Morgunblaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á gervifótum Suður-afríski hlauparinn Oscar Pistorius missti báða fætur í æsku en hyggst taka þátt í Ólympíuleikunum í ágúst. Ein af nýju greinunum sem hafa verið aðnema land í háskólum heimsins er fötl-unarfræði sem kennd hefur verið í fjög-ur ár í félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands. Frá næsta hausti verður boðið upp á meistaranám í henni og rennur umsóknarfrestur út 5. júní, auk þess er hægt að stunda diplómanám með starfi. Dr. Rannveig Traustadóttir prófessor segir að greinin sé í sama flokki og þær sem snúa að öðrum jaðar- eða minnihlutahópum. Kvenna- og kynjafræði hafi verið leiðandi á þeim vettvangi en í kjölfarið hafi m.a. komið greinar eins og hinseg- infræði, um málefni samkynhneigðra. Oft hafi umræddir hópar verið skilgreindir á nei- kvæðan hátt í eldri fræðum, samkynhneigðir sagðir sjúkir og syndugir, konur taldar heimskar, svartir frumstæðir, fatlaðir afbrigðilegir. Fötlunarfræði eigi að skapa nýja og raunsanna sýn, nota gagn- rýna og róttæka nálgun á þær skilgreiningar sem áður hafi verið notaðar. Einhliða læknisfræðileg nálgun sé að verða gjaldþrota stefna. „Hópurinn sem sækir námið hjá okkur er fjöl- breyttur,“ segir Rannveig. „Þarna er mikið af fólki sem starfar í málaflokknum og hefur þegar farið í gegnum nám sem er meira klínískt, þau hafa lært þroskaþjálfun, sérkennslu, hjúkrunarfræði, iðju- þjálfun, sjúkraþjálfun og félagsráðgjöf. Fötl- unarfræði var ekki til hér þegar þetta fólk var í sínu námi en margir koma og bæta þessu við sig, vilja fá þetta félagslega sjónarhorn. Og við bjóðum vel- kominn þennan fjölbreytileika enda er þetta þver- fagleg grein. Einnig kemur til okkar talsvert af fólki sem tengist fötluðu fólki persónulega. Sumir nemendur eru jafnvel sjálfir fatlaðir en eins er hér fólk sem á fatlaða ættingja. Erfiðleikar með rætur í umhverfinu Nú er almennt orðið viðurkennt að erfiðleikar sem fatlaðir kljást við eiga sér að miklu leyti rætur í um- hverfinu, áherslan er meira og meira á þennan fé- lagslega þátt og þar kemur fötlunarfræðin inn. Nú er ekki bara sagt: „Þú færð ekki vinnu vegna fötl- unar“ heldur spurt: „Hvaða hindranir eru á vinnu- markaðnum sem koma í veg fyrir að þú fáir vinnu? Eru það fordómar gegn þér, tröppur svo að þú kemst ekki inn í húsið, vantar einhver hjálpartæki? Ég hitti ungan mann í gær, hann er mikið hreyfi- hamlaður en er farinn að vinna í stórverslun. Hann fylgist með öryggismyndavélunum. En það þarf smá útsjónarsemi til að láta sér detta þetta í hug.“ – En sýna stofnanir og sérfræðingar sem sinna fötluðum þessari nýju nálgun mikinn áhuga? „Við höfum átt gott samstarf við Stefán Hreið- arsson, lækni og forstöðumann Greiningarstöðvar ríkisins, og fleira fólk sem tengist stöðinni. Við höf- um haldið meðal annars fyrirlestra fyrir starfsfólk stöðvarinnar. Þó að við séum með þessa félagslegu nálgun leggjum við auðvitað áherslu á að fatlaðir fái góða heilbrigðisþjónustu, hún er lykilatriði fyrir þá og við erum alls ekki á móti læknisfræðinni!“ Rannveig segir að reynt sé að tengja námið sem best við veruleikann og athuga hvernig menningin mótar hugmyndir okkar um fatlað fólk. „Við lesum úr því sem okkur stendur til boða í menningunni. Hvaða ímyndir sjáum við? Hvernig er þetta með skúrkinn? Hann er mjög oft fatlaður, lítum bara á spennumyndirnar um James Bond. Þannig eru okkur send skilaboð um það hver sé vondur og við lærum þessi viðhorf alveg áreynslulaust. En við þekkjum líka forvitnileg og jákvæð viðhorf í göml- um bókmenntum. Í Hávamálum stendur: haltur ríður hrossi, rekur