarð-
ar fyrir 36 árum, eftir langa fjarveru
erlendis, að við fengjum heila fjöl-
skyldu í kaupbæti. Doddi og Þura
höfðu einstakan hæfileika til að laða
að sér börn. Börnin okkar, sem þá
voru tvö, vildu helst hvergi annars
staðar vera. Yngri sonur okkar
fæddist svo á afmælisdegi Þuru og
fannst þeim hann hin besta afmæl-
isgjöf. Það má segja að þau hafi tek-
ið okkur undir sinn verndarvæng,
sambandið jókst og varð að góðri
vináttu. Ingi Þór, sonur þeirra, út-
skýrði mjög vel þessi tengsl síðar, að
við værum ættleidda fjölskyldan
þeirra. Ekki spillti það, að sumarbú-
staðir okkar eru í göngufjarlægð og
það var oft kátt í Grímsnesinu bæði í
leik og starfi. Doddi var handlaginn,
hugmyndaríkur og einstaklega
hjálplegur og á hann mörg hand-
tökin í viðhaldi og breytingum á bú-
staðnum okkar, sem bera vott um
útsjónarsemi hans og fagmennsku.
Það var viðkvæðið hjá börnunum
okkar hér áður fyrr, ef eitthvað
skemmdist eða bilaði: Hann Doddi
lagar þetta, og það gerði hann und-
antekningarlaust. Hann var „laga-
rinn“ í fjölskyldunni! Hjálpsemi
Dodda var ólýsanleg, Hann var allt-
af til staðar og eiga margir þeim
hjónum mikið að þakka, því að ekki
er Þura síðri. „Sælla er að gefa en
þiggja“ á ekki við neinn betur en
þau.
Það ríkti engin lognmolla í nálægð
Dodda, hann lá ekki á skoðunum
sínum, hvorki um menn né málefni,
vildi þó engan meiða og talaði aldrei
illa um neinn, en talaði tæpitungu-
laust við fólk, var hreinn og beinn.
Hann átti það til að ýkja örlítið eða
skreyta umræðuna, sérstaklega ef
hann fann, að kveikjuþráðurinn var
stuttur í viðmælanda, allt þó í
græskulausu gamni til að lífga upp
samveruna. Já, það var oft farið upp
á háa C, og svo hlegið dátt á eftir.
Og brosið hans, þegar stutt var í
púkann í honum, er ógleymanlegt.
Það eru forréttindi að eiga vini með
sömu viðhorf, skoðanir og húmor.
Engir okkur óskyldir hafa orðið
okkur eins náin og þau Doddi, Þura
og fjölskylda þeirra. Fyrir það vilj-
um við þakka í dag. Það eru verð-
mæti, sem mölur og ryð fá ekki
grandað.
Við vottum Þuru, Sigrúnu, Inga
Þór, Möggu og börnunum öllum
dýpstu samúð okkar. Innistæðan í
banka minninganna er svo mikil að
hún tæmist ekki og verður enn verð-
mætari með degi hverjum. Við sökn-
um hans öll, en minnumst hans best
með því að lifa áfram í anda hans í
gleði og bjartsýni, í trú á hið góða og
jákvæða.
Sigurveig og Pálmar.
Það er með trega í hjarta sem ég
kveð Þorgrím Halldórsson, Dodda
„afa“. Ég átti allt eins von á því að
hann myndi vinna enn einn sigurinn
í baráttunni við krabbann, því annar
eins dugnaðarforkur og baráttumað-
ur á engan sinn líka.
Þær eru ófáar minningarnar sem
ég á af heimsóknum mínum til Þuru
og Dodda í Svöluhraunið og í bú-
staðinn sem allar einkenndust af
mikilli gleði, hlátri og dugnaði. Ég
lærði svo ótal margt hjá þeim í æsku
og það var alltaf hægt að spjalla um
daginn og veginn því þau gáfu sér
alltaf tíma til að hlusta á barnslegar
hugrenningar ungs manns. Bílferðir
í gamla rauð, heimsóknir í herstöð-
ina, kartöflugarðarnir, gamli bústað-
urinn þar sem ég lærði að borða með
hníf og gaffli, staflarnir af National
Geographic, Villi vaskahúsdraugur,
Slyppugil og þjóðlegu spilastokk-
arnir. Þetta eru yndislegar minning-
ar.
Það lék allt í höndunum á Dodda
enda var hann alltaf kallaður Doddi
„lagari“ af okkur börnunum því það
var alvitað að hann gat lagað allt.
Það var svo gaman að vera með hon-
um þegar hann var að vinna að ýms-
um verkefnum því hann hætti ekki
fyrr en hann hafði fundið lausn á
vandamálinu, enda var hann afskap-
lega úrræðagóður.
Vinátta foreldra minna við Þuru
og Dodda hófst þegar Sigrún byrj-
aði að passa Svein Óla bróður og
þróaðist sú vinátta á þann hátt að ég
hef alltaf litið á þau sem afa minn og
ömmu. Það að hafa fengið að vera
litli afastrákurinn í fanginu á Dodda
er ómetanlegt og verð ég ávallt
þakklátur fyrir það.
Nú í seinni tíð var heilsunni farið
að hraka en aldrei fann maður nokk-
urn bilbug á Dodda og sneri hann
öllu upp í grín með sinni alkunnu
hnyttni.
Við Ella og dæturnar færum
Þuru, Sigrúnu, Inga Þór, Möggu og
börnunum innilegustu samúðar-
kveðjur okkar og biðjum Guð að
gefa þeim styrk á sorgarstund.
