Morgunblaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 30
Morgunblaðið/Frikki
HÉR og þar í beðum borgarinnar sér maður starfsmenn bæjarins sitja og
vinna við að búa þau undir sumarblómin. Líklega eru margvísleg mál rædd
og ýmsar heimspekilegar vangaveltur eiga sér stað yfir moldarbeðunum.
Beðin undirbúin
30 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Kaffi, kleinur og kærleikur
EITT sinn gaf Guð mér opinberun
við uppvaskið. Það var þegar ég var
enn eldheitur kristinn bókstafs-
trúarmaður. Hún var eitthvað á
þessa leið:
Menn hafa ekki skilið Guð rétt
þegar þeir byggja musteri og kirkjur
á sama tíma og þeir drepa menn af
öðrum þjóðum, litarhætti, trúar-
brögðum og stjórnmálaskoðunum.
Þeir reisa gullin musteri og kaup-
hallir á meðan fólk er heimilislaust
og sveltur um víða veröld.
Það er röng breytni, þar sem fólk
er musteri Guðs. Með því að hugsa
vel um náungann þjónum vér Guði
best. Það er hin sanna guðsþjónusta.
Mér skildist líka að þó ég hafi verið
á kafi í kristinni kenningasmíð í yfir
þrjátíu ár hefur hún móðir mín staðið
nær Guði en ég með því að vera góð
móðir og húsmóðir og hugsa vel um
börnin sín, án þess að flækja sig í
trúarkreddum og stælum. Það er hin
sanna og rétta guðsdýrkun.
Ég sá hvað Guð átti við, þar sem
ég stóð við uppvaskið.
Ég minntist einnig orða munksins
sem spurði meistara sinn hvað hann
ætti að gjöra til þess að verða full-
kominn. Farðu og skrúbbaðu gólfið,
var svarið sem hann fékk. Vinur
minn, Pétur Þormar, orðaði það á
svipaðan hátt: Farðu út með ruslið
fyrir konuna þína með bros á vör. Ég
sá að þjónusta var lykilorð meistar-
anna.
Maðurinn er musteri heilags
anda. Með því að þjóna fólki í kær-
leika þjónum við Guði best. Það er
hin sanna guðsþjónusta. Þegar við
getum sest niður með fólki, bræðr-
um og systrum af öðrum þjóðflokk-
um, litarhætti, trúarbrögðum og
stjórnmálaskoðunum og drukkið
með því kaffi og borðað kleinur og
pönnukökur í kærleika og friði gleðj-
um við Guð.
Það er sú guðsþjónusta sem Guði
líkar.
Ég á margt sameiginlegt með
Guði. Eitt af því er að vera faðir eins
og hann. Þegar börnin mín eru góð
að leika sér saman er ég hamingju-
samur faðir. En þegar þau deila og
ósætti ríkir á meðal þeirra er mér
ekki skemmt. Guð er ekki hamingju-
samur Guð þegar hann sér börnin
sín deila yfir smámunum sem engu
varða í eilífðinni.
Við sem byggjum þessa jörð erum
ein fjölskylda, börn hins sama him-
neska föðurs, sama foreldris. Þegar
við erum góð hvert við annað gleðj-
um við Guð.
Þetta er sá friðarboðskapur og hin
sanna guðsþjónusta sem Guð opin-
beraði mér á meðan ég vaskaði upp
fyrir konuna mína.
Einar Ingvi Magnússon,
Heiðargerði 35, Reykjavík.
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG
ATHUGA
ALLTAF
HVAÐ ÉG
FÉKK Í
NESTI...
„LÆRÐU
VEL OG ÞÚ
GÆTIR
ORÐIÐ
FORSETI“
ÉG FÉKK SAMLOKU, POKA
AF KARTÖFLUFLÖGUM,
APPELSÍNU, SMÁKÖKU
OG MIÐA...
