Morgunblaðið - 02.06.2008, Side 6
!
"#
$
%&%
'
' (
)*%
'
'
+ (+ , -.
/0
)*.&
' 1+2
'$'
'
'*
'*'
3
4
%
'%
%
.#%
.
&
'
%
% '.
4
%
0'
0 '%
% .
4 '5
$
'
'
%
'
'
6
'7
5''.
4
%
'
'
'
# 0
&''
8
' 0
'0'
$%
$
'
0 %
'%
%
'
# 0 9
'
4
%
0%
%
'
'
HELDUR hefur dregið úr eft-
irskjálftum í Ölfusi og nágrenni og í
gær virtist virknin fara hægt dvín-
andi, að sögn Steinunnar S. Jak-
obsdóttur, sviðsstjóra eðlisfræði-
sviðs Veðurstofu Íslands. Komið
hafa litlar hrinur inn á milli með
jarðskjálftum um tvö stig og mest
uppundir þrjú stig.
Nú þykir nær fullvíst að atburða-
rásin s.l. fimmtudag hafi byrjað með
jarðskjálfta undir Ingólfsfjalli um kl.
15.45. Samkvæmt korti Veðurstof-
unnar voru upptök hans fremur
grunnt eða á um 1–2 km dýpi. Ekki
er hægt að fullyrða um stærð þess
skjálfta en Steinunn taldi ekki
ósennilegt að hann hefði verið af
stærðargráðunni fimm á Richter eða
þar um bil. Af verksummerkjum að
dæma hefði greinilega verið þó
nokkuð mikil hreyfing undir Ingólfs-
fjalli.
Nánast samtímis, aðeins sek-
úndubrotum eða fáeinum sekúndum
síðar, brast á stóri jarðskjálftinn upp
á 6,3 á Richter. Upptök hans voru
nokkrum kílómetrum vestar og nær
Hveragerði. Steinunn sagði ekki vit-
að hvort S-bylgjur frá jarðskjálft-
anum undir Ingólfsfjalli hefðu
hleypt þeim stóra af stað.
Áætlað er að brotalengd meg-
injarðskjálftans, sem var 6,3 á Rich-
ter, sé 14 kílómetrar. Af korti Veð-
urstofunnar að dæma náðu
jarðhræringarnar mun dýpra á mis-
genginu þar sem stóri skjálftinn
varð en þar sem upphafsskjálftinn
varð undir Ingólfsfjalli. Steinunn
sagði að eftir fljótlega athugun
sýndist sér að tilfærslan á upp-
takastað skjálftans niðri í jarðskorp-
unni, þar sem mesta færslan varð,
hefði verið um hálfur metri.
Eftirskjálftar vestur Ölfus
Hreyfingin um misgengið, þar
sem þessi skjálfti átti upptök sín, var
svonefnd hægri handar sniðgeng-
ishreyfing. Bakkinn vestanmegin við
misgengið fór til norðurs en bakkinn
austanmegin til suðurs. Samkvæmt
upplýsingum Gunnars B. Guð-
mundssonar, jarðeðlisfræðings hjá
Veðurstofunni, kemur þetta heim og
saman við Suðurlandsskjálfta. Eins
er eftirskjálftavirknin suðvestan og
norðaustan við meginmisgengið í
samræmi við útreiknaðar spennu-
breytingar vegna meginskjálftans.
Upptök eftirskjálftanna hafa
teygt sig vestur eftir Ölfusinu.
Steinunn sagði að á þessum slóðum
hefði orðið jarðskjálfti á norður–
suðursprungu fyrir áratug sem
mældist vera 5 stig. Því er ekki
reiknað með því að eftirskjálfta-
virknin leiði til stærri jarðskjálfta að
þessu sinni.
Suðurlandsskjálftinn hófst með jarðskjálfta undir Ingólfsfjalli og brotalengd meginskjálftans var 14 km
Tilfærsla á
upptökum um
hálfur metri
gudni@mbl.is
Í HNOTSKURN
»Suðurlandsskjálfti upp á 6,3stig varð kl. 15.45 á fimmtu-
daginn var og voru upptök hans
milli Hveragerðis og Selfoss.
»Tveir Suðurlandsskjálftar,hvor um sig 6,6 stig, urðu 17.
og 21. júní árið 2000.
»Búist var við jarðskjálfta vest-an við upptakasvæði jarð-
skjálftanna 2000 eða á svipuðum
slóðum og skjálftinn varð nú.
6 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FARÞEGI í leigubíl réðst á leigu-
bílstjóra í Reykjavík í fyrrinótt,
hélt hnífi að hálsi hans og heimtaði
peninga. Árásarmanninum tókst að
flýja með peninga og farsíma og er
leitað af lögreglunni. Leigubíl-
stjórinn, sem er kona, fékk ein-
hverja áverka á hálsinn, að sögn
lögreglu.
Vísbendingar eru fyrir hendi
Atvikið varð í Jörfabakka í neðri
hluta Breiðholtshverfis klukkan
3:30 í fyrrinótt. Samkvæmt upplýs-
ingum lögreglunnar hefur hún
ákveðnar vísbendingar um árásar-
manninn sem unnið er út frá. Ekki
var búið að handtaka neinn sem
grunaðan aðila í málinu seint í
gærkvöld en málið er í rannsókn.
Mikill erill var að öðru leyti hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
í fyrrinótt og var mikill fjöldi fólks
samankominn í miðborginni.
Fjórir ökumenn voru stöðvaðir
vegna gruns um ölvun við akstur.
Ógnaði leigubíl-
stjóra með hnífi
SIGURÐUR Þórðar-
son tannlæknir lést
þann 31. maí á líknar-
deild LHS í Kópavogi.
