Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VESTUR-ÍSLENSKI rithöfund- urinn, ritgerðasmiðurinn, ljóð- skáldið og tónlistarmaðurinn Bill Holm fær McKnight-lista- mannaverðlaunin í Minnesota í Bandaríkjunum í ár fyrir framlag sitt til menningarinnar og útbreiðslu hennar í meira en þrjá áratugi, en verðlaununum fylgja 50.000 doll- arar, um 3,6 milljónir króna. Frá Minneota til Hofsóss Bill Holm er af íslenskum ættum, að þremur fjórðu ættaður úr Múla- sýslu og einum fjórða úr Þingeyj- arsýslu. Hann er 65 ára og er frá ís- lensku byggðinni í Minnesota, en hefur kennt bókmenntir og ritlist við Southwest Minnesota State- háskólann undanfarin 27 ár. Hann kom fyrst til Íslands 1970, kenndi bandarískar bókmenntir við ensku- deild Háskóla Íslands 1978 til 1979 og keypti húsið Brimnes á Hofsósi um aldamótin, þar sem hann hefur verið síðan við skriftir á sumrin. Fjölmargir hafa notið leiðsagnar Bills. Auk hefðbundinnar kennslu í Bandaríkjunum, Kína og á Íslandi hefur hann verið með námskeið víða og undanfarin ár hefur hann verið eftirsóttur sögumaður, m.a. í Íslend- ingabyggðum vestra. Nýjasta bók Bill Holms er The Windows of Brimnes: An American in Iceland, sem kom út í fyrra, en samtals hafa komið út 10 bækur eftir hann. Í viðtali við ofanritaðan í Morg- unblaðinu fyrir tæplega sjö árum sagði Bill að hann hefði verið alinn upp með því hugarfari að líta á sig sem Vestur-Íslending frekar en Bandaríkjamann og umhverfið hefði verið „íslenskt“. Á unga aldri hefði hann helst ekkert viljað gera nema lesa og skrifa bækur. Gömlu Íslend- ingarnir hefðu hrósað honum fyrir ljóðalestur og sagt að þó að hann ætti nokkuð í land gæti hann orðið skáld. Eftir að greint var frá útnefning- unni skrifaði Sarah T. Williams í dagblaðið Star Tribune í Minnesota að þegar Bill Holm hefði vaxið úr grasi hefðu íslenskir frændur hans ráðlagt honum að leggja bókmennt- irnar á hilluna og búa sig undir að taka við býli föður síns enda væru al- vörupeningarnir í nautgripum og svínum. „Nú gæti ég sagt þeim að þrátt fyrir allt væru alvöru pening- arnir í ljóðlistinni,“ svaraði Bill Holm, „en þú þarft bara að bíða að- eins lengur“. Þrátt fyrir allt eru alvöru- peningarnir í ljóðlistinni Morgunblaðið/Einar Falur Viðurkenning Vestur-íslenski listamaðurinn Bill Holm hefur fengið stað- festingu á því að peningarnir eru mestir í ljóðlistinni. Í HNOTSKURN » McKnight-listamannaverð-launin eru ein þau virtustu í Minnesota. Bill Holm er 11. lista- maðurinn til að verða útnefndur og fær hann verðlaunin í haust. » Tónskáldið Dominick Arg-ento fékk verðlaunin 1998 og á meðal annarra verðlaunahafa eru rithöfundurinn Robert Bly (2000). Bill Holm verðlaunaður í Minnesota með 50.000 dollurum ÍSLENSKT umhverfi í Vesturheimi hefur vakið áhuga margra af ís- lenskum ættum til að kynnast ís- lensku rótunum betur. Ryan Leir í Saskatoon í Saskatchewan í Kanada er einn þeirra, en hann kom fyrst til Íslands til að þjálfa og leika með ÍR í körfubolta 2004. Næsta tímabil end- urtók hann leikinn hjá Stjörnunni í Garðabæ og í fyrra kom hann aftur til þess að hafa umsjón með körfu- boltabúðum í Garðabæ. Þær heppn- uðust vel og hann er væntanlegur til að endurtaka leikinn í byrjun júní. Ryan Leir er íslenskur í móð- urætt. Móðir hans er