Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2008 37 Mikið vatn hefur runnið tilsjávar síðan IndianaJones lagði heiminn aðfótum sér fyrir röskum aldarfjórðungi í Indiana Jones: Raid- ers of the Lost Ark, sem margir skipa í hóp með bestu afþreyingarmyndum sögunnar. Vissulega gnæfði tit- ilpersónan yfir myndinni með hatt sinn og svipu í reffilegri túlkun Harr- isons Fords, en fleiri bragðbættu myndina og kemur nafn Karenar Al- len samstundis upp í hugann. Þessi netta en áleitna leikkona hélt sínum hlut á móti Ford og hinum karlstjörnunum, en hennar biðu mis- kunnarlaus örlög kvikmyndaiðnaðar- ins sem lokar á feril velflestra leik- kvenna um leið og fyrstu hrukkurnar koma í ljós. Karen gerði sig vissulega seka um höfuðskyssur í hlutverkavali á viðkvæmum tímapunktum, en mestu réð um snubbóttan stjörnuferil hennar að Hollywood trúir ekki á að- dráttarafl kvenna yfir fertugt. Þær fá lítil og léleg tækifæri, ekki sökum minnkandi hæfileika þegar árin fær- ast yfir, heldur skorts á bitastæðum handritum. Ef svo ólíklega vill til að einhver af gæðapennum borgarinnar semur eftirsóknarvert kvenhlutverk (árlega er oftast hægt að telja þau á fingrum annarrar handar), er hóað í Meryl Streep, Ellen Burstyn, Jane Fonda, Judy Dench eða örfáar aðrar, útvaldar gæðaleikkonur til viðbótar sem hafa „lifað af“ ferðalagið yfir æskumörk iðnaðarins. Hvað varð t.d. um hina heillandi Allen eftir Indiana Jones? Á meðan karlleikarinn Ford hélt sínu striki á toppnum veslaðist Allen einfaldlega upp í síversnandi hlutverkum í mis- jöfnum myndum. Saga hennar er saga dæmigerðrar Hollywood- leikkonu sem er farsæl fram að hrukkum. Ömurlegt en satt, ef litið er yfir feril hennar frá hátoppnum árið 1981. Til að byrja með var Allen enginn unglingur þegar lukkan bankaði upp á, hún stóð á þrítugu þegar fyrsta In- diana Jones-myndin var frumsýnd. Allen er vel menntuð leikkona frá Ill- inois sem smitaðist af leiklistarbakt- eríunni og útskrifaðist frá hinum þekkta leikskóla Actors Studio í New York, árið 1978. Um svipað leyti háði hún frumraun sína á Broadway og kvikmyndahlutverkum fór sífjölgandi á meðan hún var undir handleiðslu Lees Strasberg. Fyrsta, eft- irminnilega hlutverk Karenar var í Animal House (’78), og leikkonan var orðin „heit“, eftir annan smell, The Wanderers (’79), til viðbótar. Þar með hafði hún fangað athygli Woodys Al- len sem bauð henni lítið hlutverk í Manhattan, þar með var eftirsóttu stöðutákni náð. Sem fyrr segir komst Allen á topp- inn í mynd Spielbergs, Raiders of the Lost Ark, nú virtist henni borgið sem leikkonu, eða hvað? Sjálfsagt hefur Karen talið að svo væri og hún gæti gert það næstu árin sem hana langaði til. Myndavalið fram til 1984 var að vísu vandað frá listrænu sjónarhorni en óheppilegt fyrir stjörnu sem ætl- aði að halda fengnum hlut. Starman (’84), rétti stefnu leikkonunnar um sinn, myndin, sem fjallaði um ástir jarðarbúa (Allen), og geimveru (Jeff Bridges), var sjarmerandi ævintýri í höndum tveggja, aðlaðandi leikara og leikstjórinn/handritshöfundurinn John Carpenter, hitti enn einu sinni naglann á höfuðið. Í kjölfar velgengni Starman, ákvað Karen að leika sér aftur að eldinum í nokkur ár í jað- arhlutverkum sem gerðu ekkert ann- að fyrir leikkonuna en að hún missti af lestinni, hún var brunuð hjá. Karen átti góðan sprett í Glerdýr- unum – The Glass Menagerie, sem Paul Newman leikstýrði 1987; Scrooge (88), gekk vel, en Bill Murray stal myndinni og King of the Hill (93), eftir Steven Soderbergh, fékk fína dóma en enga aðsókn. Síðan ekki söguna meir, ferill hæfi- leikakonu sem hafði heiminn í hönd- um sér um stund, hefur hangið síðan á horriminni. Man einhver Ghost in the Machine, The Basket, Falling Sky, Wind River? Eða þá World Traveler, The Root, Poster Boy? All- ar týndar í hafsjó B-mynda, helst að maður minnist þess að hafa séð Kar- en bregða fyrir á skjánum í góðum þáttum eins og Law and Order, og hún fór vel með lítil hlutverk í In the Bedroom og Perfect Storm (báðar ’00). Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull á örugglega eftir að mala gull úti um allar jarðir, hvort myndin gerir eitthvað fyrir fram- haldslíf Karenar í Hollywood er önn- ur saga. Ef svo verður ekki geta les- endur fengið flesta titlana sem ég nefni á leigum borgarinnar Hvað varð um Karen? Karen Allen birtist í sviðsljósinu á ný í Ind- iana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull í hlut- verki Marion Ravenwood úr Raiders of the Lost Ark. Komin aftur Karen Allen og Sveven Spielberg við tökur á nýjustu myndinni um Indiana Jones, þar sem Allen sést á ný eftir nokkurt hlé. MYNDDISKAR» DAN (Ledger) og Candy (Cornish), eru ung, falleg og ástfangin, en saga þeirra er ófögur hraðlestarferð til heljar. Þegar þau kynnast í Sydney, er Ledger orðinn niðurdrabbaður, mislukkaður listamaður og sprautu- fíkill. Fyrr en varir ánetjast kær- astan hans nálinni og leiðin liggur bítandi niður á botninn. Dagar víns og rósa kemur ósjálfrátt upp í hug- ann, tímarnir eru breyttir og eitrið skæðara en í báðum myndunum sjáum við eyðileggingarmáttinn, allsherjar hrun persónanna, lík- amlegt, fjárhagslegt og siðferðilegt. Í takt við tímann er Candy op- inskárri, það er ekkert verið að fegra raunveruleikann, þau Dan og Candy gera allt til að eiga fyrir næstu innspýtingu, hann rænir og ruplar, hún selur sig, en ástin er þó ávallt skammt undan – í þeirra til- felli er hún bölvaldur líkt og eitrið. Myndin er sönnun missisins af Ledger, útlitslega passar hann full- komlega í hlutverk ógæfumannsins, ekki hið minnsta líkur fjárhirðinum í Brokeback Mountain, heldur sann- færandi ístöðulaus ræsismatur. Cornish mætir honum á miðri leið, túlkun hennar á veikgeðja stúlku sem sogast auðveldlega niður í svað- ið er fullkomlega trúverðug, minnir óneitanlega á Remick. Rush fer vel með lítið hlutverk vinar Dans, menntamanns sem fer sömu leiðina. Nammi Cornish og Ledger í hlut- verkum sínum í Candy. Eitur og eyðilegging MYNDDISKUR Drama Ástralía 2006. Myndform 2008. 104 mín. Ekki við hæfi yngri en 16 ára. Leik- stjóri: Neil Armfield. Aðalleikarar: Abbie Cornish, Heath Ledger, Geoffrey Rush. CANDY bbbmn Sæbjörn Valdimarsson STÓRSLYSAMYNDIR taka sig al- mennt mun betur út á stóra tjaldinu en sjónvarpsskerminum, ég er þó eindregið á því að Flood sé best komin á skjánum, því minni, því betra. Hún fjallar um aftakaveður sem gengur yfir Norðursjó, með þeim afleiðingum að austurströnd Englands verður leiksoppur hrika- legrar flóðbylgju. Aukinheldur er háflóð þegar bylgjan öslar yfir varn- argarðinn í Thamesá, í kaffæring- unni verður gífurlegt manntjón og eyðilegging í höfuðborginni og um allt landið. Það er ekki að sjá að Englend- ingar ráði við þessa há-bandarísku kvikmyndagrein, Flood er sambland illa skrifaðrar sápuóperu þar sem feðgarnir, veðurfræðingurinn, sem Courteney afgreiðir grátlega til- þrifalaust og verkfræðingurinn Car- lyle, eru í fararbroddi hetjanna, ásamt Joanne Whalley (áður Kil- mer), sem fer með hlutverk yf- irmanns almannavarna Lundúna. Lélegri tölvuvinnu og líkönum er fléttað saman við raunverulegar tök- ur af ofviðrum, sem einar rísa upp úr meðalmennskunni. Flood hefði ekki veitt af vænni flóðbylgju punda til viðbótar til að verða viðunandi ásýndum. Flóð London á bólakafi. England á floti MYNDDISKUR Hamfaramynd England/Kanada 2007. Myndform 2008. 110 mín. Ekki við hæfi yngri en 12 ára. Leikstjóri: Tony Mitchell. Aðalleik- arar: Robert Carlyle, Tom Courteney, Joanne Whalley. FLOOD bbmnn Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.