Morgunblaðið - 03.06.2008, Síða 15
skrifaðar í nafni blaðsins og lýsa stefnu þess og afstöðu. Með ein-
um eða öðrum hætti er það ákveðinn hópur leiðarahöfunda, sem
móta stefnu blaðsins. Og þótt ritstjórinn hafi síðasta orðið fer
ekki hjá því að aðrir úr hópi leiðarahöfunda hafa áhrif á það, sem
skrifað er.
Morgunblaðið var áhrifaríkur aðili í þjóðfélagsumræðum á árum
kalda stríðsins og studdi eindregið aðild Íslands að Atlantshafs-
bandalaginu og veru bandaríska varnarliðsins hér. Það er ekki of-
mælt að segja, að þar hafi blaðið verið í fremstu víglínu og öll sagan
ekki sögð enn sem komið er. Hið sama má segja um baráttuna fyr-
ir útfærslu fiskveiðilögsögunnar, þótt með öðrum hætti væri.
En fyrir utan þau mál hygg ég að þátttaka blaðsins í umræðum
um kvótakerfið hafi verið mesta átakamál, sem Morgunblaðið
hefur tekið þátt í frá lýðveldisstofnun. Þeim átökum lauk með því
að prinsippið um auðlindagjald var samþykkt sem lög á Alþingi.
Þjóðin hefur hins vegar ekki fengið í sinn hlut það endurgjald,
sem hún á kröfu til. Annars vegar vegna þess, að hægt var farið í
sakirnir í byrjun, sem var skynsamlegt, en hins vegar vegna þess,
að núverandi ríkisstjórn hefur látið útgerðarvaldið í landinu kúga
sig til undanhalds. Þó vonandi einungis tímabundið.
Í málefnabaráttu Morgunblaðsins síðustu áratugi þykir mér
persónulega hins vegar vænst um, að ég held, að blaðið hafi átt
mikinn þátt í að opna umræður um geðsjúkdóma á Íslandi, sem
áður voru feimnismál, sem var vandlega falið í fjölskyldum. Ég
hef fundið mjög sterkt að ég hef átt stuðning ykkar allra í þeirri
baráttu og er þakklátur fyrir það.
Þ
að hefur lítið farið fyrir eigendum þessa fyr-
irtækis í daglegu starfi starfsmanna. Þeir eru
hins vegar grundvallarþáttur í starfi allra fyr-
irtækja en þegar um fjölmiðlafyrirtæki er að
ræða er aðkoma þeirra bæði mikilvæg, vanda-
söm og viðkvæm. Ég hef áður sagt, að Morg-
unblaðið hefur verið heppið með eigendur sína,
bæði fyrr og nú. Fjölskyldurnar, sem áttu blaðið fram á þessa
öld, stóðu vel fyrir sínu og kunnu að eiga dagblað. Þeim hefur
fækkað og nýir eigendur komið í þeirra stað.
Leiðir okkar Björgólfs Guðmundssonar lágu saman í Heimdalli
fyrir rúmum fjórum áratugum. Þótt við værum í sama flokki vor-
um við ekki í sama flokki heldur í andstæðum fylkingum innan
Sjálfstæðisflokksins. Við höfum náð vel saman um framtíðarmál-
efni Morgunblaðsins eftir að Björgólfur kom inn í eigendahóp Ár-
vakurs hf. sem stærsti eigandinn. Hann hefur vandað sig sem
eigandi og haldið þeim sterku hefðum, sem einkenndu eigendur
20. aldarinnar í samskiptum við ritstjórn Morgunblaðsins en um
leið komið með nýjan kraft, sem útgáfufélag Morgunblaðsins hef-
ur þurft á að halda. Ég veit að þetta fyrirtæki er í góðum hönd-
um, þar sem þeir feðgar Björgólfur og Björgólfur Thor eru.
Á fyrstu árum nýrrar aldar varð gjörbreyting á blaðamark-
aðnum bæði hér og annars staðar með tilkomu svonefndra frí-
blaða. Við Hallgrímur B. Geirsson, sem þá var framkvæmda-
stjóri Morgunblaðsins, gerðum okkur fljótt grein fyrir því, að nú
væru breyttir tímar og að við yrðum að laga kostnaðarstig Morg-
unblaðsins að þeim. Við byrjuðum strax í febrúar 2001 að und-
irbúa niðurskurð á kostnaði í rekstri Morgunblaðsins og segja
má að sá niðurskurður hafi staðið allan tímann síðan.
Á þessum árum hefur starfsmönnum Árvakurs hf. verið fækk-
að um þriðjung og það er mjög nálægt því að starfsmönnum rit-
stjórnar Morgunblaðsins hafi verið fækkað um helming. Áskrift-
arblöð í nágrannalöndum okkar beggja vegna Atlantshafsins
hafa gengið í gegnum sömu breytingar.
Upplag Morgunblaðsins hefur minnkað á þessum árum. Upp-
lagstapið stöðvaðist að mestu á síðasta ári og fyrstu mánuði þessa
árs var vísbending um að það væri að aukast á ný. Hins vegar er
ekki við öðru að búast en að versnandi efnahagsástand hafi áhrif
bæði á áskriftir og auglýsingar á næstu mánuðum.
