Morgunblaðið - 03.06.2008, Qupperneq 26
✝ Jón Bjarni Þórð-arson fæddist á
Akranesi 19. febrúar
1932. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 25.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Þórður Bjarnason
kaupmaður, f. 25.5.
1901, d. 11.3. 1972
og Guðrún Jóns-
dóttir, f. 26.6. 1906,
d. 16.12. 1992. Jón
Bjarni átti tvö systk-
ini: Guðmund Alfreð
vélstjóra, f. 29.6. 1934, maki Mál-
fríður Björnsdóttir, f. 20.12. 1939
og Jóhannu Maríu ljósmóður, f.
8.11. 1941, maki Steingrímur Ingv-
arsson, f. 13.11. 1939.
Jón Bjarni kvæntist 5.11. 1953
Áslaugu Bernhöft, f. 16.4. 1933.
Synir þeirra eru: a) Ólafur Þór, f.
13.3. 1954, maki Þórey Björk Þor-
steinsdóttir, f. 1.5. 1954. Börn
þeirra eru Hilda Björk, f. 29.2.
1972, d. 17.3. 1973, Laufey Björk,
f. 29.7. 1976, maki Jakob Hall-
dórsson, Jón Orri, f. 11.3. 1985, Ás-
laug Eik, f. 13.6. 1994, Jökull
Steinn, f. 13.6. 1994. b) Þórður, f.
22.11. 1960, sonur hans og Að-
alheiðar Þorbergsdóttur er Jón
Bjarni, f. 29.4. 1994.
Jón Bjarni fór 13
ára gamall á síld-
arbát á vertíð, tók
síðan gagnfræðapróf
og starfaði í verslun
föður síns. 17 ára fór
hann í millilandasigl-
ingar, lengst af á
Tröllafossi. Eftir að í
land var komið hóf
hann störf í versl-
uninni Þrótti í Sam-
túni. Eignaðist hann
þá verslun síðar. Svo
lá leiðin í Kjöt-
miðstöðina á Lauga-
læk og þvínæst í Heimakjör í Sól-
heimum og endaði hann sína
kaupmennsku í Breiðholtskjöri í
Breiðholtinu. Hann var virkur í fé-
lagsmálum eins og Lionshreyfing-
unni og Kaupmannasamtökunum
og starfaði með Frímúrurum. Eins
var hann alla tíð ákafur stuðnings-
maður Skagamanna í fótboltanum.
Stundaði hann útiveru eins og golf
ásamt Áslaugu konu sinni, og einn-
ig var hann slyngur veiðimaður á
sjóstöng og í laxveiði. Hjónin Jón
Bjarni og Áslaug áttu sitt annað
heimili í Flórída.
Útför Jóns Bjarna fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Bálför fer fram síðar.
Jón Bjarni mágur minn hafði mik-
inn áhuga á ferðalögum og hafði
ferðast vítt og breitt um heiminn.
Sem ungur maður var hann sjómaður
á millilandaskipum og hafið togaði
alltaf í hann. Á seinni hluta lífsins
sigldi hann sem farþegi á farþega-
skipum um suðræn höf. Nú er hann
enn einu sinni farinn í ferðalag, en
þessi ferð var ekki fyrirhuguð. Hann
fór óvænt og með farseðil aðeins aðra
leið. Í litlu fjölskyldunni okkar skildi
hann eftir tómarúm og við sem eftir
sitjum fáum ekki að vita hvernig ferð-
in heppnaðist og hvort lygnt hafi ver-
ið í sjóinn og golfvellir séu á nýja
staðnum.
