Morgunblaðið - 03.06.2008, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 03.06.2008, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN TIL STENDUR að skerða Ingólfstorg mjög, um allt að 30%, er sagt, en ekki er til neitt annað sambæri- legt torg í Miðbænum til útifunda. Ingólfs- torg er aðaltorg Reykjavíkur í þeim skilningi að þar eru haldnir helstu útifundir og skemmtanir, eins og tónleikar, danssýningar ofl. Þar fyrir utan er mannlíf á torginu, þar er fólk og þar er líf. Tillagan er þessi: Við Vall- arstræti, milli Kvennaskólans gamla við Austurvöll (græna húss- ins) og Aðalstrætis, rísi stórt og mikið fimm hæða hús. Salur Nasa (í gamla Sjálfstæðishúsinu) verði rifinn en gömlu húsin, Hótel Vík, í Vallarstræti 4, og Aðalstræti 7 (gult) séu færð yfir á Ingólfstorg og standi þar, handan Vall- arstrætis. Sagt er að þannig takist að bjarga þessum húsum frá nið- urrifi en þetta er villandi, engar líkur eru til að niðurrif þeirra verði leyft. Á nýja staðnum mun Hótel Vík þrengja illa að Veltu- sundi 3 (þar sem úrsmiðurinn er). Kostur gefst á því til 11. júní að gera at- hugasemdir. Spurningin er hvort einhver þörf sé á mik- illi uppbyggingu og stórhýsi við Vall- arstræti. Þau rök koma fram í grein- argerð með tillögunni að hin mikla nýbygg- ing sé nauðsyn til að fela ljóta gafla en þá mætti auðvitað laga. Önnur röksemd er sú að Sjálfstæðishúsið (Nasa) sé svo ljótt, séð frá Vallarstræti, að það þurfi að rífa. En það mætti líka laga og prýða á einfaldan hátt. Mér sýnist að hér séu „búin til“ vandamál og síðan er lausnin um- turnun hins gamla og stórkostleg „uppbygging“. Hvað kallar á þess- ar breytingar? Ekkert, nema þarf- ir athafnamanna sem vilja fá góða lóð. Þeim sem standa að uppbygg- ingunni skal fenginn til afnota drjúgur hluti Vallarstrætis og Ing- ólfstorgs; í mín eyru hefur jafnvel verið fullyrt að þeir muni fá að kaupa þessar lóðir. Þegar gömlu húsin hafa verið flutt út á Ingólfs- torg, verður svæðið milli þeirra og nýja hótelsins yfirbyggt, að mestu með gleri. Um þetta yfirbyggða svæði verður leyfð umferð gang- andi fólks en þó aðeins á daginn. Forsalur hótelsins og gatan eiga að mynda eina heild og mér er sagt að ætlunin sé að í Vall- arstræti verði þannig hluti af mót- töku hótelsins. Ég óttast að eig- endur muni gefast upp á að hafa opið á daginn fyrir gangandi fólk. Það væri reyndar skiljanlegt, af hverju ættu þeir að vilja hafa óvið- komandi fólk rápandi í anddyri hótelsins? Sömu sögu yrði sennilega að segja um „gang“ sem á að vera opinn fólki milli Víkurgarðs og Ingólfstorgs. Það virðist tómt mál að þarna verði frjálst að fara því að í greinargerð segir að umferð gangandi fólks verði beint út í Að- alstræti. Fram kemur að framkvæmda- mennirnir fá alla hina gömlu lóð Hótels Íslands á Ingólfstorgi. Að vinnu við Ingólfstorg var nost- ursamlega staðið fyrir ekki svo löngu en núna virðist þurfa að endurhanna torgið. Ekki hafa komið fram tillögur um það. Í greinargerð kemur fram sú hugmynd að rífa hús Hlöllabáta og ísbúð á torginu og láta það ná samfellt að Fálkahúsinu (Hafn- arstræti 1-3). En stendur þetta til boða? Ég efast um það, en sé svo væri nær að eiga þennan kost inni til að stækka torgið frá því sem nú