Morgunblaðið - 03.06.2008, Side 19

Morgunblaðið - 03.06.2008, Side 19
Amo, amas, amat, amamus, amatis, am-ant - nútíðarbeyging latnesku sag-arinnar að elska þýtur í gegnum hug-ann. Við borðstofuborðið sitja þrjár kátar konur sem hafa undanfarna tvo vetur hist einu sinni í mánuði til þess að hressa upp á lat- ínukunnáttuna. Þær eru samstúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri og lærðu þar lat- ínu í þrjá vetur. Iðunn Steinsdóttir, kennari og barnabókahöfundur, skýtur skjólshúsi yfir lat- ínunámið í þetta sinn. Við borðið hjá henni sitja vinkonur hennar Margrét Þórisdóttir sjúkra- þjálfari og Sigurlaug Kristjánsdóttir, ensku- kennari við Háskólann í Reykjavík. „Við byrjuðum á að hittast og æfa okkur í ensku, þýsku, Norðurlandamálum og latínu en endirinn varð sá að okkur fannst latínan svo skemmtileg að við slúttuðum hinum málunum,“ segir Iðunn. Meginástæða þessa endur- upptekna málanáms var sá að þær höfðu löngun til að hittast reglulega þótt þær hafi vissulega hist oft áður en námið hófst. Þarna var komin mánaðarleg ástæða til funda. – Hvers vegna latínunám? „Við vorum kannski allar búnar að gleyma jafnmiklu,“ segir Margrét og Iðunn heldur áfram: „Það er svo gaman að rýna í orð sem maður botnar ekkert í. Þá fer eitthvað að gægj- ast fram úr hugskotinu eftir hálfrar aldar svefn og allt í einu skilur maður orðið.“ Latínunemarnir þrír urðu stúdentar frá MA árið 1960. Þá var kennt sex daga vikunnar, meira að segja á laugardögum, ólíkt því sem nú gerist í skólum. Kennslan hófst í fjórða bekk, þ.e. á öðru námsári en latínukennararnir voru tveir, Jón Árni Jónsson og séra Hákon Loftsson sem var kaþólskur prestur. „Það var hann sem sagði að við yrðum að segja „mús“ en ekki mus í fyrstu persónu fleirtölu í nútíð í sögnunum, eins og t.d. amamus. „Ég heyri mus...,“ sagði hann, þegar bekkurinn var að beygja sagnirnar í kór. Séra Hákon var afskaplega skemmtilegur, fín- legur og fallegur maður. Við vorum allar svo hrifnar af honum.“ Þrír grísir og Rauðhetta – Hvernig gekk ykkur í latínunni? „Ég var náttúrulega svo skrýtin,“ segir Ið- unn. „Mér fannst latínan ógurlega skemmtileg og danskan líka en alls ekki enska og franska sem allir hinir vildu læra. Hins vegar var ég óheppin á stúdentsprófinu í latínu. Ég kunni allt námsefnið og gat þýtt það reiprennandi, meira að segja Sallust Catiline. Í munnlega prófinu dró ég svo söguna um Útgarða-Loka, sem er í byrjendabókinni og allir kunna á íslensku. Próf- ið gekk vel en ég fékk samt ekki að sýna hvað ég setið lengur í nemendunum en raun bar vitni ef lesefnið hefði verið annað hér áður og fyrr. Sigurlaug segir að vissulega sitji margt eftir frá kennslunni í denn, t.d. málshættir á borð við Nemo saltat sobrius (enginn dansar ódrukk- inn), In vino veritas, in aqua sanitas (sann- leikurinn býr í víninu en hreystin í vatninu) og Errare humanum est (það er mannlegt að skjátlast). Margrét skýtur inn í að EHE, sem þýðir hjónaband á þýsku, sé líklega bara skammstöfun á þessum málshætti. Góð tillaga það. Komast af án kennara og prófa Latínunáminu fylgir þó nokkur heimalær- dómur og nauðsynlegt er að huga vel að beyg- ingum bæði sagna og nafnorða. En er ekki nauðsynlegt að láta kennara fara yfir stílana og fara svo í próf? –Hvernig getið þið verið vissar um að þið séuð að gera rétt? Þessi fáfengilega spurning er byggð á biturri þriggja ára reynslu úr latínutímum í MR. „Nei, nei, við getum bara prófað hver aðra,“ segir Iðunn full sjálfstrausts. „Þetta smá kemur og við vitum hvort við erum á réttri leið.“ – Hvert verður framhaldið og endalokin á þessu óvenjulega tómstundagamni? „Þetta hlýtur að enda með því að við förum til Rómar. Við eigum stúdentsafmæli árið 2010 og líklega er réttast að afmælisferðin verði farin þangað.