Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 36
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
SIGUR Rós gefur út nýja plötu, Með suð í eyr-
um við spilum endalaust, 23. júní næstkomandi.
Í júníhefti hins víðlesna Q er að finna ítarlega
greinargerð um upptökuferli plötunnar en höf-
undur er Simon Goddard, eitt af þekktari nöfn-
um breskrar rokkblaðamennsku. Stíll grein-
arinnar er kirfilega í þessum sérbreska,
kaldhæðna og „yfir þetta hafinn“ gír, en Godd-
ard fylgdist með sveitinni í tvo mánuði og á milli
lína má sjá að hann er grútspældur yfir því að
hafa ekki verið hleypt nær hljómsveitinni en
raunin varð. Honum verður því tíðrætt um
hversu fjarlægir meðlimirnir eru, segir þá
dónalega á einum stað og kallar þá afstyrmi
(„freaks“) á öðrum.
hringsins“ að hanna fyrir sig og Goddard lýsir
því vel hversu magnþrungin spennan var fyrir
fundinn. Skera mátti loftið í sundur með hníf, en
hugmyndir Ólafs fundu ekki farveg hjá Sigur
Rósar-drengjum sem héldu krísufund í kjölfar-
ið. Snilligáfa Ólafs og Sigur Rósar er óumdeild,
en í þessu tiltekna efni a.m.k. náðu menn greini-
lega ekki saman. Ljósmyndir Ryans McGin-
leys, ungs og efnilegs ljósmyndara frá New
York og rísandi stjörnu í ljósmyndalistinni,
voru notaðar þess í stað.
Q hefur þá einnig kveðið upp dóm um plötuna
og gefur henni glimrandi góð meðmæli. Stjörn-
urnar eru fjórar af fimm og sagt er að sveitin sé
að kasta sér af fullu afli í meginstrauminn með
plötunni, platan sé aðgengileg án þess þó að
listræn tomma sé gefin eftir.
Grein og dóm má nálgast á opinberri frétta-
veitu Sigur Rósar.
Hættu við Hugmyndir Ólafs fundu ekki farveg hjá Sigur Rósar-drengjum.
Sigur Rós hafn-
aði samstarfi við
Ólaf Elíasson
Breska tónlistartíma-
ritið Q fjallar um mest
„inn í sig“-hljómsveit
heims í sjö síðna úttekt
Funduðu Ólafur kynnti hugmyndir.
www.sigur-ros.co.uk
Það er munur að vera tónlistarblaðamaður á
Bretlandi, en Goddard dvaldi með sveitinni á Ís-
landi, í New York, London og Berlín en á síðast-
nefnda staðnum fylgdi hann meðlimum á magn-
aðan fund til sjálfs Ólafs Elíassonar, eins
umtalaðasta myndlistarmanns samtímans.
Meðlimir höfðu farið þess á leit við Ólaf að hann
myndi hanna plötuumslag fyrir þá og einnig
umgjörðina á væntanlegu tónleikaferðalagi sem
hefst í Mexíkó á fimmtudaginn. Þetta er í fyrsta
skipti sem sveitin hefur falið einhverjum „utan
36 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Ritdómur um símaskrána?Vafalaust tímamót í annarsýtarlegri bókmenntaum-
fjöllun Morgunblaðsins.
En símaskráin 2008 er líka engin
venjuleg símaskrá. Nöfnin og núm-
erin mynda umgjörð utan um
rammíslenska hetjusögu um lítinn
gutta úr borginni sem heillar trölls-
dóttur (laundóttur þingmanns) og
vegur ógurlegt skrímsli.
Aldrei fyrr hefur símaskráin ver-
ið svona skemmtileg lesning.
Og það er eins og saga Hugleiksdragi fram eitthvað alveg nýtt
þegar hún er komin í þennan miðil
sem fíngerðar og nánast endalausar
síður símaskrárinnar eru.
