Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Nei, Haarde, það þarf ekki að blása svona fast, það er bara eitt kerti. VEÐUR Forseti lýðveldisins hefur veriðendurkjörinn til næstu fjögurra ára eins og við mátti búast. Ekkert mótframboð kom og þess vegna eng- ar kosningar. Það er ekki komið að því enn á Íslandi að sá sem situr í embætti forseta geti átt von á mót- framboði, sem einhver veigur er í. En sjálfsagt kemur að því.     Hins vegarveldur sú staðreynd að for- setinn er sjálf- kjörinn því, að ekki gefst tæki- færi til að ræða embættisfærslu hans og þann far- veg, sem Ólafur Ragnar hefur beint embætti forset- ans í.     Það er skaði vegna þess að fullástæða er til slíkra umræðna.     Ef þær eru hins vegar teknar uppaf öðru tilefni en því að kosn- ingar fari fram til forsetaembættis er alltaf hætta á að gagnrýni sé túlk- uð sem árás á forsetann, sem hún að sjálfsögðu er ekki í lýðræðis- þjóðfélagi eins og okkar, þar sem slíkar umræður eru sjálfsagðar.     Raunar hefur það margoft komiðfram hjá núverandi forseta sjálfum, að hann telur slíkar umræð- ur eðlilegar og sjálfsagðar.     Mörgum þykir nóg um umsvif for-setaembættisins í samskiptum við önnur ríki.     Aðrir velta fyrir sér umsvifum for-setans í kringum íslenzk fyr- irtæki á alþjóðavettvangi.     Forvitnilegust er þó spurningin umtengsl forsetans við auðmenn víðs vegar um heim, sem ekki verð- ur svarað í þeirri kosningabaráttu, sem ekki verður. STAKSTEINAR Ólafur Ragnar Grímsson Forsetinn sjálfkjörinn SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -                         12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                   :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?                                                 *$BC                       !"       # $   % & &'  "  ( )   *! $$ B *!  !"    # $  %& <2 <! <2 <! <2 $ " ' ( )*+,  CD                   <   (   !"      % ' &'  "      (    *' '*  +  , !" -!!!      .% +$   *  &&  "  ))( 6 2           !"    #   % &  &&  "  )(( -. //  %0# +%' ( Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Guðríður Haraldsdóttir | 25. maí 2008 Stefnumót við mjólkurkælinn Okkur erfðaprins lang- aði í eitthvað gott til að maula með Evróvisjón í gær og skruppum í Krónuna. Við sleikt- um út um þegar við sáum óverðmerkt Ti- ramisú í kælinum og skelltum í körf- una. Skiluðum því síðan … það kost- aði yfir 1.000 kall. Keyptum einn snakkpoka á 189 krónur en útlenska tegundin kostaði næstum 400 kall. Meira: gurrihar.blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 25. maí 2008 Getspeki Sigmars Mikið déskoti var Sig- mar seigur að giska á einkunnagjöf þjóðanna í Júróvisjóninni. Það er eiginlega það sem stendur upp úr svona fyrir utan frammistöðu Íslendinganna. Getspeki Sigmars segir manni líka að tónlistin sjálf skipar æ minni sess í keppninni. Þetta er auðvitað fyrst og fremst markaðstorg þar sem þjóð- irnar keppast við að vekja athygli á sér fyrir fjárfestum, ferðamönnum og alþjóðlegum verslunarkeðjum. Meira: olinathorv.blog.is Gestur Guðjónsson | 25. maí 2008 Ekki svarar borgarstjórinn Ólafur F Magnússon hélt því fram í fjöl- miðlum að framsókn- armenn bæru ábyrgð á því hvernig fyrir mið- borginni er komið með því að draga taum og hygla verktökum og peningamönnum [...]