fé handarvana. Þar er dregið fram hvernig maður geti lagt sitt af mörkum þrátt fyrir fötlun. Það má því segja að fötlunarfræðin eigi sér djúpar rætur! En því miður er neikvæða ímyndin mun algengari og hún gengur aftur í bók- menntum og dægurmenningu nútímans. Ímyndir í menningu Við tökum fyrir nýjar bækur, tökum reynslusögur og fleira inn í námið, fjöllum um fréttir, t.d. af dvergakasti og annað sem snertir viðhorf til fatl- aðra í samfélaginu. Núna í vetur tókum við fyrir sýninguna Undrabörn í Þjóðminjasafninu. Við reynum að gera nemendur okkur læsa á það hvern- ig fatlaðir birtast, gera nemendur næma fyrir þess- um ímyndum. Þær skipta svo miklu máli af því að þær viðhalda og ítreka oft neikvæðan skilning á fötluðu fólki og hlutverkum þess.Þau Hanna Björg Sigurjónsdóttir, sem vinnur með mér við deildina, og Ármann Jakobsson íslenskufræðingur hafa skrifað grein um það hvernig fötlun birtist í sjón- varpsþáttum, kvikmyndum, bókmenntum og ann- arri fjöldamenningu. Þau eru nú að vinna að grein þar sem fjallað verður um fötlun í íslenskum þjóð- sögum með sérstakri áherslu á umskiptingasögur. Sögurnar ganga mikið út á það hvernig maður geti losað sig við umskiptinginn. Þau Hanna Björg og Ármann spyrja í þessu sambandi áleitinna spurn- inga, t.d. um valdar fóstureyðingar, þegar gölluðum fóstrum er eytt, t.d. hvort við séum ennþá að reyna að losa okkur við umskiptingana.“ – Neikvæðnin seytlar líka inn í vitund fatlaðra? „Já og margir vilja jafnvel greina á milli annars vegar fötlunarinnar sem er þetta félagslega og skerðingarinnar hins vegar, þ.e. þess líkamlega eða andlega sem snýr að einstaklingnum. „Fötlunin er sköpuð af umhverfinu og leggst ofan á skerðingu mína,“ segja sumir fatlaðir einstaklingar. Og fatlað fólk lærir ósjálfrátt að hugsa á sömu nótum, lærir sömu fordómana um fötlun og aðrir í þjóðfélaginu, að það geti ekki unnið, geti ekki hitt og þetta. Hluti af rannsóknum fötlunarfræðinga snýr einmitt að sjálfskilningi fatlaðra barna og fullorðinna.“ Rannveig segir að ekki sé til klár skilgreining á hugtakinu fötlun. „Af hverju skilgreinum við svona fjölbreytileika sem fötlun? Við setjum líka spurn- ingarmerki í fræðunum við það hvað sé normalt, eðlilegt. Oft tölum við í kennslunni um ofurvald hins „eðlilega þroskaferils“ sem er bara mannanna smíð. Við höfum smíðað kenningu sem útlistar hvað sé eðlilegt. Þetta eru ekki náttúrulögmál, þetta eru mannasetningar, eins og setning laga. Það er hægt að breyta þessum kenningum, hægt að „lækna“ fjölda manns með því að breyta bara þroskakenn- ingum um frávik. Því þrengra sem við skilgreinum hvað sé eðlilegt þeim mun fleiri verða fatlaðir og þeim mun fleiri börn fá stimplun og neikvæða at- hygli.“ Ill meðferð og geðsjúkdómar – En hvernig birtist þessi nýja nálgun fötlunar- fræðinnar þegar fjallað er um geðsjúka? „Hún dregur auðvitað mjög skýrt fram hvað fólk með geðraskanir þarf að berjast mikið við fordóma í umhverfinu. Það er mikið gert af því að rannsaka geðsjúkdóma út frá líffræðilegu þáttunum en nú er verið að draga fram hvað ýmislegt í umhverfinu getur spilað stóran þátt í geðheilbrigði. Áföll í bernsku geta átt stóran þátt í að fólk verði síðar að takast á við geðræna erfiðleika, Breiðavíkurdreng- irnir eru gott dæmi um það.