Morgunblaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurð-
ardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
EIGENDUR fiskvinnslufyrirtækisins GPG Norge
AS í Norður-Noregi óskuðu eftir því síðastliðinn
föstudag að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrota-
skipta. Eigandi fyrirtækisins er GPG Investment
ehf. sem er alfarið í eigu Íslendinga. Stærsti hlut-
hafinn í GPG Investmen ehf. er einnig stærstur
hluthafa í GPG fiskverkun ehf. á Húsavík.
Róbert Gíslason, framkvæmdastjóri GPG In-
vestment ehf. og fjármálastjóri GPG fiskverkunar á
Húsavík, sagði að afdrif norska fyrirtækisins
myndu ekki hafa nein áhrif á rekstur GPG fiskverk-
unar enda rekstur fyrirtækjanna aðskilinn og engin
bein eignatengsl á milli þeirra. Hann sagði GPG
Norge AS og GPG fiskverkun ehf. þó hafa unnið í
sameiningu að markaðsmálum á undanförnum ár-
um.
Róbert sagði GPG Norge hafa verið rekið í fjögur
ár. Það var stofnað á sínum tíma til þess að kaupa
eignir m.a. á eynni Vanna í Troms og Kamøyvær í
Finnmörku út úr félagi sem fór í gjaldþrot á sínum
tíma. Hafin var saltfiskverkun og varð félagið eitt
það umsvifamesta í Noregi á því sviði. Reksturinn
gekk vel framan af, að sögn Róberts, en undanfarna
mánuði fór að síga á ógæfuhliðina. Sagði hann að
sterk staða norsku krónunnar, veik staða dollarans
og hátt hráefnisverð hefði síðan kippt grundvell-
inum undan rekstrinum. Félagið þurfti meira fjár-
magn ef halda átti rekstrinum áfram. Róbert sagði
eigendur hafa átt í viðræðum við viðskiptabanka
sinn undanfarnar vikur um hlutafjáraukningu.
Ekki náðust samningar við bankann. Þá var reynt
að selja hlutabréfin í norska félaginu, án árangurs.
„Þá ákváðum við að loka þessu fyrirtæki,“ sagði Ró-
bert. Hann sagði þessi endalok valda miklum von-
brigðum, en stjórn félagsins hefði tekið ákvörðun.
„Við erum hættir starfsemi í Noregi.“
Íslendingar höfðu lagt um 20 milljónir norskra
króna (tæpar 300 milljónir ÍKR) í félagið sem nú
tapast. Hjá GPG Norge störfuðu um 100 manns og
þykir lokun þess mikið áfall fyrir litlar byggðir í
Norður-Noregi.
GPG Norge AS verður
tekið til gjaldþrotaskipta
Íslenskir eigendur fyrirtækisins hafa ákveðið að hætta rekstri í Noregi
Í HNOTSKURN
»GPG Investment keypti eignir út úr Vannaí Noregi 2003 og stofnaði félagið GPG
Norge AS. Vanna var talið vera stærsti salt-
fiskframleiðandi í heimi.
»GPG fiskverkun ehf. á Húsavík var stofn-að í lok ársins 1997. Fyrirtækið gerir nú út
fiskibáta og er með fiskvinnslu á Raufarhöfn,
Húsavík og í Stykkishólmi. Það hefur unnið úr
um tólf þúsund tonnum af fiski á ári.
FRIÐBERT
Jónasson, pró-
fessor í augn-
lækningum við
Háskóla Íslands
og yfirlæknir við
Landspítala – há-
skólasjúkrahús,
tók í dag við ein-
um virtustu verð-
launum sem veitt
eru á sviði augn-
lækninga í heim-
inum. Heims-
samtök um
augnsjúkdóminn
gláku standa að
verðlaununum en
þau eru veitt fyr-
ir mesta afrek
ársins á sviði
glákurannsókna.
Nærri lætur að
glákublinda sé næstalgengasta or-
sök blindu í heiminum og því mik-
ilvægt að vinna að rannsóknum á
sjúkdómum og finna lækningu.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr-
ar erfðagreiningar, hlýtur verð-
launin ásamt Friðberti en þau eru
veitt vegna sameiginlegrar upp-
götvunar íslenskra vísindamanna á
sviði augnlækninga og vísinda-
manna sem starfa hjá Íslenskri
erfðagreiningu.
Mikill heiður
„Verðlaunin eru vegleg, hljóða
upp á 25.000 Bandaríkjadali, og eru
mikill heiður fyrir Íslendinga, Frið-
bert sjálfan, Háskóla Íslands og
Kára Stefánsson fyrir hönd Ís-
lenskrar erfðagreiningar,“ segir í
frétt frá Háskóla Íslands í gær.
Njóta verðlaunin mikillar virðingar
innan vísindasamfélagsins en þau
voru afhent í Berlín í gær.
Afrek ársins
í glákurann-
sóknum
Friðbert Jónasson
Kári Stefánsson
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar og
björgunarsveitir hófu leit að frönsku
pari um kl. 15.00 í gær. Þá hafði ekki
spurst til fólksins frá því í fyrradag.
Eftir um tveggja stunda leit fannst
parið þar sem það var í góðu yfirlæti
í Landmannalaugum.
