Morgunblaðið - 26.05.2008, Blaðsíða 17
|mánudagur|26. 5. 2008| mbl.is
Morgunblaðið/Valdís Thor
Eigandinn Þórhildur María er mikill dýravinur og ætlar að verða dýralæknir.
Slapp Skuggi út eina ferðina enn,“stundi Bergþóra Arnarsdóttir upp ísímann þegar blaðamaður spurðistfyrir um sniðugar, loðnar kanínur
sem hann hafði frétt að byggju í Heiðargerði.
Skuggi og Birta Nótt eru kanínur af Lion-
head kyni. Hinn borubratti Skuggi var fyrsti
fjölskyldumeðlimurinn af kanínutegund.
Hann hefur gaman af því að stelast út í leyf-
isleysi og er ástæða fyrir mæðulegri rödd
Bergþóru í símanum. „Krakkarnir í hverfinu
þekkja hann og eru fljót að skila honum ef
þau sjá hann,“ segir Bergþóra.
Fyrir búa hvorugkynsgárinn Trill og músin
Vírus á þessu fjöruga heimili. Hin viðkvæma
Birta Nótt kom svo á heimilið fyrir tæpu ári.
Hún var frekar illa fyrir kölluð þegar blaða-
mann og ljósmyndara bar að garði enda hafði
hún fætt þrjá lífvana unga um nóttina.
Eigandi myndarlegu dýrafjölskyldunnar er
hin ellefu ára gamla Þórhildur María Bjarna-
dóttir. Þórhildur er ábyrgðarfull og klár
stúlka sem veit ýmislegt um dýrahald. „Ég
hef alltaf haft áhuga á dýrum og ætla að
verða dýralæknir í framtíðinni,“ segir hún.
Veisla að komast í grasið
Kostirnir við að eiga kanínur eru margir að
mati Bergþóru. „Það þarf lítið að hafa fyrir
þeim, eina sem þarf er búr og það er auðvitað
kostur að eiga lokaðan garð. Þær borða kan-
ínufóður en elska að fá vökvamikið grænmeti
og ávexti,“ segir hún. „Þær eru mjúkar, sætar
og kelnar og það er rosalega notalegt að kúra
með þær,“ bætir Þórhildur við.
Að sögn Þórhildar er vel hægt að temja
kanínur en þó er það erfiðara þegar kljást
þarf við tvær í einu. Uppeldi Skugga og Birtu
Nóttar er því á frjálslegum nótum. „Við reyn-
um að hafa þau eins mikið úti í garði og við
getum og þorum. Maður sér alveg hvað það
er mikil veisla hjá þeim þegar þau komast út í
grasið,“ segir Bergþóra.
Skugga virtist ekki leiðast athygli ljós-
myndarans en að mati mæðgnanna fer hann í
mikið manngreinarálit. „Hann skiptist á að
vera ljúfur og grimmur. Oftast er hann róleg-
ur en þegar hann sér Birtu Nótt verður hann
æstur og árásargjarn,“ segir Þórhildur. Birta
Nótt er hins vegar hlédrægari. „Hún er ofsa-
lega blíð og kelin, en urrar nálægt Skugga.
Núna er feldurinn hennar hins vegar mjög
reyttur því hún hefur verið að útbúa hreiður
fyrir ungana í búrinu sínu.“
Blekktar af ketti
Eins og kom fram í upphafi hefur Skuggi
sloppið út nokkrum sinnum undanfarið. Hann
skilar sér þó oftast heim en um daginn höfðu
mæðgurnar ekki orðið varar við hann heilan
dag og voru orðnar áhyggjufullar. Um kvöldið
hófst leit. „Við fórum með vasaljós inn í alla
garða, lögðumst undir skúra, skriðum inn í
runna og alltaf vorum við að sjá hann út und-
an okkur svartan og loðinn með blikandi
augu. Aldrei tókst okkur þó að ná honum,“
segir Bergþóra. „Eftir mikla leit komumst við
síðan að því að svartur loðinn köttur hafði
fylgt okkur alla leið. Við sem héldum að við
værum alltaf við það að ná Skugga, “ segir
Þórhildur. Sem betur fer skilaði Skuggi sér
þó heim daginn eftir með hjálp góðra ná-
granna.
gudrunhulda@mbl.isFeimin Birta Nótt hélt sig í fangi eigandans.
Flökkukanínur
sem njóta frjáls-
legs uppeldis
Kanínur eru hin bestu gæludýr þótt þær geti verið mislyndar
eins og Guðrún Hulda Pálsdóttir komst að þegar hún hitti
tvær loðkanínur í misjöfnu sálarástandi.
Segðu sís Skugga fannst athygli ljósmynd-
arans ekki leiðinleg og brosti sínu blíðasta.