Hann ólst upp á Akranesi og það
leyndi sér ekki þegar Skagamenn
kepptu í fótbolta að í hjarta sínu var
hann Skagamaður. Faðir hans rak
matvöruverslun á Akranesi og eftir
að Jón Bjarni kom í land gerðist hann
einnig kaupmaður. Hann hóf sinn
kaupmannsferil sem kaupmaðurinn á
horninu, fyrst í lítilli verslun í Sam-
túni í Reykjavík en síðan færði hann
sig milli hverfa í stærri og stærri
verslanir og endaði í Breiðholtinu
sem þá var að byggjast upp. Hann
vann sitt starf af miklum dugnaði,
seiglu og útsjónarsemi og var braut-
ryðjandi í verslunarrekstri á mörgum
sviðum.
Þegar hann á efri árum settist í
helgan stein þá sat hann aldrei auðum
höndum og sama eljan og útsjónar-
semin einkenndi hann. Það gustaði af
honum hvert sem hann fór og þegar
hann var ekki að spila golf þá var
hann ævinlega eitthvað að spá og
spekúlera. Hann fylgdist vel með nýj-
ungum á sviði tækninnar, var dugleg-
ur við að skoða og spá í ný hús, nýja
bíla, eða að leita á netinu að spenn-
andi ferðamöguleikum. Ég þakka
mági mínum samfylgdina í 55 ár,
aldrei bar skugga á þau samskipti. Ég
óska honum góðrar ferðar og vona að
ferðin verði ánægjuleg. Systur minni,
sonum þeirra, tengdadóttur og
barnabörnum votta ég mína innileg-
ustu samúð. Blessuð sé minning Jóns
Bjarna Þórðarsonar.
Birgir Bernhöft.
Elsku bróðir, mér datt það ekki í
hug að það kæmi í minn hlut að skrifa
um þig minningargrein. Það eru ekki
nema tveir mánuðir síðan þú og Ás-
laug buðuð okkur í matarveislu í Perl-
una í tilefni 75 ára afmælis Áslaugar.
Og þar varst þú að vanda hrókur alls
fagnaðar, líka vegna þess að lyfja-
meðferðin gekk vel og þú varst bjart-
sýnn. Þar sem tvö ár voru á milli okk-
ar áttir þú þína félaga og ég mína. Þó
er eitt atvik sem ég man vel eftir sem
skeði að hausti til. Við fórum niður á
bryggju að veiða og ég sat fyrir aftan
þig og hélt á færinu en þú varst veiði-
maðurinn. Ákafinn við veiðarnar var
svo mikill að að endingu dast þú í sjó-
inn. Ég skynjaði hvað var að ske og
öskraði á hjálp og rétt þar hjá var ver-
ið að vinna í sláturhúsi og menn þar
heyrðu köllin og það sem bjargaði var
að þú hélst um færið og öngullinn
stakkst í höndina, þangað til hjálp
barst.
Þú varst sendur í sveit í tvö sumur,
en það blessaðist ekki, endirinn var sá
að þú varðst sendill í búðinni hjá
pabba. Og vorið eftir var þér komið
fyrir hjá Njáli Þórðarsyni á línuveið-
Jón Bjarni Þórðarson aranum Ólafi Bjarnasyni sem hjálp-arkokkur og þar varstu næstu tvö
sumur. Að þessu loknu þegar þú varst
um 17 ára komst þú að hjá Eimskipi á
m/s Tröllafossi og þar varstu næstu
árin. Á milli túra í stoppunum heima
var aðeins eitt hús sem þú heimsóttir,
það var húsið Hvítanes, sem er nú
horfið, þar hittir þú Þórð Þ vin þinn
og fleiri. Þú sigldir einnig á m/s Fjall-
fossi í nokkur ár, að því loknu stofn-
aðir þú þitt eigið fyrirtæki, sem var
verslunin Þróttur í Samtúni, alkom-
inn í land. Að reka verslun þá var eng-
inn leikur og þá var oft lögð nótt við
dag til að dæmið gengi upp, og þar
með var þín lífsbraut mörkuð sem
endaði í Breiðholtskjörum.