Fríblöðin urðu til í efnahagslegri uppsveiflu. Á næstu misserum
kemur fyrst í ljós, hvort sú viðskiptahugmynd, sem þau byggjast
á, gengur upp í kreppuástandi. Útgáfa fríblaðs á vegum Árvak-
urs er mikilvægur þáttur í að þetta fyrirtæki nái á ný auglýsinga-
tekjum, sem það hefur tapað á undanförnum árum.
M
bl.is er lykilþáttur í framtíð Morgun-
blaðsins. Hallgrímur B. Geirsson tók
ákvörðun um að hefja þá starfsemi. Hún
kostaði Árvakur hf. milljónatugi ár hvert
fyrstu árin. Nú er komið í ljós, að þar var
um mjög framsýna ákvörðun að ræða hjá
Hallgrími. Mbl.is er byrjað að skila millj-
ónatuga hagnaði á ári.
Útgáfa dagblaðs, sem vill standa undir nafni, byggist fyrst og
fremst á góðu starfsfólki, sagði Haraldur Sveinsson, þáverandi
framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, í útvarpsþætti, sem við kom-
um fram í saman fyrir mörgum áratugum. Morgunblaðið hefur
verið heppið með starfsfólk sitt.
Sá hópur, sem hefur veitt Morgunblaðinu ritstjórnarlega for-
ystu, auk ritstjóranna sjálfra, varð til að verulegu leyti fyrir
aldarfjórðungi en í honum hefur að sjálfsögðu orðið eðlileg end-
urnýjun eftir því sem árin hafa liðið. Nú hverfa lykilmenn úr
þessum hópi til annarra starfa. Ég vil þakka þeim sérstaklega
fyrir samstarfið og fyrir að hafa þolað bæði sérvizku mína og á
stundum kröfuhörku.
Ég óska eftirmanni mínum og samstarfsfólki hans velfarnaðar.
Þetta verður ekki dans á rósum.
Og að lokum vil ég leyfa mér, þótt þær séu ekki staddar hér, að
þakka eiginkonu minni og dætrum umburðarlyndi þeirra við mig
vegna þess starfs, sem ég hef gegnt hér sem ritstjóri í tæp 36 ár.
Að svo mæltu afhendi ég Ólafi Stephensen ritstjórn Morgun-
blaðsins í hendur og þakka ykkur öllum ánægjulegt samstarf á
undanförnum árum og áratugum.“
í málsvara almannahagsmuna“
Morgunblaðið/RAX
Ritstjóraskipti Styrmir Gunnarsson afhenti Ólafi Stephensen ritstjórn Morgunblaðsins í hendur í gærmorgun er hann hafði flutt
ræðuna sem hér birtist. Síðdegis hélt Ólafur starfsmannafund og kynnti m.a. útgáfustefnu blaðsins sem birtist hér í opnunni.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 15
Útgáfustefna Morgunblaðsins
Morgunblaðið er áreiðanlegt, skemmtilegt og lipurt ritað
fréttablað.
Morgunblaðið leggur áherslu á að vera í forystu í fréttaflutn-
ingi og fréttaskýringum af öllum sviðum þjóðlífs á Ís-
landi og af alþjóðavettvangi. Jafnframt ætlar blaðið
að bjóða lesendum fyrsta flokks afþreyingu, fróðleik
og dægradvöl.
Morgunblaðið er blað allrar fjölskyldunnar.
Morgunblaðið leggur áherslu á:
Vandaðan og ýtarlegan fréttaflutning.
Góða og skýra greiningu á mikilvægum málum.
Metnaðarfulla umfjöllun um þætti á borð við stjórnmál, við-
skipta- og atvinnulíf, íþróttir og menningarlíf.
Að vera opinn og skemmtilegur umræðuvettvangur sem
birtir daglega aðsendar greinar frá lesendum.
Að endurspegla stefnur og strauma í samfélaginu.
Morgunblaðið leggur áherslu á sanngirni, virðingu fyrir um-
fjöllunarefninu og að ekki sé í blaðinu vegið að æru
eða persónu einstaklinga. Blaðið fjallar um málefni
líðandi stundar óháð sérhagsmunum. Það fjallar um
mál frá öllum hliðum og dregur fram gagnstæðar
skoðanir.
Morgunblaðið sýnir snerpu í fréttaflutningi og nýtir sér
kosti stafrænnar tækni til að vera alltaf fyrst með
fréttirnar. Blaðið vill vera í fremstu röð í þróun staf-
rænna miðla til að lesendur geti nálgast efni þess hvar
og hvenær sem er, með þeim hætti sem þeim hentar.
Morgunblaðið er skrifað á góðri íslensku; á mannamáli en
ekki máli stofnana eða sérfræðinga.
Morgunblaðið leggur metnað sinn í vandað útlit, stíl og
framsetningu. Blaðið leggur sérstaka áherslu á góðar
ljósmyndir og skýringamyndir.