ÁSTARJÁTNINGAR, fyndni og fúkyrði
eru best meðtekin í vinstra eyra. Eigi hins
vegar að veita leiðbeiningar, upplýsingar
og önnur þau skilaboð sem ekki eru á til-
finningasviðinu borgar sig að veðja á
hægra eyrað. Standi því til að biðla til elsk-
unnar kann að vera best að koma hlutum
svo fyrir að það sé vinstra eyrað sem hlýði
á ástarjátninguna. Þetta kemur fram á
netmiðli breska dagblaðsins Times, í grein
sem fjallar um mun heilahvelanna tveggja
og byggð er á rannsóknum sem gerðar
hafa verið víðs vegar um heim.
Þó heilahvelin líkist hvort öðru þá hafa
þau engu að síður sín sérsvið. Vinstra
heilahvelið er þannig rökræna og mest
ráðandi hvelið á meðan það hægra stendur
fyrir hið sjónræna, innsæi og tilfinningar.
Og þar sem hægra heilahvelið stjórnar
vinstri hlið líkamans hafa rannsóknir sýnt
að vinstra eyrað er leiðin að tilfinninga-
hluta heilans.
Heilahvelin hafa líka áhrif á ýmsa aðra
virkni líkamans og hafa rannsóknir sýnt að
hægra augað nemur betur liti, hægri fót-
urinn er kitlnari og við kyssum frekar á
vinstri kinnina en þá hægri.
Heilaskanni hefur verið notaður til að
styðja kenningarnar, sem og rannsóknir á
einstaklingum með heilaskaða. Þannig eru
hlutverk heilahvelanna tveggja skýrari hjá
sjúklingum sem ekki hafa „corpus callos-
um“ eða hin svo nefndu hvelatengsl. Eins
eiga þeir sjúklingar sem lamast hafa
vinstra megin líkamans í kjölfar hjarta-
áfalls frekar í málörðugleikum.
Og listinn sem Times birtir er fjöl-
breytilegur. Þannig er fólk líklegra til að
hlæja hlýði vinstra eyrað á brandarann
samkvæmt rannsókn sem gerð var við
Kaliforníuháskóla. Sömuleiðis bera 75-
80% kvenna smábörn á vinstri handlegg –
burtséð frá því hvort þær eru rétt- eða
örvhentar – fullyrða vísindamenn við Sus-
sex-háskóla. Og við Sam Houston Uni-
versity of America segjast menn hafa sýnt
fram á að 69% fólks eigi auðveldara með
að endurtaka kærleiksorð berist þau um
vinstra eyrað á móti 56% nákvæmni fyrir
það hægra. Meira að segja lyktarskynið er
ekki látið ósnortið og hefur Pennsylvaníu-
háskóli fundið út að vinstri nös kvenna
nemur betur rakspíra- og blómailm.
Símsölumenn gerðu svo ekki síður vel
að hafa þessar niðurstöður í huga, því
samkvæmt University College í London
náðu þeir betri árangri þegar þeir hlýddu
eingöngu á viðskiptavinina með vinstra
eyranu.
Tilfinningar í
vinstra eyra,
upplýsingar í
það hægra
Morgunblaðið/Kristinn
Vinstra eða hægra? Það skiptir máli hvort eyrað hlýðir á upplýsingarnar.
TAI chi-æfingar eru taldar
geta komið fólki með syk-
ursýki 2 til hjálpar. Tvær
nýjar rannsóknir sýndu
fram á að 12 vikna æf-
ingaprógramm styrkir
ónæmiskerfið og jafnar blóð-
sykurinn. Kínverska sjálfs-
varnarlistin tai chi stuðlar
að slökun með djúpöndun og
hægum hreyfingum.
Fréttavefur BBC sagði frá
rannsóknunum sem birtust í
British Journal of Sports
Medicine. Í fyrri rannsókn-
inni sem gerð var í Taívan
voru bornir saman tveir hóp-
ar, annars vegar 30 manns með sykursýki og hins vegar 30
heilbrigðir einstaklingar. Þátttakendur lærðu 37 tai chi-
æfingar hjá sérfræðingum og tóku vikulega þátt í 3 klst.
langri æfingu. Eftir 12 vikna æfingar kom í ljós að hjá fólki
með sykursýki 2 varð blóðsykurinn ekki eins hár og ónæm-
iskerfið styrktist. Síðari rannsóknin var gerð í Ástralíu og
sýndi hún sams konar niðurstöður auk þess sem þátttak-
endur léttust, blóðþrýstingur þeirra minnkaði greinilega,
þeir sváfu betur, voru orkumeiri og minna bar á verkjum.
Mælt er með því að fólk með sykursýki stundi að lágmarki
30 mínútna líkamsrækt af rólegri gerðinni fimm daga vik-
unnar.
Um 1,8 milljónir manna eru með sykursýki 2 í Bretlandi en
talið er að 750 þúsund hafi ekki verið greind með sjúkdóm-
inn.
Tai chi hjálpar
sykursjúkum
Yfirvegun Tai chi-æfingar
stuðla að heilbrigðara lífi hjá
sykursjúkum samkvæmt ný-
legri rannsókn.
daglegtlíf