Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 29 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9- 16.30, boccia kl. 10-11, félagsvist (4 skipta keppni) kl. 13.30-15.30. Árskógar 4 | Bað kl. 9-12, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9- 16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Myndbandssýn- ing kl. 13 – tónleikar með Garðari Thor Cortes. Almenn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, hádegisverður, bútasaumur, kaffi, slökunarnudd. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-12, leiðbeinandi er Halldóra, leikfimi kl. 10 með Guðný, myndlistarnámskeið kl. 13-16 með Hafdísi, brids kl. 16. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað kl. 13, kaffitár kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Starfsemi Gjábakka fellur niður næstu 2 vikur vegna endurbóta á húsnæði. Heim- sendingar verða eins og verið hefur og svarað verður í símann milli kl. 9- 10 virka daga. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postulínshópur kl. 9, létt ganga kl. 10. Hádegisverður, handavinnustofa opin frá kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9-10.30, karlaleikfimi kl.9.30, boccía kl. 10.30, gönguhópur kl. 11. skóla Jóns Péturs og Köru. Hárgreiðsla, fótaaðgerðir og handa- vinna kl. 9-16, boccia kl. 9, leikfimi kl. 11, hádegisverður kóræfing kl. 13- 15, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, bókband, handavinnustofan opin, morgunstund, boccia, framhalds- saga kl. 12.30, stóladans kl. 13.15, samsöngur með Sigríði kl. 13.30, spilað. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Félagsráðgjafi kl. 10 (anna hvern), salurinn opinn kl. 13, leikfimi kl. 13.15, boccia kl. 14, kaffi. Kirkjustarf Laugarneskirkja | Morgunbæn í kirkjunni kl. 8.10 . hádegismatur í Jónshúsi, pönt- unarsími:512-1502. opið til kl. 16. Félagsstarf Gerðubergs | Leiðsögn í vinnustofum fellur niður vegna frá- gangs að aflokinni handavinnu og listmunasýningu. Sund og leik- fimiæfingar í Breiðholtslaug. Frá há- degi spilasalur opinn. Kóræfing fell- ur niður. S. 5757720. Hraunbær 105 | Handavinna og út- skurður kl. 9, bænastund kl. 10, há- degismatur, myndlist kl. 13, kaffi. Hraunsel | Handverkssýning kl. 13- 16.30. Hvassaleiti 56-58 | Handverkssýn- ing í dag kl. 13-17, kaffiveitingar. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sport- húsinu kl. 9.30-11.30. Uppl. í síma 564-1490. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg- unkaffi og spjall kl. 9.30, sögustund og spjall/Sigurrós kl. 10.30, hand- verks- og bókastofa kl. 11.30, kaffi- veitingar kl. 14.30, söng- og sam- verustund kl. 15. Norðurbrún 1 | Vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-12, leiðbeinandi er Halldóra, leikfimi kl. 10 með Guðný, myndlistarnámskeið með Hafdísi kl. 13-16, brids kl. 14. Vesturgata 7 | Handverkssýning og sala kl. 13-17. Sigurgeir við flygilinn. Dans verður sýndur kl. 15 frá Dans- dagbók Í dag er mánudagur 26. maí, 147. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jh. 15, 13.) Rannsóknasetur í fötl-unarfræðum við HáskólaÍslands heldur í dag kynn-ingu undir yfirskriftinni Notendastýrð þjónusta –hug- myndafræði og framkvæmd. Kynningin er haldin í samstarfi við Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Landssamtökin Þroskahjálp og ÖBÍ og fer fram í Sjálfsbjargarhúsinu, Há- túni 12, kl. 10 til 12 í dag. Hrefna K. Óskarsdóttir er verkefn- isstjóri hjá Rannsóknasetri í fötlunar- fræðum: „Við höfum fengið til okkar dr. Peter Anderberg fræðimann við Háskólann í Lundi, og mun hann segja okkur frá hugmyndafræðinni á bak við notendastýrða þjónustu og hvernig henni hefur verið komið á í Svíþjóð,“ segir Hrefna sem sjálf vann rannsókn á þjónustu við ungt fatlað fólk á Íslandi sem verkefni sitt til meistaraprófs í fötlunarfræðum. Hugmyndafræði notendastýrðrar þjónustu á rætur sínar að rekja til Berkeley-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum: „Þegar hreyfihaml- aðir og fatlaðir nemendur hófu nám við skólann í kringum árið 1960 var þeim búin aðstaða á sjúkrastofnunum. Þetta voru nemendurnir óhressir með og hófu að berjast fyrir því að fá þjón- ustu sem gera myndi þeim kleift að búa meðal annarra stúdenta við há- skólann. Þarna urðu til samtök sem lögðu áherslu á að fatlaðir ein- staklingar þurfi á þjónustu og aðstoð að halda í sínu daglega lífi, en það eigi að vera ákvörðun þeirra sjálfra hvern- ig sú þjónusta sé veitt og hvert þeir leiti eftir þjónustu. Þessi samtök og hugmyndafræði þeirra hafa síðan breiðst út um hinn vestræna heim,“ segir Hrefna. Hrefna segir raunina vera þá að sú þjónusta sem félagslega kerfið veitir fötluðu fólki krefjist þess að ein- staklingurinn lagi sig að þjónustunni, en ekki öfugt. „Til dæmis getur það farið eftir tíma starfsfólks hversu oft fatlað fólk sem þarf á aðstoð að halda getur komist í bað í hverri viku og klukkan hvað þeir geta eldað. Þá stendur þeim ekki til boða aðstoð sem gerir þeim kleift að sinna áhugamálum sínum eða öðru utan grunnþarfa.