Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● BRESKA blaðið The Times greindi frá því um helgina að Sports Direct International, félag í eigu Mike Ash- leys, eiganda knattspyrnuliðs New- castle United, muni færa banka- viðskipti sín frá svissneska bankanum Credit Suisse til Kaup- thing Singer & Friedlander í Bret- landi. Sports Direct rekur fjölda íþróttavöruverslana á Bretlandi. Samkvæmt frétt The Times sá Credit Suisse, ásamt Merrill Lynch, um skráningu Sports Direct í kauphöll- inni í Lundúnum í fyrra. Frá þeim tíma hafa bréfin lækkað um þriðjung. Mike Ashley að skipta yfir til Kaupþings? ● HAGNAÐUR breska flugfélagsins British Airways, sem er þriðja stærsta flug- félag Evrópu, á síð- asta rekstrarári, sem lauk 31. mars síðast- liðinn, var rúmlega tvöfalt meiri en árið áður. Nam hagn- aðurinn 680 milljónum punda eða um 98 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi, samanborið við 290 milljónir punda árið áður. Í frétt á fréttavef Bloomberg- fréttastofunnar segir að þrátt fyrir góða afkomu British Airways á síð- asta rekstrarári þá hafi forstjóri fyrir- tækisins, Willie Walsh, ákveðið að hafna 700 þúsund punda aukabón- us í launaumslagið vegna síðasta rekstrarárs. Ástæður þess séu með- al annars þær tafir sem orðið hefðu við opnun nýrrar flugstöðvar við Heathrow-flugvöll, Terminal 5. Hann gerir ráð fyrir að rekstur félagsins á fyrsta fjórðungi yfirstandandi rekstr- arárs verði erfiður vegna tafanna. Tvöföldun hagnaðar hjá British Airways ● ATORKA Group hefur selt allan sinn hlut í kínverska félaginu Shanghai Century Aquisition (SHA) sem er skráð á AMEX hlutabréfa- markaðnum í New York. Í Hálffimm- fréttum Kaupþings kemur fram að SHA hafi tilkynnt um kaup á Kelun Pharmaceuticals, vaxandi sam- heitalyfjafyrirtæki í Kína, en kaupin gengið til baka þar sem kínversk yf- irvöld lögðu ekki blessun sína yfir þau. Atorka átti alls nærri 24% hlut í SHA, sem metinn var á 2,5 milljarða króna. Einnig kemur fram í Hálffimm- fréttum að Atorka hafi horft til fjár- festinga í vaxtargeirum í Asíu og sé þannig stærsti hluthafinn í Asia Environment Holding, leiðandi fram- leiðanda á vatnshreinsilausnum í Kína, sem skrá er í kauphöllinni í Singapúr. Atorka fer út úr Shanghai Century ● HAGVÖXTUR í Bretlandi nam 0,4% á fyrsta fjórðungi þessa árs sem er minnsti hagvöxtur sem mælst hefur þar í landi í þrjú ár. Í Vegvísi Lands- bankans er bent á að hagvöxtur hafi samt sem áður verið í takt við með- alspá greiningaraðila. Minnkandi hagvöxtur Breta er einkum rakinn til þrenginga á lánsfjármörkuðum og samdrætti á fasteignamarkaðnum þar í landi. Í Vegvísi segir að Eng- landsbanki sé í krefjandi stöðu þar sem hann hafi lækkað stýrivexti und- anfarið til þess að örva breska hag- kerfið, á móti komi aukning í verð- bólgu. Í apríl mældist verðbólgan sú mesta síðan árið 2002. „Neytendur á Bretlandi hafa greinilega fundið fyr- ir þessum hræringum því væntinga- vísitala breskra neytenda er í 15 ára lágmarki,“ segir ennfremur í Vegvísi. Minnsti hagvöxtur Breta í þrjú ár EINN helsti fasteignaeigandinn í New York, Harry Macklowe, hefur selt General Motors turninn og þrjá aðra skýjakljúfa þar í borg fyrir um 1,5 milljarða dollara, jafnvirði um 108 milljarða króna. Kaupandi er hópur fjárfesta, m.a. Boston Proper- ties og Goldman Sachs Group, sem tekur jafnframt