Þú varst gæfumaður í þínu lífi með
eiginkonu þinni Áslaugu. Þú varst
alltaf Skagamaður og fórst á flesta
fótboltaleiki hjá ÍA. Að lokum vil ég
þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig og mína. Ég sendi Áslaugu,
sonum og barnabörnum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guðmundur og Fríða.
Í örfáum orðum langar mig að
kveðja frænda minn Jón Bjarna
Þórðarson.
Nonni frændi greindist með
krabbamein fyrir örfáum vikum og
var að hefja meðferð við því þegar
kallið kom. Honum hrakaði hratt og
um kvöldmatarleytið hinn 25. maí, á
afmælisdegi föður síns, ákvað hann að
kveðja. Ef svo illa að orði mætti kom-
ast þá var það ekki hans „stíll“ að vera
veikur, hann var maður athafna og
gerða og þannig vil ég minnast hans:
að vera að fara eitthvað og gera eitt-
hvað. Ófáar gleðistundir í Stigahlíð-
inni, Breiðholtskjör, í bústaðnum við
Þingvallavatn, bátsferð, allt eru eru
þetta góðar minningar mínar frá
barnæsku.
Seinna er ég flutti austur á Fljóts-
dalshérað komu Áslaug og Nonni í
heimsókn til mín, það þótti mér vænt
um og eins á ég eftir að sakna símtal-
anna frá þér, frændi, er þú hringdir á
haustin og spurðir mig hvort ég gæti
nú ekki útvegað þér rjúpur eða hrein-
dýr.
Ég kveð þig hér með sálm sem hún
amma kenndi mér og eflaust þér ein-
hvern tímann
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku Áslaug, Óli, Þórey, Doddi,
barnabörn, Mummi, mamma og aðrir
ættingjar og vinir, ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Ykkar
Linda Björk og fjölskylda.
Góður, gamall vinur minn, Jón
Bjarni Þórðarson, er látinn 76 ára að
aldri. Hann var ákaflega lífsglaður
maður og datt mér ekki annað í hug
en maðurinn með ljáinn væri víðs
fjarri. Reyndin varð hins vegar önnur
og þurfti hann að lúta í lægra haldi í
vonlausri viðureign við skelfilegan
sjúkdóm sem varð honum að fjörtjóni
á örskömmum tíma.
Jón Bjarni var Skagamaður og sem
ungur drengur var hann til sjós á bát-
um frá Akranesi. Aðeins 17 ára gam-
all réð hann sig á Tröllafoss, í eigu
Eimskips. Það var litið upp til þeirra
manna, sem voru í siglingum í þá
daga, enda höfðu þeir frá mörgu að
segja, sem okkur hinum var fram-
andi. Jón giftist eiginkonu sinni,
myndarlegri Reykjavíkurmær, Ás-
laugu Bernhöft, árið 1953. Hún var og
er víðsýn, vinsæl og skemmtileg
kona. Eitthvað voru foreldrar Ás-
laugar í vafa um að pilturinn, Jón
Bjarni, væri samboðinn dótturinni og
því hringdi amman í fjölskyldunni í
vinkonu sína uppi á Skaga til að spyrj-
ast fyrir um um foreldra Jóns. Svarið
var, að þau væru sómafólk og faðirinn
einhver mesti „gentlemaður“ á Skag-
anum. Foreldrar brúðarinnar lögðu
því blessun sína yfir ráðahaginn.
Árið 1956 tók líf Jóns Bjarna allt
aðra stefnu. Hann hefur ályktað sem
svo að framtíð hans og fjölskyldunnar
væri betur borgið á öðrum vettvangi
og því réð hann sig árið 1955 sem af-
greiðslumann í verslunina Þrótt í
Höfðaborginni. Ekki liðu nema örfáir
mánuðir þar til hann hafði keypt
verslunina af þáverandi eiganda. Á
þessum tímapunkti hófst viðskipta-
ferill hans fyrir alvöru. Jón Bjarni var
alla sína tíð ákaflega vinnusamur,
hafði fágaða framkomu, sem varð til
þess að hann var einstaklega vinsæll
og afhaldinn meðal viðskiptavina
sinna.