“ kjon@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Rannveig Traustadóttir, prófessor við H. Í. Markmið fötlunarfræði er að þróa nýjan skilning: fötlun sé ekki síður félagslegt fyrirbæri en læknisfræðilegt. Nú er hægt að ljúka meistaragráðu í grein- inni við Háskóla Íslands. Krist- ján Jónsson ræddi við Rann- veigu Traustadóttur prófessor. Í HNOTSKURN »Dr. Rannveig Traustadóttir og dr. HannaBjörg Sigurjónsdóttir starfa við Rann- sóknasetur í fötlunarfræði. »Grunnur var lagður að fötlunarfræði semsérstakri grein fyrir fáeinum áratugum og hefur einkum haslað sér völl í enskumælandi löndum og Skandinavíu. »Alls tengjast sjö manns fötlunar-fræðikennslunni við Háskóla Íslands og Rannsóknarsetrinu, tveir háskólakennarar, einn doktorsnemi og tveir verkefnisstjórar, vefstjóri og erlendur gestafræðimaður. »Um er að ræða þverfaglega grein og írannsóknum hérlendis er m.a. kannað hvernig fjallað er um fatlaða í bókmenntum, listum og dægurmenningu. Unnið er að grein þar sem þáttur umskiptinga í íslenskum þjóð- sögum er rannsakaður. Sögur um þá þekkjast í mörgum löndum. Umskiptingar nútímans? » „Því þrengra sem við skil- greinum hvað sé eðlilegt, þeim mun fleiri verða fatlaðir og þeim mun fleiri börn fá stimplun og neikvæða athygli.“ BÚAST má við vöruskorti fram eft- ir vikunni vegna skemmda á búnaði í starfsstöð MS á Selfossi í jarð- skjálftunum á fimmtudag. Starf- semin á Selfossi verður rekin með takmörkuðum afköstum fram eftir vikunni eða þar til viðgerðir hafa farið fram. Einkum eru það skyr- tegundir sem má búast við skorti á. Skortur á skyri vegna skjálftanna SALA mjólkurafurða undanfarna 12 mánuði hefur gengið vel. Hjá samlögum innan vébanda SAM er sala á próteingrunni 116.483.043 lítrar og hefur aukist um 2,2% á tímabilinu. Fitusalan er áfram á fljúgandi ferð, síðasta árið nemur hún 110.599.890 lítrum, sem er aukning um 4,8%. Munur á mjólkur- og fitu- sölu hefur ekki verið jafnlítill um árabil en fyrir ekki löngu var hann yfir 10 millj. lítra. Aukning er í öllum vöruflokkum nema drykkjarmjólk og skyri. Ost- ar sýna mesta aukningu, 6,9%, og viðbitið kemur þar á eftir með 6,1% aukningu, þar af er 9,7% aukning í sölu á smjöri. Góð sala mjólkurafurða ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð- herra hefur skipað Rósu Helgu Ing- ólfsdóttur til að gegna embætti skattstjóra á Skattstofu Vest- fjarðaumdæmis frá 1. júlí nk. til fimm ára. Rósa lauk B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2006. Hún hefur starfað á Skatt- stofu Norðurlandsumdæmis vestra frá árinu 1995, fyrst sem þjónustu- fulltrúi í staðgreiðsludeild og svo sem deildarstjóri tekjuskatts- deildar. Alls bárust fjórar umsóknir um starfið. Skipuð skattstjóri á Vestfjörðum MEIRA en helmingur landsmanna, eða 54%, telur fjárhagsstöðu sína hafa versnað á undanförnum mán- uðum, að því er fram kemur í nýj- um Þjóðarpúlsi Gallup. Capacent Gallup kannaði áhrif samdráttar í efnahagslífinu og gengislækkunar íslensku krón- unnar á fjárhagsstöðu almennings. Um 13% töldu fjárhagsstöðu sína hafa batnað en þriðjungur svar- enda (33%) taldi hana hvorki hafa batnað né versnað. Merkja mátti mun milli aldurshópa og virtust al- mennt þeir sem eldri eru telja fjár- hagsstöðu sína hafa versnað frem- ur en þeir sem yngri eru. 51% ætlar til útlanda Gallup kannaði áform almennings um ferðalög innan lands og utan. Í ljós kom að 51% landsmanna hafði áformað ferðir til útlanda en þriðj- ungurinn af þeim ætlaði einnig að ferðast í sumarleyfinu um Ísland. Kannað var hvort gengisþróun íslensku krónunnar hefði haft áhrif á ákvarðanir um utanlandsferðir í sumar. Gengisþróunin hafði ekki haft nein áhrif á 62% svarenda en 38% sögðu hana hafa gert það. Af þeim sem svöruðu spurningunni játandi sögðust 30% hafa hætt við áform um utanlandsferðir en 19% kváðust hafa stytt ferðir sínar eða dregið úr umfangi þeirra með öðr- um hætti. Margir finna fyrir samdrættinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.