Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Evróvisjón var með skemmti-legra móti í ár, þrátt fyrirað Bilan skyldi hreppa
hnossið og að velgengni Euro-
bandsins skyldi ekki vera vonum
samkvæmt, en við sluppum í það
minnsta við hið illræmda 16. sæti.
Fyrir þann sem þetta ritar var að
sjálfsögðu ákaflega gaman að fá
tækifæri til að komast í návígi við
Evróvisjón-fyrirbærið og geta séð
samskeytin á öllu batteríinu og
jafnvel sumum keppendunum (les-
ist Charlotte Perelli). Það var líka
áhugavert að fylgjast með ástar/
haturs-sambandi fjölmiðla og kepp-
endanna sem stigu endalausan
haltu-mér-slepptu-mér-dans hér í
Belgrad. Ég jafnt sem aðrir tók
þátt í þeim leik. Fjallið um mig!
Segja stjörnurnar … en bara þegar
það hentar mér. Gefðu mér eitt-
hvað fréttnæmt, með mynd! Segja
fjölmiðlar … aftur og aftur og aft-
ur.
Ég er líka mjög feginn að keppn-in var ekki haldin í einhverju
leiðinlegu velmegunarlandi eða í
borg sem ég þekki fyrir. Æv-
intýraleg ferðalög eru skemmtileg
og þó að Evróvisjónland hafi verið
glimrandi glamúrlegt og fyr-
irferðamikið þá fékk ég örlitla inn-
sýn inn í Serbíu á milli þess sem ég
tók niður heimspekilegar vanga-
veltur evróvisjónstjarnanna og svo
komst ég í klippingu. Ég safna rak-
arasögum og hvert sem ég fer reyni
ég að fara í klippingu hjá eins ódýr-
um og hefðbundnum rakara og
mögulegt er. Það hafa orðið til
margar sögur í rakarastólum víða
um heim sem verða að bíða betri
tíma. En í Belgrad fékk ég ódýr-
ustu klippinguna, um það bil 350
krónur, og jafnframt þá þriðju
bestu sem ég hef fengið um ævina.
„Malo?“ spurði klipparinn mig með
skærin á lofti. Var hún að spyrja
mig hvort ég vildi slæma klippingu?
Eða hvort ég væri vondur maður?
Nei, malo þýðir víst lítið og hún var
að spyrja mig hinnar hefðbundnu
spurningar um hversu mikið ætti
að skerða strýið.
Á flugvellinum við komuna tókég samkvæmt leiðbeiningum
ferðahandbókarinnar (það verður
alltaf að vera ein slík með í för) út
dinara úr hraðbankanum. Það
óvenjulega var að ég var með for-
vitinn 6 ára dreng í fanginu á með-
an ég tók út peninginn. Brosandi
stórfjölskylda hans yppti bara öxl-
um á meðan drengurinn hékk í
hraðbankalúgunni fyrir framan
mig og lagði leyninúmerið mitt
vandlega á minnið. Margra ára
reynsla sem fararstjóri og ferða-
bókahöfundur settu allar viðvör-
unarbjöllur í gang og sögðu mér að
ýta krakkaorminum til hliðar en
hann var ein augu og sakleysið upp-
málað og engin eftirmál virðast
hafa orðið af þessari uppákomu,
ennþá.
Ég komst einungis þrisvar áveitingastaði í Belgrad og þef-
aði uppi hefðbundna staði með mat-
seðla sem buðu upp á kynkirtla úr
hrossum, hrossakjötstartare, hné af
svíni og ýmis konar góðgæti sem
ekki fæst í Múlakaffi. Þetta var allt
frábært, ódýrt og þess virði að
rannsaka. Kaffi og þjóðarsnafsinn
rakía sléttu síðan úr öllum áhyggju-
hrukkum og stressi.
Skemmtilegasti blaðamanna-fundurinn var haldinn af Dust-
in, írska kalkúninum sem sagði að
Jónatan Garðarsson væri leið-
inlegur. „Hann segir að allir séu
leiðinlegir,“ sagði umboðsmaður
hans við mig afsakandi eftir á. Sví-
ar fá hins vegar stig fyrir að halda
hættulegasta blaðamannafundinn
þar sem minnstu munaði að Char-
lotte og hinar norrænu Evróvisjón-
stjörnurnar yrðu undir ljósmynd-
arakösinni. Einhverra hluta vegna
hafa þau tvö skipti sem ég hef raun-
verulega verið nær dauða en lífi
verið Svíum að kenna. Fregnir af
öryggishneigð þeirra eru stórlega
ýktar.
