Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HÚSNÆÐISKOSTNAÐUR er mál málanna hjá þúsundum borg- arbúa sem hafa greiðslubyrði um eða yfir greiðslugetu. Þetta á sér- staklega við um fólk á almennum leigumarkaði, en einn- ig hjá þeim sem „eiga“ íbúðir með áhvílandi lánum, umfram eignir. Húsnæðisleysi og ótryggt húsnæði er staðreynd hjá rúmlega þúsund fjölskyldum í Reykjavík og bíða þær árangurslítið eftir fé- lagslegu leiguhúsnæði í eigu Félagsbústaða borgarinnar eða eftir húsnæðisúrlausnum félagasamtaka. Lengi hefur verið beðið þeirrar lausnar sem felst í öfl- ugum almennum leigumarkaði sem býður upp á öruggar leiguíbúðir til langs tíma. Nú virðist sem íbúðum í almennri leigu fjölgi umtalsvert en til þess að tækifærin renni okkur ekki úr greipum þurfum við að bregðast skjótt við. Sérstakar húsaleigubætur Sérstakar húsaleigubætur voru innleiddar í Reykjavík árið 2004 til að mæta þörf þeirra sem verst voru staddir félags- og fjárhagslega á húsnæðismarkaði, en fengu þó ekki úthlutaða íbúð í eigu Félagsbústaða. Á þeim tíma voru rúmlega 1000 ein- staklingar og/eða fjölskyldur á bið- lista eftir félagslegu leiguhúsnæði. Eftir að ríflega 400 heimili þáðu sérstakar húsaleigubætur og leigðu húsnæði á almennum leigumarkaði fækkaði á biðlistanum sem þeim fjölda nam. Almenni leigumark- aðurinn varð raunverulegur val- kostur fyrir fólk Sérstakar húsaleigubætur hafa að meðtöldum almennum húsa- leigubótum frá upphafi verið að há- marki 50.000 kr. á mánuði. Á sama tíma hefur leiga hækkað umtals- vert. Í nýlegu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um aðgerðir í húsnæð- ismálum var ákveðið að hækka þessa heildargreiðslu í 70.000 kr. og í fyrsta sinn viðurkenndi ríkisvaldið sérstakar húsaleigubætur sem framtíðarvalkost fyrir þá sem leigja á almennum markaði, og hefur ákveðið að endurgreiða sveit- arfélögum sem bjóða þessar bætur 60% af heildarkostnaði. Sérstakar húsa- leigubætur nái til fleiri heimila Í samkomulaginu var einnig gert ráð fyr- ir að sérstakar húsa- leigubætur nái til fleiri heimila en áður. Hing- að til hefur réttur fólks til slíkra bóta verið mjög takmarkaður. Aðstæður fólks eru metnar til stiga, og til að einfalda málin, þarf einstaklingur að lág- marki níu stig til að eiga rétt á sér- stökum húsaleigubótum. Vinna þarf markvisst að því að sérstakar húsa- leigubætur nái til fleiri. Margir af þeim sem eru á biðlista eftir hús- næði á vegum Reykjavíkurborgar, um 800 manns, eiga ekki rétt á sér- stökum húsaleigubótum, fá ekki út- hlutað húsnæði, ráða ekki við leigu á almennum markaði og hafa enga möguleika á kaupum. Ef við lækk- um stigafjöldann um 2 stig náum við til flestra á þessum biðlista og þeir gætu leigt á almennum mark- aði. Viðbótarkostnaður hefur verið gróflega áætlaður um 20 milljónir á ári sem er ekki há upphæð í sam- hengi við margt annað. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsókn- arflokks lögðu fram svohljóðandi til- lögu á síðasta fundi velferðarráðs (tillögunni var frestað en von er til þess að hún verði afgreidd jákvætt á næsta fundi ráðsins 28. maí næst- komandi): „Velferðarráð samþykkir að velferðarsvið leggi fyrir velferð- arráð útfærðar og kostnaðarmetnar tillögur sem miða að því að rýmka skilyrðin fyrir sérstökum húsa- leigubótum frá því sem nú gildir. Markmiðið er að vinna að því að fjölga þeim heimilum í Reykjavík sem eigi kost á sérstökum húsa- leigubótum og bjóða þannig þeim sem nú eru á biðlista eftir fé- lagslegu leiguhúsnæði úrræði á al- mennum markaði og mæta fyr- irsjáanlegum vanda sem mun skapast á næstu mánuðum.