Morgunblaðið - 03.06.2008, Page 18

Morgunblaðið - 03.06.2008, Page 18
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „KÓRSÖNGSFERILL minn er nú ekki langur, ég er sautján ára. Ég byrjaði að syngja í haust í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Fyrir það hafði ég mest verið í rokk- böndum,“ segir Kolbeinn Tumi Bald- ursson, sem tekur nú í fyrsta skipti virkan þátt í Kórastefnu í Mývatns- sveit, sem haldin verður um helgina. Kolbeinn Tumi fer þó ekki með MH- kórnum, heldur Samkór Kópavogs, kórnum sem pabbi hans, Baldur Tumi Baldursson, syngur líka með. „Við erum reyndar ekki í þessum kór, heldur æfum bara með honum fyrir Kórastefnuna,“ segir Kolbeinn Tumi. Það Carmina burana eftir Carl Orff sem er stóra aðdráttaraflið á Kórastefnu nú. En hvað er svona skemmtilegt við það að syngja í kór? „Það er bara eitthvað svo góð upp- lifun. Það er gaman og eiginlega ólýsanlegt. Það er líka mjög gaman að syngja með pabba í kór, eins og við séum bara vinir að syngja.“ Feðgarnir eru tenórar, og þegar blaðamaður spyr – ja hvað eigum við að segja, – í svolítilli meinfýsni, hvort það sé ekki ávísun á stanslausan ríg og kapp um það hvor sé meiri og merkilegri tenór, sýnir Kolbeinn Tumi dæmalausa hógværð: „Ég er nú svo ungur, og segi að hann sé meiri tenór – allavega núna. Hann er með þroskaðri rödd og búinn að syngja mun lengur en ég.“ Langar að læra söng Það gæti farið svo að saman drægi með feðgunum, því Kolbeinn Tumi hyggur á söngnám í haust, ef hann getur. En hvernig er að koma í englakórinn hennar Þorgerðar Ing- ólfsdóttur í Hamrahlíðinni og eiga sér fortíð í rokkinu? „Það er allt öðruvísi söngstíll. Ég kunni voða lítið að syngja þegar ég kom í kórinn og hafði litla kórrödd, var með harða rödd og ekki nógu fíngerða. En svo þroskast maður. Þorgerður er mjög fín, og rosalega góður kórstjóri.“ Kolbeinn Tumi hefur alltaf mætt á Kórastefnu við Mývatn. „Ég hef allt- af farið til að hlusta, þótt það hafi verið gegn mínum vilja. Á þeim tíma hafði ég engan áhuga á þessari tón- list, en það fór að breytast þegar ég byrjaði í kórnum í Hamrahlíðinni. Núna hlakka ég mjög mikið til; þetta er risastór kór, flott hljómsveit og góður stjórnandi.“ Þá er það spurning hvort ungi maðurinn hyggist líka syngja „Fjár- lögin“, öðru nafni Íslenskt söngva- safn sem Sigfús Einarsson gaf út á sínum tíma, og öll þjóðin söng langt fram eftir síðustu öld; það er nefni- lega hefð fyrir því að Fjárlögin séu sungin á Kórastefnu: Frjálst er í fjallasal, Nú blika við sólarlag … „Já, ég held það – ég kann þau allavega. Þau eru alltaf sungin þegar ættin mín kemur saman,“ segir Kol- beinn Tumi Baldursson og segir það muna „þvílíkt miklu“ að vera alinn upp í músíkalskri fjölskyldu. Smit fyrir lífstíð „Allavega núna“ er Baldur Tumi Baldursson betri tenórinn, að sögn sonarins. Baldur Tumi er læknir, og er í miðjum klíðum við stjórn lækna- ráðstefnu á Hótel Hilton Nordica þegar yfirheyrslan um kórreynslu hans hefst. Liggur ekki beinast við  Baldur Tumi: Söngurinn þroskar fólk og gaman er að vera partur af stóru hljóðfæri  Kolbeinn Tumi: Ég hef alltaf farið til að hlusta, þótt það hafi verið gegn mínum vilja „Pabbi er meiri tenór“ Morgunblaðið/G. Rúnar Feðgar „Það er mjög gaman að syngja með pabba í kór; eins og við séum bara vinir að syngja saman,“ segir Kolbeinn Tumi Baldursson. að spyrja lækninn hvort kórsöngur sé ólæknandi