Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 39 Þriðjudaginn 27. maí kl. 8:30-11:10 á Grand Hótel Reykjavík, Hvammi, Sigtúni 38. Rannsóknir í fyrirtækjum R A N N S Ó K N A Þ I N G H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • www.rannis.is Alþjóðlegar samanburðarmælingar sýna að Íslendingar hafa dregist aftur úr í nýsköpunar- og þróunarstarfi í atvinnulífinu á undanförnum árum og er brýnt að auka hvata til að snúa þeirri þróun við. Í fámennu landi er mikilvægt að sameina kraftana. Vísinda- og tækniráð hefur í framtíðarsýn sinni til 2020 m.a. lagt áherslu á virkt samstarf fyrirtækja, háskóla og stofnana í rannsóknum, nýsköpun og þróunarstarfi. Öflugar rannsóknir eru undirstaða þekkingarþjóðfélagsins og brýnt að hvetja sem flest fyrirtæki til þess að þær verði reglulegur þáttur í starfsemi þeirra. Dagskrá 8.30 Setning. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra 8.45 Rannsóknir í íslenskum fyrirtækjum. Hver er staðan nú? Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar 9.00 Rannsóknir í sprotafyrirtækjum. Kristján Leósson, Háskóla Íslands (Hvatningarverðlaun 2007) Björn Örvar, ORF Líftækni (Nýsköpunarverðlaun 2008) Vilbjörg Einarsdóttir, Mentor (Vaxtarsprotinn 2008) 9.45 Nauðsyn rannsókna í fyrirtækjum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital 10.00 Pallborð. Hvernig er hægt að örva fyrirtæki til rannsókna? Þingmennirnir Illugi Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Birkir Jónsson sitja í pallborði. Stjórnandi er Þorlákur Karlsson prófessor, forseti viðskiptadeildar HR Dagskrá vegna hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 10.30 Tónlist. Ragnheiður Gröndal söngkona og Guðmundur Pétursson gítarleikari 10.45 Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs, afhendir Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Jakob K. Kristjánsson formaður dómnefndar gerir grein fyrir niðurstöðu nefndarinnar 11.10 Rannsóknaþingi slitið Fundarstjóri Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís IÐNAÐAR RÁÐUNEYTIÐ FORSÆTIS RÁÐUNEYTIÐ MENNTAMÁLA RÁÐUNEYTIÐ Rannsóknaþingið er öllum opið. Þinggestir eru vinsamlega beðnir að skrá sig með tölvupósti til rannis@rannis.is eða í síma 515 5800 PÁLL Óskar hélt sitt árlega Evróvisjónpartí á laugardagskvöldið á NASA. Hann spilaði alla helstu Evróvisjón-smelli sögunnar, bæði innlenda og erlenda, fyrir troðfullu húsi. Áhorfendur kunnu mörg lögin utan að og tóku vel undir. Sumir af vinsælustu flytjendum Íslendinga í Evróvisjón komu fram um kvöldið og sungu lögin sín, til dæmis Selma Björnsdóttir með „All Out of Luck,“ Birgitta Haukdal tók „Segðu mér allt“ og Eyjólfur Kristjánsson söng „Nínu“. Haffi Haff kom og flutti hið vinsæla „Wiggle Wiggle Song“ sem mikið hefur hljómað á öldum ljósvakans síðan að und- ankeppnin fór fram, enda margir sem vildu að hann færi út til Serbíu. Ómögulegt er að spá um árangurinn í keppninni ef svo hefði farið, en áhorfendur á NASA kunnu vel að meta hann. Stuð Páll Óskar var að sjálfsögðu stjarna kvöldsins, enda mikill Evróvisjón-spekingur auk þess að hafa sjálfur farið í keppnina með hið ógleymalega „Minn hinsti dans“. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Icy Tríóið Páll Óskar gerði sér lítið fyrir og hljóp í skarð Eiríks Haukssonar og söng „Gleði- bankann“ með þeim Helgu Möller og Pálma Gunnarssyni. Fullt Það var staðið þétt á NASA í Evróvisjónpartíi Páls Óskars. Erfitt er að lesa um stemm- inguna í svipbrigðum gesta, enda eru þau mörg og mismunandi. Partí hjá Páli Óskari Haffi Haff Hefur engu gleymt síðan hann söng í Laugardagslögunum. LEIKARINN Jackie Chan hyggst gera kvikmynd um jarðskjálftana í Kína hinn 12. maí síðastliðinn. Talið er að yfir 60.000 manns hafi farist þegar þeir riðu yfir og næstu daga á eftir. Chan mun vera í samninga- viðræðum við handritshöfunda og leikstjóra til þess að koma verkefn- inu af stað. „Ég vildi gera mynd um jarðskjálftana því það eru svo margar hjartnæmar sögur sem þeim tengjast. Ég hef fylgst með fréttum af þeim á tuttugu stöðvum og fer alltaf að gráta yfir þeim,“ sagði hann. „Ég vil gera myndina til þess að sýna öllum heiminum hvað gerðist þarna og til þess að heiðra kínverska herinn.“ Leikarinn hefur þegar lagt yfir hundrað milljónir króna til hjálp- arstarfs í Sichuan-héraðinu í Kína þar sem áhrifa jarðskjálftans gætti hvað mest. Reuters Gjafmildur Jackie Chan hefur lagt mikla peninga til hjálparstarfsins. Gerir mynd um jarð- skjálftana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.