Það er sárt að horfa á eftir Dodda
en minningin um einstakan mann
mun lifa í hjörtum okkar allra sem
hafa notið þess að kynnast honum.
Hrafnkell Pálmarsson.
Doddi var farfugl. Hann var ekki
einn af þessum hljóðlátu mönnum.
Nærvera hans kallaði á athygli,
Þorgrímur Halldórsson
✝ Haukur Gunn-arsson fæddist í
Reykjavík 27. mars
1936. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 17.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Vigdís Odds-
dóttir, f. 20.12.
1904, d. 24.11.
1987 og Gunnar
Gils Jónsson, f.
11.8. 1910, d. 22.1.
1979. Systir Hauks
er Guðrún Oddný
Gunnarsdóttir, f. 18.7. 1944.
Hún var gift Ólafi Jónssyni, f.
13.5. 1946. Þau skildu á árinu
2006. Börn þeirra eru 1) Erla f.
19.1. 1976, gift
Guðmundi Helga
Sævarssyni, f. 26.7.
1974. Dóttir þeirra
er Sara, f. 8.1.
2005, og 2) Jón
Gunnar, f. 28.3
1980.
Haukur ólst upp
í Laugarnesinu og
gekk í Laugarnes-
skóla. Hann starf-
aði hjá Vatnsveitu
Reykjavíkur og
síðar Orkuveitu
Reykjavíkur til sjö-
tugs.
Útför Hauks verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Haukur var stóri bróðir hennar
mömmu, átta árum eldri og eru
mínar fyrstu minningar tengdar jól-
um þegar hann og Sigga frænka
voru með okkur heima í Arkarholt-
inu. Oft á tíðum þótti honum nóg
um æsinginn í okkur systkinunum á
aðfangadagskvöld þegar við biðum
óþreyjufull eftir að fullorðna fólkið
kláraði jólamatinn sinn svo við
kæmumst nú í pakkana. Aldrei
skildum við hvernig hægt var að
borða svona hægt og rólega og
njóta matarins eins og fullorðna
fólkið greinilega gerði þegar allir
þessir pakkar biðu undir trénu. Ég
held nú að hann hafi haft lúmskt
gaman af því að fylgjast með spenn-
ingnum í okkur því þegar allir voru
búnir að taka upp pakkana, þá voru
pakkarnir hans Hauks enn óopnaðir
hjá honum. Ég minntist þessara
tíma þegar hann var hjá okkur um
síðustu jól og ég, Gummi og Jón
Gunnar vorum orðin fullorðna fólk-
ið sem sat og naut matarins á með-
an Haukur og mamma hjálpuðu
Söru að byrja að opna pakkana.
Haukur var mjög barngóður og
veitti það honum mikla ánægju að
fylgjast með börnum að leik. Sara
dóttir mín naut góðs af sambandinu
við frænda sinn og var mjög
ánægjulegt að fylgjast með þeirra
samskiptum. Haukur kenndi Söru
að heilsa og kveðja með handabandi
þegar hún var rétt rúmlega árs-
gömul. Þau voru stórvinir og gaman
hversu tilbúinn hann var að gera
það sem hún bað hann um; róla,
renna eða fara á vegasaltið. Einnig
komu í ljós myndlistarhæfileikar
sem ég hafði ekki hugmynd um að
hann byggi yfir. Haukur og Sara
gátu setið og teiknað í langa stund.
Sú stutta stjórnaði og alveg sama
hvað hún sagði honum að teikna,
hvort það var fjólublá sól eða rönd-
ótt hús, alltaf gerði Haukur það
möglunarlaust.
Haukur hafði gaman af ferðalög-
um. Hann ferðaðist til Danmerkur
og Þýskalands og þegar við fjöl-
skyldan vorum til skamms tíma bú-
sett í Englandi þá heimsótti hann
okkur þangað. Hann sótti þó meira
í ferðalög innanlands og vildi þá
gjarnan heimsækja staði sem hann
hafði áður komið til og kynnast
sögu þeirra nánar.
Haukur greindist með krabba-
mein fyrir rúmu ári síðan og í byrj-
un þessa árs fór að halla undan
fæti. Síðustu tvo mánuði dvaldi
hann á Landspítalanum við Hring-
braut og vil ég fyrir hönd fjölskyld-
unnar koma á framfæri þakklæti til
lækna og hjúkrunarfólks á deild
13–D.
Hauks verður sárt saknað. Bless-
uð sé minning hans.
Erla Ólafsdóttir.
Hann Haukur okkar Gunnarsson
er farinn. Þegar Haukur lét af
störfum hjá Orkuveitu Reykjavíkur
sökum aldurs fyrir tveimur árum
hafði starfsaldur hans hjá Vatns-
veitu Reykjavíkur og síðar Orku-
veitunni náð yfir 50 ár. Hann var
með einn lengsta starfsaldur allra
starfsmanna fyrirtækisins.
Haukur var sérstakur – prúð-
menni og drengur góður – en ekki
allra. Hann fylgdist vel með þjóð-
málum og því sem var að gerast í
kringum hann á vinnustað þó ekki
virtist svo vera við fyrstu sýn. Mæt-
ing hans til vinnu var einstök.
Sendum innilegar samúðarkveðj-
ur til systur Hauks og aðstandenda.
Fyrrum samstarfsfólk hjá
Vatnsveitu Reykjavíkur.
Haukur Gunnarsson