Leigubílstjórarnir sem skutluðumér fram og aftur um Belgrad
margsinnis á dag voru mín helsta
innsýn í þjóðarsálina. Þeir voru
misjafnlega málglaðir og mín
reynsla er sú að þeir sem voru vin-
gjarnlegastir og sögðu flestar sög-
urnar voru með helmingi hærri
taxta en hinir sem voru fúlir og óku
án refja frá a til b. Svindlararnir
voru reyndar áhugaverðari eins og
til dæmis sá sem hafði ferðast um
allan heim með þjóðdansafélaginu
en þurfti að leggja dansskóna með
upprúlluðu tánum á hilluna eftir
hræðilegt þjóðdansaslys í, já, þú átt
kollgátuna kæri lesandi, í hinu stór-
hættulega landi Svíþjóð.
Borgin er grá, skítug og ennþámeð sprengdar byggingar á
stangli og aldrei framar mun heyr-
ast píp úr mér um svifryk í Reykja-
vík sem er bókstaflega heilsubæt-
andi miðað við þá dísilbrælu sem
hjúfrar sig yfir Belgrad og verndar
íbúana í það minnsta fyrir óheil-
næmum geislum sólar.
Allt fór eins og til var ætlast, Ís-land gerði sér vonir um glæsta
Evróvisjón á vellinum að ári og
lenti nærri 16. sætinu á meðan
AusturEvrópa sópaði til sín efstu
sætunum, áttuð þið von á einhverju
öðru? Evróvisjón lengi lifi.
Evróvisjón rokkar ekki
» Skemmtilegastiblaðamannafund-
urinn var haldinn af
Dustin, írska kalkún-
inum sem sagði að Jón-
atan Garðarsson væri
leiðinlegur.
Morgunblaðið/Dagur
Perelli Degi fannst gaman „að komast í návígi við Evróvisjón-fyrirbærið
og geta séð samskeytin á öllu batteríinu og jafnvel sumum keppendunum.“
dagur@mbl.is
DAGUR Í EVRÓVISJÓN
Dagur Gunnarsson
„ÞETTA var alveg yndislegt, það
var ekkert stress og ég vona bara
að áhorfendur hafi séð hvað okkur
leið vel,“ sagði Regína Ósk Ósk-
arsdóttir um þá tilfinningu að
syngja í lokakeppni Evróvisjón á
laugardagskvöldið. Regína sagði að
hún og Friðrik Ómar væru ánægð
með sinn árangur í keppninni og
sátt við fjórtánda sætið. „Okkur
fannst fyrst og fremst sigur að
komast upp úr forkeppninni. Svo
vorum við í öðru sæti af Norð-
urlandaþjóðunum,“ bendir Regína
á.
Hinn rússneski Dima Bilan fór
með sigur af hólmi, en lagið hans
átti ekki hljómgrunn meðal liðs-
manna Eurobandsins. „Þetta var nú
ekki uppáhaldslagið okkar, en lög-
in sem komu í næstu sætum á eftir
voru mjög góð,“ sagði Regína en
lag Úkraínu var í öðru sæti og
Grikkland þar á eftir. „En það verð-
ur frábært fyrir keppendurna á
næsta ári að fá að fara til Moskvu.“
– Stefnir hún á að mæta þangað
fyrir Íslands hönd? „Nei, alls ekki,“
segir Regína og hlær.
Stigabandalagið
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Regínu í gærkvöldi var hún stödd í
Kaupmannahöfn þar sem hún og
Friðrik Ómar ætluðu að slaka á í
eina nótt áður en þau héldu heim á
leið í dag.
Það er sérstaklega viðeigandi að
þau skuli sækja Dani heim því þeir
gáfu þeim tólf stig í keppninni.
Norðurlandaþjóðirnar reyndust
okkur frændum sínum vel því Svíar
og Norðmenn gáfu Íslandi átta stig
hvor og Finnar sjö.
Á meðfylgjandi korti má sjá
hvaða þjóðir gáfu Íslandi stig og
hvaða þjóðum Íslendingar verð-
launuðu með stigum á móti. Eins og
sjá má skarast þessir tveir hópar
allverulega, þó að Úkraínumenn
hafi til dæmis ekki endurgoldið
okkur stigin.
Reuters
Alsæl Regínu og Friðriki Ómari leið vel á sviðinu í Belgrad á laugardags-
kvöldið og fundu ekkert fyrir stressi. Þau eru sátt við árangurinn.
'"!$
("&!
%
)!"*%
+,"%
-",,$
.
)/0
1"!$
.
$
2!$
.
45" $
6
&",
3
75"! "
-
$
.
)%89
:%,!& 0 '$
. ;
:%,!&'$
.
;
Yndislegt og ekkert stress