er, veitir varla af. Aðalaðkoma að hótelinu á að vera frá Aðalstræti og þar á að vera unnt að aka inn í bílakjallara, fyrir framan nýuppgert hús Inn- réttinganna (þar sem Fógetinn var). Umferð sem þessu fylgir verður vart til að auka ánægju þeirra sem vilja njóta þessa gamla og stórmerka húss og starfsemi þar. Kjallarinn er annars tvöfaldur (á tveimur hæðum) og bendir það til að hér sé ætlað fyrir um alltof mikla starfsemi á viðkvæmu svæði. Nýtingarhlutfall hinnar nýju stórbyggingar (með kjöll- urum) er 5,44 en núverandi Hótels Víkur (án kjallara) 2,52. Nú vill þannig til að Kvenna- skólahúsið gamla, við Austurvöll, nýtur sín ekki illa á sínum stað, séð úr Pósthússtræti. Hætt við að hin nýja bygging beri gamla húsið ofurliði. Mótmæli vakti í febrúar sl. þeg- ar spurðist að til umræðu væri að rífa Nasa. Núna hafa fram- kvæmdamennirnir fallist á að end- urgera salinn neðanjarðar, að mestu í núverandi mynd. Forn- leifarannsókn og bygging gætu tekið töluverðan tíma og er óvíst að starfsemi á stað eins og Nasa þoli slíka röskun. Þetta er vel rek- inn staður, staður nýjunga í tónlist og vel sóttur. Salurinn er sagður lítt breyttur frá fimmta áratugn- um, telst í fínu standi og er þrung- inn sögu. Nýi salurinn verður vart annað en eftirlíking í vitund fólks. Ekki er þörf fyrir hinar miklu breytingar sem fyrirhugaðar eru í Vallarstræti, ekkert sem kallar á þær, séð af sjónarhóli hins al- menna Reykvíkings. Þarna á að koma fyrir allt of stórri byggingu á viðkvæmu svæði og með því er þrengt að athafnarými fólks á kaflanum frá Víkurgarði um Vall- arstræti yfir á Ingólfstorg. Það er makalaust að afhenda einkaaðilum Vallarstrætið, að drjúgum hluta, af því að þeim dettur í hug að þarna eigi að vera anddyri hótels og fá þeim ríflegan hluta hins mik- ilvæga Ingólfstorgs. Heyrst hefur að aðrir muni fara af stað, nái til- lagan fram að ganga, og vilji fá að færa eða fjarlæga gömul hús við Ingólfstorg og reisa ný og hærri sem hylji gafla. Er unnt að hafna því? Ingólfstorg í uppnámi Helgi Þorláksson andmælir fyrirhug- uðum áformum um niðurrif húsa við Ingólfstorg » Ingólfstorg er í upp- námi vegna tillögu um niðurrif, tilfærslu húsa og mikla nýbygg- ingu. Helgi Þorláksson Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. UNDANFARIN ár hefur um fátt verið meira rætt í fjöl- miðlum, alla vega þeg- ar umhverfismál ber á góma, en gróðurhúsa- áhrifin og þær hættur sem hlýnandi loftslagi gætu fylgt. Hér á landi geta menn að vísu gert sér vonir um, að hlýn- unin færi okkur björg í bú. Hér verði hægt að rækta bygg af meira öryggi en nú er, jafnvel hveiti á bestu stöð- um og þá kannski líka epli og jarð- arber í stórum stíl. Hver veit? Umhverfisráðherra hefur farið mikinn í umræðunni um takmörkun losunar gróðurhúsalofttegunda, þótt enn fari lítið fyrir efndunum á þeim bænum. Gott ef ráðherrann vildi ekki ganga lengra en flestar aðrar þjóðir á ráðstefnunni á Balí nú í vet- ur um takmörkun losunar gróður- húsalofttegunda á næstu áratugum. Sjaldnast talar ráðherrann um kolefnisbindingu með skógrækt, lík- lega vegna þess að slíkt umtal hefur ekki fengið jákvæðan stimpil í hinum pólitísku undirstofnunum ráðuneyt- isins, svo sem hjá Náttúru- fræðistofnun. Þótt