“ Gott fyrir íbúðaeigendur En sérstakar húsaleigubætur hjálpa ekki bara þeim sem annars geta ekki greitt uppsett leiguverð – þær eru forsenda þess að efla al- menna leigumarkaðinn. Og hér blasa tækifærin við. Hundruð ef ekki þúsundir íbúða eru óseldar á höfuðborgarsvæðinu, vilji er hjá fé- lagsmálaráðherra og stjórnendum Íbúðalánasjóðs til að skoða breytta lánamöguleika og að öllum líkindum mun Reykjavíkurborg og vænt- anlega fleiri sveitarfélög vilja styðja fólk til greiðslu leigu með sér- stökum húsaleigubótum. Svo sann- arlega lítur út fyrir að kominn sé byr í seglin. Allir njóta góðs af, leigutakar og leigusalar sem geta verið nokkuð vissir um að leigutak- inn geti staðið við sínar skuldbind- ingar. Reykjavík var fyrst allra sveitar- félaga til að taka upp sérstakar húsaleigubætur árið 2004. Borgin getur nú orðið fyrst sveitarfélaga til að uppfylla það ákvæði í sam- komulagi ríkis og sveitarfélaga að rýmka skilyrði vegna sérstakra húsaleigubóta þannig að þær nái til fleiri heimila. Einungis þannig gef- um við almenna leigumarkaðinum á Íslandi tækifæri til að ná fótfestu. Velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur tækifæri til að stíga það mik- ilvæga framfaraskref á næsta fundi sínum. Tækifæri fyrir almennan leigumarkað Björk Vilhelmsdóttir skrifar um húsaleigubætur »Nú virðist sem íbúð- um í almennri leigu fjölgi umtalsvert en til þess að tækifærin renni okkur ekki úr greipum þurfum við að bregðast skjótt við. Björk Vilhelmsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar MARKAÐSSETNING, er bein- ist að börnum og unglingum, hefur færst í vöxt á síðustu árum. Sífellt er leitað nýrra leiða til að ná til unga fólksins og eru óbein- ar auglýsingar og dulbúin markaðs- setning nú orðið dag- legt brauð hjá börn- um og unglingum. Töluvert er um að fólk hafi samband við skrifstofu umboðs- manns barna vegna markaðssetningar sem ætlað er að ná til barna og unglinga sem og vegna auglýs- inga þar sem börn eru sýnd við óæski- legar aðstæður. Fjölmargar ábend- ingar hafa borist tals- manni neytenda og umboðsmanni barna um að brýnt sé að tekið sé á þessu sí- vaxandi markaðsáreiti sem margir telja vera orðið vandamál. Á opnu málþingi sem embættin héldu ásamt samtökunum Heimili og skóli 1. mars 2006 kom fram sá almenni vilji að frekari mörk þyrfti að setja við markaðssókn sem beinist að börnum. Málþingið bar yfirskriftina „Börn og auglýs- ingar. Er vilji til að setja frekari mörk við markaðssókn sem beinist að börnum?