Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 39 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is EINN af óvæntari en um leið gleði- legri útvarpssmellum síðasta miss- eris er lagið „Kalin slóð“ með hljóm- sveitinni Múgsefjun. Innileg, þjóðlagaskotin popprokksstemma, sem minnir eilítið á Spilverkið en svo virtist þó sem lagið hefði fallið af himnum ofan. Hvaða hljómsveit var þetta eiginlega? Múgsefjun? „Ég og Hjalti, hinn gítarleikarinn og söngvarinn erum æskuvinir og við settum bandið á fót árið 2004,“ útskýrir Björn. „Við vorum búnir að vera þvælast saman í rokk- hljómsveitum um langa hríð og orðnir hundleiðir á því. Settum því upp band með tveimur kassagít- urum og harmonikku. Svo urðum við leiðir á því og vildum fá meiri hávaða inn í þetta! Þannig að Múgsefjun varð að einhverskonar miðstöð þar sem reynt er að samþætta þetta tvennt.“ Tekið upp í Tankinum Lengi vel var Múgsefjun meira eins og tómstundagaman, spilað var fyrir fríum bjór en smátt og smátt tóku lög að safnast í sarp. Með til- komu trymbilsins Eiríks Fannars Torfasonar í ársbyrjun 2007 var svo afráðið að leggja í plötu. „Við fórum í ágúst í fyrra til Flat- eyri, og tókum upp í Tankinum, hljóðveri sem Önundur nokkur Páls- son rekur þar í gömlum lýsistanki. Við vorum fyrstu viðskiptavinirnir og tókum meira að segja þátt í að leggja lokahönd á hljóðverið. Lögð- um gólf og svoleiðis. Svo var bara talið í og lögunum rúllað inn á band. Veturinn hefur svo farið í hljóð- blöndun og annað dútl, en viðbót- arupptökur fóru fram í æfinga- húsnæði okkar, Fídbakka. Við snurfusuðum í eigin brjálæði lengi vel og á endanum tókum við fram fyrir hendurnar á sjálfum okkur.“ En er Björn sáttur við lýsinguna á tónlistinni, sem finna má fyrr í þess- ari grein? „Já já, því ekki. Þetta er fram- sækið líka myndi ég segja, að því leyti að við vöndum okkur við að fara óhefðbundnar leiðir að annars áhlýðilegri tónlistinni. Ég stilli gít- arinn skringilega til að fá eitthvað nýtt fram og hljómagangar og kafla- skiptingar eiga það til að vera í óhefðbundnara lagi.“ Loksins Og þá tekur við hefðbundin kynn- ingarstarfsemi. Plötuna gefur sveit- in sjálf út, í gegnum fyrirtæki sitt Gúngala sf. en það er Kimi Records á Akureyri sem sér um að dreifa. „Nú erum við loksins lausir úr svitastorknum æfinga- og upptöku- herbergjum og getum farið að spila meira á tónleikum. Loksins. Við höf- um mikinn metnað til þess að kynna okkur vel og hefja þetta til vegs og virðingar. Útlönd heilla ekki, og þangað förum við ekki, nema hugs- anlega á þorrablót. Við viljum þjóna landanum með vandaðri og skemmtilegri tónlist þar sem sungið er á íslensku. Það er allt of lítið um það á þessum síðustu verstu.“ Snurfus í eigin brjálæði  Múgsefjun gefur út sína fyrstu plötu, Skiptar skoðanir  „Við erum háaldraðir nýgræðingar,“ segir Björn Heiðar Jónsson, söngvari og gítarleikari Morgunblaðið/Árni Sæberg Múgsefjun „Nú erum við loksins lausir úr svitastorknum æfinga- og upptökuherbergjum og getum farið að spila meira á tónleikum.“ Félagarnir vilja þjóna landanum með skemmtilegri tónlist þar sem sungið er á íslensku. SÍÐUSTU SÝNINGAR Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á ÖSKUR BERA ENGAN ÁRANGUR !! FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM Sýnd kl. 4:30, 7 og 10 Ekki missa af stærstu ævintýramynd síðari ára! ÞAÐ ÞARF ALVÖRU KARLMANN TIL AÐ VERA BRÚÐARMEYJA eee ,,Hugljúf og skemmtileg" - V.J.V., Topp5.is/FBL eeeee -S.M.E., Mannlíf eeee - S.S. , X-ið FM 9.77 LANG VINSÆLASTA MYND ÁRSINS - 55.000 MANNS! SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI ,,Trú forverum sínum og er kærkomin viðbót í þessa mögnuðu seríu. Meira er ekki hægt að biðja um.” - V.J.V., Topp5.is/FBL ,,Biðin var þess virði” - J.I.S., film.is ,,Ljúfir endurfundir” - Þ.Þ., DV ,,Hasar, brellur og gott grín” - S.V., MBL ,,Biðin var þess virði” - J.I.S., film.is ,,Trú forverum sínum og er kærkomin viðbót í þessa mögnuðu seríu. Meira er ekki hægt að biðja um.” - V.J.V., Topp5.is/FBL ,,Ljúfir endurfundir” - Þ.Þ., DV ,,Hasar, brellur og gott grín” - S.V., MBL SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 4:30, 6 og 9 -bara lúxus Sími 553 2075 STELPURNAR ERU MÆTTAR Á HVÍTA TJALDIÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI www.laugarasbio.is HAROLD OG KUMAR ERU MÆTTIR AFTUR Í SPRENGHLÆGILEGRI GAMANMYND Sýnd kl. 8 og 10:10 Stærsta kvikmyndahús landsins SÝND Í REGNBOGANUM Sex and the City kl. 7 - 10 B.i. 14 ára Indiana Jones 4 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Prom Night kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára What happens in Vegas kl. 5:45 - 8 - 10:15 eeeee K.H. - DV eeee 24 stundir 31.05.2008 2 13 24 31 37 0 3 1 8 9 7 1 1 9 5 25 28.05.2008 8 12 25 29 36 39 2214 21 smáauglýsingar mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.