Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 147. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» BSRB semur við ríkið  Skammtímasamningur náðist milli ríkisins og BSRB í gærkvöldi. Samningurinn er til ellefu mánaða og kveður á um 20.300 króna hækk- un allra launaflokka og hækkun á greiðslu í sjúkrasjóði. Auk þess er tekið á ýmsum réttindamálum. » Forsíða Deilt um bústaðalóðir  Eigendur sumarbústaðalóða í Eyrarskógi í Svínadal og eigendur sumarhúsanna eiga í harkalegum deilum um uppsett verð fyrir lóð- irnar. Eigendum bústaðanna þykir verðið of hátt miðað við markaðs- verð. Deilurnar eru nú á því stigi að aðilar talast ekki lengur við. » 4 Hugarafl fundar  Fundur Hugarafls um geðheil- brigðismál var vel sóttur í gær. Fundurinn var haldinn í tilefni fimm ára afmælis samtakanna og að frum- kvæði Árna Tryggvasonar leikara. Heiðursverðlaun samtakanna, Gár- an, voru veitt í fyrsta sinn. » 6 Vill efldar samgöngur  Skólameistari VMA efast um kosti þeirrar þróunar að litlir framhalds- skólar verði stofnaðir í nágrenni stærri skóla. Það geti dregið úr krafti skólanna sem fyrir eru, mik- ilvægara sé að efla almennings- samgöngur. » 8 SKOÐANIR» Staksteinar: Forsetinn sjálfkjörinn Forystugreinar: Erfið verkefni | Hræsni Ljósvaki: Alvöru sjónvarp … UMRÆÐAN» Siðblindur á Akranesi Gos og sælgæti frá kössunum Fullveldi og auðlindum fórnað? Markmið og leiðir Sá sem notar gas verður að þekkja kosti þess og galla Hljóð úr grjóti í garðinum Salatið sem við getum ekki verið án FASTEIGNIR» Heitast 20°C | Kaldast 7°C  Sunnan og suðvest- an 8-13 m/s. Bjartviðri austan og norðaustan til. Skýjað fyrir vestan og rigning eða súld. » 10 Leikkonan Karen Allen hefur staðið utan sviðsljóssins undanfarin ár, en snýr nú aftur í Ind- iana Jones. » 37 KVIKMYNDIR» Karen fundin á ný TÓNLIST» Aðdáendur Logans fjölmenntu. » 33 Sigurlag Rússlands í úrslitum Evróvisjón var ekki í miklu uppáhaldi hjá ís- lensku flytjend- unum. » 36 TÓNLIST» Fíluðu ekki Dima Bilan TÓNLIST» Evróvisjón-stuð hjá Páli Óskari. » 39 KVIKMYNDIR» Blanchett reitir komm- únista til reiði. » 33 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Söngvakeppnin gekk fram af … 2. Íslenska lagið átti betra skilið 3. Valur - Fjölnir, bein lýsing 4. Ísland varð í 8. sæti í undankeppni HJÓLREIÐAR njóta vaxandi vinsælda á höfuðborgarsvæðinu og með hækkandi eldsneytisverði má búast við að enn fjölgi í hópi hjólreiðamanna. Upp á síðkastið hefur það færst í vöxt að stórir hópar fólks æfi gagngert hjólreiðar. Aukin notkun á útivistarstígum, jafnt meðal hjólreiðamanna, göngu- manna og hlaupara eykur líkur á árekstrum og hafa Landssamtök hjól- reiðamanna bent á að skortur á reglum og ruglingur á merkingum bjóði hættunni heim. Þá gagnrýna samtökin að ekki hafi verið lagðir hjólreiða- stígar meðfram Vesturlandsvegi og Reykjanesbraut þegar þessir bílvegir voru tvöfaldaðir fyrir skemmstu. | Miðopna Skortur á reglum og ruglingslegar merkingar bjóða hættunni heim Morgunblaðið/Golli