hlýnandi loftslag gæti bætt ræktunarskilyrði á Íslandi, eru ókostir loftslagsbreytinga af þeim skala sem um er rætt af vísinda- mönnum, einnig miklir sé málið skoðað á heimsvísu. Tugir eða jafn- vel hundruð milljóna manna í Bangladesh og á fleiri láglendum svæðum heimsins gætu á næstu ára- tugum þurft að að taka hatt sinn og staf og leita nýrra heimkynna, þar eð landið, sem þetta fólk býr á í dag, verður ekki lengur til. Viljum við taka á móti tugum þúsunda flótta- manna af þessu tagi? Þegar ráðamenn, sem vilja láta taka sig alvarlega, tala um losun gróðurhúsalofttegunda af manna völdum, ættu þeir að nota forskeytið „nettó“ og tala jafnan um nettólos- un, sem er sú losun sem mælist, þeg- ar búið er að draga frá losuninni bindingu af manna völdum. Þar er hlutverk skógræktar mikilvægt, svo mikilvægt, að algjört ábyrgðarleysi væri af stjórnvöldum að vinda sér ekki nú þegar í það mikilvæga verkefni að stórauka skógrækt í landinu. Til þess þarf aukin fjárframlög, en ekki samdrátt eins og skógrækt í landinu hef- ur mátt búa við undan- farin fjögur ár! Með skógrækt vinnst líka margt ann- að en binding kolefnis. Landið verður hreinlega byggilegra, ef þekja skóga stóreykst frá því sem nú er. Úrtöluraddir verða alltaf til, en menn skyldu ekki láta þær rugla sig í ríminu, enda byggjast þær í flestum tilvikum á hreinni öfund og alls ekki vísindum, þótt hlut að máli eigi ýmsir, sem vilja láta titla sig vís- indamenn. Tökum sem dæmi allt þetta tal um að fuglum sé hætta búin af aukinni skógrækt. Ef svo illa skyldi fara, að lóunni fækkaði um eins og 20% og við höfum undirgeng- ist alþjóðasamning sem skyldar okk- ur til að viðhalda lóustofninum óbreyttum, ja, þá er það einfaldasta mál í heimi að afmá nafn Íslands undan þeim alþjóðasamningi, sem þarna um ræðir. Hvers vegna skyldi lóustofninn á Íslandi þurfa að vera margfalt stærri í dag en hann var um landnám, þegar stærstur hluti láglendis Íslands var skógi vaxinn? Er það til að útvega Frökkum veiði- bráð á haustin, þegar lóan kemur hópum saman til Frakklands, þar sem menn veiða hana sér til matar? Aukin skógarþekja stuðlar að aukinni útivist landsmanna, sem aft- ur stuðlar að bættri geðheilsu og minni offitu. Skógurinn á Íslandi stenst samjöfnuð við skógana í Finn- landi sem hráefnalind, m.a. er vöxt- ur trjánna síst hægari hér á landi. Fyrir Finna er skógurinn jafnmikil- vægur grunnur efnahagslífsins eins og fiskimiðin fyrir okkur Íslendinga. Skógur er til þess fallinn að bæta vatnsgæði og auka fiskgengd í ár og vötn. Skógur varnar jarðvegsrofi. Niðurstaða ýtarlegrar skoðunar á mikilvægi skógræktar getur aldrei orðið önnur en sú, að hana beri að stórauka á Íslandi! Skyldu Alþingi og ríkisstjórn nú skynja sinn vitjunartíma og stór- auka framlög til málaflokksins á komandi fjárlögum? Fátt væri líka betur fallið til að sporna gegn því at- vinnuleysi, sem blasir við í hinum dreifðu byggðum á næstu mánuðum, ef marka má helstu hagspár. Hvenær vorar í skógrækt á Íslandi? Sigvaldi Ásgeirsson skrifar um mik- ilvægi skógræktar » Fjálglega er talað um nauðsyn þess að bregðast við losun gróð- urhúsalofttegunda. Um- hverfisráðherra talar hins vegar lítið um bind- ingu kolefnis. Sigvaldi Ásgeirsson Höfundur er skógarbóndi og náttúrufræðingur. GLÆSILEGUR fer- ill Laskers minnkar ekki við það að fleiri virðast álita að Capa- blanca hafi verið sterk- ari skákmaður. Á sama hátt varpar það engri rýrð á glæsilegan feril Kasparovs að fleiri virðast álíta að Fischer hafi verið örlítið sterk- ari. Í Morgunblaðinu 25. maí sl. birtist áhuga- verður samanburður á íslenskum skákmönn- um þar sem stuðst er við styrkleikaútreikn- inga Jeffs Sonas. Auk árangurs á heimslistum er annars vegar miðað við besta ár viðkomandi skákmanns og hins vegar besta árangur. Þetta er í sjálfu sér svo sjálfsagt og eðlilegt að ekki þarf að hafa um það frekari orð. Samkvæmt þessum sömu styrk- leikamælingum er besti árangur Fischers (sigurinn á Larsen 1971) meira afrek en besti árangur Kasp- arovs (Tilburg 1989), eða 2.887 stig á móti 2.881 stigum. Í öðru lagi kemur í ljós að þegar hann mælist sterkast- ur, í október 1971, fara stig hans í 2.895, en stig Kasparovs í 2.885 þeg- ar þau mælast hæst í mars 1993. Síð- ast en ekki síst er athyglisvert þrátt fyrir miklu fleiri ár og samfelldari feril við skákborðið nær ekkert ár Kasparovs besta ári Fischers, árinu 1971, þegar stig hans voru að meðaltali 2.881. Við þetta bætist sú óumdeilda staðreynd að enginn skákmeist- ari, hvorki fyrr né síð- ar, hefur haft meiri yf- irburði yfir samtíðarmenn sína og keppinauta en Bobby Fischer. Þess vegna vekur furðu að les- endum Morgunblaðs- ins skuli ítrekað talin trú um að hann hafi ekki verið eins sterk- ur og Kasparov. Ekki síst þegar það er gert með því að hlaupa frá nákvæmlega sömu viðmiðunum og höf- undur notar til að bera saman íslenska skákmeistara, og segja: „Kasparov bestur samkvæmt töl- fræðinni.“ Til að komast að þessari niðurstöðu er brugðið á það ráð að bera þrjú bestu af fjölmörg- um keppnisárum Kasparovs saman við árin 1971 til 1973 hjá Fischer, jafnvel þótt hann hafi steinhætt að tefla á miðju ári 1972! Burtséð frá að svona aðferð skuli að sjálfsögðu ekki beitt til samanburðar á besta árangri og styrk íslensku meist- aranna hljóta allir að sjá hve fráleit hún er til að varpa ljósi á styrk Fischers í samanburði við Kasp- arov. Ferill Kasparovs er glæsilegri en svo að hann þurfi á því að halda að svona aðferðir séu notaðar til að telja hann betri en Fischer „sam- kvæmt tölfræðinni“ eins og það er orðað. Síst af öllu þegar umrædd tölfræði sýnir hið gagnstæða sam- kvæmt þeim viðmiðunum sem höf- undur kýs að nota til samanburðar á sjálfum sér og öðrum. Bobby Fischer sterkasti skák- maður allra tíma Erlingur Þor- steinsson skrifar um skák Erlingur Þorsteinsson » Ferill Kasp- arovs er glæsilegri en svo að hann þurfi á því að halda að svona aðferðir séu not- aðar til að telja hann betri en Fischer … Höfundur er viðskiptafræðingur og kennari. Fréttir á SMS MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir að- sendar greinar. Formið er að finna við opnun forsíðu fréttave- fjarins mbl.is vinstra megin á skjánum undir Morgunblaðs- hausnum þar sem stendur Senda inn efni, eða neðarlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðn- um Sendu inn efni. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Móttökukerfi aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.