Sigurður fæddist í
Reykjavík 16. janúar
1935. Foreldrar hans
voru Þórður Jóhannes-
son verkstjóri í Reykja-
vík og Sólveig Sig-
mundsdóttir húsfreyja.
Sigurður kvæntist
Hildi Vilhjálmsdóttur
og eignaðist með henni
þrjú börn, Guðrúnu
Hrund, Arnar Þór og
Andra Vilhjálm. Hildur lést 1974.
Síðar giftist hann Áslaugu Borg og er
sonur þeirra Gunnar Már. Eftirlif-
andi kona Sigurðar er Kristín Salome
Karlsdóttir ráðherraritari og er dótt-
ir hennar, Guðrún Anna, uppeldis-
dóttir Sigurðar.
Sigurður lauk stúdentprófi frá MR
1955, cand. phil. frá Háskóla Íslands
1955 og cand. odont. frá
sama háskóla 1968. Frá
þeim tíma starfaði hann
sem skólatannlæknir
hjá Reykjavíkurborg,
tannlæknir á Egilsstöð-
um og rak eigin tann-
læknastofu í Reykjavík
frá 1970.
Sigurður sinnti ýms-
um félags- og trúnaðar-
störfum fyrir Tann-
læknafélag Íslands.
Hann var ritari í stjórn
Tannlæknafélags Ís-
lands 1975–1977, með-
stjórnandi 1990–1992, varaformaður
1994–1996 og formaður félagsins
1996–1998. Þá sat hann í samstarfs-
nefnd og samninganefnd Tannlækna-
félags Íslands og Tryggingastofnun-
ar og sinnti auk þess ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum fyrir félagið 1996 til
2007. Sigurður var virkur félagi í
Oddfellow-reglunni á Íslandi, IOOF.
Sigurður Þórðarson
Andlát
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
HVORKI læknar, hjúkrunarfræð-
ingar né aðrar háskólamenntaðar
stéttir í heilbrigðisþjónustu sætta
sig við þá föstu krónutöluhækkun
sem samið var um í samningum rík-
isins og BSRB um helgina. Tals-
menn þeirra benda m.a. á, að með
svohljóðandi tilboði frá ríkinu séu
þessar stéttir að taka á sig verulega
kjararýrnun umfram aðrar sem hafa
þegar samið.
Gunnar Ármannsson, fram-
kvæmdastjóri Læknafélags Íslands,
bendir á að samkvæmt upplýsingum
frá ríkinu muni samningarnir við
BSRB skila félagsmönnum þess
tæplega 10% launahækkun. Fengju
læknar sömu krónutöluhækkun
myndu dagvinnulaunin aðeins
hækka um 4% og yfirvinnukaupið
um 3,3%. Verðbólgan hefði hins veg-
ar verið um 12% og þetta myndi því
þýða að aðeins ætti að bæta læknum
upp um þriðjung þeirrar kjararýrn-
unar sem verðbólgan hefði valdið.
Ósanngjörn krafa ríkisins
Gunnar sagði að skilaboðin frá
samninganefnd ríkisins hefðu verið
skýr, læknar og aðrar háskóla-
menntaðar stéttir ættu að leggja
meira af mörkum en aðrir við að
berjast gegn verðbólgunni en slíkt
væri afar ósanngjarnt. Hafa yrði í
huga að launamenn í öllum stéttum
hefðu skuldbundið sig í samræmi við
þau laun sem þeir fengju, eftir því
sem launin væru hærri, því hærri
lánum hefðu menn talið að þeir gætu
staðið skil á. Hækkandi verðbólga og
lækkandi gengi (og þar af leiðandi
hærri afborganir af erlendum hús-
næðis- og bílalánum) kæmi þess
vegna ekki síður illa við háskóla-
menntaða ríkisstarfsmenn en aðra.
Að sögn Gunnars eru meðalheild-
arlaun lækna í fullri vinnu hjá ríkinu
um 800-900.000 krónur en hann tók
skýrt fram að á bak við þessa tölu
væri gríðarmikið vinnuálag og bind-
ing vegna bakvakta, meira en hjá
öðrum stéttum. Inni í þessu meðal-
tali væru auk þess læknar á lands-
byggðinni sem væru „nánast á krón-
ískum vöktum“ og oft á launum allan
sólarhringinn af þeim sökum. Vinnu-
framlag lækna væri raunar með því
mesta sem þekktist.
Ættu ekkert inni hjá ríkinu
Í tengslum við samninga ríkisins
við BSRB var mikið rætt um að sam-
ið hefði verið af ábyrgð og gæta yrði
að því að hleypa verðbólgunni ekki af
stað. Aðspurður hvort læknar gætu
ekki samið á þessum nótum nú en
síðan yrðu kjörin hugsanlega leiðrétt
á næsta ári þegar ástandið yrði (von-
andi) betra sagði hann: „Nei, því
þetta er ekki svoleiðis að þetta verði
leiðrétt á næsta ári ef ástandið verð-
ur betra. Því þá verður sagt að nú sé
lag til að hækka laun þeirra lægst
launuðu, að nú séu aðstæður þannig.
Þetta er alltaf sami barningurinn.
Menn eiga ekkert inni hjá ríkisvald-
inu þótt ástandið verði eitthvað
betra.“ Kröfur lækna væru hófsam-
ar, þær tækju mið af ástandinu og
þeir væru ekki að fara fram á meira
en aðrir hefðu fengið.
Deilu lækna og ríkisins hefur verið
vísað til ríkissáttasemjara.
„Sami barningurinn“
Stærstu heilbrigðisstéttirnar sætta sig ekki við sömu krónu-
töluhækkun og samið var um í samningum ríkisins við BSRB
Morgunblaðið/Golli
Launadeila Kjaradeila ríkisins og lækna er í höndum ríkissáttasemjara.