Skipta með sér þröngum útivistarstígum ættinu, og fyrir dyrum standi frek- ari kynningar auk þess sem þær hafi hug á að leggjast í frekari rannsóknir. Stöllurnar komust meðal annars að þeirri niðurstöðu að samnýting á nálum og sprautubúnaði væri mjög algeng, en tengsl milli áhættuhegðunar við sprautunotkun og blóðborinna smita eins og HIV og lifrarbólgu eru vel þekkt. Fram kom að hver sprauta væri notuð allt að 50 sinnum og fíklar töldu að aðgengi þeirra að sprautubúnaði væri ekki gott og mikil þörf væri á að bæta það, bjóða upp á hann ókeypis, víðar en í apótekum og all- an sólarhringinn. „Niðurstöðurnar eru sláandi og við viljum fylgja þeim eftir,“ segir Rúna. HJÚKRUNARFRÆÐINEMARNIR Jóna Sigríður Gunnarsdóttir og Rúna Guðmundsdóttir fengu 10 fyrir BA-ritgerðina Sprautunotkun meðal fíkla á Íslandi: Umfang, áhættuhegðun og forvarnir. Sjald- gæft er að nemendur fái 10 fyrir BA-ritgerð en stúlkurnar ætla að fylgja árangrinum eftir og stefna á frekari kynningu á niðurstöðum sínum og auknar rannsóknir. „Við erum mjög ánægðar og við bjuggumst alls ekki við að fá 10 þar sem sú einkunn er almennt ekki gefin,“ segir Rúna. Þær unnu verkefnið í samvinnu við sjúkra- húsið Vog og vímuefnadeild Land- spítalans, en leiðbeinandi þeirra var dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Jóna Sigríður segir að sambærileg rannsókn hafi ekki verið gerð hér- lendis áður og þar sem lítið sem ekkert efni hafi verið til hafi vinn- an orðið mun meiri en þær hafi gert sér grein fyrir í byrjun. Rúna segir að að undanförnu hafi þær kynnt niðurstöðurnar, meðal annars hjá Landlæknisemb- Fengu 10 fyrir BA-ritgerð Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Frábær árangur Hjúkrunarfræðinemarnir Rúna Guðmundsdóttir og Jóna Sigríður Gunnarsdóttir fengu 10 fyrir lokaritgerð sína við HÍ. Stefna á frekari rannsóknir um sprautunotkun fíkla Fyrir tilviljun komu upp úr kafinu tveir strimlar, annar frá 11. nóvemb- er 2007, hinn frá 24. maí á þessu ári. Báðir eru þeir úr Krónunni og gefa innsýn í verðlagsþróunina. Í nóvember kostaði stórt og gróft krónubrauð 99 kr., en kostar nú 158 kr. Túnfisksalat frá Salathúsinu hef- ur hækkað úr 169 kr. í 198 kr. Kíló af rauðum paprikum kostaði 270 kr. fyrir rúmu hálfu ári, en kostar nú 529 kr. Biomjólk með peru- og epla- bragði kostaði þá 99 kr. en nú 124 og 1,5 lítrar af nýmjólk hafa hækkað úr 110 kr. í 132 kr. Lúxus pistasíur, hafa hækkað úr 269 kr. í 299 kr. Auðvitað var margt á öðrum strimlinum, sem ekki var á hinum, en samanburður á þessum fáu vörum segir þó sína sögu. Í fyrri inn- kaupaferðinni kostuðu þær 916 kr., en 1.289 í þeirri seinni. Samtals er verðhækkunin 373 kr. eða 29%. Þrennt hafði staðið í stað, pakkningar með lauk og rauðum lauk og flaska af appelsínusafa frá Sól. | kbl@mbl.is Auratal Brauðið dýra Stórt og gróft krónubrauð hefur hækkað um 59% á sjö mánuðum. Verð 11. nóvember 2007 99 Verð 24. maí 2008 158

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.