Morgunblaðið - 03.06.2008, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 25
Í DAG munu fyrstu
augasteinsaðgerðirnar
verða framkvæmdar á
augnskurðstofu Sjón-
lags, sem er einkarek-
in augnlæknastöð.
Langþráðu marki var
náð í byrjun maímán-
aðar þegar við í Sjón-
lagi skrifuðum undir
tímamótasamning við
Tryggingastofnun ríkisins um fram-
kvæmd 800 augasteinsaðgerða á
tveimur árum. Af hálfu Sjónlags
skrifuðu undir samninginn þrír
augnlæknar, Óskar Jónsson og
Jens Þórisson auk undirritaðs.
Sjónlag er því fyrsta fyrirtækið ut-
an sjúkrahúsa sem gerir slíkan
samning við TR. Fréttir um und-
irritunina fóru fremur hljótt, mark-
aðstölur dagsins og fótboltaleikir
fengu að venju mun stærri skerf af
blöðum dagsins og ljósvakamiðl-
arnir voru þöglir sem gröfin. Samt
gáfu þessi tímamót fyrirheit um það
að loks tækist að vinna bug á
lengstu biðlistum í algengustu að-
gerð sem framkvæmd er hér á
landi, augasteinsaðgerð. Auga-
steinninn, hin tæra linsa augans
sem hleypir ljósinu inn í augað,
verður oft grár og ógegnsær með
árunum. Í hinum fullkomna nútíma-
heimi er hægt að skipta um auga-
stein og setja tæran gerviaugastein
í staðinn. Margir Íslendingar hafa
þurft að bíða í allt að tvö ár til að
komast í þessa tíu mínútna aðgerð.
Þessum aðgerðum hefur fjölgað
jafnt og þétt undanfarinn áratug og
var augndeild Land-
spítala löngu hætt að
anna þessum mikla
fjölda sjúklinga. Einn-
ig hefur fjöldi aðgerða
á augndeild St. Jós-
efsspítala stigið hratt
undanfarin ár í ein-
stöku frumkvöðlastarfi
Jens Þórissonar, augn-
læknis. Þrátt fyrir
þetta hafa biðlistar
lengst jafnt og þétt og
meðalbiðtími nú kom-
inn í heilt ár. Rík
ástæða er til að hrósa
sérstaklega framtaks-
semi og framsýni Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, í
þessum efnum. Langur vegur var
genginn að þessum samningum, við
héldum fundi tveimur heilbrigð-
isráðherrum áður en Guðlaugur tók
af skarið, en því miður var einblínt
á að finna lausnir innan Landspítala
– sem fyrir var sligaður vegna að-
gerðanna. Sú undarlega staða kom
einnig upp að nokkrir framámenn
innan Landspítala lögðust beint
gegn því að augnlæknar utan Land-
spítala fengju að framkvæma að-
gerðirnar. Allt þetta er nú að baki
og geta augnlæknar nú sent sjúk-
linga sína í augasteinsaðgerðir til
augnlæknastöðvarinnar Sjónlags til
viðbótar fyrrgreindum stofnunum.
Við munum kappkosta að bjóða upp
á bestu mögulegu þjónustu og
stytta biðtímann eins og kostur er.
Sjónlag mun bjóða upp á almennar
augasteinsaðgerðir en þar að auki
verður í fyrsta sinn boðið upp á sér-
stakar aðgerðir sem ekki hefur ver-
ið boðið upp á fyrr hér á landi.
Þeirra á meðal eru augasteinsað-
gerðir með nýrri gerð gerviaug-
asteina. Í hefðbundinni auga-
steinsaðgerð er stefnt að því að
viðkomandi geti séð skýrt í fjarska
en til þess að sjá nálægt sér þarf
viðkomandi að nota sterk lesgler-
augu. Nýju gerviaugasteinarnir,
sem við köllum „margbrotnar lins-
ur“ (multifocal lenses), eru þeirrar
náttúru að viðkomandi getur séð
skýrt í fjarska en einnig lesið án
glerja. Einnig er boðið upp á sér-
stakar linsur fyrir einstaklinga með
mikla sjónskekkju. Undanfarin ár
hafa framfarir í augasteinsaðgerð-
um falist fyrst og fremst í tvennu –
að auka öryggi aðgerðanna og
minnka þörf einstaklinga fyrir gler-
augu. Misvitrar pólitískar ákvarð-
anir og vandræðagangur innan
stjórnkerfis Landspítala hafa hindr-
að eðlilega framþróun þessara að-
gerða í mörg ár. Heilbrigð-
isráðherra hefur nú tekið þessi mál
inn í 21. öldina með myndarbrag.