Ágrip af viðskiptasögu Jóns
Bjarna: Hann rak og átti Kjötmið-
stöðina, stofnaði, ásamt æskufélaga
sínum, Jóhanni Gunnlaugssyni, versl-
unina Heimakjör 1960. Leiðir þeirra
skildi þegar Jón byggði og hóf versl-
unarrekstur í Breiðholtskjöri, sem
var ein af fyrstu kjörbúðum hér á
landi, stór, rúmgóð og markaði þann-
ig tímamót í sögu matvöruverslana á
Íslandi. Jón Bjarni átti hlutdeild í
ýmsum fyrirtækjum, t.d. í kjötvinnslu
og heildsölu, sem flutti inn sérhæft
vöruval fyrir matvöruverslanir.
Kynni mín af Jóni Bjarna hófust
árið 1969 á Majorca. Það sem ég tók
fyrst eftir í fari hans var hugmynda-
flugið, sem hann hafði í ríkum mæli,
og hversu auðvelt hann átti með að
koma viðmælendum á sömu skoðun
og hann hafði myndað sér. Ef til vill
hefur það verið kaupmaðurinn í hon-
um eða einhvers konar markaðs-
hyggja, sem hann hefur fengið í
vöggugjöf. Hann var opinn fyrir nýj-
ungum í verslunarrekstri og ætíð í
takt við nýja tíma og síðast en ekki
síst snyrtimenni fram í fingurgóma.
Á Flórída, þar sem við bjuggum
tímabundið hlið við hlið, áttum við
hjónin ógleymanlegar stundir með
Áslaugu og Jóni, nutum tilverunnar
og spiluðum golf saman. Kynni okkar
af þeim hjónum hafa varað í 40 ár og
tel ég það til forréttinda að hafa notið
vináttu þeirra í öll þessi ár. Við höfum
átt fjölmargar ánægjustundir saman,
heima og erlendis, ljúfar minningar,
sem ekki verða frá okkar teknar.
Jón Bjarni var góður drengur, eig-
inmaður og faðir og var fjölskyldan
honum eitt og allt. Það er trú mín að
vel verði tekið á móti honum í nýjum
heimkynnum.
Guð blessi minningu Jóns Bjarna
Þórðarsonar.
Reynir Jónasson.
Meira: mbl.is/minningar
Í dag kveð ég elskulegan vin minn
Jón Bjarna Þórðarson. Við Jón höfum
átt samleið frá árinu 1970 þegar ég
keypti af honum verslunina Heima-
kjör og seinna opnuðum við saman
verslun í Hafnarfirði. Það var ynd-
islegt að fá að kynnast Jóni og hans
elskulegu konu, Áslaugu. Í augum
okkar Katrínar voru þau ávallt eins
og eitt, samhent og samstiga í öllu
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Við Katrín ferðuðumst nokkrum
sinnum með Jóni og Áslaugu og voru
allar þær ferðir mjög ánægjulegar og
svo var ekki síður skemmtilegt að
heimsækja þau í Flórída.
Þótt Jón dveldi langtímum saman í
Flórída fylgdist hann vel með því sem
var að gerast hér heima. Hann
hringdi oft í mig til að fá fréttir og
eins spjölluðum við saman á netinu í
seinni tíð. Hann hafði engan áhuga á
tölvum fyrr en hann áttaði sig á því
hvað hægt var að ná í mikinn fróðleik
á netinu og þá var hann fljótur að til-
einka sér það sem þurfti til að ná tök-
um á þeirri tækni.