. Ég óskaði bréflega eftir því við hann að hann útskýrði fyrir mér í hverju ábyrgð mín væri fólgin, svo ég gæti bætt ráð mitt. Ekkert svar hefur enn borist, tæpum 2 mánuðum síðar. Meira: gesturgudjonsson.blog.is Óli Jón | 25. maí 2008 Lausn á umhverfis- vandamáli? Á vefnum wired.com er að finna áhugaverða frétt um sextán ára kanadískan vísinda- mann sem vann mikið afrek á dögunum. Venjulegir innkaupa- pokar úr plasti eru mikið skaðræði í umhverfinu, enda tekur það náttúr- una afar langan tíma að brjóta þá niður, jafnvel þúsundir ára. Daniel Burd hafði lengi velt þessu fyrir sér og þóttist viss um að það væru bakt- eríur sem ynnu á plastinu, jafnvel þótt það tæki svo langan tíma. Hann gerði því röð tilrauna þar sem hann gróf tætta plastpoka í ólíkum gerðum jarðvegs íblönduðum geri og vættum með venjulegu kranavatni. Með þessu gat hann einangrað tvær gerð- ir baktería sem voru einstaklega áfjáðar í að japla á plastinu. Burd fann út að við ákjósanlegar kringumstæður hakka þessar bakt- eríur plastið í sig á þremur mánuðum í stað þúsunda ára. Úrgangurinn verður vatn og örlítið kolefni. Vís- indamaðurinn ungi fullyrðir að einfalt sé að útbúa afkastamikla „akra“ þar sem plast er grafið í hentugan svörð svo það geti horfið á þremur mán- uðum. Ég hvet forráðamenn Sorpu til þess að kynna sér þetta mál og gera tilraunir með þetta hér heima. Þetta gæti verið áhugavert samstarfsverk- efni með einhverjum háskólanna. Innkaupapokar eru afar fjandsam- legir umhverfinu, en líklega hag- kvæmasta lausnin á því vandamáli sem þeim er ætlað að leysa, þ.e.a.s. fyrir utan endurnýtanlega taupoka. Ég heyrði í þætti á BBC World Ser- vice um daginn að nú ætti að banna þá alfarið í Úganda, en þar er akur- lendi víða orðið ónothæft vegna mik- illar plastmengunar. Undir þunnri moldarhulu er þykkt lag af plasti sem einangrar jarðveginn frá súrefni, regni og ljúfu faðmlagi sólar. Nokkur önnur lönd eru að feta þennan sama veg og er þess skemmst að minnast að Kína hefur nú bannað að plastpokar séu ókeyp- is í verslunum. Fyrir utan umhverfis- mengun sem hlýst af pokunum sjálf- um fara 37 milljón olíutunnur árlega í framleiðslu innkaupapoka fyrir kín- verskan markað. Plast er líka löngu orðið stórt vandamál í hafsvæðum jarðar. Meira: olijon.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR Á DÖGUNUM var kjörin ný stjórn Nemendafélags Verzl- unarskóla Íslands. Þegar ný- kjörin stjórn fór að taka til í rými nemendafélagsins fundust um 400 gamlir bolir. Bolirnir eru frá uppsetningu á Nem- endamótsleikriti Verzlinga síð- astliðin tvö ár, einnig eru gaml- ir klappliðsbúningar sem eru úreltir vegna breytts stuðnings- aðila. Stjórn nemendafélagsins safnaði bolunum saman og setti í kassa og gaf þá til hjálp- arstarfs Rauða krossins sem sendi þá til Afríku. Á myndinni má sjá stjórn nem- endafélagsins afhenda fulltrúa Rauða krossins bolina. Á mynd- inni eru frá vinstri: Stefán Þór Helgason féhirðir, Hafsteinn Gunnar Hauksson, forseti NFVÍ, Einar Brynjarsson formaður Mál- fundafélags, Oddur Sturluson for- maður Listafélags, Birgir Þór Harðarson ritstjóri Verzl- unarskólablaðsins V75, ónafn- greindur fulltrúi Rauða krossins, Pálmi Ragnar Ásgeirsson formað- ur nemendamótsnefndar, Gunnar Már Þorleifsson formaður skemmtinefndar. NFVÍ gefur gamla boli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.