baktería? „Jú, hann er það, þetta er smit fyr- ir lífstíð,“ segir læknirinn, og grunur leikur á að hann hafi ekki frekar en sonurinn nokkurn áhuga á lækningu, allavega ekki í bráð. „Þetta er alltaf jafngefandi og skemmtilegt, þótt maður leggi stundum af stað tregum skrefum. Maður hefur nóg að gera, það tekur tíma að komast norður, og talsvert mál er að hafa sig af stað. En þetta er þess virði. Söngurinn þroskar fólk, og það er gaman að vera partur af svona stóru hljóðfæri,“ segir Bald- ur Tumi. Hann leggur áherslu á að kórstarf sé bæði listræn og félagsleg upplifun. „Það að taka þátt í að syngja í stóru verki breytir því verki fyrir lífstíð fyrir viðkomandi. Hann fær tíu sinnum meira út úr því að hlusta á það, þekkir alla innviði þess og upplifunin við að hlusta á það er allt önnur en ella væri. Við höfum sungið Messías, Sköpunina og fleira, og það er ólíkt skemmtilegra að um- gangast verkin eftir að hafa sungið þau.“ Í Sameinaða sýslukórnum Kórlíf Baldurs Tuma hófst á sama hátt og hjá syni hans; í Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð. Í kórnum var líka tilvonandi eiginkona hans, Sól- veig Anna Bóasdóttir guðfræðingur. Þetta er í fyrsta skipti sem hún syngur ekki á Kórastefnunni; hún er afsökuð, því hún verður systur sinni, Margréti Bóasdóttur, listrænum stjórnanda Kórastefnunnar, til halds og trausts í skipulagningunni. „Við syngjum mikið saman,“ held- ur Baldur Tumi áfram. „Það er mikil sönghefð í tengdafjölskyldu minni. „Annars er ég svosem alltaf í Sam- einaða sýslukórnum, eins og sagt er,“ segir hann og hlær; þetta er fína nafnið á fjölskyldukórnum. 18 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING KÓRASTEFNAN við Mývatn hefst á fimmtudag með tónleikum Skjól- brekku kl. 20.30. Kór Reykjahlíðarkirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Samkór þingeyskra kirkjukóra syngur einnig ýmis kór- verk og loks verða „Fjárlögin“ æfð og sungin. Miðnætursöngur verð- ur í Jarðböðunum við Mývatn. Á föstudagskvöld kl. 20.30 verða tón- leikar allra kóranna í hraunhvelfingu Laxárvirkjunar. Á sunnudag kl. 15 verða hátíðartónleikar í Íþróttahúsinu í Reykja- hlíð. Þar flytja um 230 manns Carmina Burana, ásamt einsöngvurum og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Kór Flensborgarskóla og karla- kórar syngja einnig. Stjórnendur eru Hrafnhildur Blomsterberg, Guðmundur Óli Gunnarsson og norski verðlaunakórstjórinn Thomas Caplin. Aðrir kórar á stefnunni eru Åkersberga Kammarkör frá Stokkhólmi, Samkór Kópavogs, Lögreglukórinn í Reykjavík, Karla- kór Keflavíkur og Barnakór Hafralækjarskóla. Kórastefnan LJÓSMYNDIR af öldruðum Hafnfirðingum þekja nú veggi Hafnarborgar, en þar stendur yfir sýning á ljósmyndum Árna Gunnlaugssonar. Sýningin samanstendur af 440 svart-hvítum ljósmyndum sem teknar voru á tímabilinu frá 1960 til 1992 af öldruðum Hafnfirðingum sem Árni rakst á á förnum vegi. Við hverja mynd eru skráðar upplýsingar um fólkið sem Árni myndaði, m.a. fæðingar- og dánarár. