Morgunblaðið - 26.05.2008, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 26.05.2008, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 35 HAROLD OG KUMAR ERU MÆTTIR AFTUR Í SPRENGHLÆGILEGRI GAMANMYND Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum eeee “Ein besta gamanmynd ársins” - V.J.V., Topp5.is/FBL -S.V., MBL eeee - 24 stundir - H.J., MBL eeee 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Indiana Jones 4 kl. 6 - 8:30 - 11 B.i. 12 ára Prom Night kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára What happens in Vegas kl. 5:45 - 8 - 10:15 Street Kings kl. 10:30 B.i. 16 ára Brúðguminn íslenskur texti kl. 6 B.i. 7 ára Beyond the void kl. 8 10 HAROLD OG KUMAR ERU MÆTTIR AFTUR Í SPRENGHLÆGILEGRI GAMANMYND CAMERON DIAZ OG ASHTON KUTCHERÍ FRÁBÆRRI GAMANMYND! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! eee „Þrælskemmtileg mynd um baráttu kynjanna. Húmorinn missir sjaldan marks.” T.V. - Kvikmyndir.is eee “Bragðgóður skyndibiti sem hæfir árstíðinni fullkomlega” - S.V., MBL eee „...Stendur fyllilega undir væntingum...” - K.H. G., DV eeeee -S.M.E., Mannlíf eeee - S.S. , X-ið FM 9.77 LANG VINSÆLASTA MYND ÁRSINS - 55.000 MANNS! eee - 24 stundir SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Sýnd kl. 4:30, 7 og 10 POWERSÝNING Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10:10 Sýnd kl. 8 og 10:10 Sýnd kl. 4 og 6 www.laugarasbio.is -bara lúxus Sími 553 2075 SÍÐUSTU SÝNINGAR OG REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI Stærsta kvikmyndahús landsins Franska kvikmyndin Entre lesMurs (Skólabekkurinn) fékkGullpálmann á kvik- myndahátíðinni í Cannes í gær- kvöldi. Það var nokkuð óvænt, verð ég að segja, þó svo að myndin verð- skuldi sannarlega verðlaunin. Þetta var ein þeirra mynda á hátíðinni sem ég sá í tímaþröng og valdi mér meira að segja sæti með tilliti til þess að lauma mér út áður en hún kláraðist. Tveimur tímum síðar kláraðist myndin og enn sat ég á sama stað, mjög sátt með það sem fyrir augu bar. Myndin gerist á einu skólaári í gagnfræðaskóla í Frakklandi, með öllu því sem upp getur komið á slík- um stað. Myndin er byggð á skáld- sögu Frakkans François Begau- deau og byggir á reynslu hans af kennarastarfi. Bekkurinn í myndinni var allur viðstaddur verðlaunaafhendinguna og nemendurnir fjölmenntu upp á svið þegar leikstjórinn, Laurent Cantet, tók við verðlaununum úr höndum Roberts De Niro.    Hæstvirtur formaður dómnefnd-ar, Sean Penn, sagði myndina einstaka. „Þetta er ótrúleg, ótrúleg mynd,“ sagði hann og lofaði jafnframt gæði allra myndanna í keppninni. „Það voru svo ótrúlega margar frábærar myndir og magnaðir leiksigrar í keppninni. Við hugs- uðum oft að þetta gæti einfaldlega ekki orðið betra en þetta.“ Þó svo að hátíðin sé haldin í Frakklandi er ekki hægt að saka Frakka um klíkuskap í verðlauna- veitingum því þetta er í fyrsta sinn í 21 ár sem frönsk mynd hampar Gullpálmanum.    En það voru fleiri en Skólabekk-urinn sem fóru heim með pálma í farteskinu. Grand Prix- verðlaunin, sem eru einhvers konar silfurpálmi, fékk ítalska myndin Gomorra. Sú sýnir vel hversu óvæginn og grimmur veruleikinn er í röðum glæpaklíka á Ítalíu nú til dags. Flestir höfðu spáð tyrkneskumyndinni Þrír apar sigri en leikstjórinn, Nuri Bilge Ceylan, fór þó ekki tómhentur heim því hann fékk leikstjóraverðlaun hátíð- arinnar.    Besti leikari hátíðarinnar í árþótti Benicio Cel Toro fyrir túlkun sína á argentínska lækn- inum og uppreisnarmanninum Che Guevara í myndinni Che eftir Steve Soderbergh. Myndin var sú lengsta á hátíðinni, fjórir og hálfur tími að lengd, og eftir þá mögnuðu upp- lifun hefði ég hringt persónulega í Sean Penn, ef ég hefði símanúm- erið hans, og kvartað ef hann hefði ekki úthlutað Del Toro verðlaun- unum. Brasilíska leikkonan Sandra Corvelioni var svo valin besta leik- kona hátíðarinnar fyrir hlutverk sitt sem verðandi fimm barna móðir í baslinu í kvikmynd Walters Salles Linha De Passe. Verðlaunin eru vel verðskulduð en verra að myndin fékk ekki fleiri verðlaun en þessi.    Besta handritið þótti svo aðmyndinni Lorna’s Silence eftir belgísku bræðurna Jean-Pierre og Luc Dardenne. Þeir bræður geta trúlega farið að opna litla pálma- sölu því þetta var í fjórða sinn sem þeir eru tilnefndir til Gullpálmans og þriðja sinn sem þeir fara heim með verðlaun í farteskinu. Sérstök heiðursverðlaun fengu svo þau Clint Eastwood og Cather- ine Deneuve fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar, en bæði komu þau að keppnismyndum í ár. Eastwood leikstýrði einni keppnis- myndanna og Denevue lék í ann- arri. Rúnar Rúnarsson fékk ekkiverðlaun fyrir stuttmynd sína, Smáfuglar, í þetta sinn. Verðlaunin runnu í skaut Marian Crisan fyrir stuttmyndina Megatron, mynd um einstæða móður sem fer með son sinn á McDonalds í tilefni afmælis hans. Sonurinn beitir svo marg- víslegum brögðum til að fá föður sinn til að bætast í hópinn.    Úrslitin eru að mínu mati afarásættanleg, þó hefði ég viljað skipta silfurverðlaunahafanum Gomorra út fyrir annaðhvort arg- entínsku myndina Leonera eða Che hans Steve Soderbergh. Þá er bara tvennt fram undan, að hlakka til næstu hátíðar og vona að sem flestar af þeim myndum sem sýndar voru í keppninni rati upp á Íslandsstrendur. Bekkurinn fékk hæstu einkunn » Þeir bræður getatrúlega farið að opna litla pálmasölu því þetta var í fjórða sinn sem þeir eru tilnefndir til Gullpálmans og í þriðja sinn sem þeir fara heim með verðlaun í farteskinu. birta@mbl.is FRÁ CANNES Birta Björnsdóttir Morgunblaðið/ Halldór Kolbeins Bekkurinn Trúlega hafa sjaldan fleiri veitt Gullpálmanum viðtöku en í ár. Allir nemendurnir úr myndinni Skóla- bekkurinn (Entre Les Murs) mættu til leiks ásamt leikstjóranum 0Laurent Cantet. Töff Benicio Del Toro var valinn besti leikari hátíðarinnar fyrir hlut- verk sitt sem Che Guevara. Hann tileinkaði Che sjálfum verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.