Edie Olafson, dóttir Nönnu og Jóhannesar Olaf- son. Olgerina, móðir Jóhannesar, og Jóhannes Kjarval listmálari voru systkini. „Íslensku ræturnar eru mér mjög mikilvægar,“ segir Ryan. „Amma og afi voru alltaf afi og amma á íslensku og þau lögðu mikla áherslu á að við vissum allt um Ís- land en þau töluðu alltaf íslensku. Þau áttu margar íslenskar bækur, til dæmis Íslendingasögur, Sjálf- stætt fólk, bækur um Kjarval, myndabækur frá Íslandi og svo framvegis auk þess sem myndir eft- ir Kjarval voru um alla veggi.“ Fjölskyldan settist að í Wynyard í Vatnabyggð og ólst móðir Ryans þar upp. Hann segir að afi sinn og amma hafi alltaf litið á sig sem ís- lenskt Kanadafólk og frá barnsaldri hafi hann dreymt um að fara til Ís- lands. „Þegar draumurinn rættist fannst mér ég vera heima,“ segir hann og bætir við að Jón Þ. Ólafs- son, frændi sinn og fyrrverandi landsliðsmaður í hástökki, hafi farið með sig á Kjarvalssýningar og þannig hafi hann tengst enn sterk- ari böndum. Körfuboltabúðirnar Superhoops (karfa@stjarnan.is) eru fyrir krakka á aldrinum 10 til 18 ára og verða 4.-8. júní, en með Ryan Leier koma þrír kanadískir þjálfarar. Körfuboltabúðir Þorri Geir Rúnarsson og Ísak Einar Rúnarsson með Ryan Leier en móðir bræðranna, Guðrún Guðmundsdóttir, kom búðunum í Garðabæ á laggirnar og hefur umsjón með þeim. Kjarval og körfubolti Ættingi Kjarvals frá Saskatoon til að stjórna körfuboltabúðum í Garðabæ ÚR VESTURHEIMI Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur H arpa Björt Eggerts- dóttir er að ljúka HHS (heimspeki hagfræði og stjórn- málafræði) frá Há- skólanum á Bifröst í haust. Hún býr í stúdentaíbúð með yngstu dóttur sinni Sóleyju Öddu. ,,Ég byrjaði námið í september 2006, fyrir tæpum tveimur árum. Núna er ég að skrifa lokaritgerðina, og ætla að skrifa um sameiningu sveitarfélaga í Húnavatnssýslu. Mig langar að bera saman samein- ingu sveitarfélaganna í Austur- Húnvatnssýslu við sameiningu sveitarfélaga í Borgarfirði.“ Harpa sótti um námið á Bifröst eftir að hafa farið á háskólakynn- ingu í Borgarleikhúsinu. „Mér hafði ekki dottið Háskólinn í Bif- röst í hug því ég hafði ekki áhuga á viðskiptafræði, en á kynningunni tók ég bæklinga og fékk smákynn- ingu, ég hafði aðallega áhuga á hvernig væri að vera með börn þarna og hvernig grunnskólinn væri. Þegar ég kom til mömmu settist ég niður og las bæklingana og sá þá HHS í fyrsta skipti, en þá hafði þessi deild bara byrjað haustið áður.“ Harpa segir að þá hafi hún uppgötvað að þetta væri það sem hana langaði til að læra. Eftir að hafa sent inn umsókn fór hún í viðtal hjá deildarforseta um vorið og fékk að vita viku seinna að hún væri komin inn. Bjó í 44 m² gámi „Fyrst flutti ég í gám á Bifröst, þetta voru kölluð færanleg ein- ingahús, voru alls 44m² að grunn- fleti, en samt tvö svefnherbergi. Þrátt fyrir þessi þrengsli var þetta dásamlegur tími sem ég hefði aldrei viljað missa af. Þetta kenndi manni nægjusemi og í gáma- samfélaginu bjuggu bara einstæðir foreldrar, það voru börn í hverjum einasta gámi. Þarna myndaðist mjög mikil samstaða og vinátta og við stelpurnar sem þarna bjuggum erum sammála um að þetta hafi verið mjög góður tími. Svo urðum við auðvitað svo þakklátar þegar við fengum íbúðir.