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til 21. Stendur sýningin yfir til 21. júlí. | begga@mbl.is Myndlist Myndir af öldruðu fólki á förnum vegi Árni Gunnlaugsson FORLÁTA söðulklæði, sjaldséðar þvottaklemmur og gríðarstór askur eru meðal þess sem berja má augum á sýningunni Yfir hafið og heim. Sýningin verður opnuð í Þjóðminjasafninu á fimmtudag, í Bogasalnum. Samanstendur sýningin af íslenskum munum sem áður voru geymdir í Nordiska Museet í Stokkhólmi, en mununum var safnað á Íslandi í lok 19. aldar. Alls eru um 800 gripir á sýningunni, jafnt hversdagsmunir og gersemar. Snorri Freyr Hilm- arsson hannaði sýninguna og Lilja Árnadóttir er sýningarhöfundur. | begga@mbl.is Þjóðmenning Forvitnilegir hvers- dagsmunir og djásn Lok af trafaöskju frá 17. öld. SÖNGKONAN fagra Gasp- arína þarf sökum fátæktar að þiggja uppihald og gjafir frá Don Pelagio. Til sögunnar koma hin ráðríka Appolína og Don Ettore sem keppir við Don Pelagio um hylli Gasp- arínu og fer þá allt á flug. Þannig hljómar söguþráður gamanóperu Haydns La Canterina sem framhalds- nemendur við Tónlistarskólann í Kópavogi sýna í Salnum. Anna Júlíana Sveinsdóttir leikstýrir og Kryst- yna Cortes leikur á píanó. Sýningar verða kl. 18 á miðvikudag og kl. 20 á fimmtudag. Aðgangur er ókeypis. | begga@mbl.is Tónlist Ástir og átök Gasparínu í Salnum Joseph Haydn Á SUNNUDAG lauk stærstu bóka- kaupstefnu Bandaríkjanna, sem haldin er árlega í Los Angeles. Rafbókin Kindle frá Ama- zon var áberandi umræðuefni á kaupstefnunni og í umfjöllun New York Times segir blaðamaðurinn Edward Wyatt að bókaútgefendur séu órólegir vegna mikils vaxtar í sölu Kindle sem gæti í framtíðinni komið Amazon í slíka aðstöðu á markaði að vefbúðin vinsæla gæti farið að þvinga niður verð frá útgef- endum. Selja á undirverði Nú þegar selur Amazon raftexta fyrir Kindle á lægra verði en versl- unin greiðir útgefendum og í fyr- irlestri á kaupstefnunni sagði Jeffrey Bezos, stofnandi og framkvæmda- stjóri Amazon að í dag væru sex pró- sent af bókasölu fyrirtækisins fyrir Kindle. Hjá flestum stærstu útgáfufyr- irtækjum virðist annars sem rafræn útgáfa vaxi mjög hratt milli ára og til dæmis seldi Penguin útgáfurisinn fleiri bækur á rafrænu formi fyrstu fjóra mánuði þessa árs en á öllu síð- asta ári. | begga@mbl.is Óttast Kindle Bandarískir útgef- endur á kaupstefnu Jeff Bezos PÓLÝFÓNFÉLAGIÐ minnist þess um þessar mundir að nú eru 50 ár liðin frá stofnun Pólýfónkórsins. Stofnandi kórsins og kórstjóri var Ingólfur Guð- brandsson. Kór- inn starfaði í rúm 30 ár og hélt fjölda tónleika innan lands sem utan, frumflutti fjölda íslenskra verka og var í far- arbroddi í flutn- ingi erlendra meistaraverka kórtónlistarinnar á Íslandi. Þegar fyrir lá að starfsemi yrði ekki lengur haldið áfram með sama hætti, var lögð áhersla á að gefa út upptökur sem til eru með söng kórsins. Pólýfónfélagið var stofnað til þess að standa vörð um þá arfleifð sem starf Pólýfónkórsins skilur eftir sig. Ingólfur Guðbrands- son átti hugmynd að stofnun Tón- menntasjóðs, sem standa ætti straum af kostnaði við Pólýfónútgáf- una. Stofnun sjóðsins er enn í burð- arliðnum, en aðstandendur hans efndu nýverið til happdrættis til styrktar sjóðnum. Dregið var í happdrættinu á afmælisdegi kórs- ins, 8. apríl, en vinningsupphæð var ein milljón. Eigandi vinningsmiðans gaf sig fram og sagðist vilja styrkja þessa menningarstarfsemi og leggja vinn- inginn til Tónmenntasjóðsins og áframhaldandi útgáfu á efni í flutn- ingi Pólýfónkórsins. | begga@mbl.is Vinningshafi gaf vinninginn Ingólfur Guðbrandsson Pólýfónfélagið LAXÁ Á REFASVEIT Það var að losna holl 21.-23. júlí Eigum laust: 2 holl í júlí · 1 holl í ágúst · 4 holl í september Upplýsingar veitir Stefán í síma 898-3440

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.