yfir skuldir upp á 2,5 milljarða dollara. Gengið var frá þessum kaupum um helgina, en samkvæmt frásögn Wall Street Journal eru þau sögð bjarga Macklowe upp úr mikilli skuldasúpu. Hefur hann ekki séð til sólar frá því að hann keypti sjö skýjakljúfa á Manhattan af Black- stone Group á síðasta ári fyrir sjö milljarða dollara, skömmu áður en lánsfjárkreppan skall á. Skýjakljúfar á brunaútsölu ÞRÁTT fyrir að velta í hlutabréfa- viðskiptum á yfirstandandi fjórðungi sé meiri en í fyrra í Bandaríkjunum hefur velta í viðskiptum hjá kaup- höllinni í New York (NYSE) dregist saman um tæplega fimmtung á milli ára. Markaðshlutdeild NYSE á fyrsta fjórðungi ársins nam 52% en á sama tímabili í fyrra fóru 70% af öll- um hlutabréfaviðskiptum vestanhafs fram hjá kauphöllinni. Velta í hluta- bréfaviðskiptum innan fjórðungs hjá NYSE hefur ekki verið minni síðan 2001, í kjölfar þess að tæknibólan sprakk. Frá þessu greinir Bloom- berg sem hefur tekið tölurnar sam- an. Ástæða þess að NYSE hefur misst spón úr aski sínum er fyrst og fremst sú að smærri hlutabréfa- markaðir vestanhafs hafa sótt í sig veðrið. Sérstaklega eru það kaup- hallirnar Bats, í Kansas City, og Di- rect Edge, í Jersey City, sem hafa klipið markaðshlutdeild af NYSE, og raunar Nasdaq einnig. Markaðs- hlutdeild Bats hefur aukist úr 3,5% í 8,9% en hlutur Direct Edge úr 1,2% í 4,1%. Fjárfestar sem beita tæknigrein- ingu notað veltutölur mikið í grein- ingu sinni og hefur Bloomberg eftir einum slíkum að veltutölur séu ekki lengur áreiðanlegt verkfæri. NYSE missir spón úr aski Reuters Kauphöll Hlutabréfaviðskipti í kauphöllinni í New York eru jafnan lífleg og handagangur í öskjunni á gólfinu. Viðskiptin hafa nú minnkað milli ára. Velta í kauphöllinni í New York hefur dregist saman um nærri fimmtung Spá 1,2-1,6% verðbólgu í maí HAGSTOFAN birtir í dag vísitölu neysluverðs fyrir maímánuð og spá greiningardeildir við- skiptabankanna 1,2-1,6% verðbólgu í mánuðinum. Gangi þær spár eftir telst tólf mánaða verðbólga verða á bilinu 12,1% til 12,6%. Í Vegvísi Landsbankans, sem spáir 1,2% hækk- un neysluverðsvísitölu í maí, segir að hækkanir á innfluttum vörum leiði hækkunina að þessu sinni og á það sérstaklega við um eldsneyti en heims- markaðsverð olíu hefur haldið áfram að hækka síðustu vikur. Greiningardeild Kaupþings hefur endurskoðað verðbólguspá sína fyrir maí og er nú gert ráð fyrir 1,6% verðbólgu í stað 2% verðbólgu líkt og fyrri spá gerði ráð fyrir. Segir í Hálffimm fréttum að merki séu um að mesti verðbólgukúfurinn sé genginn yfir. Viðsnúningur krónunnar síðustu daga virðist ætla að halda aftur af verðlagshækk- unum, en gengi krónunnar hafi styrkst um 8% síð- ustu dagana fyrir helgi. Þá hafi húsnæðismark- aðurinn sýnt veruleg kólnunarmerki og því allt útlit fyrir að húsnæðisliðurinn nái að draga úr verðbólguhraðanum í stað þess að auka hann líkt og verið hefur síðustu misserin. Meginóvissuþætt- ir um þróun verðlags á næstu mánuðum snúa, að mati greiningardeildar Kaupþings, að þróun gengis og hráefnaverðs úti í heimi. Gengislækkun vegur þyngst Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir 1,2% hækkun neysluverðsvísitölu í maí, en í byrjun mánaðarins spáði deildin 0,9% hækkun verðbólgu. Í Morgunkorni segir að breytingu í spánni megi að mestu rekja til þess að bensín- og matvöruverð virðist