Um og yfir helmingur þessara að-
gerða hefur í mörg ár verið fram-
kvæmdur á einkareknum stöðvum á
hinum Norðurlöndunum og löngu
kominn tími til að Ísland bætist í
hóp þeirra. Við óskum lands-
mönnum öllum til hamingju með
þessa góðu þróun.
Nýtt ævintýri um augastein
Jóhannes Kári
Kristinsson fjallar
um augasteinsað-
gerðir
»Nýju gerviaug-
asteinarnir, sem við
köllum „margbrotnar
linsur“, eru þeirrar
náttúru að viðkomandi
getur séð skýrt í fjarska
en einnig lesið án glerja.
Jóhannes Kári
Kristinsson
Höfundur er augnlæknir.
KÆRI Guðlaugur.
Erindi mitt við þig
er að fræða þig um
hvað foreldrar barna
með skarð í vör og
góm ræða við mig dag-
lega vegna útgjalda
við tannréttingar sem
heilbrigisyfirvöld neita
að greiða þrátt fyrir
lög þaraðlútandi. Ráð-
herrataxtann (rt)
vegna endurgreiðslu
tannréttinga þarf að
hækka. Nú er komið
að þér að standa við
kosningaloforðin og
bæta hag þessara
barna!
Tannréttingar
barna með skarð í vör
og góm hafa verið í
umræðunni upp á síð-
kastið í fjölmiðlum.
Hafa forráðamenn
Landspítala (LSH)
verið að hreykja sér af
því að að nú eigi að
leysa kostnað við tannréttingar með
því að stofna til embættis ríkistann-
réttingartannlæknis (rtt) við LSH
og muni þá vandræðagangur heil-
brigðisráðuneytisins (HR) og
Tryggingastofnunar ríkisins (TR)
við kostnað vegna tannréttinga vera
úr sögunni, því að nú muni hefja
störf á LSH tannréttingasérfræð-
ingur og muni hann sjá um meðferð
þessara barna. Þegar yfirmenn spít-
alans eru spurðir nánar um fram-
kvæmdina kemur í ljós að ekki er
nein slík aðstaða fyrir hendi. Tann-
læknirinn sem ráðinn var mun að
eigin sögn ekki stunda meðferð við
spítalann heldur hefur aðeins verið
ráðinn í 10% stöðu sem ráðgjafi. Til
að bjóða upp á fullkomna meðferð
þessara barna þarf vel búnar tann-
réttingastofur með þjálfuðu starfs-
fólki og tækjabúnaði fyrir tugi millj-
óna. Eitthvað mun þetta kosta LSH!
Má ekki nota þessa fjármuni til að
hækka núverandi ráðherragjald-
skrá, þeim til hagsbóta sem nú þurfa
á þjónustunni á að halda? Þeir fjár-
munir sem Landspítalinn fékk á
fjárlögum til stuðnings barna með
skarð voru hugsaðir til þess, en ekki
til að þenja út ríkisbáknið. Ekki mun
rtt vera launalaus á LSH – eða
hvað? Það eina sem HR þarf að gera
er að fylgja verðlagi í landinu, kanna
meðaltal verðlagningar á tannrétt-
ingarstofum í landinu og leiðrétta
endurgreiðsluskrá ráðherra sem
ekki hefur verið hækkuð í áraraðir.
Þess vegna eru foreldrar þessara
barna að kvarta. Ekki vegna þeirrar
þjónustu sem tannréttingasérfræð-
ingar hafa verið að bjóða.
Ásta Möller kemur í Kastljós og
segir að ekki sé hægt að endurgreiða
kostnað vegna þess að ekki séu
samningar við tannréttingasérfræð-
inga. Það er ekkert nýtt. Engir
samningar hafa verið í gildi síðan
1991, en í lögum er gert ráð fyrir að
slíkt geti komið upp á. Það forðar þó
ekki HR frá því að greiða sann-
gjarnan hlut til baka af kostnaði
vegna tannréttinga þessara barna.
HR hefur bara þótt ágætt að hafa
þetta svona til að spara útgjöld.
Börnum með skarð er ekki boðið
upp á annan taxta á stofum tannrétt-
ingasérfræðinga en þann sem allur
almenningur þarf að borga. Einhver
munur er á milli stofa eins og gerist
og gengur í frjálsri samkeppni. HR
er í lófa lagið að kanna meðtalsverð
á stofunum og greiða í samræmi við
þá niðurstöðu, enga samninga þarf
til þess. Þó að samið yrði við sér-
fræðinga um verðskrá, þá yrði hún
ekki lægri en gengur og gerist á
stofunum í dag. Þetta vita þeir hjá
samninganefnd HR og
þess vegna tala þeir
ekki við okkur sem höf-
um séð um þessi börn í
gegnum tíðina. Þeim
finnst ágætt að velta
þessum kostnaði yfir á
herðar foreldra þó að
lög í landinu geri ráð
fyrir að hið opinbera
styðji vel við bakið á
þeim sem lenda í að
eignast börn með þenn-
an fæðingargalla.
