Morgunblaðið - 03.06.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 03.06.2008, Síða 20
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Chanel gaf konum frelsi. [Yves] Saint Laurentveitti þeim völd,“ sagði Pierre Berge, í viðtalivið France-Info útvarpsstöðina í kjölfar látsþessa gamla vinar síns og viðskiptafélaga á sunnudag. Það eru líklega engar ýkjur að Yves Saint Laurent, sem var 71 árs er hann lést eftir veikindi síðustu árin, var með áhrifamestu hönnuðum 20. aldarinnar. En líkt og þau Christian Dior og Coco Chanel tilheyrði hann þeirri kynslóð hönnuða sem gerði París að höfuðborg tískuheimsins. Yves Saint Laurent átti líka stóran þátt í að breyta því hvernig konur samtímans klæða sig. Hann gerði ráð fyrir að konur klæddust buxum jafnt að degi sem kvöldi – nokkuð sem þótti ekki sjálfsagðara en svo að konum klæddum buxnadrögtum hans var stundum synjað um aðgang að veitingastöðum og hótelum í New York og London. Aðrar flíkur úr fataskáp karlmannsins fóru sömu leið – tvíhnepptir ullarjakkar, rykfrakkinn og svo smókinginn, sem fyrst leit dagsins ljós í kvenlegri útgáfu 1966 og er nú orðin það samofinn nafni Saint Laurent að ný útgáfa fylgdi hverri línu sem hönnuðurinn sendi frá sér. Með smókingnum og síðar aðsniðnum jakkafötum sýndi hann líka að jakkaföt gátu verið tískufatnaður fyrir bæði kynin. Konur gátu klæðst karlmanns- fötum og ef þau voru sniðin að kvenlík- amanum voru þau táknmynd kvenleikans. Yves Henri Donat Mathieu Saint Laurent, eins og hann hét fullu nafni, fæddist 1. ágúst 1936 í strandbænum Oran í Alsír, sem þá til- heyrði Frakklandi. Hann var feimið barn og einrænt, en hugfanginn af fötum og hafði kom- ið sér upp miklu safni fataskissa áður en hann flutti til Parísar 17 ára gamall. Hann hætti eft- ir stutt tískunám við Chambre Syndical de la Couture, en var skömmu síðar ráðinn aðstoð- armaður Christian Diors eftir að hafa hlotið fyrstu verðlaun í hönnunarkeppni. Er Dior lést síðan skyndilega 1957 var Yves Saint Laurent gerður að yfirhönnuði tískuhússins, 21 árs gamall. Fyrsta lína hans í nýja starfinu var sýnd í janúar árið eftir og vakti mikla at- hygli. Hana byggði Saint Laurent á trapisu þar sem gengið var út frá aðsniðnum öxlum, háu mitti og útvíðum faldi. Athygli tísku- heimsins beindist þá strax að Saint Laurent og hélst þar nokkuð vel þar til hönnuðurinn hætti störfum 2002, þó vissulega einkenndust verk hans hin síðari ár ekki af sama frumleika. Buxnadragtirnar, tvíhnepptu ullarjakkarnir og svo rúllukragapeysur undir karlmannsjökkum hafa fyrir löngu skipað sér fastan sess. Safaríjakkarnir skjóta sömuleiðis upp kollinum aftur og aftur og meira að segja hlébarðamynstrið og evrópski bændastíllinn birtast reglulega á sýningarpöllum tískuhúsanna. Bítnikk-línan frá 1960, með leðurjakka og rúllukraga- peysur í aðalhlutverki, var síðasta lína Saint Laurent fyr- ir Dior. Hún vakti ekki síður deilur en kvenlegu buxna- dragtirnar áttu eftir að gera, enda þótti töluvert mál að karlmenn köstuðu skyrtunni. Og í mörg ár eftir að Yves Saint Laurent stofnaði sitt eigið tískuhús 1962 beið tískuheimurinn í ofvæni eftir að sjá hvað hvað hann sendi frá sér. Lína byggð á strang- flatalist hollenska listamannsins Mondrianis frá 1965, er að mati New York Times enn eitt dæmið um verulega vel heppnaða hönnun, sem og munúðarfulli bændastíllinn sem hann kynnti fyrir árið 1976. Sú sýning vakti raunar svo mikla athygli í París að hún var sett upp aftur í New York. Fréttastofan AP hefur eftir Berge að Saint Laurent hafi verið „alvöru sköpuður“ sem hafi farið út fyrir mörk fagurfræðinnar til að gefa samfélagslegar yfirlýsingar. „Að þessu leyti var hann frjálshyggjumaður, anarkisti sem varpaði sprengjum að rótum samfélagsins. Þannig breytti hann samfélaginu og þannig breytti hann konum.“ Blómlegur Sumarkjóll úr vor- og sumarlínunni 2001. Breytti því hvernig konur klæða sig AP Reuters Smóking Vakti mikið um- tal sem kvenfatnaður. Sá tvíhneppti Ullarjakk- inn hentaði konum vel. Yves Saint Laurent Með teikningu af kjólnum sem vakti athygli Dior. Litríkur Hátískufatnaður úr ýmsum línum Saint Laur- ent sýndur er hönnuðurinn hætti störfum 2002. Trapisan Grannar axlir, hátt mitti og útvítt pils. Flatstrangastíll Mondrian línan þykir vel heppnuð. Safarí-andinn Yves Saint Laurent með vinkonum sínum Betty Catroux og Loulou de la Falaise í safarí-línunni. tíska 20 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ                    !     ! !     " ! ! !  !     ! !  #! $   %  &   '  ! %   (  (      !   '' %!"  ' '   !  (' )  '   '      % !  *'%  % '  +     ,  -   '  .    !    ''   ' '%  %  / ! %!" '  (  "  '' !' &   (  0123#40,*#5 67 899  ! :,20; <'' ! " '' 6= >>>7 - kemur þér við Sérblað um bíla fylgir blaðinu í dag Skyrgámar á Selfossi fóru í klessu Sala á farsímum hrynur í kreppunni Fyrirtæki í útrás ekki betur stödd en hin Síðustu hljómar Hljóma í Liverpool Jakob Frímann berst fyrir Iceland Airwaves Hvað ætlar þú að lesa í dag?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.