Morgunblaðið - 03.06.2008, Page 16

Morgunblaðið - 03.06.2008, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar lækkaði um 1% í gær og hefur nú lækkað um 25,6% frá áramótum. Bréf Straums-Burðaráss lækkuðu um 2,2% en þó nokkrar lækkanir voru einnig á aðallista utan vísitölu, s.s. á Atlantic Airwaves, Atlantic Petroleum og Föroya banka. Eik banki hækkaði mest, eða um 2,3%. Mest viðskipti voru með hlutabréf viðskiptabankanna þriggja, sam- anlagt fyrir 2,4 milljarða. Í heild nam hlutabréfavelta þremur milljörðum króna en skuldabréfavelta 26,4 milljörðum króna. Vísitalan niður um 1% ● HLUTABRÉF breska bankans Brad- ford & Bingley hrundu um fjórðung í gær þegar bankinn tilkynnti endur- skoðun á útgáfu nýs hlutafjár og nýj- an 23% hluthafa, Texas Pacific Group Capital, sem kaupir hlutafé að verðmæti 324,9 milljónir punda. Þá spáði bankinn auknum vanskilum og lækkandi vaxtaálagi. Aðrir breskir bankar lækkuðu í verði í kjölfar yfirlýsingarinnar og bú- ist er við erfiðri viku í fjármálageiran- um, að því er fram kemur í Financial Times. Í heild mun B&B safna um 400 milljónum punda, um 59 millj- örðum króna, með nýju hlutafé. Erfið vika í vændum hjá breskum bönkum BRÁTT lýkur sögu lokaðra fjárfest- ingasjóða sem starfa utan lögfestra fjárfestingareglna. Þetta er mat meirihluta utan ríkisstjórnarinnar á danska þinginu, sem þrýstir á rík- isstjórnina að leggja til ESB reglur um fjárfestingasjóði, fyrir 1. október nk. Sósíaldemókratinn Svend Auk- en, segir mikilvægt að sjóðirnir framfylgi sömu upplýsingaskyldu og önnur félög og telur „stórundarlegt að ríkisstjórnin vilji ekki vera með.“ Ríkisstjórnarflokkarnir taka und- ir að þörf sé á auknu gagnsæi fjár- festingasjóða en hafa áhyggjur af því að standa einir innan ESB og segja mikilvægt að Danmörk og Evrópa verði aðlaðandi fjárfestingarkostir. Svend Auken telur að gagnsæið hljóti að vera í þágu geirans. Al- þjóðavæðing slíkra reglna þyrfti þó njóta frumkvæðis ESB, Danmörk geti ekki ein staðið undir því. Innan samtaka fjárfestingasjóða í Danmörku eru margir ekki hrifnir af ákvörðun meirihlutans og segja slík- ar aðgerðir geta verið samkeppnis- hindrandi. | halldorath@mbl.is Vilja ný lög um sjóði Eftir Guðmund Sverri Þór og Halldóru Þórsdóttur TIL þess að koma í veg fyrir að bólur af þeirri gerð sem þöndust út á hér- lendum fasteignamarkaði undanfarin ár myndist á ný mættu stjórnvöld íhuga að færa Seðlabanka Íslands reglugerðarvald til þess að takmarka veðhlutföll. Þetta er álit Arnórs Sig- hvatssonar, aðalhagfræðings Seðla- bankans, sem í gær hélt erindi á mál- stofu hagfræðideildar Háskóla Íslands undir yfirskriftinni „Ræður Seðlabankinn við verðbólguna?“ Margoft hefur komið fram í um- ræðunni um efnahagsmál að undan- förnu að hendur bankans séu bundn- ar í baráttunni við verðbólgu því hann hefur aðeins eitt stjórntæki til ráð- stöfunar, stýrivexti. Í erindinu sagði Arnór að hafi stjórnvöld áhyggjur af því að of fá vopn séu í vopnabúri Seðlabankans gætu þau íhugað að færa honum fleiri vopn í hendur. Hækkun hlutfalla kynti undir „Þróun á íbúðamarkaði gegndi lyk- ilhlutverki í þeirri einkaneyslu- og lánabylgju sem hér hefur ríkt und- anfarin