Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 19
ferðalög MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 19 Eftir Hönnu Friðriksdóttur Mikið mæðir á Ítölum þessadagana og ímynd þeirra útá við hefur ekki verið með besta móti undanfarið. Ólestur í rusl- málum í Napólí, allt í hönk í pólitík- inni og innviðir þjóðfélagsins á mörg- um sviðum að sligast undan vaxtahamlandi kerfum og gildum. Það er leitt að öll þessi neikvæðni hefur líka bitnað á málaflokkum sem eru að flestu leyti til fyrirmyndar þar í landi, s.s. matvælaframleiðslu og eftirliti með henni og túristaiðn- aðinum. Japanir settu innflutningsbann á mozzarellaost frá Campania-héraði í kjölfar endalausra og miður lystauk- andi ruslfrétta þar úr héraði og hótel á Caprí og í Napólíflóa stóðu hálftóm um páskana, en venjulegast er þar krökkt af túristum á þeim tíma. Þrátt fyrir mikið svekkelsi þjóðarinnar með ástandið hafa Ítalir (sem eru nú þekktir fyrir sína léttu lund) þó verið að grínast sín á milli með það og menn talað um að siga hinum „hættulega“ mozzarella frá Camp- ania á fólk sem hagi sér miður vel. Virðing fyrir hráefninu Ítalir búa að aldalangri hefð fyrir sérhæfðri framleiðslu landbúnaðar- vara heima á bæjum og mikilvægi matarframleiðslu í héraði er gífur- legt og mikil áhersla lögð á hana. Til vitnis um þetta eru hin fjölmörgu upprunavernduðu matvæli DOP sbr. Parmigiano reggiano-osturinn, Parmaskinkan, Campania mozz- arella-osturinn, balsamedikið frá Modena, Gorgonzolaostur o.fl. Í þessum efnum gætu Íslendingar og aðrar þjóðir lært mikið af Ítölum. Ítalir bera mikla virðingu fyrir mat og eru afar stoltir af sínum hér- aðsbundnu hráefnum og þar með af- urðum sem úr þeim eru unnar. Parma er án efa ókrýnd höfuðborg svæðisbundinna gæðaafurða og Mat- vælaöryggisstofnun EFSA var valið aðsetur í Parma einmitt vegna hins góða orðspors sem af svæðinu fer á sviði matvælaframleiðslu og eftirlits. Allt árið um kring eru haldnir mat- arviðburðir, svokallaðar „sagre“, í öllum héruðum Ítalíu sem tileinkaðar eru hráefnunum og matarmenning- unni í kringum þau. Hver „sagra“ er gjarnan tileinkuð einu hráefni í einu, sbr. hátíð fjallaspergilsins í Piegaro í apríl og Proseccovorsýningarnar í Conigliano og Valdobbiadene. Matarsöfn og matarmenningarleiðangrar En Ítalir láta sér ekki nægja að halda hátíðir tileinkaðar sínum frá- bæru hráefnum og afurðum, heldur helga þeim jafnvel heilu söfnin. Parma hefur vinninginn á þessu sviði, því þar eru fjögur söfn til- einkuð hinum þremur eðlu DOP- afurðum sem eru stolt héraðsins en það eru Prosciutto di Parma (Parma- skinkan), Parmigiano Reggiano (Parmesanosturinn) og Il Salame di Felino (salamípylsan frá Felino). Síð- an er þar líka safn tileinkað einu af lykilhráefnum ítalskrar matar- gerðar, tómatinum. Matarsöfnin á Ítalíu eru skemmti- legt innlegg í matarmenningu og ferðamannaiðnað landsins. Hér eru sérvalin svæðisbundin matvæli látin njóta sín og saga þeirra rakin í menningarlegu og efnahagslegu til- liti. Með þeim tvinnast matarmenn- ingin á lifandi hátt inn í ferðaiðnað landsins og til verða matar- og vín- tengdar ferðaleiðir (enogastronomi- cal tourism), en slík tenging hefur verið að ryðja sér braut í æ ríkara mæli undanfarin ár, sbr. tímarit eins og Vogue, Entertaining & Travel, hið bandaríska Food and Travel og hið ítalska Viaggi e Sapori. Matar- og víntengdir leiðangrar, hátíðir og við- burðir eru skemmtileg viðbót við hina klassísku ferðamöguleika, söfn o.fl. sem í boði eru fyrir í hverju hér- aði. Matarsafnið Ítalía Parmalæramerking Parma- skinkulærin merkt hinum dýrmæta upprunaverndunarstimpli. Ljósmynd/ Parma – Musei del cibo Parmigiano Parmesanostagerð er vandasamt verk. Heimasíða matarsafnanna í Parma www.museidelcibo.it Fleiri matarsöfn á Ítalíu www.museodellolivo.com www.museodellapasta.- itwww.museodelgusto.it Hér er að finna lista yfir allar helstu matarhátíðir og -viðburði, „sagre“, á Ítalíu www.prodottitipici.com/sagre/ Maggio/mese.ht D AG A3 OPNUM EFTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.