Einnig er undarlegt
að sjá í fréttinni, að
ekki skuli vera leitað
áfram til Tannlækn-
ingastofnunar/Tann-
læknadeildar HÍ, sam-
starfsaðila LSH. Þar er
í forsvari Teitur Jóns-
son lektor, sem hefur
mikla reynslu úr eigin
starfi af meðferð barna
með skörð í vör og góm
og vann einnig ásamt
foreldrafélaginu Breið-
um brosum og þverfag-
legum sérfræðingahópi,
m.a. frá LSH, að þjón-
ustuferli sem sett var
saman nýlega einmitt fyrir þessi
börn.
Samstarfssamningur núverandi
ríkisstjórnar var meðal annars
byggður á því að gera vel við börn og
var sérstaklega minnst á tannlækn-
ingar í því sambandi. Guðlaugur, þér
hefur verið tíðrætt um forvarnir í
embætti og að styðja ætti við einka-
framtakið þegar það væri hagstæð-
ara fyrir hið opinbera. Hvernig væri
nú, Guðlaugur, að standa við loforðin
um bættari þjónustu vegna tann-
réttinga barna? Byrja á að leiðrétta
rt eins og áður er sagt. Einnig mætti
skoða styrkgreiðslur til almennra
tannréttinga og láta þær fylgja verð-
lagi. Sá styrkur er aðeins 150 þús-
und, en ætti að lágmarki að vera 300
þúsund í dag. Einnig eru forrétt-
ingar eða forvarnir barna með alvar-
lega bitskekkju ekkert styrktar.
Svo skal það að lokum skýrt tekið
fram að hér eru ekki um að ræða
baráttumál tannlækna. Eins og
margsinnis hefur komið fram þá fá
tannlæknar allt greitt frá hendi
sjúklings eða forráðamanna. Ráð-
herrataxtinn snýst um endur-
greiðslur til foreldra en ekki til tann-
læknisins. Mér finnst þó málið okkur
skylt, því við sem erum að þjóna
þessum einstaklingum getum ekki
annað en fundið til samúðar með
þeim vegna tregðu yfirvalda til
sanngjarnar málsmeðferðar.
Guðlaugur nú er komið að þér að
koma með skjótar, sanngjarnar leið-
réttingar en draga ekki lappirnar
eins og forverar þínir.
Virðingarfyllst.
Opið bréf
til heilbrigðis-
ráðherra
Gísli Vilhjálmsson
skrifar um tann-
réttingar barna
Gísli Vilhjálmsson
» Það eina sem
ráðuneytið
þarf að gera er
að fylgja verð-
lagi í landinu og
leiðrétta endur-
greiðsluskrá
ráðherra sem
ekki hefur verið
hækkuð í ára-
raðir
Höfundur er sérfræðingur
í tannréttingum.
www.bifröst.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
4
0
3
8
bifröst university
Where: Bifröst University
When: 6 June, 2008 from 14:00 to 17:00
Politics and Business in
the Middle East -
Opportunities for Iceland
FREE
ADMISSION
AND NO
REGISTRATION
NECESSARY
PROGRAMME
14:00-14:05
Welcome Note
Dr. Ágúst Einarsson, Rector, Bifröst University
14:05-14:10
Opening Remarks
Guðmundur Þ. Sigurðsson, M.Sc. Candidate, Bifröst
University.
Fellow of the Center for Middle East Business
Studies, Rutgers University, N.J.
14:10-14:50
Keynote Speech
Jerry M. Rosenberg, Ph.D., Professor of International
Business, Rutgers University Business School,
Director, Center of Middle East Business Studies,
and Author of "Reawakening: The New, Broader
Middle East."
14:50-15:10
Jón Ásbergsson, Managing Director, Trade Council
of Iceland
15:10-15:30
Samir Hasan, Consul General, Jordan
15:30-15:45
Coffee Break
15:45- 16:05
Halla Gunnarsdóttir, Journalist at Morgunblaðið
16:05-16:25
Sigurgeir Tryggvason, Director Corprate Credit,
Kaupthing bank.
16:25-17:00
Panel Discussions
Chair: Jón Ólafsson, Dean of the Faulty of Social
Sciences, Bifröst University
17:00-18:00
Reception
Chair of the conference:
Bryndís Hlöðversdóttir, Dean of the Faculty of Law,
Bifröst University