“ Þessu eru þær allar samþykkar lat- ínukonurnar Iðunn, Margét og Sigurlaug. „Ég heyri mus …“ sagði kennarinn Morgunblaðið/Golli Latínukonurnar Iðunn Steinsdóttir, Margrét Þórsdóttir og Sigurlaug Kristjánsdóttir við borðstofuborðið tilbúnar í slaginn við hið aldna mál. gat.“ Iðunn er greinilega ekki sátt enn í dag. „Ég var ekkert sérstök, gekk alveg þokka- lega,“ segir Margrét og Sigurlaug bætir við: „Mér fannst latínan afskaplega skemmtileg og hafði reyndar mjög gaman af að læra öll tungu- mál. Þegar ég nota latínuna við enskukennslu í dag þykir sumum nemendum ég vera gam- aldags af því að ég vitna svo mikið í hana. Ég bendi nemendunum á orðstofnana og orðin sem komin er í enskuna beint úr latínu.“ Þegar Iðunn, Margrét og Sigurlaug hófu að endurlífga latínukunnáttuna, byrjuðu þær á málfræði og skrifuðu m.a. stíla sem fylgdu hverjum kafla en hafa nú dregið úr þeim. Þær nota að sjálfsögðu málfræði og kennslubók Kristins Ármannssonar, rektors Mennta- skólans í Reykjavík um miðja síðustu öld. Að auki komust þær yfir tvær enskar kennslubæk- ur, Fairy Tales in Latin og Latin Can Be Fun. Í eyrum blaðamannsins sem lærði latínu á því að lesa um Júlíus Cesar og Gallastríðin, Um ell- ina eftir Cicero og síðan verk Horasar og Virgils hljómar undarlega að hægt sé að lesa ævintýri um þrjá litla grísi, Rauðhettu og rottufang- arann frá Hamel á latínu! Kannski latínan hefði Latína er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann sem skemmtilegt tómstundagaman, en hún er það sannarlega hjá þremur fornvinkonum sem Fríða Björnsdóttir heimsótti. Bækurnar Hinir áhugasömu nemendur lesa málfræði og ævintýri af kappi. |þriðjudagur|3. 6. 2008| mbl.is daglegtlíf Björn Ingólfsson á Grenivíkgerði limru um það sem getur gerst á sjómannadaginn: Þeir eru komnir í kippinn, klárir og upp á þeim typpin, af glösum og stút þegar stungið er út þeir velta út um hvappinn og hvippinn. Kristján Bersi Ólafsson orti í sigurvímu: Boltamenn eru engin gauð á sjómannadaginn. Svíagrýlan er gleymd og dauð, nú gengur þeim allt í haginn. Séra Hjálmar Jónsson var á heimleið í fyrrakvöld frá Höfn og gerði stuttan stans á Hellu. Hann lýsir því sem mætti honum þannig: „Út úr veitingahúsi staðarins barst söngur, ómþýður, tvíradda, í fimmund og ferund. Þegar inn var komið sást hvar sátu við borð leirfélagi vor, Sigurður dýralæknir, og Ólöf kona hans. Þau kváðu rímur við mikinn fögnuð tilheyrenda. Einkennilegast þótti mér hvað Sigurður var birgur af drykkjarföngum. Hann sat með 10 lítra kút, fullan, við fætur sér. (Það upplýstist síðar að þau voru að sækja sér ómengað drykkjarvatn til neyslu á Selfossi).“ Og vísukorn varð til hjá Hjálmari: Almenn gleði öls við föng en enginn drykkju þrútinn. Inni á kránni sat og söng Sigurður með kútinn. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd las um Engey í Morgunblaðinu og varð að orði: Í Engey var rausnin við ráðandi brag og ríkjandi hugurinn stóri. Þar þekktist á öllu hið þjóðlega lag og þar var hann Írafells-Móri! En nú er í burtu sú mannglæsta mynd, þar mælist ei hugurinn stóri. Því allt er þar horfið í veður og vind og verst er – að gleymdur er Móri! pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Sigurði með kútinn Skattskrár vegna álagningar 2007 og virðisaukaskattsskrár vegna tekjuársins 2006 Framlagning skattskrár er samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 og 46. gr. laga nr. 50/1988. Skrárnar liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi, hjá umboðsmönnum skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju skattumdæmi dagana 3. til 16. júní 2008 að báðum dögum meðtöldum. 3. júní 2008. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Hanna Björnsdóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Steinþór Haraldsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.