hafa hækkað meira en gert var ráð fyrir. Áhrif vegna gengislækkunar krónunnar vega hvað þyngst í hækkun vísitölunnar þessa mánuðina að mati greiningardeildar Glitnis, sem segir að búast megi við að þyngsti áhrifahluti hennar hafi komið fram í síðasta mánuði en að áhrifa þess muni einn- ig gæta í maí og júní. Hrávöruverðshækkun hafi einnig áhrif, bæði á matvörum og eldsneyti. Í HNOTSKURN »Verðbólga er nú 11,8% á ársgrundvelli engæti farið í allt að 12,6% ef spár ganga eftir. »Frá síðustu verðbólgumælingu hefur verðá hrávörum haldið áfram að hækka. »Á móti hefur verð á húsnæði verið aðlækka og sumir greinendur telja mestu verðbólguna að baki. egs. Því stærri sem sjóðurinn verður því erfiðara verður að valda þessu. Til langs tíma gengur því ekki að peningahrúgan okkar sem stöðugt vex safnist saman í einn sjóð þar sem Yngve Slyngs- tad hefur völdin,“ segir Volebrokk og vísar þar með til forstjóra sjóðsins. Þótt olíuverð hafi rokið upp síð- ustu mánuði fór norski sjóðurinn ekki varhluta af fjármálaóróanum á alþjóðlegum mörkuðum á fyrsta ársfjórðungi. Á þeim tíma var raunávöxtun sjóðsins neikvæð um 5,6% eða sem nemur 115 millj- örðum norskra króna, jafnvirði um 1.700 milljarða íslenskra króna. Gengistap nam 46 millj- örðum norskra króna og mun þetta vera lakasti ársfjórðungur í sögu sjóðsins. RÁÐLEGT er að leggja norska ol- íusjóðinn niður og skipta honum upp í marga smærri sjóði sem ekki er stýrt af starfsmönnum norska ríkisins, að mati norska blaða- mannsins Per Valebrokk. Í grein eftir Valebrokk, sem birt er á viðskiptavefnum E24.no, segir hann að þótt það muni ekki endi- lega gera stýringu eigna sjóðsins betri (eða verri) veldur slík breyt- ing því að áhrifamáttur sjóðsins verður minni og um leið líkurnar á því að fjárfestingar sjóðsins þyrli upp pólitísku moldviðri. Þar vísar hann m.a. til þess að E24 hafi heimildir fyrir því að Halldór Ás- grímsson, þáverandi forsætisráð- herra Íslands, hafði samband við ráðherra í norsku ríkisstjórninni snemma árs 2006 í kjölfar þess að olíusjóðurinn skortseldi skuldabréf íslenskra banka í stórum stíl. Ekki í vanda aftur „Vel upplýstur starfsmaður Nor- egsbanka hefur sagt okkur að ol- íusjóðurinn hemji sig nú til þess að lenda ekki í jafnvandræðalegri stöðu aftur,“ segir í grein Vale- brokk sem segir aðstoðarbanka- stjóra Noregsbanka hafa þurft að hringja í íslenskan starfsbróður sinn til þess að hreinsa loftið í kjölfar símtals Halldórs. „Að olíusjóðurinn sé pólitískt sjálfstæður kemur ekki að miklu gagni við slíkar aðstæður. Í aug- um annarra ríkja er samasem- merki á milli olíusjóðsins og Nor- Vill skipta norska olíusjóðnum upp Reuters Olía Frændur vorir, Norðmenn, eru ríkir af olíunni og sjóðir þeirra gera lít- ið annað en að fitna um þessar mundir þegar olíuverðið rýkur upp. KAUPHÖLL Nasdaq OMX á Íslandi hefur samþykkt beiðni FL Group um að vera afskráð úr viðskiptum í kauphöllinni. Verða hlutabréf félagsins tekin úr höllinni eftir lokun viðskipta föstu- daginn 6. júní næstkomandi. Sem kunnugt er ákváðu 84% hluthafa FL Group, alls um 1.900 aðilar, að eiga bréfin áfram að lokinni afskráningu en 16% tóku tilboði um að selja bréf- in gegn því að fá bréf í Glitni. End- anlegt uppgjör þeirra viðskipta fer fram 29. maí næstkomandi. FL út úr kauphöllinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.