ÉG ER EINA BARNIÐ
SEM FÆR AUGLÝSINGU
MEÐ NESTINU SÍNU
ÞAÐ GERÐIST
SVOLÍTIÐ
ROSALEGA
SKRÍTIÐ RÉTT
ÁÐAN
HVAÐ? HVAÐ VARSTU
AÐ GERA NÚNA? HA?!?
ÞETTA
VAR EKKI
ÉG, ÞETTA
VAR...
ÁN ÞESS AÐ GETA NOKKUÐ
GERT, HORFÐI ÉG Á VERU ÚR
ANNARI VÍDD KOMA Í
STAÐINN FYRIR MIG Á
JÖRÐINA OG...
ÉG VAR BARA AÐ SLAPPA AF
ÞEGAR ALLT Í EINU KOM
STÓRT
SVARTHOL OG
SOGAÐI MIG
Í BURTU!
HRÓLFUR,
VAKNAÐU!
ÞAÐ ER TUTTUGU
GRÁÐU FROST ÚTI OG
ELDIVIÐURINN ER BÚINN
JÆJA?
HVAÐ HEFUR
ÞÚ HUGSAÐ
ÞÉR AÐ GERA
Í ÞVÍ?
SETJA ANNAÐ
TEPPI Á RÚMIÐ
HANN
KEMUR BARA
HINGAÐ
NIÐUR VEGNA
ÞESS AÐ
ÞETTA ER
HEITUR
REITUR
ERTU SPENNT YFIR ÞVÍ
AÐ VINKONA ÞÍN SÉ AÐ
KOMA?
JÁ, MJÖG! ÞÓ AÐ
ÉG HAFI EKKI SÉÐ
HANA LENGI
HÚN VAR MJÖG VILLT
ÞEGAR VIÐ VORUM Í
HÁSKÓLANUM. VIÐ GERÐUM
ALLS KONAR VITLEYSU SAMAN
FINNST ÞÉR
AÐ VIÐ ÆTTUM
AÐ LÁTA
NÁGRANNANA
VITA?
ÉG HELD AÐ
HÚN HAFI
RÓAST
AÐEINS, EINS
OG VIÐ HIN
ÉG VERÐ AÐ
HJÁLPA
PETER!
HEYRÐU!
EKKI SNERTA
VÉLINA!
VIÐ
ÞURFUM
HANA!
ÉG LÍKA! UHH... HÚN ROTAÐI HANN!
dagbók|velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
FRÉTTIR
VIÐ skólaslit Tónlistarskóla Skaga-
fjarðar, sem fóru fram í félagsheim-
ilinu Höfðaborg á Hofsósi á dög-
unum, var úthlutað í fjórða sinn úr
minningarsjóði Jóns Björnssonar,
tónskálds og kórstjóra frá Haf-
steinsstöðum í Skagafirði. Að þessu
sinni rann styrkurinn, 100 þúsund
krónur, til Sigríðar Stefaníu Ein-
arsdóttur, fiðlunemanda við skólann.
Í tilefni 100 ára fæðingarafmælis
Jóns árið 2003 var gefinn út hljóm-
diskur með úrvali laga eftir hann, í
flutningi skagfirskra listamanna.
Allur ágóði af sölu disksins hefur
farið í minningarsjóðinn, sem ætlað
er að styrkja efnilega nemendur tón-
listarskólans til frekara náms. Ann-
að upplag disksins kom á markað
fyrir síðustu jól og hefur hann feng-
ist í verslunum Pennans og í Skag-
firðingabúð og Ábæ á Sauðárkróki.
Á meðfylgjandi mynd er Sigríður
Stefanía ásamt Eiði B. Guðvinssyni,
sem afhenti styrkinn, og Sveini Sig-
urbjörnssyni skólastjóra.
Ljósmynd/Óli Arnar Brynjarsson
Fjórða úthlutun úr sjóði
Jóns Björnssonar