“ Harpa segir að aðrir hafi haft meiri áhyggjur að vita af þeim mæðgum búandi í gámi, en nú sé það liðin tíð að fjölskyldufólk búi þarna í gámum því nýtt húsnæði hafi leyst þá af hólmi. Ennfremur sé afar vel búið að fjölskyldufólki og Grunnskólinn á Varmalandi standi vel að því að taka á móti nýjum og nýjum nemendum á hausti hverju. Harpa segist eig- inlega vera farin að sakna Bifrast- ar áður en hún sé farin. „Þetta var algjör draumur, yndislegt um- hverfi, allt fullt af barnafólki og fólki á mínum aldri, fyrir nú utan að námið er algjör snilld.“ Þverfaglegt nám Hún segir HHS-námið vera þverfaglegt þar sem heimspekin tengist inn alls staðar í öllu og eins og námið sé uppbyggt verði nemendur gagnrýnni og þetta kenni þeim að hugsa út fyrir kass- ann. „Það er líka kostur hversu lít- ið samfélagið er, eftir fyrsta mán- uðinn þekkjast allir sem er mikill kostur. Kennararnir eru yfirhöfuð góðir og mér finnst hópastarfið og þessir litlu námshópar mjög mik- ilvægir. Það kennir manni að vinna með öðrum, maður lærir að taka tillit til annarra og lærir þá staðreynd að maður kemur ekkert alltaf sínum skoðunum að í loka- niðurstöðu verkefna. Námið er byggt upp á fyrirlestrum með öll- um hópnum, en svo eru verkefna- tímar þar sem nemendum er skipt niður í 8-12 manna hópa og þá unnið áfram með efni fyrirlestra. Þetta fyrirkomulag er eitt af ein- kennum Bifrastar og hefur gefið góða raun því nemendur ná vel til kennara, sem er þeim mikils virði.“ Harpa segist mæla sterklega með þessu námi. „Þetta er bara frábært nám og alls ekkert frekar fyrir nýútskrifaða stúdenta, held- ur fyrir fólk á öllum aldri. Ég hef oft verið spurð hvað ég verði þeg- ar ég úskrifist, því námi gefur ekki starfsheiti. Hins vegar er ekki komin mikil reynsla, því ennþá hefur bara einn hópur út- skrifast með BA-gráðu í HHS. Ég hef frétt af fólki úr þessum hópi sem komið er í góð störf í at- vinnulífinu en margir fara áfram í nám.“ Á vefnum www.bifrost.is má finna tengil á félagsvísindadeild- inni sem heitir lífið eftir HHS og þar má fá fréttir um hvað útskrif- aðir eru að fást við. Kemst ári fyrr á vinnumarkaðinn Skólagjöld teljast frekar há á Bifröst en þau hafa samt ekki ver- ið hækkuð síðustu þrjú árin. „Í mínu tilviki voru þau ekki hindr- un, þau eru lánshæf og ég er full- viss um að námið eigi eftir að margborga sig. Það er mikil hag- ræðing fyrir fólk á mínum aldri að geta tekið námið á styttri tíma, ég kemst t.d. ári fyrr á vinnumark- aðinn og borga húsaleigu í tvö ár en ekki þrjú, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er hægt vegna þess að boðið er upp á sumarannir, og ég hef tekið námið eins og vinnu. Þrátt fyrir sumarönn tókst mér í fyrra að ná sumarfríi sambærilegu við það eins og ég væri í vinnu.“ Harpa er búin að sækja um MPA-nám í Háskóla Íslands og ætlar að sérhæfa sig í upplýs- ingastjórnun og rafrænum sam- skiptum. „Ég er nú ekki búin að finna mér húsnæði enn í Reykja- vík og hef heyrt að það sé oft þó- nokkur bið að komast inn í stúd- entagarða, en ég vona það besta.“ „Það voru börn í hverjum einasta gámi“ Morgunblaðið/Guðrún Vala Á lokasprettinum Harpa Björt Eggertsdóttir skrifar nú lokaritgerðina.  Saknar Bifrastar þótt hún sé ekki farin  Gámabúskapur liðin tíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.