Morgunblaðið - 02.06.2008, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.06.2008, Qupperneq 36
36 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK Forbidden Kingdom er einhver skemmtilegasta og óvæntasta ævintýramynd sumarsins og ætti að gleðja alla enda húmorinn skammt undan þar sem Jackie Chan er. Jackie Chan og Jet Li eru loksins mættir í sömu mynd þar sem snilli þeirra í bardagaatriðum sést glöggt. Nú er spurning hvor er betri!? SEX & THE CITY kl. 5 - 8 - 10:50 B.i. 14 ára INDIANA JONES 4 kl. 6:30D - 9D - 11:30D B.i. 12 ára DIGITAL NEVER BACK DOWN kl. 11:30 B.i. 14 ára IRON MAN kl. 6:30 - 9 B.i. 12 ára THE FORBIDDEN KINGDOM kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára INDIANA JONES 4 kl. 5:30D - 8D - 10:40D B.i. 12 ára DIGITAL INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:40 LÚXUS VIP LOVE IN THE TIME OF CHOLERA kl. 8 B.i. 7 ára NEVER BACK DOWN kl. 10:40 B.i. 14 ára U2 3D kl. 63D SÍÐUSTU SÝNINGAR 3D-DIGITAL SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA NIM'S ISLAND kl. 5:30 LEYFÐ IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára IN THE VALLEY OF ELAH kl. 8 SÍÐUSTU SÝN. B.i.16 ára THE HUNTING PARTY kl. 10:40 SÍÐUSTU SÝN. B.i.12 ára STELPURNAR ERU MÆTTAR Á HVÍTA TJALDIÐ Eftir Gauta Sigþórsson Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD frumsýnir Vesturport Love – The Musical, enska aðlögun á Ást, í Lyric Ham- mersmith leikhúsinu í London. Gísli Örn Garðarsson, sem samdi verkið ásamt Víkingi Kristjánssyni, leik- stýrir uppfærslunni, Börkur Jónas- son sér um leikmynd og Pálmi Sigur- hjartarson stýrir tónlistinni. Á undan forsýningu á föstudagskvöld náði ég að spjalla stundarkorn við þá fjóra um aðlögunina, uppsetninguna, og hvað þeir eru orðnir heimavanir í Hammersmith. Vesturport hefur komið sér upp orðspori í enskum leikhúsheimi fyrir krassandi uppsetningar eins og Rómeó og Júlíu, Wojzek, og síðast Hamskiptin – allt verk þar sem óvenjuleg leikmynd og hreyfingar leikaranna skipta miklu máli. Ég byrja því á að spyrja höfundana um mögulegar væntingar áhorfenda og gagnrýnenda. Víkingur svarar að Vesturport sé ekki bara eitthvert fimleikhús. „Fólk hugsar vonandi ekki „Jæja nú er ég að fara að horfa á gamalt fólk í rólu.“ En það verður gaman að sjá – gagn- rýnendur eiga örugglega von á ein- hverju ákveðnu, af því Gísli hefur gert eitt og annað hér í London, en þessi sýning sem er að fara á fjal- irnar er gerólík því. Eðlilega – þetta er fullt svið af gömlu fólki.“ „Samt er vonandi sama orkan og sami liturinn í þessari sýningu,“ seg- ir Gísli. „Eins og hjá Vesturporti á Íslandi er viss orka í sýningunni hjá okkur, en það er samt enginn sirk- us.“ Ást umpottað í Englandi Leikritið er bragðbætt með text- um úr lögum sem áheyrendur eiga að kannast við. Þar af leiðandi er ekki einfalt að umpotta íslenska stykkinu Ást, með tilheyrandi tónlist úr ís- lensku samhengi, yfir í enska verkið Love sem gerist í London. David Farr, listrænn stjórnandi Lyric, lag- aði textann að ensku samhengi upp úr bókstafsþýðingu á íslenska text- anum, en síðan var mikil vinna lögð í að finna tónlistina. „Það hefur verið mikill hausverkur að finna lög sem passa inn í sögu- framvinduna. Svo þegar sagt er nei við að nota eitthvert þessara laga, þá er hægara sagt en gert að finna eitt- hvað sem hefur sömu merkingu,“ segir Gísli. „Og hefur jafn sterka til- finningalega tengingu,“ bætir Pálmi við. „Svo er hugmyndin líka að láta gamalt fólk syngja lög sem eru heit í dag,“ segir Víkingur. „Rétt eins og heima erum við með nýleg lög í sýn- ingunni.“ Á Íslandi gat Vesturport notað hvaða tónlist sem þeim sýndist, en í London er flutningsréttinum fylgt strangt eftir, segir Víkingur. Það hafa farið sex mánuðir í að fá réttinn að þekktum popplögum sem spanna marga áratugi. Útgáfufyrirtækin standa fast á sínu, og þau geta hæglega skipt um skoðun eftir að leyfið er veitt. Leik- ararnir voru búnir að æfa eitt lag í mánuð þegar flutningsleyfið var aft- urkallað. „Þegar leikararnir eru 80 ára gamlir er hægara sagt en gert að leggja eitthvað nýtt á þau svona á síðustu stundu,“ segir Gísli sposkur. Í Love er að finna þekkt andlit úr leikhúslífinu í Bretlandi. Til dæmis er Julian Curry frægur Shake- speare-leikari, og Dudley Sutton hef- ur mikið leikið í sjónvarpi, t.d. í Love- joy þáttunum sem voru vinsælir í lok níunda áratugarins. Gísli og Víkingur segja að það sé enginn reginmunur á því að vinna með íslenskum og enskum leikurum. „Við höfum alltaf farið okkar eigin leiðir í að setja upp sýningar, og kannski er það ekkert öðruvísi hér en heima. Þetta er jú fólk af gamla skól- anum sem er aðeins að kynnast nýrri orku. Við erum líka að brjóta ákveðnar reglur sem fólk hefur van- ist. Til dæmis er hugmyndavinnan hjá okkur opin fram eftir öllu. Við breytum, bætum og lögum alveg fram á síðustu stundu. Bresku leik- ararnir eru vanir því að það sé búið að negla hlutina niður allavega fyrir fyrstu forsýningu, en við erum ennþá að smíða.