Fólkið átti að skila bílaleigubíl á
laugardagskvöld en gerði ekki. Bíll-
inn sást mannlaus við Lambaskarð á
laugardagsmorgun og um kvöldið og
var því farið að óttast um fólkið.
Frakkar
fundust
HÁTÍÐARHÖLD sjómannadagsins
í Grafarvogi hófust með helgistund
við gamalt bátalægi neðan við Graf-
arvogskirkju. Síðan var gengið til
guðsþjónustu þar sem séra Guðrún
Karlsdóttir var sett inn í embætti
prests við kirkjuna. Hún predikaði
einnig og þjónaði fyrir altari.
„Starfið leggst mjög vel í mig,“
sagði Guðrún. Hún kvaðst hafa
fengið hlýjar móttökur og vera
stolt af því að vera orðin ein af
Grafarvogsprestunum. Guðrún hef-
ur þjónað í sænskum söfnuðum
undanfarin fjögur ár. Er erfitt að
skipta yfir í íslensku?
„Ég er vanari að tala um Guð á
sænsku,“ sagði Guðrún og hló. Hún
sagði muninn á sænsku kirkjunni
og þjóðkirkjunni aðallega vera að
sú sænska væri ekki þjóðkirkja.
Þar þyrfti að hafa svolítið fyrir því
að fá fólk í kirkju. Svíar taka meiri
þátt í guðsþjónustum og þar eru
óvíða kórar til að leiða sönginn.
Guðrún kvaðst ekki vera frá því að
þeir sem sæktu kirkju í Grafarvogi
væru yfirleitt yngri en kirkjugest-
irnir í Svíþjóð.
Guðrún mun ekki síst sinna fólki
á miðjum aldri og fjölskyldufólki.
Þá mun hún byrja með kvikmynda-
hóp í haust þar sem skoðuð verða
trúarstef í kvikmyndum.
Séra Guðrún lauk guðfræðiprófi
frá HÍ árið 2000 og var vígð í dóm-
kirkjunni í Gautaborg árið 2004.
Hún þjónaði fyrst í Näset-söfnuði
og síðan í þrjú ár sem sóknarprest-
ur í hluta Lerum-safnaðar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Ég er vanari að tala um Guð á sænsku“
Við naust í Grafarvogi Nýr prestur Grafarvogskirkju, sr. Guðrún Karlsdóttir, er í miðið í hópi prestanna.
♦♦♦
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
UNDANFARIÐ hafa nýstúdentar
verið áberandi á götum úti með
hvítar húfur. Geirþrúður Ása Guð-
jónsdóttir, 21 árs nýstúdent af list-
námsbraut Kvennaskólans, er ein
þeirra. Geirþrúður bætti þó um bet-
ur og sló tvær flugur í einu höggi
þetta vorið. Auk stúdentsprófsins
lauk hún þriggja ára háskólanámi við
Listaháskóla Íslands, eða B. Mus.-
gráðu í fiðluleik, sem er sambærileg
við B.A.- eða B.Sc.-gráðu. Hún lauk
því bæði framhaldsskóla og háskóla
sama vorið, en gætti þess að gera
það í réttri röð. Kvennaskólanum
fyrst og svo háskólanum viku síðar.
B.Mus.-námið segir hún alhliða
tónlistarnám, sem auk æfinga á
hljóðfæri gangi út á tónfræði, tónlist-
arsögu og fleira sem viðkemur list-
inni.
Nam við fjóra framhaldsskóla
„Já, ég þurfti mikið að hagræða til
að láta þetta ganga upp. Ég fékk
mikla aðstoð,“ segir Geirþrúður hóg-
vær, en á menntaskólaárum sínum
hefur hún numið við MH, FB, Verzl-
unarskólann og nú síðast Kvennó.
„Þar hjálpuðu skólastjóri og aðstoð-
arskólastjóri mér við að fá allar þær
einingar sem ég hef tekið annars
staðar metnar inn í stúdentspróf frá
Kvennaskólanum. Það hentaði mér
líka vel að vera í Kvennó og LHÍ á
sama tíma, enda stutt þar á milli svo
ég gat hlaupið á milli skólanna til að
fara í tíma. Það var bara fínt og góð
hreyfing líka!“ Og Geirþrúður kveð-
ur undanfarin ár hafa krafist mikillar
vinnu, námið hafi tekið megnið af
tíma hennar. Engu að síður eigi hún
sína góðu vini og hafi haft tíma til
skemmta sér. Hún hafi líka notið
góðs stuðnings foreldra sinna sem
hafi verið sérlega duglegir við að
sækja hana og keyra hingað og
þangað.
Í haust liggur fyrir Geirþrúði Ásu
að flytja til Bandaríkjanna og hefja
nám við Stetson University á Flór-
ída. Þar vill hún eyða næsta árinu í
að æfa sig á fiðluna, enda „löngu búin
að ákveða að ég ætla að gera fiðlu-
leikinn að mínu aðalstarfi. Annars
væri maður nú ekki að leggja þetta á
sig“.
Hentaði vel að hlaupa á milli skólanna
Lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum og B. Mus.-gráðu frá Listaháskóla Íslands sama vorið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Námfús Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir útskrifaðist úr Kvennaskólanum í
Reykjavík fyrir rúmri viku og úr Listaháskóla Íslands á laugardaginn.