Morgunblaðið - 02.06.2008, Síða 40

Morgunblaðið - 02.06.2008, Síða 40
MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 154. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Telur að rangt væri að viðhalda núverandi gengi  Hagfræðingurinn Robert Z. Ali- ber segir í grein í Morgunblaðinu í dag að sá gjaldeyrir sem Seðlabanki Íslands hefur nú aðgang að geti komið að miklu gagni með því að koma í veg fyrir mikla og skyndilega gengislækkun krónunnar. Hins veg- ar væru það mikil mistök af hálfu Seðlabankans og ríkisstjórnar Ís- lands ef reynt yrði að nota erlenda gjaldeyrinn til að viðhalda núverandi gengi krónunnar. »Miðopna Strákarnir okkar á ÓL  Ísland tryggði sér rétt til þátttöku í handboltakeppni karla á Ólympíu- leikunum í Kína með frækilegum sigri á Svíum í gær. »Forsíða Gríðarlegt verkefni  Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæj- arstjóri Árborgar, sagði á fjölmenn- um íbúafundi í gærkvöldi vegna skjálftanna á Suðurlandi að gífurlegt verkefni væri framundan við að lag- færa hús og mannvirki. »4 Sigurinn nægir ekki  Hillary Clin- ton sigraði í for- kosningum demókrata í Pú- ertó Ríkó í gær en ólíklegt er að það nægi henni í baráttunni við Barack Obama sem vantar nú aðeins herslu- muninn til að vera öruggur um að verða næsta for- setaefni demókrata. »14 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Jóakim og María eru hjón Staksteinar: Í lífshættu Forystugreinar: Beint lýðræði | Vandlæting Condoleezzu Rice UMRÆÐAN» Breytt staða lútherskra fríkirkju- safnaða gagnvart þjóðkirkjunni Olíuefnastöð á Vestfjörðum Afrísk fréttaþjónusta á táknmáli Mengun er vandamál í Kína – ráða þeir við hana? Tregur markaður FASTEIGNIR» Heitast 20° C | Kaldast 10° C Suðaustlæg átt, 5-10 m/s. Bjart norðan- og austanlands en skýjað að mestu vestan og sunnantil á landinu. » 10 Yfir 100 ljósmyndir seldust á opnun ljósmyndasýningar Viggos Mortensen. Ákafir aðdáendur voru viðstaddir. » 35 LJÓSMYNDUN» Roksala hjá Viggo TÓNLIST» Rífandi stuð hjá Super Mama Djombo. » 34 Love – The Musical verður frumsýnt í London á morgun. Vesturportsmenn segja sömu orku í verkinu þar. » 36 LEIKHÚS» Ást til Lund- únaborgar TÓNLIST» Sir Paul McCartney lék á Anfield í gær. » 33 FÓLK» Tónleikar, tíska, bíó og öðruvísi vorpróf. » 32 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Svíar kvarta en kæra ekki 2. Svíar ætla að kæra leikinn 3. Ísland vann og fer á Ólympíuleika 4. Drengur, söguefni myndar, látinn SJÓMENN voru heiðraðir víða um land í gær með hátíðardagskrá og ræðu- höldum. Við Reykjavíkurhöfn tóku mörg börn þátt í flöskuskeytasmiðju. Þegar um 200 manns sigldu með skólaskipinu Sæbjörg út á Faxaflóa voru skeytin „póstlögð“ á miðri leið í von um að hafstraumarnir skiluðu þeim til fjarlægra heimshluta. Sæbjörg sigldi svo á Akranes, þar sem Reykvíkingar tóku þátt í hátíðahöldum, áður en snúið var heim seinni partinn. | 8 Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Skruppu á Akranes og póstlögðu flöskuskeyti Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is HERMANN Hreiðarsson, leikmaður bikarmeistaraliðs Portsmouth á Englandi, sýndi lipra takta á styrktarmóti sem hann stóð fyrir á Garðavelli á Akranesi um helgina. Hermann hefur frá árinu 2005 verið sendiherra SOS- barnaþorpanna og er golfmótið hluti af því starfi. Knatt- spyrnusamband Íslands og FIFA hafa tekið þátt í upp- byggingarstarfi SOS-barnaþorpanna. Um 20 keppendur tóku þátt í „Herminator Invitational“ og safnaðist tölu- verð upphæð sem á að nota til uppbyggingar barnaþorps í Serowe í Bótsvana í Afríku. Landsliðsmaðurinn sigraði ekki á mótinu en hann bar af í snyrtimennsku hvað klæða- burðinn varðar. Egill Guðjohnsen tannlæknir sigraði með yfirburðum. Utanríkisráðuneytið mun styrkja byggingu „íslenska“ hússins í Serowe um átta milljónir króna en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kynnti sér starf SOS-barnaþorpanna í Bótsvana í ferð sinni til lands- ins í mars sl. Margir þekktir íþróttamenn tóku þátt í mótinu. Miðað við tilþrif margra þeirra er ljóst að hæfileiki þeirra flestra liggur í öðrum íþróttum en golfi. Hermann sagði að mark- miðið væri að efla þetta mót enn frekar á næstu árum og með tíð og tíma gætu erlendir gestir bæst í hóp keppenda. Á meðal keppenda má nefna knattspyrnumennina Rúnar Kristinsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Ívar Ingimars- son, Jóhannes Karl Guðjónsson, Valdimar Kristófersson, Pétur Marteinsson, Tryggva Guðmundsson og Auðun Helgason. Þeir tveir síðastnefndu léku í sérsniðnum hvít- um jakkafötum sem saumuð voru í Aserbaídsjan. Sveiflan og stíllinn hjá „Herminator“ í fínu lagi Morgunblaðið/Sigurður Elvar Sendiherra Hermann Hreiðarsson var snyrtilegur en hæfilega „villtur“ á styrktarmóti fyrir SOS-barnaþorpin. Söfnuðu fyrir „íslenska“ húsið í Serowe í Bótsvana  Meira á mbl.is/sport/golf ÞEIR sem eru ekki að leita að vönduðum klaufhömrum en sætta sig við ódýrari verkfæri, sem ætla má að endist ekki eins lengi og at- vinnumannaverkfærin, geta farið í Húsasmiðjuna og fengið klaufham- ar á 599 krónur. Í Byko kostar ódýrasti klaufhamarinn 775 krón- ur. Enn ódýrari hamrar fást í Verkfæralagernum í Skeifunni í Reykjavík, eða allt niður í 245 krónur. Lengra komnir áhugamenn í smíðum vilja gjarnan nota juðara til að fá flott yfirborð. Ódýrasti juð- arinn í Húsasmiðjunni kostar 2.999 krónur, í Byko 4.037 krónur en 2.295 krónur í Verkfæralagernum. Er þá miðað við juðara sem hægt er að nota venjulegan sandpappír í, en hægt er að klippa sandpappírs- arkir niður í strimla sem henta hverjum juðara. Ódýrasta sand- pappírsörkin kostar 79 krónur í Húsasmiðjunni, 111 krónur í Byko en einungis 40 krónur í Verkfæra- lagernum. | gretar@mbl.is Auratal Ólík verð Ódýru klaufhamrarnir kosta allt frá 245 kr. upp í 775 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.