“ Hressilegt fyrir þau Í London er æfingatíminn venju- lega fjórar vikur í stað átta á Íslandi. „Ensku leikararnir eru vanir því að það sé búið að leggja alla sýninguna þegar þau mæta á æfingar, og þeim er sagt hvar þau eiga að standa, sitja og labba. Svo er það bara ákveðið. Fyrstu dagana eftir að við byrjuðum að æfa gerðum við nokkrar breyt- ingar og viðbrögðin voru: „Já, en í gær sagðirðu...“.“ Víkingur lýsir þessu sem hress- andi mótbyr fyrir leikarana. „Ég sat einmitt við tölvuna í hádeginu og Julian sá til mín og spurði „Ertu nokkuð að breyta öllu handritinu?“ Þau eru orðin svo vön því að vita ekki alveg hvar þau hafa okkur, og það er kannski eilítið erfitt, en um leið heyr- um við að þetta er rosalega hressandi fyrir þau.“ Þar að auki eru flestir leikaranna óvanir söngleikjum. „Þetta er fólk sem lítið hefur sungið og sumir ekki neitt,“ segir Pálmi. „Í grunninn eru þau að kljást við það sama og fólkið á sviðinu heima – það er jafn erfitt fyr- ir íslenska leikara að standa á sviði og syngja popplög.“ Fyrir utan atvinnuleikarana, sem eru sjö talsins, er meginþorrinn í sýningunni áhugafólk. Fyrir upp- setninguna í Lyric var haldin stór áheyrnarprufa fyrir kórinn. „Þetta eru ekki hlutverk sem atvinnuleik- arar myndu taka að sér, þannig séð,“ segir Gísli. Framleiðendurnir aug- lýstu meðal annars eftir kórsöngvur- um, og fengu inn fólk úr kórum eldri borgara í nágrenninu. Þeir segja hæfileikana og áhugann meðal leikaranna hafa komið sér á óvart. Ein konan er áttatíu og fjög- urra ára, og hefur haldið vel í við yngra fólk á sviðinu, en Gísli og Vík- ingur eru samt stoltastir af því að hafa uppgötvað tæplega áttræðan ekkil sem aldrei hefur komið fram í leikhúsi áður. Hann fer með hlutverk mannsins með blómvöndinn – hlut- verk sem best er látið óútskýrt fyrir þeim sem ekki hafa séð sýninguna. Love – The Musical er leikrit í söngleiksgervi, hvað sem titlinum líð- ur, og dramatískur kraftur þess ligg- ur í frammistöðu leikaranna. Það er sterkur leikur að ráða leikara sem geta sungið frekar en söngvara sem geta leikið. Til dæmis skapa Julian Curry og Anna Calder-Marshall trú- verðuga tilfinningaspennu milli elsk- endanna Neville og Margaret sem er til skiptis fyndin og átakanleg. Eini leikarinn með áberandi góða söngrödd, Halla Vilhjálmsdóttir, beitir henni á sláandi hátt í hlutverki hjúkrunarkonunnar til þess að undir- strika vald sitt gagnvart vistfólkinu, sérstaklega þegar þau neita að syngja það sem hún fyrirskipar. Tón- listin er þannig lifandi hluti af leik- rænni framvindu verksins. Píanóleik- arinn Steinway (Pálmi Sigurhjartar- son) er á sviðinu allan tímann („Við erum að prófa tónlistarmeðferð,“ segir hjúkkan) og í kórnum leynist trommuleikari. Víkingur lýsir þessu sem „lifandi hljóðmynd.“ „Pálmi er leikstjórinn inni í sýningunni, hann heldur uppi taktinum þegar hægist á leikurunum,“ bætir Gísli við. Love – The Musical er áhrifarík sýning. Áhorfendur á forsýningu geta oft verið helst til afslappaðir. Á síðastliðinn föstudag var stemming í salnum, klappað og hrópað á viðeig- andi stöðum – og þegar ljósin voru kveikt gengu konurnar sem sátu á næsta bekk fyrir framan mig út snöktandi og hlæjandi. Leikverkið Love – The Musical verður frumsýnt á þriðjudag í Lyric Hammersmith leikhúsinu í London. „Það var of lítill tími til að æfa heljarstökkin“ Vesturport flytur elliheimilið úr Ást til Lundúnaborgar, í enskri aðlögun Morgunblaðið/Ásdís Ást Frá uppsetningu Vesturports og Borgarleikhússins á Ást í fyrra. Gagnrýnandi Morgunblaðsins sagði sýninguna „eiginlega ómótstæðilega.“ Ljósmynd/Vera Júlíusdóttir Vesturportsmenn Á sviðinu í Lyric. Pálmi Sigurhjartarson, Börkur Jónsson, Gísli Örn Garðarsson og Víkingur Kristjánsson. Þeir segja hæfileikana og áhugann meðal ensku leikaranna hafa komið sér á óvart.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.