Morgunblaðið - 03.06.2008, Síða 35

Morgunblaðið - 03.06.2008, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 35 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „MÖNNUM var pínulítið brugðið yfir þeim yfirlýsingum sem voru í blaðinu um að hátíðin væri í hættu,“ segir Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs sem á og rekur Iceland Airwaves tónlistarhátíðina. Í viðtali við Þorstein sem birt var í Morgun- blaðinu á laugardaginn lýsti hann miklum áhyggjum yfir fjárhagslegri stöðu hátíðarinnar og bjóst hann við því að umfang hennar myndi minnka töluvert nú í ár. Í kjölfar fundar sem Þorsteinn átti með forsvarsmönnum Reykjavíkurborgar og Icelandair í gær er hins vegar annað hljóð komið í strokkinn, enda lýstu báðir aðilar því yfir á fundinum að þeir vildu gera hátíðina sem best úr garði. „Það er mjög gott að finna 100% stuðning af öllum vígstöðvum. Þann- ig að þetta ætti að geta verið á sömu siglingu og verið hefur,“ sagði Þor- steinn eftir fundinn í gær. Hann er því töluvert bjartsýnni en um helgina. „Það er ekki búið að taka neina afgerandi ákvörðun, en það liggur fyrir 100% vilji frá öllum að tryggja áframhaldandi kraft í verk- efnið.“ Fleiri styrktaraðilar Auk Þorsteins sátu fundinn meðal annars þau Birkir Hólm Guðnason, nýr framkvæmdastjóri Icelandair, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for- maður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menning- ar- og ferðamálasviðs borgarinnar. Að sögn Þorsteins mun Icelandair halda sínu striki í styrkjum til hátíð- arinnar. „Við þurfum hins vegar einnig að sækja styrk til annarra fyrirtækja, og við vonumst eftir góðum við- brögðum hvað það varðar. Iceland- air hefur borið hitann og þungann af þessu verkefni fjárhagslega í gegn- um árin og það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að þeir bæti enda- laust í. Þannig að núna verður unnið að því að finna leiðir til þess að búa til svigrúm fyrir aðra styrktaraðila að koma að verkefninu,“ segir Þor- steinn sem á hins vegar ekki von á því að Reykjavíkurborg hækki sinn styrk, sem nemur nú fimm milljón- um króna á ári. „Ég á ekki von á því, allavega ekki hvað eftir lifir af þess- um samningi.“ Aðspurður segir Þorsteinn hins vegar að umsvif Iceland Airwaves muni líklega ekki minnka eins mikið og hann sá fyrir í viðtalinu sem birt- ist í Morgunblaðinu á laugardaginn. „Ég vona að okkur takist að fá breiða samstöðu frá fyrirtækjum þess efnis að þau bakki okkur upp til áframhaldandi sóknar.“ Vilja halda í hátíðina Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for- maður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, segir að nú verði allt kapp lagt á að fjölga styrktaraðilum Iceland Airwaves. „Umfang hátíðarinnar hefur nátt- úrulega verið að stækka, og sam- hliða því höfum við horft á vísitöluna hækka, þannig að við erum að reyna að finna út hvernig við leysum úr því. Við erum mjög ánægð með þessa hátíð og viljum endilega halda í hana, enda skiptir hún miklu máli fyrir Reykjavíkurborg og litla rekstraraðila í borginni,“ segir Þor- björg, sem á hins vegar ekki von á því að framlög frá borginni hækki á næstunni. „Það er ekki uppi á borðinu í augnablikinu, á meðan verið er að leita að nýjum styrktaraðilum. Þetta hafa bara verið Icelandair og Reykjavíkurborg en nú erum við að vonast til þess að fleiri hafi áhuga á að koma að þessu. Þannig að þetta er í fyrsta skipti sem við leitum að nýjum aðilum.“ Iceland Airwaves borgið?  Eigandi hátíðarinnar bjartsýnn eftir fund með Icelandair og Reykjavíkurborg  „Hátíðin skiptir miklu máli fyrir borgina,“ segir formaður menningar- og ferðamálaráðs Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Landkynning Íslenska hljómsveitin Bloodgroup á tónleikum á Nasa á Iceland Airwaves í fyrra. Þorsteinn Stephensen Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir NÝJASTA plata Bubba Morthens, Fjórir naglar, er væntanleg í verslanir miðvikudaginn 11. júní. Þrjú ár eru liðin frá því að Bubbi gaf síðast út sólóplötu og er því ekki laust við að Bubba-aðdáendur séu orðnir nokkuð óþreyjufullir. En þrátt fyrir að plat- an verði ekki fáanleg í föstu formi fyrr en í næstu viku er hægt að gleðja alhörðustu aðdáendurna með því að upplýsa að hægt er að kaupa lögin af plötunni í gegnum farsíma Vodafone. Bubbi fetar þarna í fótspor ekki ómerkari stjörnu en Madonnu en nýja platan hennar var fáanleg í Vodafone- símum um allan heim áður en hún fór í hefðbundna sölu. Viðskiptavinir Vodafone eiga kost á að kaupa stök lög eða plötuna alla í gegnum símann sjálfan eða með því að panta lagið á vodafone.is og senda það í símtækið. Í tilefni af nýju plötunni verða útgáfutónleikar haldnir í Borgarleikhúsinu föstudaginn 6. júní kl. 20 þar sem Bubbi mun njóta liðsinnis sveitar sinn- ar, Stríðs og friðar. Miðasala er hafin á vef Borg- arleikhússins, www.borgarleikhus.is, og á www.midi.is. Nánari upplýsingar eru á www.midi- .is og á www.prime.is. | hoskuldur@mbl.is Fjórir naglar Bubba hjá Vodafone Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýjungagjarn Bubbi hefur hingað til ekki verið hræddur við að reyna nýja hluti og bylting á sviði upplýsingatækni er þar engin undantekning.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.