ár. Hækkun hámarkslána og veðhlutfalla áttu ásamt lágum alþjóð- legum vöxtum ríkan þátt í að kynda undir henni. Vilji stjórnvöld læra af reynslunni gætu þau íhugað að fela Seðlabankanum reglugerðarvald til þess að takmarka veðhlutföll, ekki bara Íbúðalánasjóðs heldur banka- kerfisins í heild, líkt og gert hefur ver- ið í Hong Kong og S-Kóreu. Þá hefði Seðlabankinn væntanlega lækkað veðhlutföll þegar stjórnvöld og bank- arnir ákváðu að hækka þau,“ sagði Arnór en færa má rök fyrir því að með slíkum aðgerðum hefði a.m.k. mátt draga töluvert úr þensluhraða eignaverðsbólunnar. Taka ber fram að í erindi sínu lagði Arnór mikla áherslu á að um hans eigin skoðanir væri að ræða en ekki Seðlabankans. Sótt verður í reynslu Arnórs Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra segir ekki tímabært að taka afstöðu til einstakra hugmynda á þessu sviði. Heildstæð endurskoðun muni þó fara fram á peninga- og gjaldmiðilsmálum þegar þetta sam- dráttarskeið verði yfirstaðið. Málefni Seðlabankans verði þar einnig skoð- uð, hvað megi betur gera til að styrkja bankann og fjölga í vopnabúri hans. Þá hljóti að verða sótt í reynslu- brunn Arnórs, sem og annarra sér- fræðinga innan Seðlabankans. Á Seðlabanki að ákvarða veðhlutföll? Ekki á döfinni en endurskoða á málefni SÍ segir ráðherra Vald yfir veðhlutföllum Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabank- ans, nefndi S-Kóreu og Hong Kong sem dæmi máli sínu til stuðnings. Morgunblaðið/G. Rúnar Í HNOTSKURN » Verðbólgumarkmiðið er2,5% verðbólga á ári með 1,5% vikmörkum. » Síðan verðbólgumark-mið Seðlabankans var tekið upp í lok mars 2001 hefur verðbólga að meðaltali verið 4,9%. Á sama tímabili hefur hún sveiflast á bilinu 1-12%. » Þessi árangur er óvið-unandi að sögn Arnórs Sighvatssonar. WORLD Class Seagull Interna- tional hefur bæst á First North markað Nasdaq OMX, sem rekur m.a. kauphöllina hér á landi. Félag- ið á rætur að rekja til Svíþjóðar og sér um World Class vörumerkið í heilsuræktargeir- anum í níu Evrópulöndum með 43 starfsstöðvar, ekki þó á Íslandi. „Við keyptum World Class nafnið af þeim árið 1985,“ segir Björn Leifs- son, eigandi World Class Iceland, sem rekur heilsuræktarstöðvar hér- lendis og í Danmörku. Aðspurður segir Björn ekki stefnt að skráningu á markað. Björn segir sameiginlega nafnið ekki vera til trafala, aðgrein- ingin felist m.a. í nafnbótinni Iceland sem og ólíku lógói. Fyrirtækin eru að mestu ótengd, en viðskiptavinir hvors fyrir sig geta þó nýtt sér aðstöðu hins í hálfan mán- uð í senn, svo sem ef þeir eru á ferða- lagi erlendis. | halldorath@mbl.is Stefna ekki á skráningu Björn Leifsson -! /0 1  /02345! 6"78  0:  5*, ,5           !  " #   $ %  &" '(" ) *+," )    - .'   ! )#  (" ) / ," 0 123 0 % 4 5  6  #  7,8% 9  ;):%&  :;< ",+  " + = 8 " + , ",%     " '   > 8  *+," )+  3?, 6 0  7 8''' %55 @"5 0 6 <  , 8"%%  $ ) $ %56  $ & = ,&                                                                  @5  ) ' 7"#5A" ) 'B - 0 " CD   : CE <DD ;E D; E:D 4 ;E; :C DC: E : EE : EF: E :D; FE FDF CF C<D F CD; DED C< <;  CD F :  ;:D DDD D F;E CC  C<: < D: C <DC F;: C D;; C;< C <:  < 4  <C <;F 4 4 4 4 4 FE : ;D CC ;:D 4 ;GE; :CGC< DGD; 4  GD< CDG<D CDG<D ;EGDD CGED FG;D G; GD :GC F GCD GC ;GFD CD GDD <C<GDD :DGDD 4 <EGDD 4 4 4 4 4 <<FDGDD DGDD <GDD ;GF< :CG;< DG ;G;D  G CDG D CDG;< DGDD CGFD F<G G;; GDE :GC F GED GCF ;GF: CDGDD <DGDD :EGDD DGFD ;G<D GDD EGDD 4 4 EG<D <;:<GDD 4 ;GDD 6") 5  ; 4  : <D < ; :D  E  C < F  4 4 4 4 4 4  4 H ', 5 , 5 C ; CDDE C ; CDDE C ; CDDE :D < CDDE C ; CDDE C ; CDDE C ; CDDE C ; CDDE C ; CDDE C ; CDDE C ; CDDE C ; CDDE C ; CDDE C ; CDDE C ; CDDE C ; CDDE C ; CDDE C ; CDDE C ; CDDE CD < CDDE C ; CDDE D : CDDE E < CDDE ; < CDDE ; C CDD CC E CDD C ; CDDE C ; CDDE : CDDE 7 7 7 7 7 %   2/I 2/I      J J 2/I 2I     J J H=K, 3 ) L    J J 70 HI    J J 2/I 2/I   J J BJÖRGVIN G. Sigurðsson, við- skiptaráðherra, segir erfitt að taka afstöðu til hug- mynda um að- skilnað á starf- semi viðskipta- banka og fjárfest- ingabanka að óat- huguðu máli. Hagfræðingurinn Robert Z. Aliber leggur til slíkar að- gerðir, að bankarnir myndu setja á laggirnar „nýtt sjálfstætt hlutafélag sem gegndi hefðbundnum banka- rekstri innanlands“, í grein sinni í Morgunblaðinu í gær. Í Bandaríkjun- um voru sett lög um slíkt árið 1933. Lögin þóttu ekki nógu farsæl og voru því felld úr gildi árið 1999. Björgvin kveðst ekki vita til þess að lagaaðskilnaður af þessu tagi sé ann- ars staðar og ekki sé litið til hans sem neinnar töfralausnar. „Fjárfestingastarfsemi er oft ekki síður til hagsbóta fyrir viðskipta- bankahliðina. Þó er sjálfsagt að taka tillit til ábendinga og skoða okkar lög- gjöf, enda stutt síðan viðskiptalífið gekk í gegnum miklar breytingar, m.a. með einkavæðingu bankanna,“ segir Björgvin. | halldorath@mbl.is Aðskilnaður ekki talinn töfralausn Björgvin G. Sigurðsson ● VERSLUN Hans Petersen í Firð- inum, Hafnarfirði, hefur verið lokað og móttaka þaðan, þ.m.t. ósóttar vinnslur, flust í Farsímalagerinn Smáralind. Þetta er meðal hagræð- inga hjá HP Farsímalagernum ehf. í kjölfar mikils samdráttar í sölu. Áður hefur komið fram í Morgun- blaðinu að verslun Farsímalagersins í Garðabæ hefur lokað, Farsíma- lagerinn á Laugavegi hefur flust inn í verslun Hans Petersen í sama hús- næði og loks hefur Hans Petersen í Smáralind færst í Farsímalagerinn þar. Starfsfólki fækkar nokkuð vegna þessa, þar af eru sjö fastráðn- ir starfsmenn. Hættir í Hafnarfirði ÞINGLÝSTIR kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 77 talsins í nýliðinni viku, 23. til 29. maí, sam- kvæmt tölum frá Fasteignamati rík- isins. Frá því eftir páska hefur með- altalið verið 64 samningar á viku. Vikurnar tvær á undan var fjöldinn 49 og 45 og því um nokkra fjölgun að ræða. Í lokaviku maí í fyrra var fjöld- inn 200, og 297 í vikunni þar á undan. Heildarvelta síðustu viku nam 2,3 milljörðum króna en var 2,1 milljarð- ur að meðaltali síðustu tólf vikur. Meðalupphæð á samning lækkaði úr 30,4 milljónum í 29,2, en hver samn- ingur getur þó verið um fleiri en eina eign. Í Vegvísi Landsbankans er bent á að fasteignaverð hafi lækkað um 1,7% í maí og sé nú 3% lægra en fyrir hálfu ári. Vísitala fasteigna- verðs fyrir maí verður gefin út 12.júní nk. | halldorath@mbl.is Fleiri fast- eignir í maílok

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.