Væri auðvelt að byrja með hálist-
rænar pælingar um þetta form og
framsetninguna: Landslagssenurn-
ar eru til dæmis miklu sterkari þeg-
ar maður flettir og flettir og flettir
gegnum hvern tindinn á fætur öðr-
um. Strax eru hughrif farin af stað
sem minna á útsýni lítils snáða úr
aftursætinu þegar fjölskyldan fór á
bílnum út í sveit. Ekkert að sjá nema
fjöll og fleiri fjöll.
Og litlir sögurammarnir, svo
margir og knappir að næstum verð-
ur úr hreyfimynd. Lesandinn
gleymir sér í spennandi frásögninni
og svo, skyndilega, þegar einni
næfurþunnri síðunni er flett fyr-
irhafnarlaust nær sagan kröftugum
hápunkti, og við blasir risastór
mynd af framandi ævintýraheim og
ógurlegum skrímslum.
Og hvað er þetta svo? Er saga
Hugleiks Dagssonar í símaskránni
list? Eða er þetta afþreying? Er
Garðarshólmi Hugleiks skraut í
annars líflausum runum af texta og
tölum? Er þetta kannski tilraun til
að ná til yngri lesendahóps sem á
tímum netsins er löngu hættur að
fletta upp númerum annars staðar
en á netinu?
Hvað svo sem útgefendum síma-skrárinnar gengur til, þá má
mín vegna alveg gera það að hefð
að símaskránni fylgi hér eftir eitt-
hvað í svipuðum dúr. Símaskráin
gæti jafnvel orðið vettvangur fyrir
upprennandi unghöfunda eða efni-
legar listaspírur úr LHÍ.
Þá verður símaskrárinnar beðið
með óþreyju á mínu heimili.
Hetjusögusímaskrá
AF LISTUM
Ásgeir Ingvarsson
» Aldrei fyrr hefursímaskráin verið
svona skemmtileg.
Epík Innan um nöfn og númer Jóna og Gunna þessa lands og auglýsingar frá bönkum og innheimtufyrirtækjum leynist bráðskemmtilegt ævintýri Hugleiks.
asgeiri@mbl.is
SPURT hefur verið um launakjör
starfsmanna Ríkisútvarpsins hér,
eftir að því var breytt í hlutafélag. Í
Bretlandi velta fjölmiðlar þessa dag-
ana fyrir sér launakjörum þátta-
stjórnenda og leikara hjá BBC.
Í Daily Mail er fullyrt að um 40
stjörnur fái um eina milljón punda,
ríflega 150 milljónir króna, á ári.
Stjórnendur BBC vilja ekki gefa upp
hverjar þessar stjörnur eru. Tíu
þeirra hafa allt að tvær milljónir
punda í laun á ári. Þar á meðal munu
vera Simon Cowell og þeir Matt
Lucas og David Walliams, stjörn-
urnar úr þáttunum Litla Bretlandi.
Í kjölfar fréttanna heyrast hávær-
ar gagnrýnisraddir sem segja að
greiðendur afnotagjalda eigi ekki að
standa undir launum sem þessum.
Ríkir Þeir Lucas og Walliams, stjörn-
urnar í Litla-Bretlandi, eru vinsælir.
Stjörnur BBC
vel launaðar
LEIKKONAN
Kiera Knightley
hyggst flytja til
Frakklands.
Ástæðan mun vera
sú að hún vill vera
nærri unnusta sín-
um, leikaranum
Rupert Friend, sem dvelur í Frakk-
landi og leikur í kvikmynd ásamt
Michelle Pfeiffer. Skötuhjúin hafa
verið saman í fjögur ár og munu
vera hamingjusöm núna, eftir erf-
iðleikatímabil. Ástæðan fyrir því var
sögð vera álag vegna þess hvað þau
væru mikið aðskilin þar sem þau
voru að leika hér og þar. Einhverjir
hafa ýjað að því að Knightley vilji
vera nærri kærastanum þegar hann
leikur í ástarsenum með Pfeiffer.
Knightley
flytur nær
Friend