“ Háskóli Íslands býður upp á dipl- óma- og meistaranám í fötlunar- fræðum næsta vetur og er umsókna- frestur fyrir diplómanámið til 5. júní n.k. Finna má nánari upplýsingar á vefsetrinu www.fotlunarfraedi.hi.is Samfélag | Kynning á notendastýrðri þjónustu fyrir fatlaða í dag kl. 10 Aðstoð til sjálfstæðs lífs  Hrefna K. Ósk- arsdóttir fæddist í Reykjavík 1954. Hún lauk stúd- entsprófi frá KÍ 1976, stundaði iðjuþjálfanám í Þýskalandi og lauk meist- aranámi í fötl- unarfræðum frá HÍ 2005. Hrefna starfaði hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra en hefur frá 2005 verið verkefnisstjóri við Rannsóknasetur í fötlunarfræðum. Eiginmaður Hrefnu er Georg Karonina, yfirm. tölvumála hjá Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins. Fyrirlestrar og fundir Grand Hótel Reykjavík | Verkefnalausnir standa fyrir morgunverðarfundi 27. maí kl. 8-10. Þar mun Chris Harmon fram- kvæmdastjóri Mindjet í Norður- Evrópu kynna Beta útgáfu Mindjet CONNECT. Að- gangseyrir er 2.000 kr. Skráning fer fram á: http://www.verkefnalausnir.is/ component/option,com_forme/fid,1/ Háskólatorg, Hringstofa | Í dag 26. maí mun hagfræðideild Háskóla Íslands bjóða til fyrirlesturs: Lýðræðis-skjálfti (Democra- tic Errors) Christopher Ellis er prófessor í hagfræði við Háskólann í Oregon og hefur stundað rannsóknir bæði á sviði þjóð- hagfræði og hagfræði hins opinbera. Að- gangur ókeypis. Vodafone-völlurinn, sem er nýr keppnisvöllur knatt- spyrnufélagsins Vals á Hlíðarenda var formlega vígður í gær. Valsarar fjölmenntu á völlinn af þessu tilefni. Grímur Sæmundsen, formaður Vals, flutti ávarp, séra Vigfús Þór Árnason blessaði völlinn og heiðursgestur var Ólafur F. Magnússon borgarstjóri. Síðan hófst leik- ur Vals og Fjölnis á vellinum og fóru leikar þannig að Valur sigraði, 2-1. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sigur í fyrsta leik á Vodafone-vellinum Eftir Jóhann A. Kristjánsson ÓLAFUR Bragi Jónsson frá Egils- stöðum sigraði í sérútbúnum flokki í fyrstu umferð Íslandsmeistaramóts- ins í torfæruakstri og sýndi með því og sannaði að góður árangur hans á síðasta ári var engin tilviljun. Ólafur Bragi ók mjög vel í keppninni sem var haldin við Hellu á laugardaginn og átti sigurinn sannanlega skilinn. Það var að sjálfsögðu Flugbjörg- unarsveitin á Hellu sem hélt keppn- ina en torfærukeppnir hafa verið einn liður í fjáröflun sveitarinnar frá árinu 1973. Keppinautar Ólafs Braga voru engir aukvisar en það var Gísli Gunnar Jónsson sem varð í öðru sæti. Íslandsmeistari síðasta árs, Gunnar Gunnarsson á Trúðnum, varð að láta sér lynda 3. sætið og akstursíþróttamaður ársins 2007, Sigurður Þór Jónsson á Tröllinu, fylgdi þar fast á eftir í fjórða sætinu. Tveir erlendir keppendur komu að þessu sinni til landsins til keppni í heimsbikarmótinu en það voru Norðmennirnir Ole Graversen og Roar Johansen. Árangur þeirra var ekki mikill en hugsanlega voru þeir að spara bíla sína fyrir 2. umferð mótsins sem ekin var í gær, sunnu- dag. Ole Graversen varð í 9. sæti á laugardaginn og Roar Johansen náði 11. sætinu Dalamönnum vex ásmegin Svo virðist sem Dalamaðurinn Bjarki Reynisson hafi unnið heima- vinnuna sína vel í vetur því hann sigraði í flokki breyttra götubíla. Bjarki tók sig til í vetur og end- urbyggði keppnisbíl sinn, Dýrið, og virðist sú vinna hafa tekist mjög vel ef marka má árangur hans í þessari fyrstu keppni. Íslandsmeistari síð- ustu ára, Ragnar Róbertsson á N1 Willysnum, lenti að þessu sinni í 2. sæti og Hafsteinn Þorvaldsson, sem var að keppa í sinni fyrstu keppni, náði 3. sætinu. Páll Pálsson bestur í götubílaflokki Í götubílaflokki átti Íslandsmeist- ari síðasta árs, Páll Pálsson, meira láni að fagna en félagar hans í hinum flokkunum því hann sigraði í sínum flokki. Haukur Þorvaldsson, sem var að keppa í fyrsta sinn, varð annar og gamli torfærujaxlinn, Steingrímur Bjarnason, náði þriðja sætinu. Ólafur Bragi sigraði í fyrstu torfæru- keppni sumarsins Ljósmynd/JAK Í loftköstum Refur Ólafs Braga Jónssonar fer hér í loftköstum í tímabraut- inni á Hellu en Ólafur Bragi sigraði í fyrstu torfærukeppni sumarsins. Ljósmynd/JAK Trúður valt Gunnar Gunnarsson á Trúðnum varð Íslandsmeistari 2008 en lánið lék ekki alveg við hann á Hellu að þessu sinni. Hér veltir hann Trúðnum í fimmtu braut. Ljósmynd/JAK Bein braut Dalabóndinn knái, Bjarki Reynisson, kom, sá og sigraði í flokki breyttra götubíla í fyrstu torfærukeppni sumarsins. Hér er það mýrin fræga á Hellu sem reynist Bjarka enginn farartálmi að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.