“ Í þau tvö ár sem síð- an eru liðin hafa umboðsmaður barna og talsmaður neytenda leit- ast við að skilgreina vandamálin og finna mögulegar lausnir. Umboðs- maður barna og talsmaður neyt- enda telja mikilvægt að sam- komulag náist um hvar mörkin liggi og hafa embættin því haft samráð við um 50 aðila undanfarna mánuði til að ná sátt um viðmið- unarreglur um frekari mörk við markaðssókn sem beinist að börn- um. Auðveldum foreldrum stjórnina Með frumkvæði þessara embætta er ætlunin að aðstoða foreldra og aðra forsjár- og umsjáraðila barna við að vernda börn í þessum efnum. Ekki er verið að taka ábyrgðina af foreldrum eða öðrum heldur að auðvelda þeim að stýra því hvort, hvenær, hve mikið og hvernig börn verða fyrir markaðssókn. Umboðsmaður barna hefur frá því að embættið var stofnað leitast við að fá afstöðu barnanna sjálfra í hinum ýmsum málum og var það einnig gert í þessu máli. Börnin voru meðal annars spurð eftirfar- andi spurningar á vefnum barn.is í tíð þáverandi umboðsmanns barna, Ingibjargar Rafnar: „Hafa auglýs- ingar áhrif á börn? Ef já, hvernig helst? Skiptir máli hvað börnin eru göm- ul?“ Við fengum mjög áhugaverð svör frá börnunum og hér koma nokkur dæmi: „Góðan daginn … Já, sumar auglýsingar hafa áhrif á börn. Ef það eru kannski lítil börn sem deyja í um- ferðarslysum verða kannski börn hrædd. Bjórauglýsingar geta haft áhrif á börn. Það skiptir miklu máli hvað börnin eru gömul. 1-7 ára börn eru viðkvæm- ust. 7-12 eru svona já og nei viðkvæm en svo þeir sem eru 13 og eldri eiga nú að þola þetta …“ 13 ára stúlka. „Já, sérstaklega ef talað er um vinninga, gjafir og leiki.“ 8 ára drengur. „Mér finnst auglýs- ingar sem eru að aug- lýsa svona fallegar konur pirrandi, ég fer að hugsa að af hverju ég ætti ekki líka að vera svona falleg!“ 11 ára stúlka. „Pottþétt.“ 9 ára stúlka. Leiðbeiningar um aukna neytendavernd barna Síðastliðinn sunnudag, 25. maí, héldum við í fyrsta sinn upp á dag barnsins á Íslandi. Markmið dags- ins er að minna landsmenn á þessa mikilvægu þegna, koma málefnum barna á framfæri og leyfa rödd barna að hljóma. Umboðsmaður barna vill óska börnunum til ham- ingju með daginn og í leiðinni láta þau vita að á næstunni verði gefnar út leiðbeinandi reglur frá embætt- unum um aukna neytendavernd fyrir börn. Umboðsmaður barna og talsmaður neytenda skora á sam- félagið að virða þessar reglur og taka höndum saman við að tak- marka markaðsáreiti sem beinist að börnunum og tryggja þeim í leiðinni aukna neytendavernd. For- eldrar bera auðvitað fyrst og fremst ábyrgð á velferð barna sinna en nauðsynlegt er að sam- félagið í heild hjálpist að við að bjóða unga fólkinu upp á góð upp- eldisskilyrði þar sem hlúð er að sið- ferðisvitund og virðingu. Leyfum börnunum að vera börn. „Pottþétt“ Margrét María Sigurðardóttir skrifar um markaðssetningu sem beinist að börnum Margrét M. Sigurðardóttir »Umboðs- maður barna og talsmaður neytenda skora á samfélagið að … taka hönd- um saman við að takmarka mark- aðsáreiti sem beinist að börn- unum … Höfundur er umboðsmaður barna. FYRIRSÖGN á forsíðu Morg- unblaðsins föstudaginn 23. maí og vönduð fræðslugrein Kristínar Gígju Einarsdóttur tannlæknis í sama blaði vakti hjá mér von um að nú sé að hefjast hér á landi nýtt tímabil með bættri tannheilsu í kjölfar aukinnar fræðslu og að- haldsaðgerða. Vonandi skilar þetta Íslendingum aftur í hóp þjóða með bestar tennur, líkt og gerðist þegar tókst að bæta tann- heilsu okkar um 75% á tólf árum. Tannverndarráð barðist fyrir að kaupmenn leyfðu ekki að sæl- gæti væri haft við greiðslukass- ana og heiðraði þáverandi heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra Ingibjörg Pálmadóttir m.a. einn þeirra fyrir gott fordæmi í þessu máli. Ber að fagna framgöngu umboðsmanns barna, Margrétar Maríu Sigurð- ardóttur, varðandi málið. Í Noregi mun vera bannað að hafa sælgæti við afgreiðslukassa. Við getum öll verið sammála um að foreldrar sem bíða eftir að greiða vörurnar í innkaupakörf- unni eru settir í óþægilega að- stöðu um leið og þeir reyna að ljúka innkaupum. Þá getur verið auðveldast að gefa barninu það sem hendi er næst, sætindi, til að fá frið. Magnús R. Gíslason Gos og sælgæti frá kössunum Höfundur er fyrrverandi yfirtannlæknir. AÐ undanförnu höf- um við orðið vitni að miklum tíðindum frá Akranesi, og nýjustu fréttirnar eru þær að Karen Jónsdóttir hef- ur sagt sig úr Frjáls- lynda flokknum. Þá- verandi flokksbróðir hennar og formaður menningarmála- og safnanefndar á Akra- nesi, Magnús Þór Hafsteinsson, lagðist harkalega gegn hug- myndum um að bjóða velkomnar nokkrar palestínskar konur og börn sem flóttamenn – og Karen lagði á flótta frá Magnúsi. Viðbrögð Magnúsar Þórs við úrsögn Kar- enar eru bæði furðu- leg og kaldhæðnisleg. Hann sakar Karen um að vera „siðblind“, segir að þetta sé „hálf- gert Reykjavík- urástand“ og enn- fremur staðhæfir hann að „[Karen] er ekki bara að bregðast kjós- endum heldur líka fé- lögum sínum á listan- um.“ Ég velti fyrir mér hvenær Magnús Þór lýsti því yfir að Valdimar Leó Friðriksson og Kristinn H. Gunn- arson væru að bregðast kjósendum sínum þegar þeir skiptu um flokka? Eða eru það bara svik þegar fólk segir sig úr F-listanum, ekki þegar það skráir sig í hann? Það er líka furðulegt að Magnús vísi til þess sem gerðist í Reykja- vík. Hér var óháðum borgarfulltrúa með afar fá atkvæði á bakvið sig boðið að gerast borgarstjóri í þeim tilgangi að koma Sjálfstæð- isflokknum aftur til valda. Á Akra- nesi mynduðu Frjálslyndir meiri- hluta með Sjálfstæðisflokknum, en Karen Jónsdóttir sá þann kost vænstan að yfirgefa frjálslynda, ekki vegna gylliboða heldur vegna ummæla Magnúsar Þórs gegn flóttamönnum. Kaldhæðnislegast er það orðaval Magnúsar Þórs að kalla Karen „siðblinda“. Er það siðblinda að vilja standa vörð um mannréttindi og samúð? Eða er það kannski sið- blinda að snúa baki við flóttafólki í fátækt og ætla að hafna heim- ilislausum konum og börnum sem þurfa á hjálp okkar að halda? Kjós- endur á Akranesi ræða það vænt- anlega fyrir næstu sveitarstjórn- arkosningar. Ég lít svo á að Karen Jónsdóttir og bæjarráð Akranesbæjar eigi hrós skilið. Ísland á ekki að snúa baki við einstaklingum sem þurfa á hjálpa að halda. Við eigum þvert á móti stolt að standa vörð um mann- úð og mannréttindi og leggja okkar af mörkum við að lina þjáningar flóttafólks í heiminum. Þetta er þverpólitískt mál, og það gerir mig ánægðan að sjá að Akranesbær vill koma vel fram og hafna siðblindu. Siðblindur á Akranesi Paul F. Nikolov er lítt sammála Magnúsi Þór Hafsteinssyni »Kaldhæðnislegast er það orðaval Magn- úsar Þórs að kalla Kar- en „siðblinda“. Er það siðblinda að vilja standa vörð um mannréttindi og samúð? Paul F. Nikolov Höfundur er varaþingmaður Vinstrigrænna. Sími 551 3010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.