Jón hafði mjög gaman af að veiða
og fórum við oft saman í veiðiferðir og
langoftast í Haffjarðará sem var hans
uppáhaldsveiðiá. Þar áttum við marg-
ar ánægjulegar samverustundir. Jón
var einstaklega passasamur og fór vel
með alla hluti og fyrirhyggjan var
ætíð í fyrirrúmi hjá honum. Hún kom
til að mynda fram í því hvernig hann
brást við í veiðitúrum þegar einhver
var með bilað veiðihjól eða brotna
stöng. Þá sagði Jón: „Strákar mínir
þetta er ekkert mál, ég er alltaf með
tvennt af öllu.“
Jón var mikill áhugamaður um golf
og spiluðum við oft saman. Í fjölda-
mörg ár höfum við leikið saman í frí-
múraragolfmótinu á Hellu, sem er
alltaf haldið um eða upp úr mánaða-
mótunum maí/júní. Í fyrstu viku nú í
maí skráði ég okkur Jón í mótið eins
og ég hef alltaf gert undanfarin ár.
En ekkert varð úr því að við lékjum
saman að þessu sinni því kallið kom
miklu fyrr en ég hafði gert mér grein
fyrir.
Árið 1979 gekk Jón í frímúrara-
regluna sem hann stundaði af áhuga
og kostgæfni. Hann hafði mikið dá-
læti á reglustarfinu og þar áttum við
saman margar góðar stundir.
Um leið og ég þakka vináttu hans
og góðvild alla bið ég hinn hæsta höf-
uðsmið að fylgja vini mínum á þeirri
leið sem hann hefur nú lagt út á.
Við sendum Áslaugu, Ólafi, Þórði
og allri fjölskyldunni okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hákon og Katrín.
Jón Bjarni Þórðarson kaupmaður
er látinn. Fyrir tæpum mánuði síðan
sátum við Jón saman sem oftar á
fundi í húsakynnum Kaupmannasam-
taka Íslands þar sem hann tjáði okk-
ur fundarmönnum að hann gengi með
illvígan sjúkdóm og væri undir lækn-
ishendi. Okkur sem fundinn sátum
fannst útlit hans ekki bera þess merki
og vorum frekar bjartsýnir um bata.
Þess vegna kom andlát hans okkur á
óvart en enginn veit sína ævina fyrr
en öll er.
Jón var þægilegur maður í viðmóti,
jákvæður og vinsæll kaupmaður.
Hann var ávallt hrókur alls fagnaðar í
vinahópi. Jón rak verslun við Samtún,
síðar við Laugalæk, þar næst Versl-
unina Heimakjör og síðast Breið-
holtskjör, en rekstri þeirrar síðast-
nefndu hætti hann fyrir nokkrum
árum. Þessar verslanir rak Jón af
myndarbrag og þær voru honum til
sóma. Tímarnir breytast, smásölu-
verslunin fer nú á færri hendur og
einingarnar verða stærri. Því miður
fer þessum mönnum fækkandi og því
um leið því hlutverki sem kaupmað-
urinn á horninu hefur haft sem sér-
svið, nefnilega mannleg samskipti
fólks á milli. Það fólk sem komið er til
vits og ára og man þennan þátt í okk-
ar sögu og ólst upp með því mun
sakna þess tíma.
Við kaupmenn munum minnast
Jóns Bjarna Þórðarsonar með hlýhug
í hjarta. Í þessum fáu kveðjuorðum
langar mig að geta þess í lokin að fyr-
ir ekki löngu síðan heimsóttum við
hjónin ásamt syni okkar og tengda-
dóttur þau hjón Áslaugu og Jón á
heimili þeirra í Flórída. Sú heimsókn
var ljúf og lifir í minningunni. Ég og
mín fjölskylda kveðjum góðan vin
með söknuði og vottum Áslaugu, son-
um þeirra og öðrum ástvinum okkar
dýpstu samúð.
Gunnar Snorrason.
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SENDUM
MYNDALISTA
Steinsmiðja
• Viðarhöfða 1
• 110 Reykjavík
• 566 7878
• Netfang: rein@rein.is
• Vönduð vinna
REIN
Legsteinar
í miklu úrvali
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista